Dagur - 10.09.1919, Blaðsíða 2

Dagur - 10.09.1919, Blaðsíða 2
82 DAGUR. Fullveldi — Sjálfstæði. Eitt af því, sem sumir andsæðingar sambandslag- anna fundu þeim til foráttu, var kostnaðurinn, er af fullveldinu leiddi. Ástæðan var út af fyrir sig lítils virði. Okkur var það sjálfum nokkuð f lófa lagið, hve þungar byrðar við vildum leggja á bak okkar í sambandi við ríkisrjettindin. Að vísu varð ekki hjá nokkrum útgjaldaauka komist, en sjálfsagt var að hafa hann ekki meiri en nauðsyn krefði, sníða okkur stakk eftir vexti, en færa ekki yfir okkur neina full- veldiskápu, sem ekki væri við okkar hæfi. Rjett stefna í þessu máli var sú, að taka möglun- arlaust á okkur þau gjöld, er til þess útheimtust að sæmd smáríkis væri borgið, en Iáta hitt bíða betri tíma, er engin brýn nanðsyn heimtaði í bráð, og um fram alt forðast alt hjegómlegt tildur, sem ekkert kemur við sönnu þjóðarsjálfstæði. Okkur bar að gæta þess, að við höfðum fengið fulla viðurkenningu ríkisrjettindanna, en þar með var ekki sjálfsagt að nota okkur þann rjett nema smátt og smátt^eftir því sem þörfin heimtaði, geta okkar Ieyfði og skynsamlegt var. Pað var því um að gera fyrir litla ríkið að leggja alt kapp á fyrst um ainn að efla raunverulegt sjálf- stæði þjóðarinnar, bæði andlegt og efnalegt, að vera sem mest en sýnast ekki. Við eigum að leggja alla áherslu á verulegt sjálfstœði en sneiða hjá fölskum fullveldisljóma. Tvær breytingar eru nú fyrir dyrum hjá stjórn og þingi, sem telja verður mjög vafasamt hvort til nokk- urra bóta horfi. Önnur sú að setja á stofn hæstarjett í landinu, og er það mál nú útkljáð, hin að dubba upp íslenskan sendiherra í Danmörku, og talið líklegt að það muni merjast í gegn á þinginu. Gert er ráð fyrir að þetta hvorutveggja hafi 50 — 60 þús. kr. aukin útgjöld í för með sjer árlega. Það er að vísu ekki gífurleg upphæð, en þó of há til þess að sóa henni í ráðleysu eða til þess sem litla eða enga þýðingu hefir. Síst skal því neitað, að þetta hljómar ekki illa í eyrum: Hæstirjettur á íslandi og íslenskur sendiherra í, Kaupmannahöfn. En fýlgi því ekkert annað en hljómurinn einn, þá er hann of dýru verði keyptur. Og því er hiklaust haldið hjer fram, að þó að eng- inn hæstirjettur hefði verið til á íslandi, fyrst um sinn,; þá hefði það ekki á nokkurn hátt staðið þjóð- inni fyrir þrifum. Hún hefði getað vaxið og dafnað eins fyrir því. Og þaðan af síður hefði okkur stafað hætta af því, þó að sendiherrann fyrirhugaði hefði aldrei skotið upp kollinum. Pað er út af fyrir sig broslegt, að nefna æðri dóm- inn /zœsfa-rjett, þar sem ekki verður nema um tvo dómstóla að ræða. aö sönnu skiftir það ekki miklu máli, en lýsir þó óþarfri fordild. Hitt er alvarlegra, að margir líta svo á að með flutningi hæstarjettar inn í landið verði tryggingin minni fyrir rjettlátum, óhut- drægum dómum en áður. Verður því ekki neitað, að sá ótti getur verið á nokkrum rökum bygður, þar sem um jafnlítið þjóðfjelag er að ræða og enn er hjer á íslandi. En um þetta þýðir ekki að fást. Hæstarjettarlögin eru samþykt, þó það að líkirdum hafi verið misráð- ið. En þ^ er að gera svo gott úr því sem föng eru á, svo enginn hafi ástæðu til að harma hæstarjett Dana (sbr. »Guði sje