Dagur - 14.05.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 14.05.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgaugurirm. Ojalddagi fyrir 1. ágúst. AFOREIÐSLAN er hjá Jóni I>. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Innheiijituna annast ritstjórinn. IV. ár. Akureyri, 14; maí 1921. 20. blað. Um varkamál. FVerbrestur. í síðasta blaði var þess getið, að eins og nú er málum skipað, mundu tæplega geta farið saman full þrif og velmegun bæði atvinnurekenda og verkafólksins. Orsökin sú, að pverbrestur mikill er í atvinnuskipu- lagi pjóðarinnar. Samkvæmt síðasta manntali, hefir fólkinu í landinu fjölgað um rúm- lega 9000 manns á síðustu 10 árum. En fjölgun pessi hefir því nær öll lent hjá 7 kaupstöðum landsins. pessi fjölgun hefir í kaupstöðunum numið um 46°/o á síðustu 10 árum. í sýslunum, hefir fólkinu fjölgað um 1% á sama tíma. í 10 af sýsl- um landsins, hefir fólkinu fækkað, en fjölgað lítilsháttar í öðrum sýsb um. Pessar tölur skera ótvírætt úr um það, hvernig straumar liggja. Yfir helmingur af sýslum landsins hafa ekki haldið fólkstölunni við. Því nær öll fjölgunin hefir aftur á móti oröið hjá kaupstöðunum. Þangað fellur stöðugur fólksstraumur úr sveitunum. í sjáifu sér væri þetta ekkert undarlegt, ef hægt væri að benda á, að kaupstaðirnir hefðu á þessu 10 ára skeiði aukið atvinnu- greinar sínar og framleiðslu að sama skapi. En svo mun ekki vera. Þessum fólksstraumi úr sveitun- um hafa valdið margþættar orsakir, sem vert er að athuga. Oamla vistarbandið er slitið. Þetta vistarband varð oft að heimilisbandi. Hjúin urðu eins og fjölskyldan. Djúpstæð samúð með húsbændun- um, börnunum og hag alls heimil- isins varð ríkur þáttur í lífi þeirra, sem gaf þeim fulla lifsnautn og ánægju. Heimilið varð þeirra heim- iii, líka í sjúkdómum og elli. Hús- bændur og hjú létu eitt yfir sig ganga. Nú er þetta band því nær alstaðar slitiö. Átthagatrygðin er að hverfa. Fjöldi fólks, sem undir fyr- verandi skipulagi hefðu nú í dag verið heimilistrygg, efnalega sjálf- stæð og ánægð hjú, eru nú reik- unarmenn, sem verður ekkert við hendur fast. Heimilisþráin hefir ekki með þessu þorrið, en sjálfstæðiskendin hefir vaxið. Nú æðir mikill fólks- skari um landiö f leit eftir eigin heimili. Skilyrðin fyrir því að stofna eigiö heimili er auðvitað arövænleg atvinna og trygg bólfestuskilyrði. Þeim, setn ekki fá ábúðarjarðir, verður það fyrir, að byggja kofa á mölinni, þar sem enginn amast við þeim. Mentaþrá hefir vaxið með auk- inni mentun. Sveitir hafa óvíða skóla að bjóða. Æskulýðurinn, sem til kaupstaðanna fer, sér margan slæpinginn, sem virðist komast létt út af Iífsfyrirhöfninni. Oengdarlaus skemtanavíma stígur honutn til höf- uðs. Hann fær ýmiskonar glæsileg- ar hugmyndir um kaupstaðasæluna, bygðar á misskilningi og hégóm- legri stundarhiifningu. Fámenni og fólksfækkun gerir sveitirnar énn óvistlegri. Einyrkjarn- ir hafa hvorki tíma né skaplyndi, til þess að snúast í félagsmálum og halda uppi glaðvæið og sam- komum. Hver maður verður svo að segja hlaðinn störfum og áhyggj- um. Alt of margir af þeim æsku- lýð sveitanna, sem er að nálgast fullorðins skeið, hverfa þaðan jafn- harðan. Þvi aldursskeiði fylgir, þeg- ar heilbrigði er með, bjartsýni og starfsþrá, og þar sem margt er af slíku fólki, fellur líjið áfram með örf- andi nið. Bændur hafa Ieitast við að bæta sér fólkstapið á þann hátt, að hag- nýta gæði jarða sinna með sem minstri fyrirhöfo. Hefir það að sumu leyti komið fram í aukinni véla- notkun; sumu leyti í því að hlífa jörðum sínum, láta standa f sinu; tryggja sér góð og víðlend beiti- Iönd og grösugar engjar. Skortur á vinnukrafti hefir því ekki til muna dregið úr fastheldni bænda á Iands- nytjunum, heldur fremur aukið hana sumstaðar, því góðs og mikils völ getur gert fátnennisvinnuna arðbær- ari. 1 sveitum landsins hafa á síðari árum jafnt og þétt kveðið við tvær gagnstæðar umkvartanir. Það hefir vantað fólk til að yrkja jörðina og fólk hefir vantað jörð, til að yrkja. Bændur hafa allvfða reynst mjög tregir, til þess að leyfa nýbýlisgerð í landareignum sínum, mjög sýtings- samir um beitarréttindi og annað, sem slíkum nýbýlum þyrfti að fylgja. Jafnvel eru dæmi til þess, að jarðir eru