Dagur


Dagur - 24.09.1919, Qupperneq 2

Dagur - 24.09.1919, Qupperneq 2
' DAGUR. Framhaldsskóli. Jeg undirritaður held á komandi vetri skóla fyrir unglinga og börn, sem lokið hafa fullnaðarprófi við barnaskólann, ef nógu margir nemendur gefa sig fram. — Á skóli þessi að koma í stað 6. bekkjar barna- skólans, sem ekki verður neinn í vetur, og standa frá 1. nóv. til 1. maí. Þessar námsgreinar verða kendar: fslenska, réikningur, danska, enska (ef óskað er), mannkynssaga, landafræði, náttúrufræði (heilsufræði og eðlisfræði) og ef til vill dráttlist. Kenslutími 4 stundir á dag. — Skólagjald 50 krónur. Umsóknir um skólann verða að koma til mín fyrir 10. okt. — Þeir, sem þegar hafa talað laus- lega við mig um skólavist, eru beðnir að endurnýja umsóknir sínar. Akureyri 18. sept. 1919. Steinþór Guðmundsson. Hmsóknir um styrk úr Ellistyrktarsjóði Akureyrar, ásamt lögboðnum upplýsingum og vottorðum, sendist bæjarstjóranum fyrir lok þ. m. Bæjarstjóri Akureyrar 22. Sept. 1919. Böðvar Bjarkan, settur. Kaupíjelag Eyfirðinga selur fyrst um sinn daglega kindakjöt í heilum skrokkum í sláturhúsinu. Enn þá eru einungis seldir 200 hestar, og okkur hefir sagt maður, sem er mjög kunnugur þessum málum, að kaupandi sleppi varla með minna tap en 200,000 krónur, ef til viil meira. Sjálfir vonum við þó, að það fari ekki svo illa.« II. >Enn þá eru óseldir 4 — 500 af hestum, sem komu með »Botníu« og »lsland«, og við álítum, að kaup þessi verði ekki arðvænleg fyrir kaupand- ann og er það Ieiðinlegt hans vegna. Á þeim 3 — 400 hestum, sem nú er búið að selja, hefir að vísu> eftir því sem við best vitum, orðið brutto hagnað- ur, sem nemur um 100 lcrónur á hverjum, en það er líka ábyggilegt að það eru bestu hestarnir, sem seldir hafa verið, og eftir því sem dómfærir menn um þessi mál segja, er alveg óhugsandi að slíkur hagnaður geti orðið á hinum hestunum, sem nú eru á beit hjer. Aðrir stórir hestakaupmenn spá því, að stórtap verði á kaupunum, og halda því fram, að ómögulegt verði að koma út öllum hestunum í Dan- mörku og það jafnvel þótt Suður-Jótland verði talið með, Við álítum, að, að öllu athuguðu hafi það verið skynsamleg sala, þegar útt'lutningsnefndin seldi hestana við áðurnefndu verði og skilmálum, og það er að minsta kosti ábyggilegt, að þó að úr öllu ræt- ist sem best fyrir kaupandanum, þá getur hann samt aidrei haft nokkurn hagnað sem nokkru nemur.« Nefndin vekur síðan athygli á því, að gróði sá, er um getur í skýrslunni, sje brutto, »og dregst því frá honum allur kostnaður, er kaupandi hefir haft af hestunum, þangað til hann hefir Iosnað við þá«. Síðast í ágúst fjekk nefndin enn skeyti frá um- boðsmönnum sínum og höfðu þá horfurnar með hrossasöluna síst breyst hestakaupandanum í hag. Ennfremur er minst á hrossasöluna í skeyti til sam- bands íslenskra samvinnufjelaga og þar sagt: sMargt af hestunum óselt, verðið fremur lækkandi.« Við sölu hestanna segist nefndin hafa lagt áherslu á að geta komið út öllum þeim hrossum, er líkur væri fyrir að landsmenn þyrftu að seija, en þó varð eigi lengra komist í því efni en í 4000 hesta. Taldi nefndin ábyggilegt, að bændur mundu hiklaust selja þessi 4000 hross, enda hafði hún áður leitað fyrir sjer um það hjá þeim. En við hrossasöfnunina hef- ir það komið í ljós, að bændur eru furðu dræmir að selja, og sá nefndin fram á, að þessi hestafjöldi mundi alls ekki nást, »en ef svo færi, að einhver hrossaeigandi rekur sig á það, þegar til sölu kemur að ári, að honum hefði verið hagkvæmara að seija nú, þá vill nefndin strax þvo hendur sínar af þeim halla. Hins vegar getur nefndin hugsað sjer, að