Dagur - 10.09.1920, Page 1
DAGUR
ktmur úi á hverjum miðvikud.
Kostar kr. 4.50 til áramóta.
Gjalddagi fyrir 1. ágúsi.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni Þ. Þór.
Norðurgötu 3. Talsfmi 112.
Innheimtuna annast ritstjórinn.
III. ár.
Akureyri, 10. september 1920.
20. blað.
Hér með tilkynnist vin-
um óg vandamönnum, að
jarðarför okkar ástkæra
sonar
Kristjáns Kristjánssonar
fer fram frá heirnili okkar
þriðjudaginn þann 14. sept.
næstkomandi.
Hdskveðjan byrjar kl. 11
fyrir hádegi.
Víðigerði 6. sept. 1920.
Hólmfríbur Kríst/’ánsdóttir.
Kríst/án Hannesson.
Sölubúð
Kaupfél. Eyfirðinga
verður lokuð þriðjudaginn
14. þ. m. frá kl. 11 f. h.
til kl. 6 e. h. vegna jarðar-
farar Kristjáns sál. Krist-
jánssonar.
Akureyri 7. sept. 1920.
S. Kristinsson.
Vá fyrir dyrum.
_____ Farmh.
Bjargráð.
Pað hefir verið sagt um suma menn,
að þeir væru seinþreyttir til vandræð-
anna. Líkt má um okkur íslendinga
segja sem þjóð, að við séum seinþreyttir
til að hefjast handa, þó nauðsyn krefji.
Við erum ekki byitingagjarnir uppvöðslu-
seggir, sem rísum öndverðir gegn lög-
um og landsrétti. Við erum gjarnari á
það, að hafa sum lög að engu hver í
sínu horni, og knýja frarn breytingar
með hægfara mótþróa.
Þó okkur verði eklci talið það til á-
mælis, að við séum ekki byltingamenn
og þó seigur andróður sé oftast hoilari
en fyrirsjárlítil áhlaup, getur lognmoll-
an orðið okkur skaðsamleg, ef knýjandi
þörf heimtar ákveðið viðbragð.
Fyrir nokkuru síðan var hér í blað-
inu minst á sparnaðarfélag í Ameríku.
Öflug sparnaðarhreyfing meðal allra
stétta knúði fram verðfal! á fatnaði.
Vísindamenn jafnt og verkamenn lögð-
ust á eitt. Sparnaðurinn var ekki í því
fólginu, að neita sér um fatnað, heldur
hagnýta fatnað sinn til þess ítrasta og
kaupa hínn ódýrasta fatnað, sem völ var á
Örðugt mundi það reynast, að koma
af stað samskonar hreyfingu hér á landi.
Við erum ólíkir Ameríkumönnum. Peir
skilja líðandi stund, og þeir drotna yfir
samtíðinni. Við skiljum ekki fyr en um
seinan, og samtíðin drotnar yfir okkur.
Þeir eru brautryðjendar í hagfræðisleg-
um efnum og viðbragðsflýtirinn er runn-
inn þeim í eðli. Við erurn seinlátir og
eftirbátar tímans. Þjóö, sem er viðbragðs-
fljót og skilur kröfur augnabliksins, get-
ur í fljótri svipan komist í hreyfingu-
og beitt orku samtakanna að ákveðnu
marki. Einstaklingurinn ber uppi mikils-
verðan hluta af bjargráðum heillar þjóð-
ar. Hann getur með djörfu framtaki rétt
hlut hennar, því viðbragð fjöldans er
handvíst.
Öðru máli er að gegna með okkur
við erum ekki seinlátir til viðbragðs, er
um hugræn mál er að gera. Um hitt
mundi okkur vafalaust verða þyngra, að
taka upp breytta hætti í snöggu bragði
til varnar gegn óvenjulegum áföllum.
Okkur hefir ekki svo sjaldan verið
bent á það, að við værum fáir og smá-
ir. Ekki hefír það verið gert okkur til
hughreystitigar heldur til auðmýkingar.
Vera má að í okkur liggi óhugur vax-
inn upp af þessari meðvitund. Ef til
vill hafa ofmargir slegið því föstu með
sjálfum sár, að við getum á engan hátt
reist rönd við því, sem að okkur steðjar
frá umheiminum. Siíkur hugsunarháttur
er ógæfusamlegur arfur frá fyrri tímabil-
m í sögu okkar. Væri vel, ef við nú
á tímum erfiðleikanna risum upp og af-
söluðum okkur þeirri arfleifð fyrir hönd
niðja okkar. Geta þjóðarinnar og gifta
er ekki nerna að litlu leyti komin undir
því, hvernig hún beitir kröftum 'sínum.
Það er hverjum manni Ijóst, að við
getum ekki haft áhrif á heimsmarkaðinn,
með samtökum, verðskrúfum cða með
því að hauga vörunl okkar upp og iiggja
á þeim. Tilraunir í þá átt hljóta að mis-
takast, enda hafa mistekist til óbætan-
legs tjóns fyrir þjóðina. En við höfum
á annan hátt jafna aðstöðu hverri stór>
þjóð, til þess að drotna á heimsmark-
aðinum, og það er með vöruvöndun.
Við eigum jafnt ftak í smekk þeirra,
sem bera vörur okkar í munn sér. Pað
skiftir litlu máli, hvort varan er mikil
eða lítil að vöxtum. Bragðið segir til
sín.