lof að til er hæstirjettur*). En óskandi væri að þingið Ijeti nú staðar numið á þessari braut og ljeti sendiherrann ekki fæðast. Pjóðarbúskapurinn kemst vel af án hans. Oþurkar hafa verið hjer fyrir norðan að undanförnu. Úr Pingeyjarsýslu er skrifað, að þar sje 3 — 4 vikna hey úti, sem ekki sje hægt að þurka vegna tíðarfarsins, og sje því útlitið að því leyti fremur ískyggilegt. Best hefir gengið með heyþurk í Eyjafirði, þar hefir ekki orðið mein að þurkleysi. — í gær var góður þurkur þar til um nónbif, þá tók fyrir hann. Stjórnarskiftin. Frá því var skýrt hjer í biaðinu fyrir nokkru síð- an, að landsstjórnin öll hefði sent konungi lausnar- beiðni. Eins og venja er til, bað konungur ráðu- neytið að vera við völd, þartil ný stjórn yrði mynd- uð, en erfitt sýnist ætla að ganga með fæðingu hinn- ar nýju stjórnar. Pað er kunnugra en frá þurfi að segja, að allan þann tíma, sem núverandi stjórn hefir verið við völd, hafa langsum-menn og fylgiblöð þeirra blásið skamma- básúnuna -yfir höfði. sjórnarinnar, aldrei hafa þeir þreyst á að útlista í málgögnum sínum, hvílíka ó- hæfustjórn íslendingar hefðu yfir sjer og hve mikil lífsnauðsyn það væri að fá henni steypt af stóli, svo að hinum vitru og duglegu gæfist kostur á því að sýna visku sína og mátt í stjórnarsessi og gætu reist þjóðina úr þeirri niðurlægingu, er hún væri sokkin í vegna fávisku og ráðleysis samsteypustjórnarinnar. Óhætt má fullyrða, að landsverslunin og önnur bjargráð til handa þjóðinni hafi verið aðalundirrótin að ólátum stjórnarandstæðinga. Það var svo sem ekki annað að heyra, en að auð- velt væri að fá ágætismenn í stað »axarskafta«r-stjórn- arinnar, bara ef hún yrði ekki lengurað þvælast fyrir; ágætismennirnir voru svo sem reiðubúnir að fórna sjer fyrir Iand sitt og þjóð — taka við stjórnartaum- unum. Loksins kom sú hátíðlega stund, að landsstjórnin taldi starfi sínu Iokið og baðst lausnar, og það án þess að hún feugi vantraustsyfirlýsingu. Stjórnarand- stæðingum gafst nú tækifæri til þess að sýna af sjer rögg og standa við eitthvað af stóru orðunum. Nú var ekkert því til fyrirstöðu. lengur, að þeir tyltu sín- um ágætu mönnum upp á stjórnarpallinn, ef þeir væru menn til þess, En það merkilega fyrirbrigði hefir nú skeð, að þrátt fyrir alt sem á undan var gengið, hefir þess- um flokk orðið það algert ofurefli að mynda nýja stjórn; hann stendur uppi úrræðalaus og vanmáttug- ur í þeim sökum. Mun það þó ekki stafa af því að valdalystarleysi sje svo magnað þeim megin, því full- yrt er, að ýmsir á þeim slóðum beinlínis stikli af valdasótt. Pað er því ekki annað sýnna, en að þessi stjórn, margofsótt af langsum og dómfeld af ísafold og fylgi- hnöttum hennar, neyðist til að vera við völd að minsta kosti til næsta þings, mikið lengur en henni sjálfri er geðfelt. Slíkt hefir aldrei áður komið fyrir í stjórnmálasðgu landsins, síðan við fengum innlenda stjórn. t Kaldhæðni örlaganna er nú að leika langsumliðið grátt. Loftskeytastöð í Grímsey. Samvinnunefnd samgöngumála er sammála um það, að rjett sje og jafnvel nauðsynlegt, að loftskeyta- stöð verði reist í Grímsey, «svo fljótt sem kostur er á. Jafnframt telur nefndin sjálfsagt eða óhjákvæmi- legt, að önnur Ioftskeytastöð