Dagur - 31.12.1919, Síða 2

Dagur - 31.12.1919, Síða 2
116 DAGUR. Nýall dr, Helga Pjeturssonar, Nafnið á bók þessari, nýútkominni í Reykjavfk, er athugavert eins og bókin sjálf. Pað virðist sam- sett af ný og all, og á sjálfsagt að tákna efni bók- arinnar, sem höf. kallar »nokkur íslensk drög til heimsfræði og liffræði.« Eftirfylgjandi fyrstu orð bók- arinnar gefa mönnum ofurlitla hngmynd um efr.i hennar, stíl og stefnu höfundarins. »Hið mikla samband. Pað sem þúsundir miljóna hafa haldið vera líf í andaheimi eða goðaheimi, er lífið á öðrum hnöttum. Pessi hugsun, sem segja má með svo fám orðum, verður upphaf meiri breytinga lil batnaðar á högum mannkynsins, en orðið hafa um allar aldir áður.« Höf. getur þess í næstu málsgrein, að vísindafje- lagið franska hafi til umráða 100,000 franka, sem greiðast skuli þeim, er tekst að koma á »sambandi« við aðrar jarðstjörnur en Mars, Því næst gengur höf. til verks og staðhæfir og rökstyður, að því er hon- um sjálfum mun virðast óhrekjanlega, að hinar svo- nefndu opinberanir, dáleiðslufyrirbrigði og jafnvel draumar sjeu ekki annað en endurspeglun eða lífs- mögnun, til orðin fyrir áhrif iifandi og hugsandi vera á öðrum hnöttum en vorri jörð. En sannanirnar fyrir þessu eru í raun og veru ekki annað en stað- hæfingar höf. sjálfs, og honum eins og öðrum, get- ur skjátlast, því eins og fyr er það hvarvetna satt, að errare humanum est (d: allir geta vilst). Bókin er skemtilega skrifuð og margt satt og prýðisvel sagt í henni, einkum það er snertir sannleiksleitun mann- kynsins og sæluvonir þess. En sá er gallinn á gjöf Njarðar, að bókin byrjar á ótraustum grundvelli og endar í andlegu feni, F. B A. Símfregnir. Rvík 24. des. Utlönd. Bandaríkin neita að viðurkenna samn- inga Breta og Persa, nema Persar telji sjer fullnægt. Tundurduflarek heftir næturstrandferðir við Noreg. Stjórnarandstæðingar i Danmörku eru ásáttir um nýjar kosningar að samþyktum grundvallarlagabreyt- ingum og kosningalaga. Lloyd George lýsir stjórnarstefnu í utanríkismál- um. Halda verði samninginn við Frakka, en engin afskifti hafa um innanlandsmál Rússa. Bandaríkja- aðstoð sje nauðsynleg til endurreisnar Austurríki. Flýta verði friðarsamningum við Tyrki og neyða af þeim Konstantínópel, hvað sem Bandaríkip segja. Algert útflutningsbann í Þýskalandi. 5 [Fregn telur samninga við Litvinoff bolsvikingafull- trúa hefjast að nýju í París. Innan/ands. Jón Dúason hefir höfðað mál gegn íslandsbanka fyrir að neita gullinnlausn, áður en bráðabirgðalögin giltu. (FrjeUariiari Dags, Rvik).' tLfClV/ .; " Veturlnn. Veðurathugunarstöðin í Kaupmannahöfn spáir því, að þessi vetur verði harður á íslandi um það lýkur, telur ekki ólíklegt að hann verði svipaður vetrinum 1880 — 81, sem mörgum er minnisstæóur fyrir frost- grimdir, enda venjulega kallaður »frostavetur«. En öðruvísi segist Júlíusi f Barði frá. Hann spáir því, að veturinn verði ágætur, og að vetrarveðráttunni verði lokið að aflíðandi miðjum vetri. Petta hefir hann lesið í vetrarbrautinni. Nú verður gaman að vita, hvort veðurfræðisstof- an danska eða íslenski, ólærði alþýðumaðurinn fara nær sannleikanum Úr því sker reynslan bráðum. Vjer spáum því, að Júlíus hafi það. Píslarsaga Björns Líndals, rituð af honum sjálfum, er að koma út í »íslendingi.« TILKYNNING. Allir þeir, sem pantað hafa sfldarmjöl hjá Kaupfjelagi Eyfirð- inga, verða að hafa veitt því móttöku fyrir 15. mars 1920. Ella verður það selt öðrum. Akureyri 30. des. 1919. . < > pr.'pr. KAUPFJELAG EYFIRÐINGA. 