Dagur - 10.09.1920, Síða 3
DAGUR
79
E.s, Sterling
fer frá Leith um miðjan þenna mánuð til Seyð-
9
isfjarðar, Husavíkur, Akureyrar, Sauðárkróks,
Hólmavíkur, Isafjarðar og Reykjavíkur.
Akureyri 8. sept. 1920.
Afgreiðslan.
Gaddavír
aftur kominn í
Kanpfélag Eyfirðinga.
Símskeyti.
Rvík 1. sept.
Afengisnefndin í Stokkhólmi
hefir lokið störfum. Hún leggur
til, að algert vínbann sé lögleitt
í Svíþjóð á öllum drykkjum, sem
eru 24/5°/o dð styrkleik og þar
yfir. Ljóðaratkvæðagreiðsla fari
fram tveimur árum eftir að þing-
ið hefir samþykt bannlög.
Oeirðir halda áfram á írlandi.
Englendingnum Sir Rutherford
hefir tekist að deila frumefnum
með radiumstraumi.
Rvík 7. sept.
Pilsndski krefst þess að landa-
mæri Póllands verði ákveðin 200
röstum austar en æðsta ráð Banda-
manna hefir ákveðið.
Sáttaumleitanir Minsk hættar.
Rússar hafa beðið ósigur við
Lemberg.
Pólverjar hafa stöðvað fram-
sókn sína 12 km. austan við þjóð-
ernislandamærin.
Kolaverkfall ákveðið á Eng-
Iandi. Hefst 25. Sept. Nýjar sátta-
umleitanir hafnar.
Borgarstjórinn Cork sveltirsig
í fangelsi. Deyi hann, verður
uppreist um alt írland.
Litháar, reka Pólverja úr landi
sínu og hóta þeim stríði.
Enskir flutningamenn styðja
koíaverkfallið.
Johansen og Rabæk hafa gert
nýja uppgötvun sem gerbreytir
firðritun og firðtali í lofti og í
síma.
Sjómannaverkfalli afstýrt í
Danmörku með samkomulagi.
Fréttarit. Dags.
A Vesturvegum.
i.
Landtakan.
Við siglum inn St. Lawrense-flóann.
Á hægri hönd blánar fyrir ströndum
Labrador. Á vinstri hönd sést Nýfundna-
land greinilega, og framundan er eyjan
Anticosti. Vikur eru íiðnar, síðan öld-
urnar blánuðu yfir jðkultinda íslands, og
þungur söknuður, sem auðnir úthafsins
gerðu æ þyngri, því meir, sem fjarlægð-
in óx að baki, lætur örlítið bugast fyrir
nýrri landsýn. Land á báðar hendur og
land fyrir stafni, eins og opinn faðmur.
Margir auðnuleysingjar, margir, sem
hafa gengið fá æskuvonum sínum í rúst-
um, hafa leitað inn í þenna faðtn víð-
áttunnar og æfintýralandsins. Mörgum
hefir verið það endurfæðing til nýrra
vona, nýs lífs og nýrra tilrauna að full-
nægja hjartaþrá sinni. Viðfangsefnin
heimta hugann úr vonlausri viðureign
við örlög fortíðarinnar. Hann lætur sveig-
jast af hlýðninni við lögmál lífsins, hina
eilífu voii og eilffu starfsþrá.
Að áliðnum degi siglum við inn í
minni St. Lawrensefljótsins. Það er
Iygnt og afarbeitt. Landsýnin verður
gleggri á báðar hendur. Anticosti krak-
ar í vatnsskorpunni langt að baki. Póst-
bátur kemur og legst að skipshliðinni,
smár og léttur í vöfum í samanburði
við tröllaukið hafskipið. Við sendum
bréfin til æskustöðvanna. Ástúðlegar
kveðjur, söknuð og harm á miili lína,
en eftirvæntinguna á óskrifuðum síðum.
Pað skyggir og dimmir til fulls.
Löng nótt í skiftum fyrir bjartan júlí-
himinn. Bláir logar ieika um skipið.
Einn glampinn tekur við af öðrum.
Peir, sem líta út um gluggana, sjá til
Iands, þegar leiftrin titra. Brúnir og
bergsillur, hverfi og hvammar í lágu
hálendi, dregnar undarlega mjúkum lín-
um. Öllu bregður fyrir eins og draum-
sjónum leiftursnögt í bláu eldiir aljós-
inu. En reiðarslögin drynja jafnt og
þétt og blandast vélaskrölti og hávaða
á skipsfjöl.
Svo kemur svefninn með misjafna
drauma. Endurtekning á sárum stund-
um og viðskilnaði. Áhrif nýrrar verald-
ar hafa enn ekki markað sig nógu
djúft í vitundina. Par ræður veruleikinn
og öfgar draumanna.
Ogað morgniliggur skipið viðbryggju
í hafnarborginni Quebec. Ný æfintýri
við hendina, nóg að skoða og nógum
að hugsa, við að skifta um farkost.
A k u r e y r i.
Rafvéitumálið.
Dagur hefir leitað upplýsinga bæjar-
stjóra Jóns Sveinssonar um hvar raf-
veitumáli Aluireyar sé komið. Honum
segist svo frá, að rafvirkjafræðingurinn
Hr. E. Celion hafi gert mælingar á
Glerá og virkjun hennar í þrennu lagi.
