Dagur - 26.11.1919, Síða 2

Dagur - 26.11.1919, Síða 2
106 DAGUR. eignarmönnum.« Retta vildi hann ekki skilja, hann hjelt fast fram þeirri skoðun, að það væri aðeins borgunin, sem um væri að ræða; bændurnir þyrftu að fá vörur, en meðan engar vörur fengjuit í land- inu, þá vildu þeir eigi heldur peninga. Pessvegna riði á því fyrir sameignarmenn að útvega bændum vörur, einkum Iandbúnaðarvjelar og verkfæri. í einu atriði hafði Bela Kun þó rjett fyrir sjer, í því að bændur vildu ekki taka á móti peningunum, það er að segja peningum hinnar nýju stjórnar, en það var af því að þeir af góðum og gildum ástæðum báru ekki minsta traust til hennar. Orsökin til þessa ólags í fjármálum, var fyrirkomulaginú sjálfu að kenna. Að sjálfsögðu þurftu hin háu laun mjög aukinn gjaldeyri. En afleiðing hinna háu launa var hækkun vöruverðsins, sem aftur leiddi til þess að laun stigu enn meir. Til þess að komast út úr þessum ógöng- um varð, eins og þegar hefir verið drepið á, að koma í veg fyrir hækkun vöruverðsins. En með því móti varð framleiðslan eigi lengur fær um að borga sig, og til þess að jafna hallann var eigi annað úr- ræði en að prenta fleiri seðla, og þannig sótti altaf í sama horfið. Pað þarf varla að taka það fram, að gildi þessara seðla var ekki bygt á neinu, ekki einu sinni á vörumagninu og þarafleiðandi þörf á gjaldeyri. En hjer við bættist auk þess annað, sem gjörði seðl- ana alveg gildislausa, sem sje að þeir v o r u b 1 á 11 áfram falsaðir. Eldri seðlar í Austurríki og Ungverjalaridi voru gefnir út af hinum austurríska og ungverska banka, sem hafði aðsetur sitt í Wien og Búdapest. Samkvæmt samningi milli ríkjanna var ákveðið hve mikla upphæð hvort ríkið fjekk. Þegar ríkin voru skilin að í nóvembermánuði, átli Ungverja land inni hjá austurríska bankanum. í stað þess eins og áður að búa þá upphæð til í Wien, frömdu menn það axarskaft að senda seðla- mótin til skrifstofunnar í Budapest. Þessi seðlamót voru fyrir hendi þegar Bela Kun kom til valda, og notaði hann þau óspait. Pessir nýju seðlar voru prentaðir á hvítan pappír, en hinir gömlu á bláan, af bví dregin nöfnin hvítir og bláir seðlar. En nýju seðlarnir hafa stöðugt áletrunina: Hinn aust- urríski banki borgar o. s. frv. Og þar sem honum að sjálfsögðu ber ekki minsta skylda til þess, og ætl- ar ekki heldur að gera það, eru seðlarnir falskir. Samkvæmt síðustu fregnum hefir Bela Kun leitað hælis í Austurríki; ef þessar fregnir eru sannar hefir stjórn Austurríkis rjett til að taka hann fastan eins og hvern annan peningafalsara. Pað sem veldur því, að fyrirkomulagið er eigi fyrir löngu hrunið til grunna, er eingöngu að þakka hin- um miklu aðalsjarðeignum, sem stjórnin kastaði eign sinni á, ogljet reka fyrir eigin reikning. Sumar þeirra eru ótrúlega víðáttumiklar. í sunnanverðu Ungverja- landi eru t. d. jarðeignir, sem eru nálægt 1 milj. vallardagsláttur að flatarmáli, — stærra en Fjón. Hinir ungversku auðkýfingar voru vanir að leigja allar jarðeignir sinar einhverjum stórbanka, en ferð- ast sjálfir til Parísar, til þess að skemta sjer. Bank- inn rak svo búskapinn á jörðunum, sem hvert annað iðnaðarfyrirtæki, og hafði umsjón með öllum jörð- um, sem töldust til eignarinnar. Pegar svo sameign- armenn komust til valda, komu-þeir í stað bankanna, og hin beina afleiðing mundi þessvegna hafa orðið sú, að þeir hefðu unnið framvegis með sama fyrir- komulagi. Hinir gömlu starfsmenn