Dagur - 28.05.1919, Blaðsíða 2

Dagur - 28.05.1919, Blaðsíða 2
48 DAGUR. Hjeraðssýning á hrossum fyrir Eyjafjarðarsýslu verður haldin á Akureyri laugardaginn 14. júní n. k. kl, 12 á hádegi. Verða þar veitt verðlaun fyrir hesta 4 vetra og eldri og fola 3 vetra og hryssur 4—15 vetra. Hryssur yfir 12 vetra fá þó því aðeins verðlaun, að þær sjeu fylfullar eða með fol- aldi. Sýnendur greiði sýningargjald 1.50 kr. fyrir hesta 4 vetra og eldri, 1.00 kr. fyrir 3 vetra fola og 0.50 kr. fyrir hryssur. I umboði sýninganefndar. Sigurður Sigurðsson kemur til Reykjavíkur frá Kaupmannah. og Leith nálægt 25. júní n. k. Fer vestur og norður fyrir land, kemur við: Stykkishólmi, Patreksfirði, ísafirði, Siglufirði og Akureyri, og þaðan væntanlega aítur til Reykjavíkur. verður opnuð kringum 20. júní næstk. í húsinu nr. 25 við Strandgötu (áður ,,Alaska“). Lárus Thorarensen. Glerá. Fr. B. Arngrímsson biður þess getið, að athuganir þeirra Jónasar Rór verksmiðjustjóra ogTr. Jónssonar vjelstjóra um að áin geti verið minni í mars en febrúar muni vera rjettar. Kirkjan. Messað verður k!. 2 á morgun. < íslensk byggingarefni og steinarannsóknir. Eitt hið fyrsta og þarfasta verlc, sem fyrir alþýðu þessa lauds liggur, er það að leita að eða búa til úr þektum efnum gott, varanlegt og ódýrt bygging- ingarefni, svo að hún ekki neyðist til þess, annað- hvort að nota torf og óhöggvið grjót eins og hing- að ti! í bæi sína, eða leggja út stórfje, nl. þúsundir króna á hvert heimili fyrir timbur, kalk og steinlím frá útlöndum, eins og nokkrir dugnaðarbændur og allur þorri kaupstaðarbúa hafa gert á seinni árum, án þess þó að hús þeirra sjeu hlý eða hent veðráttu og staðháttum Iandsins; því timburhús og steinsteypu- hús þau, sem enn hafa verið bygð hjer á landi, eru bæði köld og rakasöm á velrum, nema upphitunin sje miklu betri en víða gerist og munu því endast illa, en í landskjálftum yrðu þau hin fyrstu til að falla og eru suk þess afardýr. Rað var einkum til þess að vekja aíhygli leið- andi þingmanna og þjóðskörunga á þessu þjóðar- starfi, að jeg dirfðist þess fyrir 4 árum síðan að mælast til, að. alþingi veitti mjer lítilfjörlegan styrk til að leita að kaiksteini og kalkkendum leirtegund- um, sem nota mætti til steinlímsgerðar jafnt og múr- líms, því sement er búið ti! úr brendu kaiki og góðum Ieir, og leirinn vantar ekki hjer á Islandi; en kalksteinn hefir óvíða fundist enn að nolckrum mun, nema í Esjunni, og sá steinn hefir enn ekki komið að miklum notum. Auðvitað hugði jeg að finna mætti hjer fleiri gagnlegar steinategundir en lýsingar Islands eða jarðlýsingar þeirra Thoroddseíls og Helga Pjeturs geta um. Hið ógurlega heimsstríð hafði þá þegar gagntekið hugi þings og þjóðar svo mjög, að nýnefndum tilmælum mínum var ekki skeitt það ár, nje fyrri en jeg flutti beiðni mína sjálfur til alþingis 1917 og bað um 1200 kr. úr Iandsjóði, ti! þess að safna steina- og leirtegundum til iðnaðarafuota. Fyrir eðallynd; og skarpskygni nokkurra þingmanna, einkum Bjarna frá Vogi, Björns Kristjánssonar, Bene- dikts Sveinssonar, H. Hafsteins og þingmannanna hjer að norðan, veitti þingið mjer 600 kr. styrk, það er helming þess, er jeg bað um, til að safna stein- um og til iðnaðarafnota (sjá alþt. 2. h., sem jeg hefi nú nýlega lesið) en efcki til iðnaðarnáms eins og segir í 3. og 4. h. Fylkis. Jeg ijet mjer það lynda að taka móti þessum styrk til að byrja með, jafnvel þó 600 kr. sje alveg ónóg upphæð, til að ferðast mikið um landið og gera nokkra verulega steinaleit, þegar ferðalag og alt er eins dýrt eins og á síðustu