Dagur - 04.06.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 04.06.1921, Blaðsíða 3
23. tbl. DAGUR Qf Skilvindur °g sfrokkar. Beztu kaupin á pessum hlutum gera menn hjá 0. Friðgeirssoi) & Skúlasog. Símskeyti. Reykjavík 3. júní. Allsherjarverkfall í Noregi, 120 púsund pátttakendur, stjórn- in býður út her. Bretar senda meiri her til Ir- lands. Pjóðverjar senda um pessar mundir 200 miljónir dollara í gulli til Parísar, upp í herkostnað. Uppreistnir í rénun í Slesíu. Bretar auka lið sitt par, til að halda hlut móti Frökkum, sem pykja vilhallir Pólverjum. Enska stjórnin vill koma á nauðungardómstól, til að binda enda á kolaverkfallið. Búist við að verkamenn í Noregi tapi verkfallinu. Slæmar uppskeruhorfur í Rússlandi, vegna purka. Hákon Norðmannakonungur hefir silfurbrúðkaup 22. Júlí. Búist við að konungar Breta, Svía og Dana sitji veizluna. Spánverjar hækka til bráða- birgða toll á íslenzkum saltfiski um 50°/o. Endanlegir samningar fullgerðir um 20. Júní. FisktoII- ur Norðmanna helmingi hærri. Engin hefnd vegna ísleiizku bannlaganna. Flestar aðrar mat- vörur meira tollaðar. Eggert Claessen settur banka- stjóri Islandsbanka í stað Sig- hvats Bjarnasonar. Umsækjendur um skólameist- araembættið eru: Sigurður Guð- mundsson, Ólafur Dan Daníels- son og Árni Þorvaldsson. Bygður skáli við Iðnó, til að auka húsakynni fyrir konungs- veizlur. Útnefning Claessens í Islands- banka og sameining Mbl. og Lögréttu pykir sönnun pess, að stjórnin sé alveg undir áhrifum kaupmannaflokksins. Isafold á að koma út til áramóta, Lög- rétta í annaðhvort sinn upp- prentun úr Mbl., en hitt skiftið sjálístæð að nafninu. Tekur um næsta nýár við sæti Isafoldar. Talið að bráðabirgðarúrlausn samvinnulaganna hafi pokað kaupmönnum saman. Vilja af- nema lögin við fyrsta tækifæri. Fréttaritari Dags. Staka (Aðsend.) Eg hefi séð í íslending undarlegar teikningar: merki tvö sem mynda hring. Mundu þau þýða gatistar? Einar á Stokkahlöðum og sannleikurinn. í 2Q. tbl. ísl., lýsir Einar ritstj. Dags opinberan ósannindamann að þvf, að hann hafi neitað þvf við fleiri menn, að hafa skrifað Morgun- blaðsbréfið. Þetta er eitthvað svo undarleg framkoma, eftir að hafa neit- að þessu f eyru ritstj. sjáifs. Ekki fyrir allöngu sfðan hittust þeir á götu. Ritstj. Dags kom að sunnan, Einar að norðan. Þeir hittust skamt fyrir utan hús Hallgr. Einarssouar, mynda- smiðs. Einar abbast þar upp á rit- stjórann að fyrra bragði fyrir, að blað- ið beri það upp á sig, að hann hafi skrifað umrætt bréf. »Er það ekki satt?« spurði ritstj. »Eg kannast aits ekki við það,< kvað Einar. Þarna voru ekki aðrir menn viðstaddir. Enda er Einar hreykinn yfir því að ritstj. standi aleinn uppi með þenna framburð og geti þvf ekki sannað hann. Pess vegna sé sannleikurinn sín megin. Fleiri manna vottorð mætti fá um það, að Einar hefir ekki viijað gangast við faðerni þessa óskiigetna útburðar Morgunbl., ef þess væri þörf. En Ey- firðinga vcgna er þess ekki þörf, þeírra sem þekkja Einar og þykjast vera búnir að margreyna hann að þvf, að vera það, sem kailað er >ómerkilegur f munninum.