Dagur - 11.08.1920, Page 2
62
DAGUR.
bæjarbuafyriróhagstæðum viðskiftum við
kaupmenn? Raðerótvfræð skylda félagsins
að bera ábyrgð á sfnum eigin gerðurn,
en það getur því miður ekki borið á-
byrgð á gerðum kaupmanna.
Meðan félagið hefir nóg ket á boð-
stólum, sem bæjarbúar geta valið úr,
og sem trygging er fyrir að þeir fá
með sannvirði, sýnist ekki vera nein
knýjandi ástæða fyrirþá, að tefla á tvær
hættur í þessum viðskiftum við aðra.
Fjórða óánægju efnið er það, að'
vegna þessa háa ketverðs veigri bæjar-
búar sér við, að kaupa ketið á haustin,
og þegar uppbótin sé greidd og sann-
virðið komi í Ijós, sé það um seinan
að bæta sér upp þann ketskort, sem
háa kaupfélagsverðið hafi þannig orsakað.
Þessi ástæða er svo heimskuleg, að
hún er naumast frambærileg né eyðandi
um hana orðum. Eg veit ekki hvenær
það erumseinan, aðbæta sérupp ketskort,
úr því að kaupfélagið hefir stöðugt ket
á boðstólum með sannvirði. Eigi þeir
menn, sem halda þessu fram, við það,
að þá sé ekki hægt að fá nýtt ket,
getur sú ástæða aðeins komið til greina,
ef hlutaðeigendur væru nauðbeigðir til
þess að gleypa meira nýtt ket á haust-
nóttum, en þeir þora að kaupa vegna
háa verðsins. Annars munu flestir
menn geyma ket sitt í salti eins og
kaupfélagið. Fáir einstaklingar eru þess
umkomnir að koma keti sínu í ís-
geymslu.
Það er ekki ósennilegt, að fleiri ástæð-
ur fyrir óánægjunni séu á takteinum
hjá sumum mönnum, þó þær hafi ekki
borist ritstjóra Dags til eyrna. Mun nú
í næsta blaði gerð ítarleg grein fyrir
frammistöðu kaupfélagsinsgagnvart bæj-
arbúum á síðastliðnum árum og athug-
að hvort þeir hafa ástæðu, til þess að
áfellast félagið.
Sleifarlagið á póstflutningi.
Síðast liðinn sunnudag kallaði maður
úr Mývatnssveit ritstjórann í síma og
tjáði honum, að þau blöð af Degi sem
von hafði verið með síðasta pósti hefðu
alls ekki komið í sveitina. Jafnframt
gat hann þess, að blöð héðan af Akur-
eyri og blöð yfirieitt hefðu alls ekld
komið.
Ritstjórinn sneri sér til póstmeistarans
hér á Akureyri og bað hann um upp-
lýsingar þessu viðvíkandi, en póstmeist-
arinn þóttist ekki skyldugur að standa hon-
um reikningsskap af því, hvernig
hann rækti embætti sitt. Hann taldi
það venju, að senda blöðin með fyrstu
ferð sem félli, og svo mundi hér hafa
verið. Ritstjórinn leitaði sér síðan frekari
upplýsinga símleiðis austan úr Þingeyj-
arsýslu og fékk að vita það, að umrædd
blöð höfðu komið til Húsavíkur og í
Reykjadalinn en alls ekki i Mývatnssveit.
Enn fremur komst hann á snoðir um
það, að Héraðsbúar væru stórreiðir póst-
stjórninni og póstmeistara hér á Akur-
eyri fyrir það, að síðasti landpóstur
hefði kotnið slippur austur þangað, en
póstinura skipað á land á Seyðisfirði
og saltaður þar til næstu póstferðar.
Að fengnum þessum upplýsingum var
gátan auðráðin. Gamla sleifarlagið í
póstflutningi hefir enn sem fyr ráðið.
Póststjórnin sendir blöðin með Sterling,
sem er að bagsa í kringum land rétt
á hælum landpóstsins. Póstmeistari hér
á Akureyri sendir umrædd blöð af Degi
og önnur blöð héðan af Akureyri með
Sterling til Húsavíkur degi síðar en
póstur gekk frá Akureyri. Petta verður
til þess, að þau ná ekki í póstinn, sem
gengur frá Húsavik og kemst í sam-
band við aðalpóstinn á Grenjaðarstað,
og bíða þess, að næsti póstur gangi
frá Grenjaðarstað til Mývatnssveitar.
Það verður ekki sagt með sanni, að
bér sé um einsdæmi að ræða. Almenn-
ingur í sveitum hér norðan lands og
víðar er orðinn því talsvert vanur, ’að
eiga við illar póstsamgöngur að búa.
