Dagur


Dagur - 24.09.1919, Qupperneq 1

Dagur - 24.09.1919, Qupperneq 1
i DAGUR kemur úí einusinní í viku. Árgangurinn kosiar 3 kr. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri: Ingimar Eydal. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni Þ. Þór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. II. ár. Akureyri, 24. september 1919. 38. blað. Varnir gegn berklaveiki. Magnús Pjetursson hefir gerst flutningsmaður að svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: <Alþingi ályktar að skora á stjórnina að skipa 3 lækna í milliþinganefnd til þess að rannsaka á hvern hátt megi best verjast berklaveikinni hjer á landi. Nefnd þessi leggi síðan rökstuddar tillögur sínar fyrir næsta þing, og þá sjerstaklega tillögur um þær breytingar á löggjöfinni, er húu telur nauðsynlegar í þessu efni.« Pegar tillaga þessi var til umræðu í þinginu, tók 1. þingm. Eyf. Stefán Síefánsson til máls; talaði hann einkum um þörfina á heilsuhæli á Norðurlandi. Birtist hjer Ræða Stefáns Stefánssonar: Jeg geri ekki ráð fyrir, að skiftar verði skoðanir um nauðsynina á því, að nú verði sem fyrst gerðar alvariegar ráðstafanir til varnar berklaveikinni hjer á landi. í ástæðunni fyrir tillögunni er drepið á það, að þessi veiki sje »eitt örðugasta en um leið mikil- fenglegasta viðfangsefni Iæknanna íslensku« og að árlega hafi dáið að meðaltali 155,6 menn af hennar völdum árin 1913—1916. Jáfnframt er bent á, að löggjöfinni þurfi að breyta í það horf að styrkur veittur til veru á heilsuhæli verði ekki talinn sveita- styrkur. Jeg sakna þess að í ástæðum fyrir tillögunni er ekki drepið á neitt annað fyrirkomulag eða frekari ráðstafanir, er gera þurfi í málinu — ekki einu orði. Jeg gat til dæmis búist við, að þar yrði bent á ein- hverja leið til að auka heilsuhælispláss handa sjúkl- ingum í landinu. Pað er sem sje öllum kunnugt að heilsuhælið á Vífilsstöðum getur ekki veitt viðtöku öllum þeim sjúklingum, sem þangað þyrftu að kom- ast, og af því stafar stór hætta fyrir heimilin, sem sjúklingarnir dvelja á. Fram úr þessum jnjög svo tilfinnanlegu vankvæðum finst mjer að fyrst þyrfti að ráða. Petta hvortveggja hefir orðið til þess, að í Eyja- firði hafa menn hafist handa á þeim grundvelli, að fyrsta skilyrðið sje að fá aukið rúm á heilsuhæli fyrir sjúklinga. Með þetta fyrir augum hefir verið leitað samskota um Eyjafjörð, Akureyri og nærliggjandi sýslur eða mikinn hluta norðurlands til byggingar heilsuhælis í Eyjafirði. Og sem bending um það, að full ástæða sje til verulegra aðgerða í þessu máli fyrir Norðlendiiiga, skal jeg géta þess í sambandi við það, sem áður er tekið fram af háttvirtum flutn- ingsmanni um vágest þenna, að hvergi mun öllu meiri nauðsyn, hvergi meiri hætta á ferðum í þessu efni en í Eyjafirði, að það má ætla að ekki svo fá °/o af þessum 155,6 dauðsföllum árlega af völdum berklav'eikinnar sje einmitt í Eyjafjarðarsýslu. Pað er því skiljanlegt að hjeraðsbúum þar sje þetta sjerstaklega mikið áhyggjuefni. Petta óviðunandi ástand hefir leitt til þess, að i Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstað og nokkrum fleiri hjeruðum norðanlands.hafa nú safnast 30 — 40 þúsund krónur til byggingar heilsuhælis, og í sam- bandi við þessa fjársöfnun vil jeg geta þess sem dæmi upp á hinn almenna áhuga þar, að á aðal- fundi Kaupfjeiags Eyfirðinga i vetur sem leið, þar sem voru fulltrúar úr flestum hreppum sýslunnar, gaf fjelagið tíu þúsund krónur til stofnunarinnar, hælis- ins, með það fyrir augum, að það yrði reist á sín- um tíma í Eyjafirði. Okkur þingmönnam Eyjafjarðarsýslu var falið af sýslunefndinni og þingmálafundum að »beitast fyrir því af ýtrustu kröftum«, að þingið veitti fje til að koma stofnun þessari á fót. En við höfum álitið þetta mál svo lítið undirbúið, að við sáum okkur ekki fært að flytja tillögu um fjárveitingu í þessu skyni. En eigi að síður var okkur það ljóst, að mál þetta er afar mikilsvert og þolir enga bið. Pað verður á allra næstu árum að taka það fyrir til gagngerðra framkvæmda. Um tilhögunina í þessu sambandi verð jeg að segja það, að róttækari framkvæmdi? í þessu máli verður ekki hægt að finna en þær, að stjórnin velji 3 hæfustu menn landsins til þess að gera rannsóknir, er hægt sje að byggja varnarráðstaf- anir á í framtíðinni., Mun jeg því styðja tillögu þessa í fullu trausti þess, að þær framkvæmdir verði byrj- aðar svo f.ljótt, sem kostur er. Einn norðlenskur læknir hefir skýrt mjer frá því, að veikin fari þar árlega í vöxt. Nú er það svo, að sjúklingar