Dagur - 28.05.1919, Side 1

Dagur - 28.05.1919, Side 1
DAGUR kemur út einusinní i viku. Árgangurinn kostar 3 kr. Gjalddagi 1. júli. II. ár. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Akureyri, 28. maí 1919. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. 21. blað. „Pýðingar." Sigurður Nordal prófessor skrifar grein í síðasta befti Skírnis með þeirri fyrirsögn. Það skiftir ekki rniklu máli um fyrirsðgn greinar- innar, en befur hefði átt við að nefna greinina Sjálfmentun, því að það er hugsjónin, sem höfund- urinn stefnir að, en »þýðingar» eru leiðin að tak- markinu. S. N. vill, að ísienska þjóðin skari fram úr í ein- hverju, verði öðrum þjóðum tii fyrirmyndar, þó að Iítil sje, eða öllu heldur afþvi að við erum smáþjóð. Hann hefir enga tröllatrú á skólunum okkar og væntir þess ekki, að þeir geri eða geti gert garðinn frægan í augurn heimsins. Hann bendir og rjettilega á það, að aðstaða oklcar í æðri vísindurn, lisíum og skáld- skap sje svo örðug, að vjer getum ekki átt þess von að verða öðrum þjóðurn til fyrirmyndar á því sviði, eða standa þeim jafnfætis þar, þó að sjáifsagt sje á hinn bóginn að styðja vísindi og listir með þjóðinni eftir föngum. Greinarhöfundurinn telur íslenska alþýðu óvenjulega bókhneigða og námfúsa, en þar með er fyrir hönd- um helsta skiiyrði sjálfmentunarinnar. Og það er einmitt hún, sem höf. leggur a!!a áherslu á. Hann hefir þá trú eða vissu, að væri virkiieg rækt lögð við þá mentun, þá gæti hún orðið eitt síerkasta sjereinkenni þjóðarinnar, einkenni er svo mikið bæri á, að á okkur yrði litið sem fyrirmynd. Nú verður ekki um það deilt, segir S. N., að bœkurnar eru það sjálfrnentunarvopn, sem alt ann- að verður lítilfjörlegt i samanburði við. »í bókun- um finnur maður heim, sem er óendanlega auðugri en það brot af lífinu, sem hann á kost á að kynn ast. I þessum heimi á hann kost á að fá fangið fult af dýrustu gersemum mannsandans. Vísinda- maðurinn gefur honum þelckingu sína, vísindaðferðir og hugsanir. Skáldið drauma sína, lífsspeki og dýr- ustu tilfinningar. Stórmennið eftirdæmi sitt og reynslu. Hann getur ferðast með landkönnuðinum, setið til borðs með vitringum, kannað djúp rúms og tíma. Hann getur fundið þar hið hverdagsnýtasta og háleitasta, frá leiðarvísi til að bæta skóinn sinn til reynslu dulspekinganna.* Eðlileg afleiðing þessarar skoðunar eða sanninda er sú uppástunga höfundar að efla og bæta bóka- kostinn í landinu, bæði með því að hlynna að íslensk- um skáldum og rithöfundum, en þó einkum með þýðingum ágætustu skáld- og fræðirita, sein væru við alþýðuhæfi og hefðu í senn mentandi og göfg- andi áhrif á lesendurna. Höfundur ætlast til að þetta yrði landsfyrirtæki, sjerstök stofnun, sem ríkið hefði með höndum í því augnamiði að koma upp nýju og öflugu Bókasafni alþýðu, og yrði þessi stofnun miðstöð sjálfmentunarinnar í landinu, eins og skól- arnir eru miðstöðvar kenslunnar. »Þetta á að verða bókasafn heimilanna, ekki lestrarfjelagsbækur. Þess vegna er sjálfsagt að hafa bækurnar sem ódýrastar. Pað er heimilismenningin, sem þarf að eflast, og bækur eru eitt helsta ráðið. Pær gera heimilið vistlegra og skemtilegra. Bókasafn á sveitaheimili et eins og dálítið Hliðskjálf. Pað má setjast við það og sjá um alla heima. Alt, sem eflir heimilismenn- inguna, eflir sveitirnar. En viðgangur þeirra er lífs- skilyrði fyrir menning og heilbrigði þjóðarinuar.* Gert er ráð fyrir að stofnunin gæfi árlega út 100 — 150 arkir á ári. Fyrir henni rjeði vel hæfur og víðmentaður forstjóri, er helgaði starfinu alla krafta sína, ve'di bækur, sæi um þýðendur og bæri ábygð á því, að þýðingarnar væru vandaðar og útgáfurnar í alla staði sómasamlegar. Tilgangurinn með því, sem hjer hefur verið sagt, er að eins sá að vekja athygli á þessari ritgjörð Sig- urðar Nordals. Rúm blaðsius leyfir ekki að gefa neina tæmandi Iýsingu af henni. Hvert mannsbarn í landinu, er að riokkru metur andlegt verðmæti, verður að Iesa greinina sjálfa vel og rælilega. Sú hagnýta hugsun, er hún flytur, á það sannarlega skilið. Sigurður Nordal hefir hugsað inál þeíta lengi og rækilega og liefir nú birt skoðanir sínar eftir mikla yfirvegun. Að