Dagur - 26.11.1919, Síða 1
DAGUR
kemur úi einusinni í viku..
Árgangurinn kostar 3 kr.
IGjalddagi 1. jútt*
II. ár.
-H® Ritstjóri:
Ingimar Eydal.
Akureyri, 26. nóvember 1919.
AFGREIÐSLA
og innheimia hjá
Jóni Þ. Þór.
Norðurgötu 3. Talsimi 112.
47. blað.
Bolsjevisminn í Ungverjalandi.
Eftirfarandi kafli er tekinti úr grein et’tir C. Hol-
stein, og siendur hún í danska blaðinu *Politiken«
17, ágúst síðastl., og nefnist »Hos de ungarske Bol-
sjeviker«. Par sem hún sýnir Ijóslega, hvernig tek-
ist hefir að framkvæma hugsjónir Bolsjevika-st.efnunn-
arjjí Ungverjalandi, er vel til fallið að hún birtist á
íslensku mönnum til gagns og fróðleiks. Greinar-
höfundurinn spyr:
»Hvernig hafa sameignamenn sýnt, að þeir sjeu
færir um að framkvæma hugsjónir sínar, — því það
er mergurinn málsins, -- og hvernig hefir stjórnar-
fyrirkomulag þeirra reynst í framkvæmdinni? Byrjun-
in var tiltölulega auðveld og fór friðsamlega fram.
Peir voru svo gætnir að undanskilja frá sameign-
inni öll iðnaðarfyrirtæki, þar sem unnu færri en 20
menn, þar sem þeir litu svo á, að þau væru sjálf-
stæður iðnrekstur. En í hinar eiginlegu verksmiðjur
kom þjóðarumboðsmaður, og lýsti því yfir, að þær
væru eign þjóðfjelagsins. Pví næst var valið verka-
mannaráð, sem hlaut úrskurðarvald í öllum málefnum
verksmiðjunnar, og auk þess4 í mörgum öðrum mál-
um.
Hið fyrsta sem verkamannaráðið tók sjer fyrir hend-
ur var það, að koma skipulagi á launakjör manna.
Launaákvarðanir sínar bygðu verkamannaráðin á hin-
um ákveðnu meðallaunum um land alt, þau eru 8,50
kr. fyrir hverja klukkustund, en það eru 68,00 kr. á dag,
408,00 kr. um vikuna, 16—1700 kr. um mánuðinn,
en þetta er eins og sagt hefir verið aðeins meðal-
laun, og víða eru verkamenn, sem hafa 2—3000,oo
kr. um mánuðinn. Pví næst fóru verkamannaráðin að
líta eftir vinnu stjórnarinnar; væri t. d. einhververk-
stjóri eða verkfræðingur sem eigi var áreiðanlegur í
pólitísku tilliti, þá var honum vikið frá stöðu sinni,
þ. e. a. s., hann var gerður að óbreyttum verkamanni,
án tillits til dugnaðareða þekkingar, og annar áreið-
anlegur settur í hans stað, einnig án tillits til dugn-
aðar hans eða þekkingar.
í vinnurekstri komu áhrif hins nýja fyrirkomulags
ljós f því að minna var afkastað en áður.
í Þar sem ákvæðislaun (Akkordlön) höfðu þegar í
byrjun verið afnumin, og allir fengu jöfn laun, hvort
sem þeir unnu mikið eða lítið, var að sjálfsögðu
enginn, sem vildi leggja á sig öðrum fremur. Tilraun
til að bæta þetta missmíði með því að koma á vinnu-
verðlaunum, bar engan árangur, þar eð menn vog-
uðu eigi að brcyta meðallaununum, og verkamenn
græddu þannig nóg til að geta verið án verðlaun-
anna. Jafnframt tók framleiðslukostnaðuriun að aukast,
sumpart sökum hinna háu launa, sumpart sökum
verri verkstjórnar. Til þess að vinna upp tapið tóku
menn að hækka söluverð hluta, en þar eð framleiðslu-
kostnaðurinn stöð.ugt jókst, var eigi unt að halda á-
fram á þann hátt, og það var þá eigi annað fyrir
höndum en að selja vöruna með tapi. Að lokum var
ástandið orðið þannig, að útgjöldin höfðu að meðal-
tali hækkað um 200°/o en tekjur að sama skapi lækk-
að um 50°/o.
Jeg skal nú tilfæra nokkur dæmi af handahófi til
sönnunar því, setn sagt hefir verið hjer að framan.