á Norðurlandi þurfa oft að bíða svo mán- uðum skiftir, áður én þeir komast að á Vifilsstöðum. En þessi bið getur orðið ákaflega hættuleg, ekki ein- ungis sjúklingunum sjálfum, heldur og heimilum þeirra. — Pá munu ýmsir álíta að loftslag á Norð- urlandi sje öllu hreinna og heilnæmara en á Suð- urlandi. Að því leyti mundi vera fult eins hag- kvæmt að byggja heilsuhælið þar eins og að auka við Vífilsstaðahælið, enda mun það vera viðurkent að heppilegast sje sjúklingum og vænlegast til bata, að þeir dvelji í því loftslagi, sem þeir eru vanastir. Jeg tók ekki eftir, hvort háttvirtur flutningsmaður (M. P.) mintist á þetta, en ef þessu væri þannig varið, þá er það ein sönnun fyrir því, að rjett sje að á Norðurlandi verði hæli reist. Enn fremur vil jeg geta þess, að jeg get hugsað mjer, að í þessu falli sje samkepni ekki síður nauð- synleg en i sumu öðru. Væru hælin tvö, annað sunnanlands en hitt norðanlands, mundi það auka samkepni milli læknanna um alt sem lýtur að hjúkr- un sjúklinga og öðru því, er til heilsubóta má telja. Enda er oft svo, þó nægilegt pláss sje til á Vífils- stöðum, að hafís liggur svo Iengi fyrir Norðurlandi, að ekki er unt að koma sjúklingi suður fyr en seint og síðar, og eins og jeg hefi áður tekið fram, er slíkri bið margvísleg hætta samfara. En í stað þess mundu sjúklingar á Norðurlandi strax komast á hælið, væri það þar. Pað má vel vera, að þetta yrði nokkru dýrara en að auka við Vífilsstaðahælið. En jeg hygg að ekki megi í það horfa, ef tryggilegt á að vera til varnar útbreiðslu veikinnar. Pað mun vera svo í Danmörku og víðar erlend- is að bygð eru smáhæli en ekki aðeins ein stórbygg- ing, og er það óefað meðal annars til þess, að gera mönnum sem ljettast fyrir að komast á hæli. Þar sem Okkur þingmönnum Eyfirðinga var falið að flyíja þetta mál, taldi jeg mjer skylt að skýra aðy nokkru frá því, og þeim áhuga, sem er fyrir mál- efninu í Eyjafirði, mætti það verða til athugunar þeg- ar til framkvæmda kemur. Sveinbjörn Jónsson tekur að sjer að gera teikningar af allskonar húsum, kostn- aðaráætlanir og alt er að undirbúningi bygginga lýtur. Einnig byggingaeftirlit, Til viðtals hjá R. Snorrasyni, Hrossasalan enn. »íslendingi« er það sýnilega mikið áhugamál að telja lesendum sínum trú um, að eitthvað meira en lítið sje bogið við sölu íslensku hrossanna til Dan- merkur á þessu sumri. Síðast er blaðið tók til máls um þetta nú fyrir skömmu, er það hispurslaust full- yrt, að kaupandi hestanna í Danmörku hafi selt þá komna af skipsfjöl fyrir 700 til 1200 kr. hyern; enn- fremur að hann hafi gefið kost á að selja hestana til Svíþjóðar fyrir 1200 til 2800 kr. hvern. Ætlast er til að þessar fullyrðingar leiði í ljós þann mikla skaða, er hrossaeigendur hafa beðið við það, að út- flutningsnefndin hafði hrossasöluna með höndum, en ekki venjulegir milliliðir — hrossaprangarar. Reynd- ar býst blaðið við því, að þessu verði mótmælt, en segir jafnframt að það sje ekki til neins að þræta fyrir þetta, því það sje svo áreiðanlegur sannleikur, og svo kemur aðdróttun um, að eitthvað annað en vanþekking muni valda misfellunum á hrossasölunni. Til þess að kóróna alt saman, segir svo blaðið, að hrossasalan sje orðin að hneykslismáli. Maður skyldi ætla, að sjerhvert heiðvirt blað kæmi ekki með svona fullyrðingar, nema heimildir fyrir þeim væru verulega góðar. Nú er það að verða ljóst, að heimildir blaðsins eru tvær árásargreinar í »Vísi« 23. og 25. f. m. Að sönnu eru »Vísis«- greinarnar bygðar á »áreiðanlegri fregn«, en sá galli er þó á þeirri gjöf Njarðar, að enginn veit hvaðan hún er komin. Nú er fróðlegt að heyra hvað útflutningsnefndin sjálf hefir um málið að segja. Hún ætti þó óneit- anlega að vera því fult svo kunnug eins og »Vísir« og bergmál hans á Akureyri. Morgunblaðið 5. þ. m. flytur grein um hrossa- söluna, undirritaða af allri útflutningsnefndinni. í þeirri grein segir svo meðal annars: »Siðustu brjeflegu skýrslur, sem nefndin hefir fengið um málið, eru frá tveimur firmum, er umboð hafa fyrir nefndina erlendis, og komu með e.s. »ís- land« seinast. Önnur skýrslan (I.) er miðuð við söl- una skömmu eftir að »Island« kom með sinn farm til Hafnar, en hin (II.) eins og salan stóð, þegar »Is- Iand« fór frá Höfn síðast.« I. »Við getum frætt yður á, að kaupandi hestanna muni ekki græða á þeim kaupum, og ef eigi rætist betur úr en á horfist, erum við hræddir um að hann muni fá þann skell, að hann kaupi eigi oftar hesta á íslandi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.