voru fúsir á að vinna í þjónustu hinnar nýju stjórnar, og sameigna- menn voru ekki fjarri því að nota þá. En þeir fóru enn lengra, og á þeim jörðum, sem hingað til voru ræktaðar af eigandanum, leyfðu þeir honum að halda áfram búskap, sem ráðsmaður á sinni eigin landareign. Og jarðeigendur gengu allir að til- boðinu, sökum þess að þeim var betra að vera á jarðeigninni öðrum undirgefnir en að fara þaðan fyrir fult og alt. En yfirleitt var öllu fyrirkomulaginu breytt eftir reglum sameignarmanna. Hvernig slíkt verður í framkvæmdum sjest best á því, að jarðeignutn þeim hinum miklu, sem nefndar voru að framan, höfðu fimm menn umsjón með áður, en er sameignarmenn komu til valda, urðu sömu starfsmenn 110, ennfrem- ur kemur það í ljós í umræðum í þinginu, að fram- leiðslan var helmingi minni en hún var áður á þess- um jarpeignum. Hver og einn mun geta skilið, að alt þetta ástand hefur hækkað mjög verð á öllum nauðsynjum. Jeg skal nefna verð á nokkrum hlutum í Buddapest. Rúg- mjöl kostar kr. 3,20 kg., flot 14,oo kr. kg.,egg5 —8 kr. stykkið og annað eftir þessu. Áður en jeg lýk grein þessari, ætla jeg aðeins að tilgreina það, sem svissneskur sameignarmaður, — aðstoðarmaður við blað eitt í ættlandi sínu, og dvaldi hann samtímis mjer í Buddapest, til þess sem gestur stjórnarinnar að kynna sjer ástandið, — mælti við mig áður en hann hjelt heimleiðis: »Jeg kom hingað fullur eld- móði og með hinar bestu vonir. Jeg sný nú heim aftur mjög blektur, sökum alls þess, sem jeg hefi sjeð og reynt, og Iiggur við að jeg sje að missa trúna á mín eigin málefni.« Pess ber að geta, að stjórn ílolsjevika er nú koll- varpað í Ungverjalandi og önnur stjórn komin til valda í hennar stað. A og B. Símfregnir. r Utlönd. Wilson sigrar á þingi Bandaríkjanna í deilunni um bresku friðarsamningana. Sfjörnufræðisfjelagið felst á skoðanir Pjóðverjans Einsteins, sem raska kenningum Newtons, jafnvel um þyngdarlögmálið. Innanlands. Húsveggur í smíðum hrundi; Sveinn Sveinsson beið bana. Saga og mannlýsing Einars Arnórssonar, er birtist í Tímanum, þykir snildarverk. (Frjettariiari Dags, Rvik.) Yfirlýsing. Á Ieiðarþingi að Pverá 29. okt. s. 1. flutti herra Björn Líndal fyrirspurnir til mín, Stefáns Stefánsson- ar, eftir beiðni Oie Tynes á Siglufirði, að því er hann sagði. Einn liðurinn í þessum fyrirspurnum var um samhygðarskeyti, er jeg (Stetán) átti að hafa sent Pingvallafundinum í sumar. Par sem bornar hafa verið brigður á það í blaði hjer í bænum, að þetta atriði hafi komið fram á fundinum, finnum við ástæðu til að lýsa því yfir, að rjett er frá þessu skýrt f blaðinu »Dagur«, og við staðhæfum að 'njer sje hvorki um misminni nje misheyrn að ræða. Að jeg (St. St.) ekki svaraði þessu sjerstaklega, kom til af því, að mjer virtist það ekki svara vert. Hitt getum við vel skilið, að þetta atriði, ásamt ýmsu fleiru, sem fram kom á fundinum og engar umræður vakti, hafi farið framhjá ýmsum fundar- mönnum, en vottorð gætum við birt frá mönnum, sem sátu fundinn, um það, að hjer sje rjett skýrt frá, ef okkur þætti þessi skeytissaga þess virði. p. t. Akureyri 25. nóv. 1919. Stefán Stefánsson Einar Árnason Fagraskógi. Eyrarlandi. Kosningaúrslit. Eyjafjarðarsýsla. Kosningu hlutu Stefán Stefáns- son í Fagraskógi með 638 atkv. og Einar Arnason á Eyrarlandi með 585 atkv. Björn Líndal fjekk 519 atkv., Páll Bergsson 345 atkv. og Jón Stefánsson 135 atkv. 26 atkv. voru