menn þá læri að meta ráðlag þeirra, sem mest hafa nýtt hrossasöluna nú, og gjaldi þeim þakkir þar eft- ir,« segir útflutningsnefndin í'grein sinni. Þegar nefndin sá fram á, að hún ekki gæti út- vegað hina umsömdu hrossatölu, spurðist hún fyrir um það hjá kaupanda, hvort hann fengist ekki til að lækka þá tölu nokkuð. »Nefndinni þótti nú fróðlegt að heyra svar kaup- anda, enda taldi hún að nokkuð mætti á því marka, hvort hann af frjáisum vilja vildi lækka töluna, og þannig afsala sjer stórgróða, eftir því sem Tulinius og »Vísir« skýra frá málinu.« »Svar kaupmannsins kom um hæl þess efnis, að hann vœri fús á slika breytingu.« Nefndin bendir á hvílík lokleysa það sje í skýrslu »Vísis«, að danski hrossakaupmaðurinn heimti 2800 kr. í Svíþjóð fyrir engu betri gripi, en hann selji í Danmörku fyrir 1200 krónur. Grein sína endar nefndin á þessa leið: »Að endingu leyfir nefndin sjer að taka þetta fram: Það mun flestum ljóst að það sætir ábyrgð, efnblöð skýrajrá öðru í svona máli, en því sem styðst við góðar heimildir, einkum ef af því eru dregnar áhrifaríkar ályktanir. Nú ber svo mjög á milli upplýsingum þeim er blaðið »Vísir« flytur, og þeim sem úlflutningsnefndin hefir fengið og birt hjer, að »Vísir« verður að tilgreina sínar heimildir skýrt og afdráttarlaust, svo almenningur geti borið þær saman við nefndarinnar. Að öðrum kosti verð- ur að skoða oftnefndar upplýsingar blaðsins stað- lausa stafi.« Sennilega verður nú »íslendingur« að viðurkenna, ef til viil með þögninni, að hann með því að treysta á heimildir »Vísis« hafi riðið á svo tæpt sannleiks- vað í þessu máli, að engar líkur sjeu fyrir, að hann nái nokkurntíma landi. En þá má líka til sanns vegar færa, að hrossa- salan sje orðin að hneykslismáli, þó í nokkuð ann- ari merkingu en »íslendingur« vill vera láta. Símfregnir. Rvík 23. sept. Alþingi. Sjerleyfislög samvinnunefndar fengu viðlíka viðtökur og vatnsránið, var vísað til stjórn- arinnar með rökstuddri dagskrá, þar sem henni er falið að undirbúa heilsteypta vatnalöggjöf til næsta þings. Tillaga um bannlaga-atkvæðagreiðslu og lands- einkasölu á áfengi feld. Aðskilnaður ríkis og kirkju einnig feldur. Launafrumvarpið er orðið að lögum og stjórnar- skráin samþykt. Þinglausnir væntanlegar á laugardag. Vatnafökuisfararnir hreptu hríðarofviðri í síðari för sinni um jökulinn, lágu þrjú dægur vafðir tjaldi í fönn, mistu 4 hesta og hund í jökulsprung- ur, komust kaldir til bygða þegar slotaði. Hafnarverkfail enn í Danmörku. [Frjettaritan Dags, Rvík.J Fjártaka byrjaði á mánudaginn var í Kaupfjelagi Eyfirð- inga. Daglega slátrað í sláturhúsi fjelagsins 800 fjár. Fast að 90 manns eru starfandi í sláturhúsinu. Álls verður þar lagt að velli á þessu hausti eftir fjárlof- orðum um hálft nítjánda þús. fjár, og er það rúm- um 7 þúsundum færra en í fyrra. Slátrunin stendur yfir í fjórar vikur. Verkstjóri á sláturhúsinu er Þor- steinn Þorsteinsson bæjarfulltrúi, í stað Sigtryggs Þorsteinssonar, sem lagði á stað í morgun vestur á Blönduós í yfirmatsferð. Verð á sláturfjárafurðum hefir aldrei verið nándar- nærri eins hátt sem í haust. Líkur eru fyrir að kjöt- tunnan seljist eitthvað yfir 300 kr. til útlanda. Einn- ig eru horfur á að gærur verði í háu verði. ^ Aftur á móti hefir mörverðið lækkað siðan í fyrra. Útsölu- verð hans í kaupfjelaginu er nú 2,60 kr. kílóið. Verð á dilkslátrum er 2—3 kr. Valdar Kartöflur eru til sölu hjá undirrituðum. Akureyri 23. sept. 1919. St. Stephensen. Saltpjetur og blásteinn langódýrastur í Versl. „Brattahlíð“. Brynj. E. Stefánsson. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.