á þessum árum lagðar í eyði í miðjum sveitum og gögn þeirra og gæði tekin til afnota stórjarða. Svo virðist, sem bændur hafi ekki verið eftirbátar annara í því, að misskilja þá stefnu, sem þjóðlífið er að taka, þeir hafa stritast við að sitja við sinn keip, og litið slakað til fyrir þeim kröfum unga fólksins, að eign- ast eigið heimili i sveitunum; fá friðaðan blett til ræktunar og nauð- Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að konan mín Jónína Jóhannsc/óttir andaðist í Reykjavík aðfararnótt laugardags, 7i þ. m. Hleiðargarði 9. maí 1921. Kannes Jónsson. synlegustu jarðarafnot. Ungt fólk, sem vili stofna til hjúskapar, sér enga leið til að stofna jafnframt til búskapar. Frá hendi bænda hefir þessu fólki ekki staðið annað tii boða en ársvistir, eða kaupamenska á sumrum. Af hverju sem það staf- ar, er ábyggilega víst, að fólk hefir á síðari árum fengið óbeit á árs- vistum. Veldur þvf að sumu leyti óheilbrigð og misskilin frelsisdýrk- un, sem verður að stefnulausu hringli umrenninganna. Að sumu Ieyti heil- brigð sjálfstæðis og heimilisþrá fólks, sem komið er á giftingaraldur. Hjú- skaparsælan verður í molum í vinnu- menskunni. Úrræði þess fólks verð- ur því fremur það, að troða sér í húsmenskur, þar sem það verður þó að búa við misjöfn kjör og á sífeldum hrakningi, eða að öðrum kosti flýja sveitirnar og staðfestast á kaupstaðamölinni. Þetta umlos á gömlu skipulagi, sem er orsakað af breyttum hugs- unarhætti og kröfum unga fólksins, verður ekki stöðvað með reiptogi og fastheldni bænda. Það sem þeir leggja til þeirra mála, nú sem stend- ur, verkar öfugt. Straumurinn held- ur áfram að falla úr sveitunum til sjávar og bændur Ieggja til, að sumu leyti, aflið, sem hryndir á. Það mun vera næstum óhætt að fullyrða, að fjörkippur sá, sem sjávarútvegurinn tók með síldveið- inni, hafi orðið drýgsta orsök þeirr- ar stefnubreytingar, sem orðið hef- ir á atvinnubrögðum Iausafólks og háttum þess. Kaupboðum þess at- vinnuvegar hefir lengi verið við brugðiö. Síldveiði og landbúnaður eru svo gagnólíkir atvinnuvegir, að tæpast er að vænta, að báðir geti siglt sömu seglum. Annar krefst vinnu stuttan tíma, hinn alt árið. Annar krefst áhlaups stuttan upp- gripatíma, hinn jafnrar ástundunar að búa í haginn fyrir úrslitastund- ina, þegar fénaður gengur fram, undan vetrinum. Síldveiði og önn- ur veiðibrögð við sjóinn, þola að gjalda gífurlegt kaup, þpgar vel gengur. En á milli atvinnusprett- anna, hefir atvinnuvegurinn ekkert að bjóða fólki, hvorki hús né fæði, né neinskonar atvinnu. Þá verður fólkið að sjá um sig. Landbúnaður- inn .getur ekki á neinu tímabili árs- ins boðið jafn gífurlegt kaup. En hann getur veitt fleirum, en nú gerir hann, húsiíæði, fæði og ein- hverja atvinnu, alt árið. Landbún- aðurinn er þvf, þegar rétt er á litið, fullkomlega samkepnisfær og reynsl- an mun jafnan verða sú, að hann verður farsælastur og haldbeztur öllum, sem að honum vinna. En hann hefir orðið undir, vegna þess að vinnandi fólk lítur þvi nær ein- göngu á krónuíöluna, sem boðin er á dýrasta tíma ársins, en tekur þá ekki með f reikninginn þau skiiyrði, sem að öðru leyti standa til boða, fyrir því, að krónurnar geti tollað við gómana stundu lengur. Málmhljóðið og peningahringliö við sjóinn, fyrri hluta sumars, hefir því orðið sigursælt, að draga menn úr sveitum landsins, þrátt fyrir það, að það hefir alloft á útmánuðun- um snúist upp í kveinstafi um at- vinnuleysi og þröng í búi, ef ekki garnagaul hungraðra manna. Meira. Nefndarálit berklaveikisnefndarinnar. Niðurl. Þá eru enn ótaldir nokkrir kaflar neíndarálitsins ; þeir ræða um sumar- hæli fyrir berklaveik börn, íslenskt berklavarnarfélag, híbýlabætur og berklaveikisvarnir á Norðurlöndum. Alt þetta eru hugleiðingar nefndar- innár um ýmsar framkvæmdir og endurbætur, sem komið gætu að haldi hér á landi, en gengið frá þeim flest- ura hálfköruðum, sem við var að búast, af því að þær eru bygðar á útlendum tilraunum, sem vafasamt er, að við íslendingar getum lagað svo í hönd- um okkar, að þær ýrðu að gagni. Að minsta kosti yrði það ekki nema mjög takmarkaður hluti landsbúa, sem Ifkindi væri til að gætu potið góðs af þeim. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.