verði reist, sem stöðin í Grímsey gæti haft samband við. Segir nefndin, að byggingarkostnaður Grímseyjarstöðvarinnar myndi þá verða lítill, sennilega ekki nema nokkur þús. kr., og rekstur hennar ódýr. Landsímastjórinn er á sömu skoðun og samgöngumálanefnd þingsins um þetta og er því eindregið fylgjandi, að þetla komist í fram- kvæmd sem fyrst. Mál þetta var afgreitt með rökstuddri dagskrá, þar sem gert er ráð fyrir, að landsstjórnin hlutist til um að loftskeytastöðvar þessar verði reistar hið allra fyrsta. Lagasmíði. Hinn 26. ágúst var Alþingi búið að afgreiða 20 lög í sumar. Segið þið nú að þingið hafi altaf ver- ið aðgerðarlaust! Húsbygging. Byggingu vörugeymsluhúss Kaupfjelags Eyfirðinga, á hinni nýju lóð fjelagsins, austan Hafnarstrætis, má nú heita lokið. Húsið er bygt úr steinsteypu og er hin myndarlegasta bygging. HjálpræSisherinn. Lárus jóhannsson prjedikari talar í kvöld kl. 81/*. Adt. R. Nielsen stjórnar samkomu á Fimtudagskvöld kl. 81/*. Frí aðgangur. * Símfregnir. Rvík 9. sept. Alþingi. Fjárlögin eru afgreidd til Efri deildar. Legátinn (sendiherrann) samþyktur. Búnaðarfjelagi íslands skorinn styrkur við nögl. Tekjuhallinn er mikill; eru þó brýr og húsabygg- ingar settar á lánsfje með sjerstökum lögum. Efri deild ætlar prestum 3/i dýrtíðaruppbótar, en Neðri deild helming. Frumvarp er fram komið um allsherjar verslunar- skóla kaupmanna og samvinnumanna. Fundinn gígiir. Tveir sænskir vísindamenn fóru yfir Vatnajökul og fundu gíg í ísnum, 8,5 km. að stærð, með heitu vatni í og allmörgum hverum í kring. Flugvjelin er daglega í loftinu, er það ýmist farþegaflug eða fluglistarsýning. Austurríki undirritarfriðarsamningana á morgun. Hrossasalan. Útflutningsnefndin hefir gersam- lega hnekt og gert að engu brigslyrði »Vísis« um hrossasöluna. (Frjettaritari Dags, Rvík.) Tvær bækur, »Út yfir gröf og dauða«, þýðing eftir Sig. Kristó- fer Pjetursson, og »Trú og sannanir« eftir Einar H. Kvaran, feru nýkomnar á bókamarkaðinn. Verður þeirra nánar getið síðar. Heilbrigðismálaþing verður haldið í Khöfn í þessum mánuði. Pingið sækja fulltrúar frá öllum þjóðum Norðurlanda. Guðm. Hannesson prófessor, borgarstjóri Rvíkur og heil- brigðisfulltrúinn þar eru farnir til Hafnar, til þess að mæta á þinginu. íþróttir og afrek. i. Jeg get ekki neitað þvi, að jeg kysi heldur, að minna bæri á eftirsókn eftir afrekum og verðlaunum í íþróttalífinu, en nú tíðkast. í samanburði við þau laun, sem íþróttirnar sjálfar eiga í sjer fólgnar, eru nafnbætur og minnispeningar næsta lítils virði. Og oft er hætt við, að þessi hjegómi skyggi á aðaltak- mark, íþróttanna. Leikar voru þáttur í guðsdýrkun Forn-Grikkja, þeir litu svo á, að fagur líkami mundi vera guðunum þekkur og á við hverja fórn. Líkt má líta á þetta enn í dag, því að enn þekkjum við ekki, að maðurinn geti fært aðra dýrari fórn en þroska sinn, og herðing og tamning líkamans er mikilvæg- ur liður í mannlegum þroska, undirstaða ýmissa dygða og skilyrði enn fleiri. Pað væri misskilning- ur að halda, að iþróttamaðurinn taki Iíkamann fram yfir sálina og gefi hana á vald hans. Pað gera þeir menn, sem berast með nautn og fýsnum líkamans,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.