”~Sú eina kolanáma, sern enn er á ungverskri land-
areign, framleiddi þangað til í mars síðastliðnum 400
vagnhlöss af kolum á dag. í lok aprílmánaðar, sem
sje eftir rúma mánaðarstjórn sameignarmanna, hafði
framleiðslan lækkað niður í 150 vagnhlöss á dag. Af
ótta fyrir því tjóni, sem þessi lækkun mundi hafa í
för með sjer, lögðu menn mikið kapp á að auka
framleiðsluna, en eigi hepnaðist að gjöra hana meiri
en 180 vagnhlöss á dag. Pess má einnig geta, að
verkamenn í námunni hafa 6 2 00,oo kr. um mán-
uðinn. Framleiðslukostnaður er 29 kr. á hver 100
kg., en mjer hefir eigi verið unt að komast eftir, hve
mikill framleiðslukostnaðurinn var, áður en sameign-
arfyrirkomulagið komst á, en það er nóg að taka
það fram, að í fyrra vetur var hægt að selja kolin í
Buddapest, að viðlögðum flutningskostnaði á 6 —8 kr.
100 kg. Nú er samsvarandi verð. 40,oo kr.
Ennfremur: Wolffners skófatnaðarverksmiðja í Ýpest
selur stígvjel á 130,oo kr. en þau kosta verksmiðjuna
225,oo kr. Blásteinn, sem í fyrra var seldur í bæn-
um á 2 kr., kostar nú 12 kr., en það kostar ríkið
26 kr. að framleiða hann. Og hvað er að segja um
það, að srnápeningar, sem eru 20 hellar (ca 15 au.)
kosta 32 hella (24 aura) að búa þá tii. Einnig skal
þess getið, að gufuvagn, sem verksmiðjan í fyrra gat
selt á 150,000,oo kr. með ágóða, kostar nú ríkið
1,000,000,oo kr. (miljón), og flutningsvagnar, sem í
fyrra var hægt að fá fyrir 2800 — 4000 kr. kosta nú
40 — 60,000 kr. Pess ber að gæta að verslunarbann gildir
enn fyrir Ungverjaland, svo þangað hefir enn ekki
ílutst neitt Utan frá, rneira að segja hvorki frá Aust-
urríki eða Þýs kalandi, svo eigi er hægt að eigna verð-
hækkunina verðfalli peninganna (daarlig Valute).
En mesta snild hefir verkamannaráðið sýnt í stjórn
sinni á sporvögnum í Búdapest. Fjelagið sem auk
sporvagnanna í borginni á fjölda járnbrauta í ná-
grenni' borgarinnar, gat í fyrra borgað 5 milj. kr.
arð til hluthafanna, og gjald til borgarinnar 4 milj. kr.
að upphæð. Eftir að hafa haft rekstur sporvagnanna
með höndum í 3 mánuði, lagði sameignarmanna-
stjórnin fram reikning, sem sýndi að það mundi enda
reikningsárið með 250 milj. króna h a 11 a.
Er allmikill mismunur á þeim halla og 9 milj. kr.
gróða reikningsárið á undan, Til þess að bjarga þessu
ástandi, stakk stjórnin upp á því að hækka flutnings-
gjaldið, sem þegar var búið að hækka frá 16 og upp
í 30 hellar, og ákveða það 60 hellar, ásamt fleiri
breytingum sem hún gerði. Með þessu búast þeir þó
ekki við að geta jafnað hallann, heldur aðeins færa
hann niður í 145 milj. kr.
En það er ekki aðeins í samanburði við fortíðina
að framleiðsluaðferðir sameignarmanna lúta í Iægra
haldi. Eigi heldur verður samanburðurinn við hin
fáu einkaiðnfyrirtæki, sem enn eru við líði, sameign-
arstefnunni í vil, og þó eiga einkaiðnfyrirtækin við
marga örðugleika að stríða, þar sem þau verða að
borga sömu Iaun, sem iðnfyrirtæki sameignarmanna,
og eiga Iangt um ver með að afla sjer vöruefna, þar
eð ríkisverksmiðjurnar sitja fyrir þeim. Pví eftirtekta-
verðara er eftirfarandi dæmi:
Kunningi minn þurfti að láta smíða sveif á litla
vjel, er hann átti. Hann sneri sjer til einkavinnustofu
og spurði hvað hún tæki fyrir að smíða hana. 1200
kr. var honuin svarað. Petta fanst honum of dýrt og
Ijet srníða hana í verksmíðju stjórnarinnar. Er hann
seint um síðir fjekk hana smíðaða, fylgdi henni reikn-
ingur upp á 6200 kr. Hann vildi þó ckki sætta sig
við þetta, og kærði verksmiðjuna fyrir okur, en fyrir
rjettinum gat verksmiðjan sannað, að fjenu hefði ver-
ið eytt til að smíða sveifina, og þessvegna var kær-
unni vísað á bug.