's S. Kristinsson. Yfirlýsing. Að gefnu tilefni vottum við undirritaðir, að á þing- málafundi að Pverá 29. okt. s. I., heyrðum við hr. Björn Líndal, í sambandi við fyrirspurn, er hann fluiti, tala um hvað hæft væri í því, sem heyrst hefði, að Stefán alþm. í Fagraskógi hefði sent Pingvallafund- inum samhygðarskeyti síðastliðið sumar. Petta erum við reiðubúnir að staðfesta. 29/i8 1919. Helgi Eiríksson Bjarni Benediktsson Pórustöðum. Leifsstöðum. Askorun. Nytsemi sýninga á hvers konar afurðum er fyrir löngu viðurkend um allan heim. Á sýningum kem- ur það í Ijós, á hvaða stigi hver atvinnugrein stend- ur. Par er besta yfirsýn yfir smekkvísi og listfengi þjóðarinnar, hugvit hennar, hagsýni og handleikni; þar er staðurinn til að koma nýjungum á framfæri, bera af öðrum og kenna öðrum. Sýningar vekja að jafnaði heilbrigt kapp og framtakssemi. Vjer ís- lendingar ættum að hafa þær miklu oftar og í fleiri greinum en hingað til hefir orðið. Heimilisfjelag íslands hefir nú á aðalfundi sínum í ár ákveðið að stofna til sýningar á íslenskum heim- ilisiðnaði fyrir land alt sumarið 1921. Er þess vænst, að þátttakan verði almenn og að á sýning- una komi sem flest af heimaunnum munum, sem notaðir eru í daglegu Iffi manna hjer á landi, bæði gömlum og nýjum hlutum, svo sem ýmiskonar saumur, vefnaður og önnur tóvinna, trjesmíðar, út- sagaðir og útskornir munir, málmsmíðar, steinsmíð- ar og múrsmíðar, skósmíðar, sópar, burstar, körfur, bókband, leður- og pappírsiðnaður o.fl. Verður síðar auglýst hvar og hvenær tekið verð- ur á móti munum á sýninguna. Reykjavík 1. des. 1919. Inga L. Ldrusdóttur, p. t. forseti. Ingibjörg H. Bjarnason. Laufey Vilhjálmsdöttir, p. t. ritari. Matthías Þórðarson, fornmenjavörður. « Ragnhildur Pjetursdóttir, p. t. gjaldkeri. Sigríður Björnsdóttir. Steinunn H. Bjarnason. Barnahæli. Bæjarstjórn Reykjavíkur ráðgerir að koma upp hæli fyrir fátæk, munaðarlaus börn. Hefir fátækranefnd íagt til að veittar yrðu 5000 kr. á næstu fjárhags- áætlun til undirbúnings málinu. Stungið hefir verið upp á því, að barnahælið verði reist í Breiðbolti. Stígur í verði. Símskeyta- og talsímagjöld hækka mjög í verði nú um áramótin. Enn fremur hækka burðargjöld póstsendinga að miklum mun. Prentkostnaður stíg- ur en í verði um 25% Áramótin eru köld, margra stiga frost nú daglaga og hríð- arveður. Kolalaust hjer í bænum sem stendur, en þau væntanlag í nwata inánuðL Hjálpræðishermn. Komið á eftirfarandi samkomur Hjálp- ræðishersins: Gamlaárskvöld: ki. 11% f. miðn. Nýarsdag: Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Almenn samkoma kl. 8V2 s. d. Frí aðgangur? Almenna bænavikan er frá 4.—10. jan. Samkomur í Hjálpræð- ishernum hvert kvöld kl. 872 s. d. Sækið samkomurnar! Og Regnkápur fást í Kaupfjelagi Eyfirðinga. Snorri Sturluson. Uppástunga hefir fram komið meðal Norðmanna um það, að þeir láti gera minnisvarða Snoira Sturlu- sonar, gefi íslendingum hann og láti reisa hann annaðhvort í Reykholti eða Reykjavík. Minnisvarð- inn á að vera þakklætis- og virðingarvottur fyrir Heimskringlu Snorra. Segja Norðmenn, að Noregs- konungar hafi þakícað Snorra fyrir það stórvirki með því að stuðla til þess, að hann væri tekinn af lífi. Pá synd verði nú norska þjóðin að afplána að svo miklu leyti sem það sje hægt. Jólatrjesskemtun fyrir börn hafði Hjálpræðisherinn í stóra salnum í samkomuhúsi bæjarins, 2. dag jóla. Fjöldi barna var þar samankominn og einnig margt af fullorðnu fólki. Skemtunin var hin ánægjulegasta og börn- unum ósvikin gleðistund. »íslendingur« er frá næsta nýári seldur Brynleifi Tobíassyni kenn- ara. Hafa þessi eigendaskifti það í för með sjer, að Sigurður Hlíðar lætur af ritstjórn blaðsins, en Bryn- leifur tekur hana sjálfur í sínar hendur. L Prentsmiöja Björns Jónssenw,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.