Þó við getmn ekki með bolmagni
skipað málum umheimsins okkur í hag,
stöndum við hvergi nærri varnarlausir
gagnvart honum. Við eigum altaf til þá
vörnina, sem felst í sjálfsákvörðunarrétt-
innm. Við getum valið og hafnað.
Hver búandi eða húsfaðir, hver hús-
móðir, hver verkamaður eða vinnukona
getur nú sem áður ráðið innkaupum
sínum. Hver og einn getur rannsakað
þarfir sínar gaumgæfilega, jafnvel ef til
vill sniðið þær nokkuð til í hendi sér
og kappkostað, að fullnægja þeim á sem
einfaldastan og ódýrastan hátt. Þarfirnar
eru stundum fmyndaðar og þeim er
stundum fullnægt á miklu kostnaðar-
meiri hátt, en þyrfti að vera. Kemur
það einkum fram í klæðaburði og hús-
búnaði, einnig oft í matarhæfi. Vörnin
verður að fara fram innsn hvers heim-
ilis og hjá hverjum einstaklingi samtímis.
Baráttan þarf að vera háð gagnvart okk-
ur sjálfum á þann hátt, að þroska okk-
ur, svo við höfum öfgar samtíðarinnar
í hendi okkar að svo miklu leyti, sem
þær koma inn á svið okkar persónulegu
þarfa, og að öfgainar svifti okkur ekki
til eins og ósjálfstæðum aumingjum.
Sparnaður.
Á síðustu árum hefir þctta orð verið
notað mjög mikið. Viðkvæðið hjá ðll-
um þeim, sem eitthvað hafa hugsað um
velgengni þjóðarinnar, hefir verið það,
að þegar þjóðin gæti ekki mætt útgjöld-
um sínum með framleiðslunni, þá væri
eina ráðið að draga úr úígjöldunum
með sparnaði. Orðið hefir verið látið
klingja í ræðum og ritum. Blöðin hafa
hamrað á því. Máiskrafsmenn hafa hróp-
að það í eyrun á almenningi, alt árang-
urslaust. Sparnaðarskrafið er orðið að
gersamlega áhrifalausu stagli. Hvernig
stendur á þessu? Orsökin er að öllum
líkindum sú, að ekki hefir fylgt hugur
máli og því síður verknaður. Orð og
setningar, sem hafa í sér fólgin tnikinn
mátt og mikiðgöfgi, verða að málæði
í munni þeirra, sem liafa ekki sjálfir
máttinn og göfgið ti! brunns að[bera.Fyrir
því eru töluð og skrifuð mörg ónýtis-
orð, að flytjendur þeirra skjóta Iangt yf-
ir markið. Fáir eru eins góðir, eins og
ráða má af orðum þeirra, þvi þeir tala
ekki eins og þeir eru, heldur eins og
þeir þrá að geta verið.
Það væri því ekki óþarft verk, ef
einhver gæti brugðíð upp nýju ljósi yfir
þetta sparnaðarmál. Það er ekki nóg
að sannfæra nienn um það, að þeim sé
nauðsynlegt að spara, heldur þarf að
kenna mönnum Iistina sjálfa. Það er
heldur ekki nóg að segja mönnum,
hvernig þeir eigi að fara að því, held-
ur þarf að sýna þeim það. Eina árang-
ursvænlega leiðin virðist því vera sú, að
fara að dæmi Ameríkumanna. Að ein-
hverjir tækju sig til oggengju á undan
og freistuðu, hversu margir vildu vera
með. Þó ótrúlegt sé, er hugleysið lang-
versti þröskuldurinn í þessu máli. Menn
eru ekki hræddir við afleiðingar sparn-
aðarins fyrir heilsu sína og vellíðan,
heldur við umta! og háðglósur náung-
ans. Orðsýkin er orðin að almennri pest.
Við erum lélegir þjónar eigin persónu-
leika. Þorum ekki að bera sannleikan-
um vitni fyrir þrælslegum ótta við al-
menning.
Þegar rætt er um sparnað er vana-
viðkvæðið þetta: »Það er ekki hægt fyrir
einn að taka sig út úr og taka upp nýja
hætti. Það verða að vera um það sam-
tök.« Það er hverju orði sannara að
eins manns tilraun í þessa átt verður
árangurslítil, ef ekki koma fleiri á eftir.
Eigi að síður mun það vera kleift, þó það
kunni að valdaóþægindum. Bændurgeta
þess til, að ef farið væri að takmarka kaffi-
drykkju og annan munuð á einstökum
heimilum, myndi vinnu- og verkafólk
forðast þau, og sækja frekar þangað
sem allsnægtir væru. Fólk hér á Akur-
eyri þorir ekki að Iáta sjá sig á götu, ef
klæðaburður þess fer í bága við það,
sem það heldur að sé tízka í þann og
þann svipinn.
Sveitafólk mun við nákvæma íhugun
bezt geta um það dæmt, hversu miklum
sparnaði það gæti komið við frá því
sem nú er. Því verður naumast með
réttu núið sveitafólki um nasir, að það
eyði og sói Iangt fram yfir þarfir. Það
hagnýtir fatnað sinn til þess ítrasta, það
býr allvíða í verri húsakynnum en mætti.
Sparnaðurinn yrði þá að koma fram í
mst og drykk. Það er mjög varhuga-