Dagur - 12.03.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 12.03.1921, Blaðsíða 2
42 DAGUR 11. tbl. gengið fram hjá neinu atriði, sem getur komið til greina honum til málsbótar. Hann á jafnvel heimtingu á þvf, að góðgiinin sé teygð út í yztu æsar. En skynsemin setur henni takmörk. Það má ekki ganga fram hjá umsögn hr. B. L sjálfs um tilgang sinn og hvatir til árásanna. Umsögn hans er í stuttu máli sú, að foringjarnir séu að leiða samvinnu- menn út á einhverja óheillabraut, til þess að efla sfna eigin hagsmuni. Góðgirni manna tekur þetta til greina. Hér er, ef satt er, um mjög alvar- legt mál að ræða, að samvinnumenn séu orðnir leiksoppar f höndum ó- hlutvandra manna, sem séu að auðga sig á kostnað þeirra og allrar þjóð- arinnar. En skynsemin mótmælir þessu. Hún leggur fram og svarar eftirfar- andi spurningum: Mundi nokkur samvinnumaður hefja umbótastarfsemi sfna á þann hátt, að gera opinbera árás á samvinnuforingj ana, með þvf að leitast við að æsa upp tortryggni almennings gegn þeim, þar sem sú hætta væri f baksýn, að foringjarnir, riðnir niður fyrir æsingar sjálfra féiagsmanna, drægju allan fé- lagsskapinn með sér í fallinu? Mundi nokkur maður, sem bæri heill samvinnufélaganna fyrir brjósti, leitast við að æsa þjóðina upp gegn þeim, á þann hátt að telja henni trú um, að samvinnufélögin væru að stofna hættulegar skuldir í landsverzluninni, sem komið gæti til mála að (é’!u á alla þjóðina ? Mundi nokkur samvinnumaður gera slfkar árásir og á þeim tfma, sem öll tortryggni og sundrung innan sam- vinnufélaganna sem utan gæti haft stórhættulegar afleiðingar f för með sérí Mundi nokkur samvinnumaður, sem þættist vera að vinna f þarfir mál- efnisins, gera slfkar árásir, án þess að geta eða hafa jafnvel nokkra við- leitni um, að byggja þær á nokkurri einustu röksemd eða sönnunargagni. Mundi hann telja slíkar árásir, gerðar á þessum tfma, nauðsynlegar málefnisins vegna, ef ekkert árásarefni Iægi fyrir f Þetta alt hefir hr. B L gert. En heilbrigð skynsemi svarar öllum þess- um spurningum afdráttarlaust neitandi. Samvinnumaður heiði farið alt öðruvfsi að. Hr. B L getur þvf ekki orðið álitinn samvinnumaður þrátt fyrir það, sem mælir með þvf og áður er talið. Hitt væri sanni nær, að álíta hann nú hreinan og beinan andstæðing. Jafnvel er hugsanlegt, að einhver kynni að spyrja um það, hvort nokkrir aðrir en mjög óhlutvandir æsingamenn, sem lftið hugsuðu um afleiðingar orða sinna mundu haga sér svona. Það væri óþarfi að svara þeirri spurningu hér. Sú spurning mund', ef hún kæmi fram, ganga fyrir dyr almennrar á- byrgðarmeðvitundar og fá þar það Bvar, 8em henni nægði. Bilið frá »Kaupfélagshugleiðingum« hr. B. L og að fyrirlesttinum er ekki langt. Aðeins ein e?a tvær vikur. En því styttra sem bilið er frá því, að vera mjög hlyntur samvinnustefn- unni, leitandi að umbótum á sviði hennar og til þess að vera orðinn rararaur andstæðingur hennar, sera er með dylgjum og margvfslegum spurn-* ingum, að vekja geig innan félaganna og utan félaganna gagnvart þeim — þvf hallfleyttari verður aðstaða hr. B L. frammi fyrir augum þeirra manna, sem vilja lfta á hann sem mann, full- komlega samkvæman sjálfum sér. Menn vita ekki til, að neitt hafi kom- ið fyrir á þessari stuttu leið, annað en þingmálafundurinn, þar sam hann — þessi samvinnumaður, sem hann virtlst þá vera—beitti sér mjög gegn samvinnumönnum, én bar lægra hlut f úrslitum mála. Það virðist þvf liggja nærri að ætla, að þessi fundur hafi orðið merkileg tímamót í lífi hr. B. L. —nokkurskonar opinberunarstund, sem hafi orsakað snögga stefnubreytingu. Nokkuð er það, að fáum dögum síð- ar kastar hann