hugsa sjer það, að S. N, hefði fundið þarna rjetta ráðið tii þess, að íslenska alþýð- an yrði best mentaða alþýða í heimi, að við á þenn- an hátt gætum öðlast dýrmœtasta hnossið, eti Ijet- um það fram hjá fara út í myrkur sinnuleysisins; hvílíkur vmrœksluglœpur gagnvart þjóðiuni. Að vísu er það engin ný ketining, að hleypa hlýjú og björtu geislaflóði heimsmenningarinnar inn yfir ís- land, en þessi hugsjón birtist holdi og bióði klædd í skærara Ijósi í ritgerð S. N. heldur en nokkru sinni áður, skoðanirnar renna þar eftir iösturn og nýtum farvegi. Ef sjálfmentunarstofnunin kæmist á fót, hefði það aukin útgjöld í för með sjer íyrir ríkissjóðinn, segj: um 20 þús. kr. árlega. Mundi almenningi vaxa það í augum ? Það er eitt kotvirði á ári, eftir því sem jarðir eru nú seldar. En ef sjálfmentunarstofnunin getur breytt kotun- unum í andleg stórbýli, svo að syngja mætti: »Hvert fátækt hreysi höll nú er,« mundu þá ekki tekjurnar verða meiri en gjöldin? Atinars er illa viðeigandi að meta andlegt verðmæti heillar þjóðar til peninga. Mikil fásinna væri það að leggja ekki alla rækt við alþýðuskólana, þó að stofnun þessi kæmist á fót. Hún á ekki að koma í staðinn fyrir þá, en góð- ir skólar eiga að vera og eru þjönar sjálfmentunar- innar. Hvað á að gera til þess að mál þetta leggist ekki í þagnargildi? Blöðin verða fyrst og fremst að halda því á lofti, en það er ekki nóg til framkvæmda. Áhugasamir menn í hverju kjördæmi landsins verða að taka höndum saman og koma því inn á þingmálafundi. Á þann hátt getur það komist í hendur þings og stjórnar Og þangað á það að komast. Næsta þing verður að taka rnálið ti! meðferðar og framkvæmda. Það má ekki kæfa það í voðum andvaraleysisins. Úr Reykjavík. Rafveita. Elliðaánna er talið vísast að strandi. Almenningi skilst, að hún yrði aðallega afardýrt at- vinnufyrirtæki forgöngumanna. Blíðviðri og góður gróður. [Frjettaritari Dags, Rvik.j Uían úr heimi. Daginn eftir birting friðarskilmálanna sendi stjórn Pýskalands ávarp til þýsku þjóð- arinnar, þar sem hún teiur vonina um þjóð- abandalag til friðartryggingar dauðadæmda með skilmálunum. Pýsku þjóðina eigi að sundurlima. Þýsku verkamannastjettina eigi að ofurselja erlendu auðvaldi. Unga, þýska lýðveldið verði þrælbundið drottinvaldi (im- perialisma) bandamanna. An flokkaskiftingar verði þjóðin að slá skjaldborg um þjóðernið og freisið. »Vorwárts« kallar þetta falskan tortímingar- frið, tilraun til að útrýma heilli þjóð, ekki með vopnum, heldur með viðskiftaánauð. Rjettlætishugsjónin sje svívirt. »Berlin Tage- blatt« segir, að fáist skilmálunum eigi breytt, verði svarið að vera nei. Landsberg dómsmálaráðherra segir, að samningarnir fáist ekki ræddir munnlega við fulltrúa bandamanna, heldur aðeins brjeflega, þangað til að Rjóðverjar verði annaðhvort að segja já eða nei. Breskir verkamenn andmæla ofhörku skil- málanna. Flugið yfir Atlantshaf náði eigi lengra en til Asoreyja. Norrænn blaðamannafundur hefir verið í / / Kaupmannahöfn. A honurn voru Olafur Björnsson, V. Finsen og Jón Stefánsson. (Frjettaritari Dags, Rvik.) Ur bænum. Jóhannes Jósepsson íþróttameistari, frú hans og tvær dætur þeirra komu hingað til Akureyrar með m/s. Esther á laugardaginn var. Til Rvíkur komu þau með Gullfossi frá Ameríku. Dvelja þau hjer aöeins skamman tíma. Fyrirlestur um »heimsófriðinn og ísland« hjelt Fr. B. Arngrímsson á laugardagskvöldið var. Vítti ræðu maður harðlega friðarskiltnála bandamanna og kvað Rjóðverja ekki geta að þeim gengið sóma síns vegna. Hann lagði sterka áherslu á, að íslendingar ljetu víti annara þjóða sjer að varnaði verða og að þeir lærðu að hagnýta sjer gæöi landsins eftir föngum. Alþýðufrœðsla Stúdentafjelagsins Á sunnudaginn var flutti Brynleifur Tobiasson kennari fyrirlestur um Miihatneð, »falsspámanninn«, sem sumir hafa kallað, annaðhvort af iilgirni eða vanþekkingu. B. T. sýndi með skýrum rökum fram á, að Múhameð hefði verið andlegt mikilmenni og áhrifamikill lærimeistari. Fyrirlesturinn var fróðlegur og vel fluttur, Bœjarstjörastaðan var í gær veitt Jóni Sveinssyni lögfræðingi í Reykjavík,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.