í samanburðinum hjer að framan á framleiðslugjöld-
um og tekjum, er aðeins tekið tillit til þess beina fram-
leiðslukostnaðar iðnrekstursins sjálfs. En það liggur
í augum uppi að í sameignarþjóðfjelagi (Kommu-
nistisk Samfund) verða útgjöld umboðsstjórnar ríkis-
ins einnig að reiknast með framleiðslukostnaði hinna
opinberu iðnfyrirtækja. En þar sem ekki hefir verið
opinberuð nein fjárhagsáætlun ríkisins, er ekki unt
að segja, hvað mikið yfirstjórn ríkisins kostar, en
ýmsar staðreyndir benda á það, hvernig ástandið
muni vera. Merkust þessara staðreynda er sú, að skrif-
finskan hefir aukist feykilega, bæði hvað snertir
skrifstofufjöldann og tölu starfsmanna. Öllum þess-
um starfsmönnum er launað sem fyrsta flokks verka-
mönnum. Venjulegur aðstoðarmaður hefir ca. 2000
kr. um mánuðinn. — Pessí skriffinska er óhjákvæmi-
leg afleiðing stjórnarfyrirkomulagsins. Hinir mestu
smátnunir verða að fara um 4 eða 5 skrifstofur, áð-
ur en hægt er að afgreiða þá. Pað hefir borið til,
að verksmiðjur hafa orðið að hætta starfi sínu í þrjá
daga, sökum þess að Ieyfið til þess að fá óunnið
efni frá forðabúri ríkisins hefir fyrst orðið að leggja
leið sína trá einni skrifstofu til annarar. Par við bæt-
ist að á þessum skrifstofum, þar sem enginn ákveð-
inn maður ber ábyrgð og hefir stjórnina með hönd-
um, verður hin mesta ringulreið gagnvart því hver
hafi í raun rjettri úrskurðarvaldið. Oft kemur 'það
fyrir, er menn hafa afiað sjer hinna mörgu undir-
skrifta, sem heimtaðar eru, að menn komast að raun
um að einhver starfsmaður, sem ritað hefir nafn sitt
undir einna fyrst, hefir alls ekkert úrskurðarvald f
málínu, og verða menn þá að byrja á nýjan leik.
Pað er ekki erfitt að gera sjer i hugarlund hvernig
slíkt reiðuleysi hlýtur að koma fram á öllum sviðum,
en þegar fyrirkomulagið hefir sýnt sig að vera þannig
gallað, bæði á sviði framleiðslunnar og umboðsstjórn-
arinnar, þá leiðir það af sjálfu sjer, að það hefir eigi
verið fært um að framkvæma efnajöfnuðinn, sem þó
er aðaltilgangurinn. — Útvegun malvæla hefir alger-
lega farið út um þúfur. Ungverjaland er eins og
menn kannast við, eitt hið frjósamasta land í Evrópu,
og hefir þessvegna öll stríðsárin getað framleitt nóg
handa sjer. í Búdapest fundu menn ekki mikið til
verslunarbanns Englendinga. Og þrátt fyrir ýmsa
örðugleika stríðsins, gat stjórnin birgt höfuðborgina
að korni og fituefnum, en sameignamenn voru ekki
fyr komnir til valda, en snögg breyting varð á, jþví
bændur neituðu beinlínis að hafa nokkur viðskifti
við nýju stjórnina. En sameignarmenn gátu alls ekki
skilið skoðanir bænda. Fyrsta skiftið, sem jeg talaði
við Bela Kun, kvartaði hann undan þessum vandræð-
um og lýsti undrun sinni yfir þrjósku bænda. »Við
höfum þó greinilega sagt þeim, að þeir í bráðina
skuli fá að halda eignum sínum,« mælti hann. Jeg
svaraði honum: »Getið þjer ekki sjeð, að þjer haf-
ið sagt dálítið of mikið, sem sje orðin »/ bráðina«
en þrátt fyrir það, ættuð þjer að geta skilið að milli
skilnings sameignarmanna á fyrirkomulagi þjóðfjelags-
ins og skoðana bænda í þeiin efrium liggur slíkt
djúp, að eigi er unt að brúa það. Bóndinn lætur
fremur korn sitt fúna á akrinum, en selja það sam-