Dagur - 29.01.1919, Blaðsíða 2

Dagur - 29.01.1919, Blaðsíða 2
8 DAGUR. Húsið nr. 3 í Norðurgötu er til sölu nú þegar, Semjið sem fyrst við Jónas Þór. miljónir þúsund ár eftir þúsund ár undir ofríki og ranglæti, án þess að læra að neyta frjálsræðis síns, ef nokkurt væri, eða aukast að þekking til þess að skilja köllun og ábyrgð. Hver þýðing eða meining getur þá verið til í lífinu? »Eða er nokkuð hinu megin,« spurði Kvaran, Vissulega! Og þeir sem þverkallast við að trúa þeirri kenning eru vissulega kreddubundnar skepnur, ann- aðhvort vísindalega eða kirkjulega. Ef þú, ungi Bragi, vilt syngja uppbyggilega fyrir fólkið, ekki síður en skemtilega, ef þú vilt lyfta, gleðja, hughreysta og göfga, þá skalt þú syngja vor guðlegustu ljóð, þó oft virðist einföld. Og hversu skemtilegt væri að heyra hina söngþíðu rödd hins unga Áka (Aage) syngja: Mjer himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn er jeg græt. Rví drottinn telur tárin mín jeg trúi, og huggast læt. Jeg hlakka til að- heyra þig, Bragi, syngja okkur kirkju-kvartett við n. k. föstuinngang, meðal annars nokkur ódauðleg vers úr passíusálmunum. En í stað hins nefnda grafarsöngs, gerðir þú rjett- ara að syngja hin nýju útfarasöngvers í nýja við- bætinum, þar sem fyrsta versið hljóðar þannig: Hvað er Hel? — Öllum líkn sem Iifa vel. Engill sem til lífsins leiðir, Ijósmóðir sem hvílu breiðir, sólarbros er birta jel, — — heitir Hel. Ath. Jeg sje í Lögrjettu fagurt kvæði eftir P. G. um móðurástina, og minnir mig á orð mín, sem jeg talaði á 25 ára afmæli kvenfjelagsins Framtíðin, að móðurást og líknarstarf væri einna Ijósust opinber- guðs á jörðinni, og. glöggasti fyrirboði þess, að móðurhendur mundu mæta oss þegar vjer fæðumst í ljós annað. Matthias fochumsson. Utan úr heimi. Kristján konungur vor ráðgerir að koma til íslands í sumar. Meiri hluti jafnaðarmanna í Rýskalandi hafa sigrað við kosningar. Pýskaland leysist upp í 8 sjerstæð lýðveldi, og nær það einnig yfir hinn þýska hluta af Austurríki. Starf friðarráðstefnunnar hófst á laugardaginn. Aðal- verkefnið er lagasetning og endurreisn Norðurálfunn- ar. Skiftist það í þrjá aðalkafla: 1. Um hegningu þeirra, sem bera ábyrgð á upijtökum ófriðarins og skaðabætur fyrir hernaðarspjöll. 2. Um þjóðabanda- lag og hvernig hindra megi árásarstyrjaldir. 3. Alls- herjar verkamannalöggjöf og alþjóðaeftirlit siglinga- leiða. Lloyd Georges er frummælandi að alþjóðabandalagi. Nefnd verður skipuð til að íhuga það og í henni verður Wilson forseti. (Frjettaritari Dags, Rvik.) Ur Reykjavík. Bátstapi. Vjelbáturinn «Hersir« frá Sandgerði fórst með 5 mönnum. Útflutningsgjaldið til útflutningsnefndar verður eigi innheimt. Uppbót. 160 kr. uppbót verður útborguð fyrir hvert hross, er flutt var út í surnar. Ráðgjafarnefnd samkvæmt sanibandslögunum, er segi álit sitt um frumvörp snertandi hag beggja rikj- anna, er þannig skipuð af íslands hálru: Bjarni Jóns- son frá Vogi, Einar Arnórsson, Jóhannes Jóhannesson. Smjörlikisgerð Reykjavíkur er byrjuð. ísafold. Kvisast hefir að blaðið ísafold sje seld stórgróðamönnum og eigi að koma út daglega. Saurlifnaðarmál er komið upp í Reykjavíic. Rann- sókn hafin í því. (Frjettaritari Dags, Rvík.) Kvöldskemtunin verður endurtekin að forfallalausu næsta sunnudag með breyttri skemtiskrá. Nýlátinn er hjer á sjúkrahúsinu Sumarliði Guð- mundsson fyrverandi póstur. Hans verður nánar get- ið í næsta blaði. Skip. Borg kom hingað fyrra mánudag og tók hjer kol. Fór síðan áleiðis til Noregs með