Einnig hafi hann mælt fyrir virkjun
Fnjóskár og sé nú við mælingar á Goða-
fossi. Að loknum þessum störfum fari
verkfræðingurinn heim til sín til Svíþjóðar,
vinni úr mælingum sínum og sendi
áætlanir sínar til raforkunefndarinnar
’nér að líkindum í des. n. k. Verður
þá um 5 aðferðir að velja. 3 aðferðir
til virkjunar á Glerá auk Fnjóskár og
Goðafoss. Kemur þá til úrslita hver
leiðin verður farin. Er eldci að svo
stöddu hægt að leggja mikið til þessa
máls. Pó mun mega búast við, að raf-
veitumál þetta kunni að verða að
káki, að fjá'rskortur og smá hugur ráði
því til lykta á þann veg sem síður
skyldi. Pví er slegið fram af þeim, sem
hafa illan beyg af því, ef Goðafoss
yrði tekin» að nærsveitirnar gætu ekki
hagnýtt sér orkuna fyrir kostnaðar sak-
ir. Leiðslurnar verði svo dýrar. Petta
er órannsakað mál og engin rök. Hér
í Eyjafirði er þéttbýli mikið og sum-
staðar í Þingeyjarsýslu. Bændur munu
sjálfir geta bezt um það sagt, hversu
miklu þeir vilja og geta orkað í mál-
inu.
Furðulegt má það heita, ef engin
rödd heyrist upphátt úr Pingeyjarsýslu,
þegar heita má að nærri stappi því, að
Goðafoss verði tekin ti! virkjunar. Væri
sízt að furða, þó menn hér verði trú-
litlir á atbeina þeirra í rnálinu, ef þeir
láta ekkert til sín heyra.
Ungfrú Guðrún Kristjánsdóttir
frá Víðigerði kom með Gullfossi hing-
að til Akureyrar s. 1. sunnudag með
lík Kristjáns bróður síns, sem andaðist
í Khöfn 18. f. m. og getið v.tr um
hér í blaðinu. Ungmennafélagar tóku á
móti félagsbróður sínum við skipsfjöl.
Höfðu fána félagsins á lofti í líkfylgd-
inni í gegnum bæinn, en lúðrasveitin
blés nokkur lög. Fór athöfnin vel fram.
Þegar suður úr bænum kom, flutti Jón
myndasm. Sigurðsson frá Dagverðar-
eyri ræðu við líkbörurnar. Ungmenna-
félagar önnuðust flutning Iíksins heim á
heimili Kristjáns, Víðigerði.
Jarðarförin er auglýst hér fremst í
blaðinu.
Óspektir
urðu hér í bænum fyrir nokkuru síð-
an. Prír Norðmenn voru hneptir í járn
eftir talsverðar stimpingar og fluttir
skyndiflutningi í hegningarhúsið. Voru
þeir hvor um sig sektaðir um 80-f-10
kr. Þeir báru það fyrir rétti, að þeir
hefðu orðið ölvaðir af 5 hálfflöskum af
brjóstsaft, sem þeir hefðu keypt hér í
lyfjabúðinni án læknis ávísunar. Lfklega
verða þessir menn ekki brjóstveikir
fyrst um sinn, þó meðalið virtist ekki
hafa að öðru leyti sem bezt áhrif.
Þorkell Ottesen
heitir auðnuleysingittn, sem tekin var
hér um daginn og sendur suður með
Borg, sakaður um hlutdeild í þjófafá-
iaginu í Rvík. Hann var nú síðast í
þjónustu Odds Björnssonar, prentsmiðju-
eiganda og hlaut bézta vitnisburð hús-
bónda síns. Haun gaf skýrslu fyrir rétti
og mun hún upplýsa í málinu meira
en orðið var. Unglingur þessi heldur
því fram, að hann hafi verið tældur með
drykk og brögðum til hluttöku í þessu
óknyttafélagi.
Björn Jónsson
prentsmiðjueigatidi fór með GuIIfossi
til Reykjavíkur. Hann, hefir undanfarið
verið mjög heilsutæpur. Hann fór, til
þess að leita sér lækninga.
Úr niðurjöfnunarnefnd
kaupstaðarins ganga á þessu ári þeir
afgreiðslumaður Jakob Karlsson, ritstj.
Halldór Friðjónsson og verkam. Jónatan
Jónatansson.
Siðar verður auglýst hvenær kosningar
fara fram.
Brúðhjón.
n laugardagsmorguninn í býtið voru
gefin saman í hjónaband af bæjarfó-
geta JúL Havsteen þau ungfrú Kristín
Pálsdóttir, hæstaréttardómara og Theo-
dór Jakobsson verzlunarmaður bæði til
heimilis hér í bænum. Að lokinni hjóna-
vígslunni lögðu þau af stað í ferð aust-
ur í Þingeyjarsýslu.
Heimili hjónanna vérður framvegis í
húsinu nr. 8 við Eyrarlandsveg (Æsu-
stöðum) uppi.
Dagur óskar þessum brúðhjónum
allra blessunar.
Sökum veikinda
í prenlsmiðjunni hefir orðið þessi
dráttur á útkomu blaðsins.
Úr sunnanblöðum.
Lögrétta
frá 25. Ágúst. s. I. hefir haft tal af
ráðherrunum tveimur atvinnumála og
fjármála. Peir lýsa því yfir, að landið
eigi í óseldum afurðum lágt virtum 50
milljónir króna, en aðkallandi skuldir
þess erlendis séu alt að 25 milljón-
ir. Fljótt á litið er þetta ekki óglaesi-
legur búskapur, en gallinn á honum er
sá, að hann er bygður á fyrirframgerð-
um búreikningum eins og reikningur
eggjakonunnar. Síldin, sem i fyrra hef-
ir vafalaust verið lúgi virt á 6 milljón-
ir, er nú talinn einskis virði eða því
sem næst. Sala á öllum afurðum lands
og sjávar hefir mishepnast meira og
minna, og nú eru þó söluhorfur enn
verri. Ef stjórnin gæti með sanni sagt,
að þjóðin fengi þetta lága verð útborg-
að fyrir vörur siuar á næslunni, þá