Dagur - 19.11.1919, Blaðsíða 2

Dagur - 19.11.1919, Blaðsíða 2
98 DAGUR.. UPPBOÐ A FASTEIGNUM. Samkvæmt ákvöroun erfingja umboðsmanns Stepháns Stephensen og skiptaráðanda Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar, verða eftirgreindar fasteignir tilheyrandi dánar- búi nefnds umboðsmanns boðnar upp og seldar ef viðunandi boð fæst: 1. Hálf jörðin Mýrarlón í Glæsibæjarhreppi með öllu henni tilheyrandi. 2. Hálf jörðin Bœndagerði í Glæsibæjarhreppi með öllu lienni tilheyrandi. Verða jarðir þessar seldar annaðhvort hvor fyrir sig eða báðar í sameiningu eftir því hvernig boð falla á uppboðinu. Uppboðin á jörðum þessum verða hald- in miðvikudagana þ. 7.—14. og 21. jan. 1920, tvö hin fyrstu á skrifstofu Eyja- fjarðarsýslu en hið þriðja á Bændagerði, öll kl. 1 e. h. 3. Kartöflugarður í Búðargilinu á Akureyri, er gefur af sjer um 100 tunnur af kart- öflum, og fjós og hesthús, er þar stendur hjá. 4. íbúðarhús umboðsmanns Stepháns Stephensen, Nr. 2 við Lækjargötu á Akur- eyri, með geymsluhúsi og hlöðu, og með tilheyrandi lóð. — Pessar tvær síðasttöldu eignir seljast annaðhvort hvor fyrir sig eða báðar í samein- ingu, eftir því hvernig boð falla. Uppboðin á þessum tveimur síðasttöldu eignum verða haldin fimtudagana 8.—15. og 22. jan. 1920 kl. 1 e. h., öll á skrifstofu bæjar- fógeta á Akureyri. Ef þess er óskað, munu kaupendur geta fengið óvanalega langan gjaldfrest á upp- boðsandvirðinu, og gefur skiftaráðandi þeim, er þess óska, upplýsingar þar um, sem og um alt annað, er eignirnar snertir. Söluskilmálar verða lagðir fram á skrifstofu uppboðsráðanda tveimur dögum fyrir fyrstu uppboðin. — Uppboðsráðandi Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkáupstaðar 18. nóv. 1919. Páll Einarsson. Benedikí Einarsson frá Skógum. Strandgata í Akureyri. S E L U R: íslenska og enska hnakka, akíygi, ólatau, töskur, ístöð, beislisstengur. Ennfremur tekið til aðgerðar, reiðtygi og aktygi (óskast sent sem fyrst). Kosningaúrslit. Jeg skal geta þess, að sr. Geir mun hafa rjett fyrir sjer í því, að Stefán hafi ekki svarað spurning- unni. Hið sama sagði Einar á Eyrarlandi ^mjer. Jeg læt ósagt, hversvegna Stefán ekki svaraði, honum hefir ef til vill ekki þótt spurningin svaraverð. .Vitanlega er það hugsanlegt að þingmennina hafi mismint, en ótrúlegt er það, að þeir hafi báðir munað þetta rangt, sinn í hvoru lagí. Pað gat þá heldur ekki verið um annan fund að ræða, er spurningin hefði komið fram á, en Grundarfundinn, sem var næsta dag á undan Pverárfundinum, því það var alveg óhugsahdi, að þingmennirnir hefðu ruglað Pyerárfundinum saman við fundahöld úti á Dalvík eða L I Árskógssandi mörgum. dögum á undan, og á ö^ .m fundum mætti Líndal ekki með þingmönnuiu.m En það er eitt, sein í mínum aug- um tekur af alian vaía um þetta, og það er, að jeg hefi átt tal vlð þriðja mann, glöggan og eftirtekta- saman, og hann fullyrti afdrátiarlaust, að hann hefði heyrt Líndál bera spurninguna fram á Þverárfundin- um, og sá maður gat ekki farið fundavilt, af því að hann var ekki nema á þeim eina fundi. Ró Líndal sje maður málsnjall, þá er hann ekki svo rómsterk- ur, að orð hans heyrist framan frá Grund og ofan f Kaupangssveit. Auðvitað byggir síra Geir mest á eigin eftirtekt. En þá langar mig til að spyrja: Er nú ómögulegt að eftirtektin hafi svikið hann? Slíkt getur svo vel komið fyrir menn, sem sitja á fundi, þar sem margt er talað. Jeg hygg, að enginn sanngjarn maður geti láð mjer það, þó að jeg álíti að þessu sje þannig farið. Hitt hefir mjer aldrei til hugar kom- ið, að síra Geir