hanzkanum, og sýnir á sér vígasnið gegn öllum foring- jum samvinnumanna. Hann virðist nú vera kominn f það umhverfi, þar sem hann þarf ekki að leggja á sig nein- ar hömlur. Hann virðist nú standa nær en áður þeim félagsskap f land inu, þar sem ofurkapp ber ábyrgðar- tilfinninguna oíurliði; þar aem ekki mundi verða hlííst við, ef nokkur hugsanleg ráð væru fyrir hendi, að rffa niður til grunna þá stofnun f þjóðfélaginu, sem á undanförnum ár- um hefir bygt upp velmegun þúsunda bænda um alt land og sem ein er fær um að halda viðskiftamálum þeirra f sigurvænlegu horfi, gegnum þessa bráðabirgðarerfiðleika. Þarna hefir þá hr. B L tekið sér stöðu. Er það vel farið, að hann er nú þar, sem hann nýtur ómengaðrar samúðar, Þuð er sfður en svo, að ástæða sé að harma, að hver maður sé þar til húsa, sem hann á heima. Meiri Ifkur ættu þá að vera til þess, að hann bæri úr býtum eitthvað annað en pólitikst harmabrauð. Enn mun ekki vera komin fram full- nægjandi skýring f augum manna á þess- um snöggu umhvöríum í framkomu hr. B. L. frá »Kaupfé!agshugIeiðingunum« til fyrirlestursins. B!aðið hefir hér að framan tekið orð hr. B. L. trúanleg íýrir þvf, að hann hefir verið hlyntur sam- vinnustefnunni. Þetta varð blaðið að gera i óhlutdrægri rannsókn. En þvf meir sem það^ gerir úr samvinnu- mensku Björns, þvf örðugra verður að skilja breytinguna. Því hefir verið, eins og áður er lýst, reynt að skýra þetta á þann hátt, að hér hafi orðið kraftaverk. Ný opinberun og snögt afturhvarf. En þeir, sem ekki eru trú- aðir á kraítaverk, láta sér þetta ekki nægja. Enn síður þeir, sem þykjast hafa margt það úr íramkomu bans við sfðustu kosningar og »Kosningahug- Ieiðingunum,« sem beri vott um það, að hr. B L hafi aldiei samvinnumaður verið. Hann muni vera breyskur mað- ur eins og aðrir Adams synir. Atvikin hafi hagað þvf svo, að fylgisvon hans til þingmensku hafi að mikln leyti verið bundin við samvinnumenn í þessu béraði. Hann hafi þvf ekki gengið í berhögg við þá meðan á baráttunni stóð, en ekki tekist að dylja sinn sanna mann. Verður það ekki virt honum til ámælis. En samvinnumenn hafi viljað frekar, það sem þe:r töldu vera hreinan lit. Þar með hafi hr. B L, fallið. En maður með hans skapgerð þoli ekki þesskonar áföll án þess að láta haggast eins og »Kosningarhugleiðingarnar« sýni. Djúp sár verði eftir, sem grói seint illa. Ný atvik komi til. Ú slita- barátta á þingmálafundi með nýum ósigri. Gömul sár ýfist og taki að b!æða. Augliti til auglitis frammi fyrir gömlum andstæðingum sé tólfum kast- að. Inoibirgð gremja brjóti loks allar stfflur og byltist fram rneð þeim af- leiðingum sem þegar séu komnar á daginn. Þessi skýring hefir það fram yfir hina að hún er f hæsta lagi mannleg. Engin kraftaverkatrú er nauðsynleg, til þess að gera sér grein fyrir þessu á þenna hátt. Sú skýring hefir senni- lega vakað'fyrir einum eyfirzkum bónda, sem sagði um hr. B. L að loknum fyrirlestri og umræðum: »Mér virðist að Björn sé nú orðinn ekki ósvipaður freðfiski. Þú veizt að freðfiskur gerir ýmist að harðna og frjósa eða digna, þar til hann er orð- inn svo, að það þarf ekkert að berja hann, heldur bara reita hann upp.< Er nú að mestu lokið návígi við hr. B L. Andsvör til hans verða mjög takmörkuð. Hér eftir verða umræðurn- ar sveigðar inn f farveg hugsjónamál- anna, sem ráðist hefir verið á. Kemur þá enn betur f ljós, hversu mjög hr. B L stendur á öndverðum meið við samvinnustefnuna. Verður þá leitast við. að rjúfa blekkingaþokuna sem and- stæðingarnir þyrla upp fyrir augum manna. Það verður reynt að glöggva þeim sýn fram f heiðan dag sigur- vænlegrar framtíðar. Akureyri. Bárður Sigurðssor) sýndi skugga- myndir sfnar aftur á sunnudaginn fyrir húsfylli í tvö skifti. Fyrri sýningin var sérstaklega fyrir skólabörn. Æfinfýri á göngufer er s.