Dagur - 27.08.1919, Blaðsíða 2

Dagur - 27.08.1919, Blaðsíða 2
78 DAGUR. Blóm. Peir blómaeigendur, sem vilja svo vel gera að lána blóm sín til blómasýningarinnar, sem áformað er að halda í Gagnfræðaskólanum á sunnudaginn kemur (31. ágúst) til ágóða fyrir Lystigarðinn, geri svo vel að gera einhverju okkar undirrituðu aðvart, mun þá blómanna verða vitjað. Sýningin ber ábyrgð á blómunum og annast um flutning á þeim. Alma Thorarensen, Einar Reynis, Elísabet Friðriksdóttir, Guðriín Ragúels, Guðrún T*. Björnsdóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Haraldur Björnsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Kristín Matthíasson, María Frímannsdóttir, Sigr. Sæmundsson, Sigurlaug Jakobsdóttir, Vilhelmína Sigurðardóttir. 8KEMTDN til ágóða fyrir Lystigarð bæjarins verður haldin í Lystigarðinum sunnudaginn 31. ágúst n. k. og hefst kl. 2 s. d. 1. Hornablástur. 2. Bögglauppboð. 3. Dans. Inngangseyrir 50 aura. Kaffi fæst keypt í garðinum, sömuleiðis gosdrykkir, vindlingar o. fl. , ST/ÓRNIN. SYNING á blómum verður haldin í Gagnfræðaskólanum (norðurdyr) sunnudaginn 31. ágúst n. k. kl. 2—8 s. d. Inngangseyrir 25 aurar. Agóðinn rennur í Lystigarðssjóðinn. Rjettur. IV, ár. I. hefti. »Veðrabrigði« nefnist fyrsta ritgerðin í þessu hefti. Er hún effir Steinþór Guðmnndsson skóbstjóra. Fjall- ar hún um jaf- aðarhreyf nguna, tild* *ög hennar o og útbreiðslu, l osti og galla. »Við verðum að muna eftir þvf,« segir höf., »að það sem kom verkamanna- hreyfingunni af stað, var það, að þúsundir af mönn- um voru hungraðir og höfðu engin önnur ráð til að seðja hungur sitt, en þau að heimta mat með valdi. Við verðum að muna það, að þó verkamannafjelög- in eigi sjer nú foringja, sem ætlast má til að kunni að meta frið og spekt, og þó fjölda margir verka- menn líði nú ekki sára neyð, þá eru aDaf einhverjir innan um, sem ekkert vita, og sem ekkert geta vitað annað en það, að þeir eru svangir, og að einhver heldur fyrir þeim brauðinu, sem þeir eiga að fá fyrir strit sitt og erfiði.c Bent er á hin blessunarríku störf jafnaðarhreyfing- arinnar erlendis. í því sambandi er farið svofeldum orðum um jafnaðarmannaflokkinn íslenska: »Það sem honum liggur mest á er það, að fí víðtækari og dýpri viðfangsefni en hann hefir ennþá, viðfangsefni, sem geta hrifið fjöldann og eflt menn að mentun og manngildi.* Jafnframt er bent á verkefni önnur en launakröfur: »Fátækraframfærslan okkar er mjög á eftir tímanum og í mörgu mannúðarsnauð, gamal mennastyrkurinn er hreinasta kák, slysa- og sjúkdóms- tryggingar sömuleiðis og atvinnutryggingar þekkjast ekki. Hversvegna skyldi það ekki geta þroskað al- þýðuna okkar að glíma við þessi mál, eins og það hefir gert í öðrum löndum?« Höf. Ieggur sterka áherslu á það, að menn reyni að skilja jafnaðarhreyfinguna. »Ef við bærum gæfu til þess, að allir flokkar byrjuðu á því strax að reyna að skilja hver annan, í stað þess að berjast hver gegn öðrum, þá mundi jafnaðarhreyfingin verða eins og vindblærinn, sem gæti fylt öll híbýlin með hressandi andrúms!ofti,« segir hann. — Með grein sinni hefir Stþ. G. gert tilraun til þess að varpa nýju Ijósi yfir jafnaðarhreyfinguna og auka þar með skilning almenn- ings á henni, og þetta hefir honum tekist vel. »Ræktun og sjálfstæði* er næsta greinin í ritinu. Hana hefir Jón Sigurðsson í Ystafelli skrifað. í enda- lok hennar hefir höfundurinn dregið meginatriðin saman í eina heild og geta menn best sjeð af þeim í hvaða átt greinin stefnir. Meginatriðin, sem höf. vill festa í minni, eru þessi: (Rjettur bls. 48 — 49) »Grundvöllur sjálfstæðis þjóðanna, er hin innri trygging þjóðfjelaganna — menning alþýðu og efna- hagur. Dýpstu rætur menningarinnar standa í jarðvegi heimilanna. íslensk menning hefir verið bændamenn- ing. Bú er enn landstólpi og menningarstólpi. Heimili fátækra bæjarbúa vantar uppeldisskilyrðin að ýmsu leyti. Sjálfstæði okkar byggist eigi á samn- ingura við erlendar þjóðir, heldur á þvf, að gera sem flest heimili sjálfstæð og sjálfbjarga um uppeldi góðra og nýtra borgara. Leiðin til þess að fjölga góðum