Dagur - 05.02.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 05.02.1921, Blaðsíða 3
5. tbl. DAGUR 19 er reit.tur á þeirri kröfu, að menn þori að leggja hluti sína saman og standa eins og bræðrafylking, þegar á bjátar. Af þeirri kröfu getur hann ekki slegið, nema að'bregðast köllun sinni um leið. Svokallaðir efnaðri menn, sem þykir gott að njóta félagsins og hagsmuna viðskiftanna meðan alt leikur f lyndi, en vilja draga sig í hlé, þegar þörf þess kynni að kalla, eru engir samvinnumenn. Það nær engri átt, að ætla sér að umsteypa félögunum til hæfis slfkum grútarsálum. Félögin verða að krefjast þess, að þeir komi upp til 3fn en þau ekki niður til þeirra. Að öðrum kosti verða þeir að hafa viðskifti sfn annarstaðar, þar sem þeim geðjast það betur. Til þess að tryggja féíagsskapinn og losna um leið við samábyrgðina vill hr. B. L. auka stofnsjóði félags- manna miklu bráðari fetum en nú gerist. Samvinnumenn munu yfirleitt vera hr. B. L. sammála um, að nauðsyn beri, til þess að auka sjóðina sem örast, ekki til þess að lo3na við sam- ábyrgðina, sem er langt um öruggari og vfðtækari trygging, heldur en sjóð- irnir gætu orðið, — heldur til þess að hafa f höndum nægilegt veltufé. Hitt verður álitamál, hvort fært sé að auka þá bráðar en nú gerist. Það er, ef til vill, örðugra viðfangsefni en hr. B. L. hefir gert sér ljóst. Væri allur ársarðurinn tekin til aukningar sjóðn- um um nokkurra ára bil, mundi það gera viðskiftin örðug fyrir allan þorra manna og einkum fátæklingana. En að bægja þeim frá með of slröngum kröfum, væri þvert á móti eðli og til- gangi félaganna. Þar sem hr. B. L. segir að ákvæðin um stofnsjóð K. E. séu óaðgengileg og óhyggileg, er hon- um vorkun, því honum hefir ekki verið kunnugt, að með yngri lagaákvæðum hefir verið bætt úr göllum eldri á- kvæða. Sjóðurinn getur nú ekki mink- að, en heldur áfram að vaxa og því hraðari fetum, sem lengur lfður, unz hann nær því takmarki, sem félags- mannatal og viðskiftamagn setur hon- um. Ekki get eg verið hr. B. L, sam- mála, þar sem hann segir, að stofn- sjóðirnír séu lánsfé kaupíélaganna og litlu skifti, hvort þau starfi með því lánsfé eða öðru, fengnu hjá opinber- um lánsstofnunum. Fyrst og fremst orkar það tvímæla, hvort stofnsjóður félagsins getur kallast lánsíé eða ekki. Félagið og fjelagsmenn eru ekki í raun og veru tveir sundurgreindir að- ilar, heldur eitt og hið sama. Stoín- sjóðirnir eru íé sjálfra félagsmanna, sem þeir nota í verzlunarveltu tii eigin þaría. Vöxtum af því þurfa þeir ekki að svara til annara en sjálfra sín. Tapist það, er þeim ekki þar með lögð skutd á herðar, heldur er skarð höggvið í eign þeiira. Öðru máli er að gegna með aðfengið lánsfé. Þeir þurfa að svara vöxtum af því til ann- ara og tapist það, tc þeim lögð á herðar samsvarandi skuld. í öðru lagi verða stofnsjóðirnir ekkert síður láns- fé, þó þeir séu auknir samkvæmt til- lögum hr. B. L. Þeirri uppástungu hr. B. L., að gera einhvern hluta af stofnsjóði, þegar stundir líða, að nokkurskonar hlutafé á þann hátt, að gefa út skulda- bréf, sem yrðu innleyst eftir ákveðn- um reglum, verður ekki svarað hér til hlftar. Hann hefir ekki, samkvæmt eigin ummælum, gert fullnægjandi grein fyrir þvf, hvernig hann hugsar sér tilhögunina. í fljótu bragði virðist liggja svona f málinu: Þegar stofn- sjóður hefir aukist svo, að hann gerir meira, en að fullnægja veltufjárþörf félagsins