Á veturna valda illviðri og ófærð illum
póstgöngum. Á surnrin veldur aðal-
póststjórnin og póstmeistarar út um
land verri póstgöngum. Blöðin eru mjög
oft á eftir tímanum. Pau eru send með
skipum á hafnirnar og liggja svo á póst-
húsum þar til næsti póstiir gengur. í
þessu efni virðist ráða höpp og glöpp
og skipulagslaust handahóf. Við stjórn
póstmálanna situr samvizkusamur en
gamaldags nurlari, sem álítur það æðstu
skyldu sína að streitast við, að láta til-
kostnað til póstmála hvergi fara frarn
úr áætlun. Póstferðir á landi verða því
stundum á sumrin meiri og minni ónýt-
isferðir. Á veturna eru ferðir landpóst-
anna afskaplega dýrar, svo sem kunnugt
er. Pá er venjulega nóg að flytja. Síð-
ast liðinn veiur kom það t. d. fyrir að
landpósturinn flutti Morgunbl. og önnur
Reykjavíkurblöð austan af Austfjörðum
og vestur í Húnavatnssýslu í pínings-
ófærð. Pessar dýru ferðir eru þeim svo
bættar upp á sumrin, með því að láta
þá fara því sem næst tómhenta og hafa
lítil not hesta sinna, sem þeir geta not-
að til sumarferða kostnaðarlítið en á
veturna aðeins með ærnum kostnaði.
En almenningur, sem geldur skatt og
aukaskatt til póstmála, er jafntómhentur
af blöðum eftir komu landpóstsins og
verður að láta sér Iynda biðina, og láta
sér skiljast, að annars er ekki að vænta,
því á póstmálafleytunni er róið kelling-
arróðri, þ. e. róið einni ár aftan á.
Pað hefir oft og þrásinnis verið ritað
um skipun póstflutninga. Pað hefir ver-
ið bent á, hversu hið gildandi skipu-
lag er Iangt á eftir starfsháttum og at-
vinnurekstri þjóðarinnar, eins og nú er
komið. Pað hefir verið bent á, að nýtt
kerfi þyrfti að skapast, þar sem ferðir
yrðu tíðar og færi einkum fram á sjó.
Að póstskip flyttu póstinn á hafnirnar
einusinni í viku og landpóstar jafnharð-
an frá höfnum og upp til sveita. Slíkar
stórvægilegar breytingar hljóta að kosta
undirbúning, að því er samgöngur á
sjó snertir, og þær þurfa að gerast
ekki eingöngu af kappiheldur og af forsjá.
En meðan hið gildandi fyrirkomulag
ríkir, á allur almenningur heimting á því,
að póstflutningi sé hagað svo, að hann
komi að fullum notum. Og það er
engin ástæða, til þess að alþýða eigi
við verri kjör að búa í þessu efni á
sumrin heldur en veturna. Póststjórn
og póstmeistarar eru ekki skipaðir til
þess eins, að vaka yfir fjárhagsáætlunum,
heldur til þess jafnframt að veita þjóð-
inni svo góða póstþjónustu sem þetta
æfagamia og úrelta póstgagnafyrirkomu-
lag frekast leýfir, og þeir eru ekki til
þess skipaðir að gera það enn verra með
misskildum sparnaðarbrögðum.
Pað er mikil ástæða til þess að áfellast
aðalpóstmeistara fyrir þetta sleifarlag. En
það er næstum því enn meiri ástæða, til
þess að áfellast yngri póstmeistara, sem
verða í þjónustunni gagnteknir af sömu
nurlarahugsun, og taka sér vald til þess
að haga póstsendingum eftir sínu höfði
almenningi til tjóns og skapraunar.
Hversu mikið skyldi póstmeistarinn
á Akureyri hafa sparað fyrir póstsjóð-
inn með því klaufabragði, að senda
Akureyrarblöðin, sem í Mývatnssveit áttu
að fara, með skipi til Húsavíkur, til þess
þau mættu bíða næsta pósts? Pað verð-
ur að gera ráð fyrir, að það hafi verið
af sparsemi gert, en ekki af ófróðleik
um göngur aukapóstanna í Pingeyjar-
sýslu.
En betri skil á blöðunum verða óaf-
látanlega heimtuð, og hlífðarlaust flett
ofan af öllum mistöktim í póstafgreiðsl-
unni, sem ekki hafa gildar ástæður að
baki sér.
Sariiskotaskjal
er á ferðinni um sveitina mfna. Hin
væntanlega koma drotningar voirar í
sumar hefir gefið því byr undir vængi.
Þykir hlýða að taka drotningu öðruvísi
en kotbóndakonu. — Framyfir það að
sýna henni merki sæmdar og vináttu
í mat og drykk, hafa ýmsar kon-
ur víðsvegar um Iandið samið og undir-
ritað »Ávarp til íslenzkra kvenna®. Er
því heitið þar, að gefa drotningu fslenzk-
an faldbúning svo vandaðan og íburð-
armikin sem kostur er á, og allar kon-
ur stórríkar og fátækar beðnar að Ieggja
sinn skerf fram til fulltingis þessu fyrir-
tæki. Skilst mér sá andi sveima yfir
vötnunum í Ávarpi þéssu, sem hér eigi
að sjást og koma í ljós, jafnframt gest-
risni og höfðingsskap í hinum sjálfsögðu
viðtökum, tákn hins innra þjóðernis
hins endurborna — íslenzka — f ullvalda- rík-
is. — — Vel sé þeim heiðurskonum
er að þessu þjóðlega þurftarmáli standa.