tveimur árum, sökum ófriðarins. Arangurinn af þessari steinaleit minni síðastl. sum- ar og haust varð nokkru minni en jeg hafði vonað, því að tíminn, sem jeg gat til þessa varið, varð miklu skemri, en jeg hafði ætlað sökum veikindi. En samt held jeg þann árangur ekki alveg þýð- ingarlausan. Eftir að jeg stóð upp úr 10 vikna legu, sem orsakaðist mest af húskulda, óhreinu lofti og þarafleiðandi blóðeitrun, ferðaðist jeg um nærliggj- andi sveítir síðastliðið sumar og haust, og safnaði um 20 sýnishornum af leir, sandi, móhellu, hrauni og öðrurn steinteguna'um og hefi á síðastl. vetri fjölgað þessum sýnishornum og reynt þessar tegundir lítillega eftir því sem kringumstæður hafa Ieyft og sent einnig sýnishorn af þeim til Reykjavíkur til rannsóknar. Og þó að tilraunir mínar til að- rann- saka efni þessara tegunda sjeu því nær einkis verðar, þar sem jeg hefi ekki haft svo mikið sem góða smá- sjá nje varla nein þau prófefni, sem þurfa til þess- konar rannsókna, því jeg hefi hvorki haft efni á að útvega áhöldin nje getað fengið þau frá útlöndum, og enginn efnamaður hefir boðið fram fje sitt til þess, segjum 1—2 þús. kr., en reynslustofa Rvíkur er að sögn næsta ófullkomin að því er þesskonar áhöld snertir, og enginn reglulegur steinafræðingur settur þar til steinarannsókna — þó vona jeg og teysti því, að þessi tilraun mín til að safna steina- og leirtegundum til iðnaðarafnota, einkum til að finna eða búa til gott eða góð byggingarefni, verði ekki til einskis og lognist ekki út af, þótt tnjer hafi enn ekki auðnast að finna gnægtir af kalksteini nje af kalkríkum leir, sem nota mætti til múrlíms eða sements, því að jeg get varla sagt að verkið í þessa átt Sjé énn verulega býrjað. Jeg hefi fundið eina eða tvær gosöskutegundir og að minta kosti eina Ieirtegund, sem blönduð með sandi og ofurlitlu af kalki eða sementi virðist gera ágæta steypu og spara þannig, þar sem þeim verð- ur viðkomið, hvort heldur kalk eða sement. Önn- ur þessara gostegunda er frá Reykjum í Fnjóskadal, hin frá Djúpá í Ljóavatnsskarði, en önnur leirteg- undin er frá Mývatni. Jeg vil og geta þess, að sýnishorn af ágætum brennisteini hefir verið sent mjer frá Peistareykjum, einnig að jeg hefi fundið járn- kendan sand, bæði úti við Hrísey og víðar, og að víða má finna hjer við fjörðinn og eins í Pingeyj- arsýslu ieir, sem nota má til múrsteinsgerðar og leir- srníðis, ef nokkrar verksmiðjur væru til. Grjótið, jafn- vel blágrýtið, mætti einnig nota til bygginga, ef menn hefðu þær verkvjelar, sem notaðar eru til að vinna jafnhart grjót í útlöndum, einkum Suður-Pýskalandi og máske Svíþjóð. Jeg vona, að þessi tilraun verði að minsta kosti hvptning fyrir þing og þjóð til að láta safna steina- og leir-tegundum dil íðnaðarafnota í langtum stærri stíl og gera verulegar og verklegar tilraunir við að búa til gott, varanlegt og ódýrt byggingarefni og um leið afstýra hættulegum veikindum, sem stafa af óhreinu lofti og kulda og spara sjer þannig margra miljóna kr. útgjöld. Akureyri 19. maí 1919. F. B. Arngrímsson. Ceníral Maltexírakt fæst hjá Jóni P. F*ór. Peir, sem hafa ekki enn greitt mjer skuld- ir sínar, eru vinsamlega beðnir að borga þær til Bjarna Jónssonar útbústjóra á Akur- eyri, sem kvittar fyrir þær með fullu gildi gagnvart mjer. Akureyri s3/s 1919. Harstldur /óhannesson Dr og klukkur, sem menn hafa afhent mjer til viðgerð- ar og ekki vitjað aftur, hefir Kristján Hall- dórsson, úrsmiður á Akureyri, tekið að sjer að afhenda. Akureyri 23/5 1919. Haraldur fóhannesson Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.