Dagur - 11.08.1920, Side 1

Dagur - 11.08.1920, Side 1
DAGUR ktmur úi á hverjum miðvikud. Kosiar kr. 4.50 iil áramóta. Gjalddagi fyrir 1. ágúsi. AFGREIÐSLAN er hjá Jótii Þ. Þór. Norðurgötu 3. Tals/mi 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. III. ár. Akureyri, 11. ágtíst 1920. 16. blað. Um viðskifti innan lands. VI. Ketsalan innan lands ogkaupfélögin. Þess var getið síðast, að næst mundi verða minst á ketsöluna innan lands og kaupfélögin. Meðan kaupmenn voru einvaldir í verzlun hér á landi, urðu bændur að láta sér lynda það verð fyrir kjöt sitt, sem kaupmönnum þóknaðist að greiða fyrir það. Bændur höfðu alls engan í- hlutunar rétt um verkun ketsins eða sölu á því. Þeir voru ófróðir um hið raun- verulega verð þess á erlendum markaði. Kaupmaðurinn hafði enga utanaðkom- andi hvöt, til þess að vanda verkunina. Hefði hann ekki innra með sér löngun, til þess að bæta hag bænda og koma vöru þeirra í álit, var ekkert s*m þrýsti á. Hann hafði jafnan viðskiftin á hendi *ér og gat skamtað sér sjálfur ágóðan, hvort sem ketverðið var hærra eða lægra. Undir þessu ástandi urðu bændur svo að segja rænulausir um sinn eigin hag og framtíð. Peir skyldu ekki gildi vöru- vöndunarinnar. Jafnvel urðu vöru svik af þeirra hendi alltíð, þar sem þeim varð komið við. Upp úr þessu niðurlægingarástandi rísa svo samvinnufélögin. Bændur slá sér saman um verkun og sölu ketsins, hver með tilsvarandi hlutdeild í ágóða og sameiginlegri ábyrgð. Pá fór þeim brátt að skiljast, að eitt aðalskilyrðið fyrir þrifum sjálfra þeirra, var vöruvöndun. Einvaldsherrar í verzlun stóðu ekki leng- ur eins og kínverskur múr milli þeirra og erlendra kaupenda. Peir komust sjálf- ir í beint samband við heimsmarkaðinn, lærðu smátt og smátt að þekkja þær kröfur, sem gerðar voru, og fullnægja þeim. Nú er svo komið, að hvér bóndi svo að segja, sem heyrir til einhverju samvinnufélagi, fylgist stöðugt með verzl- unarástandinu. Má geta nærri hvílík á- hrif það getur haft á athafnir hans og þroska. Hann er ekki lengur í þessu efni eins og sauðskepnan, sem óvitandi og fyrirhyggjulaus lætur hverjum degi nægja sína þjáning, heldur þrýstir ástand- ið, sem hann er háður, beint á hann, og knýr hann, til þess að laga sig eftir kröfum tímans. Á síðustu árum hefir samvinnustefn- an farið sigurför meðal bænda. Pað eru horfur á því, að innan lítils tíma skipi hver íslenzkur bóndi sér undir merki hennar, og öll landbúnaðarframleiðsla fari í gegnum hendur samvinnufélaga. Nú þegar hafa þau tekið í sínar hend- ur stóran meirihluta af sölu landbúnað- ar afurða. Par sem samvinnufélögin hafa náð sér niðri,( hafa kaupmenn fljótt lot- ið í lægra haldi í þeirri verzlunargrein. Nú er það ofur eðlilegt, að þar sém svo hagar til, að Kaupfélög fara með því nær alla ketverzlun sinna héraða, þá vérði innlendir ketneytendur að eiga við þau um kaup á því. Nú var erindi þessara greinar einkum það, að minnast á þessi viðskifti. Verður þá handhæg- ast, að grípa til þess, sem hendi er næst: ketsölunnar hér á Akureyri og Kaup- félags Eyfirðinga. Degi er kunnugt utn það, að tals- verð óánægja ríkir meðal bæjarbúa Akureyrar í garð K. E. út af ketsölu- málinu. Halda sumir því fram að fyr- ir aðgerðir félagsins skaðist bæjarbúar bæði beint og óbeint á ketkaupunum. Það er dálítið furðulegt að slíkt álit skuli hafa myndast, þar sem það er annarsvegar vitanlegt, að markmið fé- lagsins hefir verið það, að láta alla njóta sannvirðis ketsins bæði seljendur og neytendur og utanfélagsmenri jafnt og félagsmenn. Pað er því full ástæða til þess nú fyrir næsta haust, að brjóta þetta mál til mergjar, og hljóta skilning á því, hvort óánægja þessi er á nokkurum rök- um bygð, eða hvort hún er runn- in undan rifjum þeirra manna, sem eru fjandsamlegir samvinnustefnunni og sprottin af illvilja þeirra í hennar garð, eða hún á rót sína í grunnfærni þeirra manna, sem annað hvort geta ekki eða vilja ekki skilja stefnuna. Aðferð félagsins hefir verið sú, að setja fast verð á ketið við útsöluna og hafi það reynst hærra en söluverð kets- ins á erlendum markaði, hefir fél. greitt til baka þann mismun. Petta er nokk- urskonar varðlagning eftir á, gerð til þess, að allir njóti sannvirðis ketsins. En vegna utanfélagsmanna kemst félag- ið ekki hjá því, að ákveða verðið og innheimta andvirðið við útsölu, þar sem það væri óþarft gagnvart félagsmönn- um sjálfum. Skulu nú tilfærðar þær ástæður fyr- ir óánægjunni, sem