bændabýlum og endurbæta kaupstaða-aðstöðuna: Ræktunin er fyrsta skilyrði fyrir býlafjölgun. Helstu aðferðir við byggingu nýrra býla í sveitum eru þessar: Grasbýli mætti stofna handa sjómönnum, en munu óvíða þrífast í sveitum. Arfaskifti stærri jarða geta víðast orðið notadrjúg til býlafjölgunar. Sveitaþorp geta sumstaðar myndast við stór vatns- ræktarsvæði. Landbúnaðinn vantar fjármagn. Landið þarf að eignast ræktunarbanka, er veiti ræktunarlán með smá- um afborgunum. Hið opinbera þarf að stofna til nýrra búnaðar- þekkingar, og útbreiða hana. Bændur þurfa að spara vinnukraft með bættum verkfærum, vinnuaðferðum og betri og traustari bygg- ingum. Til endurreisnar búnaðinum þarf fyrst og fremst: aukið fjármagn, aukna þekkingu og nýjar vjelar og vinnuaðferðir. Til þess að bæta menningaraðstöðu fátækra kaup- túna-búa og borgarbúa, þurfa þeir að eignast föst og sjálfstæð heimili, heilnæm og snotur. Skipulag þarf að komast á byggingu bæjanna. Ræktunin þarf að aukast til hagsmuna og menning- arbóta. Verkamenn þurfa að vera sínir eigin vinnuherrar. Peir þurfa að koma því skipulagi á vinnuna, að hvert handtak gefi sem mestan afrakstur, og verka- maðurinn elski verkið sem sitt eigið. Pá veitir vinn- an hærra kaup og meira göfgi. Og síðast en ekki síst: Allir íslendingar þurfa að muna það, að hinn eini sanni sjálfstæðisgrundvöllur allra þjóða er: Rœktun lýðs og lands.« Priðja ritgerðin: »SamvinnufjeIögin ogandstæðing- arnir«, er eftir Einar Sigfússon á Ærlæk. Greinin er skýr og gagnorð og sýnir með Ijósum rökum fram á yfirburði samvinnuverslunarinnar miðað við kaupmannaverslun. E. S. sýnir fram á þýðingu og kosti hinnar fjelagslegu ábyrgðar innan kaupfje- laganna, leiðir rök að því, að samvinnuverslunin hafi mjög stutt að vöruvöndun og komið með því ís- lenskum afurðum í hærra verð og meira álit á út- lendum markaði én áður var; ennfremur hafi sú við- leitni kaupfjelaganna, að komast að betri kjörum með kaup á útlendum vörum borið ágætan árangur; fje- lögin sjeu einnig vel á veg komin með afnám skulda- verslunar, flest hafi þau unnið að því af alúð að safna fje í sjóði til reksturs og tryggingar, og veitt fræðslu í viðskiftamálum, bæði með útgáfu bóka, fyrirlestra og námsskeiða, sem að sjálfsögðu verði fyrirrennari reglulegs skóla fyrir samvinnufjelagsstarfs- menn. Greinarhöfundurinn endar mál sitt á þessa leið: (Rjettur bls. 60.) »Hver hefir orðið árangurinn af starfsemi kaup- fjelaganna yfir höfuð, verður ljósast, ef litið er á hag þeirra hjeraða, þar sem öflug kaupfjelög hafa verið starfandi nokkur ár, og borið saman við önnur hjer- uð, þar sem aðeins eru kaupmannaverslanir. í hin- um fyrnefndu er víðast góður og jafn efnahagur, framfarir í jarðyrkju og öðrum atvinnuvegum, betri húsakynni og aðbúð yfir höfuð, fólkið mentaðra og fjelagslyndara, og betur fært til hverskonar samtaka og fyrirtækja. Kaupfjelögin hafa gjörbreytt svo sum- um sveitum landsins, að þær eru nú alt aðrar en fyrir nokkrum árum. Pað er vel kunnugt, að sumstaðar á landinu, þar sem eigi eru kaupfjelög, hafa mjög litlar framfarir orðið nú síðustu áratugina. Er þó enginn vafi á því, að í sumum þessum héruðum eru landkostir góðir og staðhættir slíkir, að vel mætti batna hagur þeirra, ef ill verslun væri eigi til hindrunar. * * * Kaupfjelögin hjer á Iandi eru enn svo ung, að þess má eigi vænta, að fullur árangur sje kominn í Ijós af starfi þeirra. Pað verður framtíðin að leiða í Ijós, hvað þau verða öflug og áhrifamikil. En engin ástæða er til að vænta annars, en að þau geti hjer orðið eins heillarík og víða erlendis: Tekið í hendur sínar verslun, samgöngur, iðnaðarfyrirtæki og margt fleira, sem einstaklingarnir geta ekki leyst eins vel af hendi og fjöldinn, ef hann sameinar kraftana.« Síðast í ritinu eru nokkrir laglegir »Neistar«. Hver sá, er einhverju lætur sig skifta þjóðfjelags- málin, verður að lesa »Rjett«. Sá, sem Iætur það undir höfuð leggjast, fer margs góðs á mis. Karl- »g kvenreiðhjól fást í Kaupfjelagi Eyfirðinga. Prentsmiöja Bjðrns jónssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.