kjöt frá Húsavík og Sauðárkrók. Mótorskipið » Siella* kom hingað í gærkvöld frá Reykjavík og ísafirði. Með henni voru-margir far- þegar. Hlutaveltu hafði kvenfjelagið »Framtíðin« í sam- komuhúsinu fyrra sunnudagskvöld, Var þar harð- ur aðgangur um drættina, hrindingar en ekki pústrar. Misprentast hefir í stökum Páls Árdals f síðasta blaði, í síðustu hendingu síðustu vísu orðið »glæpa- verk«, átti að vera grimdarverk. Bæjarstjórnarkosningin. Henni lauk svo að B-listinn (listi verkamanna og miðflokksmanna) hlaut 416 atkv. og kom að 6 efstu mönnunum á listanum. Voru þeir þessir: Erlingur Friðjónsson, Böðvar Bjarkan, Ingimar Eydal, Sveinn Sigurjónsson, Halldór Einarsson og Porsteinn Porsteinsson. C-listinn (kaupmannalistinn) fjekk 326 atkv. og kom 5 efstu mönnunum að. Peir voru þessir: Otto Tulinius, Ragnar Ólafsson, Júlíus Havsteen, Sigurður Hlíðar og Sigurður Bjarnason. A-Iistinn (L. Thorarensen efstur) fjekk 28 atkv. og kom engum manni að. Ógild voru 28 atkv. — AIIs voru greidd 798 atkvæói. Endurskoðendur bæjarreikninganna voru kosnir Kristján Karlsson og Ólafur Thorarensen. Saltfiskssaia. Bretar vildu engan saltfisk kaupa með hærra verð- inu í haust frá íslandi, en gáfu frjálsa sölu á all- aiiklum fiski er þá var óseldur. Útflutningsnefndin í Reykjavík hefir haft þann fisk á boðstólum í vetur og nýverið selt allan verkaðan fisk sem til var frá fyrra ári fyrir 272 kr. Nr. 1 og 257 kr. Nr. 2. Fisk- ur í salti frá fyrra ári er enn óseldur, en búist við góðu verði. Fiskur úr salti, er aflast um þessar mundir, kvað nú seljast í Reykjavík á 80 au. kílógr. BÆNDUR! Munið eftir „Sharples“ Ur bænum. Kennarafjelagið á Akureyri. Á fundi fjelagsins, 23. þ. m., var í einu hljóði samþykt eftirfarandi til- laga um launakjör tímakennara, sem allir fjelagsmenn, er tímakenslu stunda, ætla að binda sig við: I. Lágmarksverð fyrir að kenna fullorðnum um klst. skal vera: Fyrir að kenna 1, kr. 1,50. — — - 2, — 2,25. Síðan 50 au. viðbót fyrir hvern, er bætist við í tímann eftir það. II. Lágmarksverð fyrir að kenna börnum: Sjertímar, um tímann kr. 1,00. Fyrir að kenna 5 eða fleiri börnum saman 2 st. á dag, á mánuði fyrir hvert kr. 12,00. Jafnt skal borga kensluna, þó að nemandi sæki ekki tímann. Borga skal kensluna við lok hvers mánaðar. Alþýðufrœðsla Studentafjelagsins. Steinþór Guð- mundsson skólastjóri flutti fyrirlestur í samkomuhús- inu á sunnudaginn var. Fyrirlesturinn nefndi hann »Veðrabrigði« og hljóðaði um jafnaðarhreyfinguna. Talaði ræðumaður hleypidómalaust um málið og af skýrum skilningi, enda gerður ágætur rómur að er- indinu. Fyrirlestur þessi mun birtast á prenti innari skamms og gefst þá almenningi færi á að kynnast honum. Kvöldskemtun. Að tilhlutun Ungmennafjelags Ak- ureyrar fór kvöldskemtun fram í samkomuhúsi bæj- arir.s síðastl. sunnudag'kvöld. Brynleifur Tobíasson kennari flutti þar erindi um verndun og viðhald ís- lenskrar tungu og íslensks þjóðernis. Var erindi þetta fagurt bæði að efni og eigi síðuraðmáli. Eiga menn því ekki að venjast hversdagslega að heyra lærðu mennina tala hreina og fagra íslensku. Á eftir erindi þessu var sýndur smáleikurinn »Upp til selja«. Það borgar sig betur að kaupa góða skil- vindu sjaldan, en lakari oft. Fæst hjá Sigrn. Sigurðssyni. FJ ÁRMARK undirrifaðs er: Biti aftan hægra og gat vinstra. Kolgerði í Höfðahverfi 22. jan. 1919. Óskar Jónsson. Skilvindur fásí í Kau pfj elags versl u n Eyfirðinga. Prentsmiðja Björns Jónssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.