hafi farið visvitandi með rangt mál, þó að hann í grein sinni ætli mjer þær hugsanir. Jeg skal játa það, að þetta skeytismál er ekki svo þýðingarmikið út af fyrir sig, að urn það ættu að verða langar blaðadeilur. Frá spurningunni var skýrt í Degi af því að hún þótti hláleg. En mjer var ekki alveg sama um það, að velmetinn maður — jeg tek þau orð ekki aftur — væri að breiða það út, að Dagur væri í meira lagi skröksamur, og að þau skrök væru sprottin af heldur óhreinum hvöt- um ritstjórans. Presturinn er særður út af því, að jeg nefndi »þjón sannleikans* í þessu sambandi; þykir honunt jeg eiga beittar örvar í fórum mínum og beiti þeim óspart til að særa aðra. í hreinskilni sagt var jeg dálítið gramur, þegar jeg skrifaði þessi orð, af því jeg var sannfærður um, aö hann hefði haft blað mitt fyrir rangri sök,; en var mjer á hinn bóginn ekki þess meðvitandi, að jeg hefði nokkur.ntíma stig- ið á það strá, er honurn mætti til meins verða. Nú fellur mjer það miður að hafa sært síra Geir, og er þá við það að kannast, að jeg hefði vel getað slept þeim orðum, er aðallega særðu hanti, þó að mjer að hinu leytinu væri nokkur vorkunn. En sje nú síra Geir alveg sannfærður um það, að hann hafi með öllu á rjettu að standa í aðal- deiluatriðinu, þá ætti sár það, er jeg hefi veitt hon- um, að minsta kosti ekki að vera svo djúpt, að það grói ekki fjóttt, því þá hefi jeg hlotið að skjóta ör- inni yfir markið. í greinarlok segir síra Geir: »Annars finst mjer það koma úr hörðustu átt, að vera núntur á ábyrgð mína, sem »þjónn sannleik- ans« af ritstjóra »Dags«. Og brjóstheill maður er Ingimar Eydal, að geta varpað fram þessu veglegu nafni með þeim mynd- ugleika, svo sem væri hann þar sá, sem vald hefir.« Pessi orð þurfa ekki skýringar við. Hjer er eng- in smáör á ferðinni, heldur reitt til höggs gegn mjer tneð stærra vopni. Jeg tek högginu með jafnaðargeði, og ekki særir það mig ólífissári, þó að sterk hönd fylgi því eftir; því síður ljettir það mjer lífsbyrðina, og mun held- ur ekki hafa verið til þess ætlað. Ingimar Eyda.1. Akureyri: Kosinn var Magnús /. Kristjánsson landsverslunarstjóri með 365 atkv. Sigurður Hiíðar fjekk 209 atkv, 26 atkv. voru ógild. ísafjörður. Par var Jón Auðunn fónsson útbús- stjóri kosinn með 277 atkv. Magnús Torfason fjekk 261 atkv. Reykjavitt. . Kosningu hlutu Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður með 2589 atkv. og Jakob Möller ritstjóri með 1442 atkv. Jón Magnússon forsætisráð- herra fjekk 1437 atkv., Ólafur Friðriksson 863 atkv. og Porvarður Porvarðarson 843 atkv. Gullbringu- og Kjósarsýsla. Kosnir voru Einar Þorgilsson kaupmaður með 846 atkv. og Björn Kristjánsson fyrverandi bankasijóri með 604 atkv. Mýrasýsla. Kosningu hlaut Pjetur Þórðarson hreppstjóri með 204 atkv. Davíð Porsteinsson fjekk 168 atkv. ' Rangárvallasýsla. Kosningu lilutu Gunnar Sig- urðsson frá Selalæk með 455 atkv. og Guðm. Guð- finnsson læknir með 382 atkv. Eggert fjekk 252 en Einar 165 atkv. Vestur-ísafjarðarsýsla. Par hlaut kosningu Ólafur Proppé með 391 atkv. Kristinn Guðlaugsson fjekk 252 atkv. Kært er yfir kosningunni í Reykjavík þar eð um 20 aukakjörskrármeim höfðu kosið oí ungir. Kennarafjelagið á Akureyri samþykti á fundi sínum 16. þ.' m., að lágmarks- verð fyrir tímakenslu fullorðinna skyldi vera kr. 2,50 á klst. fyrir einn nemaiida, 3,00 kr. fyrir 2 o. s. frv. þannig, að tímakaupið hækki um 50 aura fyrir hvern, er bætist við í tímanii. Nýr fiskur fæst í Kaupfélagi Verkamanna. Prcntsmiðja Björns Jónssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.