ígiidur leikur. Leikfélagið sýndi hann í fyrsta skifti á þessu ári á sunnudaginn var. Yfirleitt má segja að leikurinn tækist mjög vel og fögnuður áhorfendanna var geysimikill. Gfsli R, Mrgnússon mundi verða talinn hlutgengur ieikari, þar sem meiri kröfur eiu gerðar en hér. Meðferð hans á hlutverki sfnu (Srifta-Hsns) er allstaðar góð og víða ágæt. Jóh Jónasson leikur hlutverk sín (Pétur og Krans héraðsdómara) mætavel. Helzt verður það fundið til, að dómarinn sé á takmörkum, að verða um of montinn og má vera, að Jóhannes eigi bágt með að draga úr því. Lfkt má segja um Tryggva Jónatansson að hann leikur assesorinn vel en má gæta þess að spenna ekki bogann um of. Betur færi, ef rödd þessa stórbokka væri nokkru fyllingarmeiri og dimmri. Har. Björnsson leikur Vermund svo að lýtalaust er, en persónan er dálítið erfið í meðferð og tilþrifalítil. Sig. Ein. Hlíðar og Kristján Karlsson leika stú- dentana. Sigurður leikur einkarvel, svo að hvergi verður vart við minstu þvingun f Iburðarmiklum leik. En rödd Sigurðar er ábótavant. Fasið gerir hann fljótmæltan en röddina skortir hreimfyllingu til þess hljóðgreining geti orðið skýr. Þetta þyrfti hann að laga. Hann skilst lakast af leikendunum, jafnvel þó hann tali nógu hátt. En það er óhæfa, að íslenzka sé töluð svo á leiksviði, að sjálfir íslendingar eigi bágt með að skilja. Hlutverk K«istján3 er efiðara, en laglega m'eð það farið. Frú Þóra Hrvsteen (kona héraðsdóm- arans) leikur mætavel. Anna Flóvents- dóttir (Lára, dóttir assesorsins) leikur ekki ólaglega, en persónan fullnægir ekki þeim vonum, sem búið er að gefa um hana fyr f leiknum. Júlfana Friðriks leikur sitt hlutverk mjög lag- lega. Meðan á rannsókninni stendur standa þær sfðast nefndu alt of vand- ræðalegar og aðgerðarlausar, að vfsu alvarlegar eins og stundin krefst. En betur færi á, að þær töluðu alvarlega sfn á milli. Athygli áhorfandans dregst um of frá aðalleikendum að þeim per- sónum, sem eru þannig f vandræðum með að eyða tímanum. Ekki ber mikið á þessu annarsstaðar í leiknum. Leik- endum tekst vel, að gera hann að lff- rænni söguheild, þar sem hver stund hefir eitthvað til síns ágætis. Söngur- inn er misjafnlega góður. Söngur Júlí- önu er einna fegurstur en tæplega eins skýr eins og Önnu, sem syngur lfka mjög laglega. Einnig syngja þeir vel Gí li og S'gurður. Leikfélagið á miklar þakkir og samúð bæjarbúa skilið. • Látin er nýlega hér í bænum, Aana Hjörleifsdótlir móðir Kristjáns Árna- sonar, kaupmanns. Jarðarför hennar fer fram að Tjörn f Svarfaðardal 15. þ. m. Krisfbjörg Jónafansdóffir kenslu- kona, er numið hefir garðyrkju á sumar- námsskeiði Ræktunarfélags Norður- lands, hefir tekið að sér garðyrkju- störf f listigarði bæjarins næstkom- andi sumar, gegn 1000 króna þóknun, Kirkjan. Sfðdegismessa kl. 2 á sunnudaginn. Símskeyti, Reykjavík 10. marz. Oróði Sameinaða gufuskipa- félagsms danska s.I. ár var 40°/°. — Uppreist í Petrograd gegn stjórn Bolsévíka. — Samningar Bandamanna og Pjóðverja um skaðabætur til umræðu á Lund- únafundi. Pjóðverjar töldu sig ófæra til að uppfylla kröfur Bandamánna. Bandamenn sendu pá Foch marskálk með mikinn her franskan, til að hersetja mörg beztu héruð Þýzkalands. Pjóðverj- ar agndofa. Þykjast sjá fram á, að gera eigi alla pýzku pjóðina að vinnuprælum Bandamanna. Hlutabréf íslandsbanka hafa nýverið lækkað í kauphöllDana úr 102% ofan í 80%. — Fjár- málaráðherra tilkynnir prnginu, að íslandsbanki greiði málsókn-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.