Með því kemur ótvírætt í sýn, að enn
er ekki kulnaður sá arineldur er alt að
þessu hefir glætt og glatt þjóðernis-
meðvitundina í brjóstum okkar. — Með-
an þjóðin er sér þess vitandi, að hún
er íslenzk, og að þjóðareðlið þarf að
vera íslenzkt, þá er okkar þjóðerni eng-
in hætta búin. Pá er sama þó Siglu-
fjörður sé í hverri vík umhverfis landið
okkar og stóridja rekin á hverjum Siglu-
firði, af norskum og dönskum og ensk-
um verkalýð og »Iæknabrennivín« drukk-
ið í stað vatns og mjólkur í — bann-
landinu.
Eg athugaði undirskriftirnar á ávarps-
skjalinu, og eg segi það satt, að eg
gladdist af þeim tigulega nafnahóp er
þar stóð. Mér duttu í hug vísuorðin:
»Anda og handa atgerfi
ætla eg standi í satnræmi.«
g Eg þóttist finna þarna hin þjóð-
ernislegu sambönd milli gjafar
(ísl. faldbúningsins) og undirskriftanafn-
anna. — Og eg gladdist í hjarta mínu
yfir hinni íslenzku menningu og hinum
ísl. þjóðernis a n d a, sem aldrei getur
dulist sýn, þegar nákvæmlega er aðgætt.
Eg las nöfnin — með áfergju —: Hún
— hún Bjarnason, jacobsson, Halldórs-
son, Magnússon, Jónasson, Gíslason,
Sæmundsson, Edilonsson og Símonar-
son. — Hún Simsen, Zimsen, Thoraren-
sen, Níelssen, Finnssen, Jónassen, Guð-
johnsen, Stephensen, Jensen og Sæ-
mundsen. — Hún Proppé, Blöndal,
Wathne, Möller, Tulinius og Havsteen.
Og hún Kampmann, Kvaran og Pvaran.
Fleiri nöfn stóðu og þarna, en sem ekki
er þörf að minnast á hér.
Eg fann þjóðernisblæinn hlýjan og
dúnmjúkan anda að mér frá nöfnunum.
ÖII vöktu þau lotningu í hjarta mínu;
meira og minr.a, en ekki hvað sízt nöfn-
in þau, er eg vissi að keypt höfðu ver-
ið fyrir peninga. Par segir eðlið til sín,
þar nær þjóðernismeðvitundin háflugi
menningarinnar.
*
* *
»Munt þú vilja gefa eina krónu á
þetta skjal ?« spurði eg kerlinguna mína.
»Hvernig má það ske, þar sem eng-
in slík er fyrir hendi.«
»Satt er það, en alls góðs eru þau
konungshjón makleg af hendi vor ís-
lendinga. Ber skyldu til að sýna þeim
fulla sæmd og kurteisi í viðtökum, svo
sem þjóðin hefir efni og ástæður til, en
meira ekki.«
»Satt mælir þú. En líklega er þessu
máli komið í það horf, að nú veltur á
sæmd þjóðarinnar, hversu með þaðfer.«
»Sennilega til getið, og skal eg fara
að Jónsstöðum og fala þar torfristu af
nafna mínum, mun eg þá vinna fyrir
krónunni á skjalið.«
»Ofraun tel eg það sextugum, en þó
munt þú ráða«.
*
* . *
Kalt var í torfflaginu hjá nafna mín-
um. En þjóðernisblærinn, sá er fyr get-
ur, lék um mig allan og hélt í mér
hitanum.
Jónsstaðahjáleigu 20. júní 1920,
Jón Jónsson.
Ath.
Höfundur ofanritaðrar greinar er beð-
inn velvirðingar á því, hversu lengi hún
hefir legið hjá blaðinu. Ritstjórinn áleit
það kurteisisskyldu við konurnar, að
ræða ekki um skrúðann opinberlega
meðan undirbúningur var sem mestur.
Aðstandendum er illa við orðkvis um
sæmdargjafir. Nú er hvorutveggja, að
ekki mun verða snúið aftur með skrúð-
ann, ef drotningin kemur nokkurn tíma,
enda hefir eitt dagblaðið í Reykjavík
minst á hann opinberlega.
Rihtj.
Sönn saga.
Nýlega kom það fyrir, að maður
einn hér í bænum þurfti að kaupa sum-
arsfal handa konunni sinni. ’Sjal það,
er óskað var eftir, fékst hvergi nema í
verzlun Joh. Christensens og kostaði
112 kr. Var það keypt þar og borg-
að út í hönd. Kaupmaðurinn upplýsti, að
verðiðulægi aðallega í hinum afarvandaða
silkikögri, sem var á sjalinu.
Eftir tveggja daga nofkun kom það í
Ijós, að sjalið var svikið. Silkikögur-
inn dýri sneri ofan af sér og raknaði
upp. Pað var fyrirsjáanlegt, að sjalið
yrði eftir nokkra daga óhæfilegt fil notk-