má halda vexti hans f skefjum á þenna hátt, sem hr. B. L. stingur upp á, að gefa út innlausnarkræf skuldabréf. Þessi skuldabréf ganga svo kaupum og sölum milli manna utan félags sem innan. Nú hlýtur það fé, sem er fast f stofnsjóði, að bera hærri vexti en innlánsfé. Þá rfs sú spurning, hvort ekki muni hagkvæm- ara að takmarka vöxt sjóðsins neðan frá, heldur en að svara háum vöxtum af því fé, sem umfram verður til ut- anfélagsmanna jafnt og félagsmanna. Verður, ef til vill, tækifæri, til þess að ræða þetta nánar við hr. B. L. Sú staðhæfing hr. B L., að félagið hafi sett ógætilega mikið fé fast f byggingar sfðustu árin, verður að sjálf- sögðu mikið álitamál. Stjórn félagsins og sennilega félagsmenn yfir höfuð, munu líta öðruvfsi á. Þeir líta vfst svo á, að ekki hafi verið gengið lengra en brýn þörf krafðist. HÚ3Íð sem var bygt yfir byggingarefni, hefir sparað héraðsbúum tugi þúsunda króna innan félags og utan, þar sem verð á bygg- ingarefni lækkaði stórum hér ■ á Ak- ureyri og hefir haldist í skefjum fyrir innflutning félagsins á þeim vörum. Um samskonar staðhæfingar á hendur Sambandinu verður ekki að svo stöddu annað sagt, en að ekki er óhugsandi að hr. B. L. bresti kunnugleik á þörf- um og starfssviði Sambandsins og að hann geti þess vegna tæplega dæmt um það mál. Og að lokum sú ásökun, að félagið hafi reynt að auka viðskiftaveltu sfna íremur óvarlega á þessum hættulegu tfmum. Þetta sfðasta mun vera að mestu leyti sagt út f loftið. Félagið hefir ekki eftir þeim upplýsingum, sem fengist hafa, reynt til þessa. Um hitt mætti þá frekar saka það, ef það verður álitinn ljóður á fél., að það hefir ekki hrundið af sér ásókn f þessu efni. Nokkur tálmun hefir verið lögð á leið nýrra viðskiftamanna, þar sem trygging hefir verið heimtuð af hverj- um manni. Til þess að forðast aukin viðskifti, hefði félagið orðið að bægja frá nýjum félagsmönnum og loka sér íyrir utanfélagsmönnum. Þetta hefir félagið gert einu sinni vegna vöru- skorts og mæltist það mjög misjafn- lega fyrir hjá utanféiagsmönnum, eins og hr. B. L., ef til vill, rekur minni til. í grein hr. B. L. virðist koma fram fullsterk hneigð, til þess að skoða Samvinnufélögin sem sjálfstæðan aðila gagnvart félagsmönnum. Á þetta bendir skoðun hans á samábyrgðinni og uppástunga hans um að gera sumt af stofnsjóði hlutafé. En þessi spor væru að mínum dómi stigin úr leið hugsjónarinnar. Þess vegna ber okkur hr. B. L. raunar mikið á milli. En vel er hugsanlegt, að það geti orðið minna, þegar eg skil hann bcltir og þegar hann kynnist samvinnumálum og skilur f samsvörun við löngunina, sem hann virðist hafa, til þess að skilja þau. Ritslj. Jarðarför Stefáns skólameistara var, svo sem búast mátti við, afar- fjölmenn og viðhafnarmikil. Margir vildu leggja hönd að því, að gera útför hans veglega. Némendur Stef- áns, aðrir en þeir, sem nú eru í skóla, sáu um söng við útförina. sem mjög var vandað til, undir stjórn Sigurgeirs söngkennara Jóns- sonar. Þeir gáfu á kistuna áletraðan silfurskjöld kringdan lárviðarsveig, hvorttveggja greypt í umgerð. Enn- fremur báru þeir kistu þessa ástsæla kennara síns og meistara frá garös- hliði skólans að kirkjudyrum. Kenn- arar skólans báru kistuna út úr skólanum. Bæjarfulltrúar báru hana í kirkju, Odd Fellows út úr kirkju, núverandi nemendur skólans frá kirkju upp að kirkjugarðshliði og Kennarafélagið þaðan til grafar. Odd-Fellows