eru á sveimi milli manna, og athugaðar jafnharðan. Fyrsta og aðalóánægju efnið er það, að Kaupfélagið setji of hátt útsöluverð á ketið. Sú höfuðsynd þess dragi alla þá dilka á eftir sér, sem síðar verður lýst. Pað væri fróðlegt að vita hvaða verð það væri, sem bæjarbúum þætti ekki of hátt, og við hvað það væri miðað. Pað eru nú allar líkur til þess, að þeim gef- ist kostur á því næsta haust, að hafa skifti á einu kg. af >stumpasirzi« og meðal dilkskrokk. Ætli þeir geri sig á- nægna með þau skifti? Eg geri ráð fyrir að allir sanngjarnari bæjarbúar þættust ekki hafa ástæðu, til þess að kvarta, ef Kaupfélagið vildi gera svo vel, að hitta nákvæmlega á hinn rétta verðpúnkt, sem ekki kemur í Ijós fyr en löngu síðar. Aftur á móti munu vera til menn, sem finst að bændur okra á ketinu, og að það væri ekki nema sánn- gjarnt, að bæjarbúar fengju það með vægari kjörum en útlendingar. Eg hefi aldrei heyrt neina frambærilega ástæðu fyrir þessari síðustu kröfu, nema ef það skyldi vera sú, að af því að samþegn- ar og þjóðfélagsbræður eiga í hlut, þá færi vel á því bróðurkærleikans vegna. En mér er þá samt jafnóskiljanlegt hvers vegna slíkur bróðurkærleikur á endilega að vera bundinn við sauðaket frekar en aðrar afurðir landsins, vinnu verkalýðs- ins, eða hvað annað, sem gengur kaup- um og sölum. Pað verður víst ekki komist hjá því, að erlent markaðsverð ráði verðinu á ketinu innan lands, í því sambandi má taka það fram, að ketið er við útsölu hér á staðnum nýlt og í fullu gildi, en kemst ekki á erlendan markað öðruvísi en skemt af söltun og geymslu. Ætti það að vera ástæða, til þess að útsölu- verð hér sé lægra en markaðsverðið? Önnur ástæðan til óánægjunnar er sú, að vegna þessa háa verðs á ketinu sé þeim, sem vilja kaupa fé á fæti til nið- urlags, fyrirmunað að geta fengið það með sæmilegum kjörum. Bændur, sem selji féð, miði verðið við útsöluverð á sláturhúsi. En þar sem það útsölu- verð sé hærra, en hið raunverulega verð ketsins, stuðli Kaupfélagið að því, að bændur féfletti þá, sem kaupa fé á fæti. Þetta er frambærileg ástæða. Því verð- ur ekki neitað, að svona getur viljað til. En er þá úrlausnin á því sú, að Kaupfélagið færi að selja utanfélags- mönnum ketið sér í skaða? Er það sanngirniskrafa á hendur félaginu, að það taki meira tillit til utanfélagsmanna en félagsmanna sjálfra? Það væri gam- an að fá að vita, hvaða félagsskapur mundi vilja verða við slíkum kröfum. Sumir þeir, sem kaupa fé á fæti, eru efnamenn, sem sækjast eftir bezta fé, sem völ er á hér um slóðir annað hvort austan af Hólsfjöllum eða úr uppsveit- um Þingeyjarsýslu. Þetta er nokkurskon- ar >luxus« sem þeir vilja veita sér. Eg get ekki séð, að Kaupfélagið hafi ástæðu, til að veita þessum mönnum sérstaka vernd. Það hefir ekki ástæðu til þess að hlutasl til um það, að þeir geti veitt sér ódýrt fæði, úr því að þeir sækjast eft- ir þvi bezta. Eða hví skyldi félagið eiga að fara að taka á sig auka umsvif og áhættu, sem yrði samfara oflágu áætlun- arverði vegna þessara manna? Aðrir þeir, sem kaupa fé á fæti, gera það til þess að græða á því. Það eru nokkurskonar ketspekulantar. Eg get ekk heldur séð að Kaupfélagið hafi ástæðu, til þess að bera umhyggju fyrir þeitn eða þeim mönnum, sem verða ginning- arfííl þeirra, meðan það hefir nóg ket á boðstólum, sem almenningúr getur valið úr, og sem trygging er fyrir, að allir geta fengið með sannvirði. En þeir, sem vilja kaupa fé á fæti hafa samt sem áður nokkuð til síns máls. sem sé það, að með því að geta þannig gengið í valið, standa þeir mun betur að vígi, að tryggja sér góð slátur. Það getur oft verið erfitt að tryggja sér góð slátur á sláturhúsunum. En lausnin á þessum síðasta vanda getur aldrei orð- ið sú, að kaugfélagið kveði upp svo lágt verð, að það skaði sjálft sig og þá bændur sem selja fé á fæti. Einhver önnur úrlausn mun vera líklegri og verð- ur vikið að því síðar. Þriðja óánægju efnið er það, að kaup- menn sem selja bæjarbúum ket, selji það með þessu háa kaupfélagsverði, en borgi svo enga uppbót þó ketverðið reynist Iægra síðar meir. Kaupfélagið sé því með þessu háa ákvæðisverði að hjálpa kaup- mönnum, til þess að féfletta bæjarbúa. Þetta getur að vísu verið satt. En er það kaupféiaginu að kenna, þó aðrir bjóði lakari kjör én það? Á kaupfélag- ið að fara að auka sér erfiði og áhættu meðof lágu útsöluverði, til þess aðvernda

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.