ógild. Sudurmúlaaýsla. Kosningu hlutu Sveinn Ólafs- son í Firði með 615 aíkv. og Sigurður H. Kvaran læknir með 457 atkv. Bjarni Sigurðsson hreppstjón fjekk 301 atkv., Magnús Oíslason lögmaður 253 atkv. og Björn Stefánsson fyrv. þingmaður 200 atkv. Árnessýsla. Kosnir voru Eirikur Einarsson ú<- bússtjóri nn-ð 103^2 atkv. og Porleifur Guðmunds- son í Þorlákshöfn með^617 atkv. Sigurður ráðu- nautur fjekk 335 atkv. og Þorsteinn á Drumbodds- stöðum 317 atkv. Húnavatnssýsla. Kosnir voru Guðmundur Ólafs- son í Ási með 459 atkv. og Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka með 405 atkv. Jakob Líndal fjekk 337 atkv. og Eggert Leví 279 atkv. Skagafjarðarsýsla. Kosningu hlutu Magnús Guð- mundsson skrifstofustjóri með 606 atkv. og Jón Sig- urðsson á Reynistað með 511 atkv. Jósef Björns- son fjekk 356 atkv. og síra Arnór Árnason 131 atkv. Dalasýsla. Kosinn var Bjarni Jónsson frá Vogi með ^55 atkv. Benedikt Magnússon í Tjaldanesi fjekk 138 atkv. Kosningarnar í Eyjafjarðarsýslu. Svo sem vænta mátti voru báðir fyrv. þingmenn kjördæmisins endurkosnir með greinilegum atkvæða- meirihluta. Var þó ekkert látið ósparað af fylgis- mönnum Björns Líndals hjer á Akureyri til þess að koma honum í þingsætið. Bifreiðar voru sendar fram um fjörð kosningardaginn og þeim mönnum boðin þægileg og fljót ferð, er kjósa vildu Lindal. Við það var auðvitað ekkert að athuga nema það, að sú fyrirhöfn og kostnaður náði ekki tilgangi sínum en hjer munu þeir menn hafa átt hlut að máli, er ekki telja slíkt eftir. Mælt er að Björn Líndal beri sig eins og hetja eftir kosningaósigurinn, en sumir af liðsmönnum hans beri r.aumast harm í hljóði, því þeir hafi talið hon- um vísa kosningu. Eru slíkir menn ekki vel reikn- ingsglöggir. Til fróðleiks og athugunar skal hjer frá því skýrt, hvernig atkvæðatalan fjell á hvérja tvo af frambjóð- endunum: Björn og Einar fengu til samans 83 atkv. — - Jón — - — 64 - - - Páll — - - 270 — — - Stefán — — — 102 — Einar og Jón — — — 27 — . — - Páll - - - 12 - — - Stefán — — — 463 — Jón og Páll — -r — 17 - — - Siefán •— — — 27 - Páll og Stefán — — —- 46 - Sunnmýlingar senda enga liðljettinga á þing, þar sem þeir eru Sveinn í Firði og Sigurður Kvaran. Hefðu öll kjör- dæmi landsins fulltrúa á þingi, er væru jafnokar þeirra, þá væri alþingi vél skipað. Óhætt má fullyrða það, að engin meiri gleði hefði getað hent Morgunbl.liðið en sú, að Sveinn í Firði hefði fallið við þessar kosn- ingar. Sumir menn hjer um slóðir, er hafast við í herbúðum Morgunblaðsins, voru búnir að telja sjáif- um sjer trú um þá vitleysu, að Sveinn í Firði væri valtur í þingsessinum og Sunnmýiingar mundu hafna honum við kosningarnar. Nú hefir raunin orðið sú, að Sveinn er kosinn með yfirgnæfandi meiri hluta fram yfir alla aðra frambjóðendur kjördæmisins, eins og sjálfsagt var. Sigurður Kvaran læknir muri reynast nýtur þing- maður nú eins og áður, og ætti íjármála-glöggskygni hans að koma þinginu í góðar þarfir. Svartasti bletturinn í nýafstöðnum Alþingiskosningum er kosningin í Reykjavík, þar sem Jón Magnússon forsætisráðherra fjell fyrir Jakob Möller ritstjóra Vígis. Öll rökleiðsla í því efni er óþörf. Telja má víst að þingið dæmi kosninguna ógilda og kosið verði á ný. »Þá verður gaman að lifa f Reykjavík,« sagði merkur maður þar í höfuðstaðnum. Sleðajárn selur ______ Hallgrímar /ónsson. PrentBiniðja Björns Jóussonar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.