höfðu skreytt kirkj- una. Kistan var máluð skraut- blómum, og umhverfis hana stóðu, meðan húskveðjan var flutt, stór- vaxnar stofuplöntur þeirra hjóna eins og þjettvaxinn runnur skreytt' ur ljósum. Séra Jakob Kristinsson flutti húskveðjuna. Séra Geir Sæm- undsson líkræðu, en við gröfina tal- aði séra Björn f Laufásl óhætt mun að segja, að þáttaka hvers og eins, sem að útförinni studdi, hafi verið til sóma. Mikil hluttekning hefir gert ekkjunni þess- ar þungu stundir léttbærari, sem óneitanlega hefir mist mest af öllum sem mist hafa við fráfall Stefáns. Þetta Iokastríð hefir verið sérstaklega þungt henni og börnunum vegna fjarveru barnanna. Dagur hefir um- boð, til aö flytja nemendum Stefáns alveg sérstakt þakklæti Steinunnar fyrir hluttekningu þeirra og vináttu- þelið til hins framliðna. Það hefir veriö henni bjartasti geislinn í myrk- ri sorgarinnar vegna þess að samúð og vinátta nemenda Stefáns var honum svo mikils verð en andúð úr þeirri átt sérstaklega þungbær. Hluttekningarskeyti afarmörg úr öllum áttum frá nemendum Stefáns og vinum þeirra hjóna bárust ekk- junni jarðarfarardaginn og gjafir í minningarsjóðinn. Aðvörun. í tilefni af nýútkominni kostnaðar- áætlun þeirra Bill & Wijtmark um rafmangnsstöð, er noti neðsta fossinn í Glerá, leyfi eg mér að lýsa því yfir eftir að hafa athugað nefnda áætlun og lýsingu, ásamt teikningum að eg tel óráðlegt fyrir bæinn að byggja raforkustöð samkvæmt þeim, því þær eru að ýmsu leyti rangar og auk þess getur stöðin ekki fullnægt bænum á vetrum til annars en ljósa og Iftillega til iðju og má þvf ekki kosta yfir 150—200 þús. kr. S/2 1921. F. B. Arngrímsson. Símskeyti Reykjavík 4. febr. Málamiðlunartillögur belgiska fjármálaráðherrans hafa verið samþyktar af bandamönnum. Pjóðverjar eiga að greiða í skaðabætur 226 milljarða gull- marka, 2 milljarða á ári 1921 og 1922. 3,4 og 5 milljarða næstu þrjú þriggja ára tímabil og síðan 6 milljarða þar til greiðslu er lokið eftir 42 ár. Ennfremur eiga þeir að greiða 12°/» af útflutningi sínum öll þessi ár. Þjóðverjar taka þess- um úrslitum með skelfingu. Hver íbúi landsins verður að greiða 1000 mörk árlega. Frakk- ar eru Þjóðverjum andstæðastir. Bolsévíkar hafa hafið miklar æsingar í Finnlandi. Bolsévík- um í Moskva hefir nýlega ver- ið veitt banatilræði. 6 dóu, 20 særðust, en Lenin slapp. ^ryggvi glímukappi vann Ár- mannskjöldinn 1. febrúar. Hér eru daglegir kjósendafundir. Akureyri. Söngur Skagfeldts fyrra föstudags kvöld mælist mis- jafnlega fyrir. Dagur telur sig ekki færan, til að dæma um þá hluti. Rödd Skagfeldts er ekki eins mikil og Benedikts Árnasonar, en hún er blæ- fegri. Enginn verulegur bilbugur var á háum tónum en lágu tónarnir fyll- ingarlitlir. Söngmaðurinn sótti sig því meir sem á leið. Spáir það góðu íyrir honum á framfarabrautinni, sem hann er óneitanlega á. Þingmáláfundurinn fyrra laugardags kvöld var fjörugur, en fór þó skaplega fram. Kaupmanna- liðið haíði engum á að skipa úr sín- um hóp, en sækendur fyrir hönd þeirra gerðust þeir Björn Lfndal, lög- maður og læknarnir Sig. E. Hlfðar og Vald. Steffensen. Frá vopnaviðskiftum verður ekki sagt, en leiks lok urðu þau, sem sjá má sfðar í blaðinu. Björn Líndal, lögmaður flutti fyrirlestur á miðviku- dagskvöldið var, sem hann kailaði »Frjálsir menn f frjálsu landi«. Hann hóf ræðu afna með miklum fjálgleik á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.