Dagur - 22.01.1919, Blaðsíða 2
6
DAGUR.
Stökur.
Frá ófriðarárunum.
Hart fram æddu á hildar teigum
hreysti gæddir Prússarnir.
Blóðrás mæddir, fótum feigum
flýðu hræddir Rússarnir.
Flæddi blóð, er flæmdi þjóð að feigðarströndum
dreyraúrgum heiftarhöndum
Hindenburg í Rússalöndum.
Sjóli Rússa lagðist lágt
lýðsins fyrir heiftar-völdum.
Kanske hann hafi eitthvað átt
inni fyrir slíkum gjöldum.
F*ó um vengi þjóti hver
þjóðversk sprengi-fluga,
skyldi enginn ætla sjer
enska drengi að buga.
Bæjarstjórnarkosning.
Samkvæmt lögum 14. nóv. 1917 og nýstaðfestum lögum um
breyting á þeim á að kjósa nýja bæjarstjórn, er skipuð verður 11
bæjarfulltrúum. Kjörstjórn kaupstaðarins hefir ákveðið að kosning
á þessum 11 bæjarfulltrúum skuli fara fram í samkomuhúsi bæjar-
ins Priðjudaginn þ. 28. þ. m. og byrjar kjörfundurinn kl. 12 á há-
degi. Listar yfir fulltrúarefni sendist formanni kjörstjórnarinnar,
bæjarfógeta, ekki síðar en Sunnudaginn þ. 26. þ. m. kl. 12 á
hádegi.
Jafnframt bæjarstjórnarkosningunni fer fram kosning á 2 end-
urskoðendum bæjarreikninganna, er endurskoði þá um þrjú ár frá
og með árinu 1917 að telja. Listar yfir þá sendist innan sama tíma.
Bæjarfógeti Akureyrar 15. Jan. 1919.
Þó sig rakkir reisi hátt
og reigi hnakkann Pjóðverjar,
Ieikinn skakka að sköpum brátt
skulu Frakka hetjurnar.
Bilar styrkur Búlgara,
brotna virki Pjóðverja,
liggja Tyrkir lífsvana,
Lenin kyrkir Rúss'ana.
Nú í knjánum keisarans
kikna frægu Iiðar.
Köld eru örlög kappa hans
að krjúpa og biðjast friðar.
Boli, Boli baular hátt,
brattur rófu hringar:
»Opni húsin upp á gátt
allir HolIendingar.«
»Boli, Boli bankar á hurð«
brýnir langa stikla;
koma vill í kalda urð
keisaranum mikla.
Tryltra herja glíman grá,
glæpaverk og ránin
munu reynast metum á
Páll Einarsson.
kjöts sem selt hefir verið, ýmsir kjötframleiðendur
slyppu jDví alveg við gjaldið. En það sem mestu
máli skiftir er þó þetta:
Vegna grasbrestsins í sumar, voru bændur neydd-
ir til að Ióga fje sínu venju fremur í haust, sumir
urðu jafnvel að rýra bústofn sinn til stórra muna.
Samkvæmt reglum þeim, sem gert er ráð fyrir að
fara eftir við fjársöfnunina, yrðu þeir fyrir tiltölulega
þyngstum gjöldum, sem mestan hnekki hafa beðið
af völdum grasleysisins, en hinir, sem voru svo
hepnir að fá meðal heyuppskeru eða af öðrum sök-
um komust hjá því að fækka fje sínu sjer í skaða,
verða .Ijettara úti. Þetta er ófært. Það verður því
að finna aðra hagkvæmari og rjettlátari leið til hjálp-
ar. Pað hlýtur að vera hægðarleikur.
Frjettir.
Mannalát.
Björn M. Olsen prófessor andaðist í Reykjavík
16. þ. m.
»Nú grætur mikinn mög
Mínerva táragjörn.«
Ljenharð fógeta
hefur Leikfjelag Reykjavíkur verið að sýna að undan-
förnu; var Ieikinn í fyrsta skifti annan jóladag. Ljen-
harð Ijek Jens Waagé en frú Stefanía Guðnýju á
Selfossi.
góð tíð um Iand alt. Á ofanverðu Fljótsdalshjeraði
sjest t. d. hvergi snjódííl nú á miðjum vetri, nema í
efstu fjallaeggjum og fje ekki verið hýst enn, svo
að heyin eru með öllu ósnert.
Góða sjóvetlinga
háífsokka
og heilsokka
kaupijeg gegn peningum allra hæsta verði
Joh. Christensen,
Hafnarstræti 101.
Kennarafjelagið
á Akureyri
heldur fun d í Gagnfræðaskólanum fimtudaginn 23.
þ. m., kl. 4 e. h.
Stjórnin.
minni en stjórna smánin.
Páll J. Árdal.
Tjónið af Kötlugosinu.
Formenn Búnaðarfjel. íslánds, Ræktunarfjel. Norð-
url. og nokkurra búnaðarsambanda hafa sent út áskor-
un þess efnis, að allir kaupmenn og framkvæmdar-
stjórar kaupfjelaga og sláturfjelaga greiði eina krónu
nf kjöttunnu hverri af frandeiðslu síðasta árs, seldri
utanlands eða innan, og telji einstökum viðskifta-
mönnum til gjalda, hverjum að rjettri tiltölu við kjöt-
sölu hansgegn væntanlegu samþykki þeirra eftir á.
Áskorun þessi er rjettmæt að því leyti, að hún
er borin fram af góðum hug og hjálpfúsum anda,
og sjálfsagt er að rjelta þeim hjálparhönd, er fyrir
tjóninu hafa orðið.
En gjaldgrundvöllurinn er of þröngur og auk þess
crjettlátur.
Sýnilegt er, að ekki yrði hægt að ná til alls þess
Tíminn
fjölgar tölublöðum á þessu ári að miklum mun,
koma út minst 80 tölublöð af honum. Af þeim verða
15 — eitt með hverjum pósti — einkum helguð and-
legum málum, uppeldismálum og bókmentum, og
verður leitast við að gera þau sem fjölbreyttust að
efni, enda munu margir helstu mentamenn þjóðar-
innar rita í þau.
Sálarrannsóknafjelag íslands.
Fjelag með því nafni var stofnað í Reykjavík 19.
f. m. Forgöngumenn fjelagsstofnunarinnar eru: Einar
H. Kvaran* rithöfundur, Haraldur Níelsson prófessor,
Pórður Sveinsson læknir, Ásgeir Sigurðsson konsúll
og Sigurjón Pjetursson kaupmaður. Tilgangur fjelags-
ins er að veita fjelagsmönnum fræðslu um niður-
stöður sálarrannsókna, gefa fjelagsmönnum kost á að
sækja sambandsfundi og útvega góða miðla. Um 200
manns gengu í fjelagið á stofnfundinum.
Tíðin.
Pað sem af er þessum vetri, liefir verið einmuna
Prentsmiðja Björns Jónssonar,