« Lftum nú yfir sögu málsins. Einar skrifar »Bréf úr Eyjafirði* sem birtist nafnlaust f Mbl. Svo rfkt er iagt á við blaðið, að gefa ekki upp nafn höf., að það kýs heldur að sparka vesalings Eiuari út úr sfnum helgidómi, þar sem honum leið svo vel og þóttist vera f föðurhúsum og biðja afsökunar á þvf að hafa hleypt honum inn með »atvinuuspiliandi dylgjur.t Nú vissu menn að það gat ekki verið mjög merkiieg persóna, sem Mbl. sýndi svona litla nærgætni. Böndtn bárust því að Einari. Þegar svo er komið snýr hann við biaðinu og gerir sig reiðan yfir þvf, að menn ætla honurn þá lftilmensku, að hafa ekki viljað gangast við bréfinu, eftir að það hefir birst nafnlaust og Morgunbl. er búið að gera hreint fyrir sínum dyrum, án þess að birta nafn hans. Þannig geía öll atvik framkomu Einars f þessu máli þann svip, að hún verður f aug- um manna vesaimannieg hrygðarmynd af lýginni Akureyri. Burtfararpróf frá Gagnfræðaskól- anum tóku að þessu sinni 38 nem- endur. Inn f I. bekk gengu 8, upp í 2. bekk 38 og '34 upp f 3- bekk. Skóianum var sagt upp á mánudag inn 30 þ. m. Stórubrandajól máttu heita hér í gær. Bæjarstjórnarfundur tók þá ákvörð- un í rafveitumálinu að hefjast handa svo fljótt sem unt er og byrja á verk- inu. F. B. A. flutti fyrirlestur litlu seinna og gerði einskonar loka-grein fyrir afstöðu sinni til rafveitumálsins ein3 og það horfið nú. Hefir hann margt við áætlanirnar að athuga og er andvígur að málinu sé hrynt fram á þeim grundvelli sem þeir Bill & Wijkmark hafa lagt. Loks flutti mag. Hallgr. Hallgrímsson fyrirlestur um starfsemi og valcfsvið Alþingis. Hafði hann ærið margt að athuga við lög- gjafarsamkomuna. Taldi að virðingu fyrir henni væri að hnigna og ástæð- urnar tii þess iægju f skipulagsgöllum þingsins, sem nauðsynlegt væri að bæta. Fyrirlesturinn var ítarlegur og vel fluttur og verður hans ef til vill getið nánar hér f blaðinu. Skipafregnir Sterling og Villimoes komu á sunnudaginn var. Með Sterling kom Einar Arnason þingmaður. Lagar- foss kemur í kvöld eða á morgun með olíu til Steinolíufélagsins. Fer héðan til Húsavfkur, Seyðisfj. og fleiri Austfj., til Reykjavfkur og þaðan til Khafnar. Úr öllum áttum. GuBm. G. Bárðarson. Sfðasta Ai- þingi ssmþykti að veita fé til Gagn- fræðaskólans hér nyrðra í þvf augna- miði að Guðmundur G. Bárðarson taki að sér kenslu f náttúrufræði. Öllum ber saman um að Guðm. sé álitlegasti maðurinn, sem kostur er á, til þess að taka að sér þessa kenslu, sem Stefán skólameistari hafði á hendi og munu menn ulment vera mjög ánægðir yfir þessari ráðstöfun og hugsa gott ti! að fá hann að skólanum. Silungsveiði f Mývatni hefir verið með mesta móti s. 1. ár og vor. Dorgartekjan hefir verið næstum dæmafá. Einn daginn var dregið á dorg úr vatninu um hálft fjórða þús- und silunga. Einn maður dróg 180. Veiðibrögð í vatninu aukast nú árlega og þakka Mývetningar það klakinu, sem þeir hafa stundað nú til nokk- urra ára. Þó Mývatn sé vafalaust bezta veiðivatnið á landinu og hafi bezt skilyrði að bjóða, gæti dæmi Mývetninga vafalaust orðið til um- bóta mörgum vötnum, ef því væri fylgt. Konungskoman. Konungurinn og drotning hans koma til Reykjavfkur 26. júnf. í för með þeim verður Frið- rik rfkiserfingi, Knud prins og margt annað fólk. Sama dag verður gestun- um fagnað með hátfðahöldum. Að morgni 28. verður lagt upp f 5-daga ferðalag til merkustu staða sunnan- lands. 5. júlí leggur kónungur með föruneyti sfnu af stað áleiðis til Græn- lands, Spánartollurinn. Tröllasögur gan- ga um það hér nyrðra, að Spánverjar AMBOÐ. \ Orf, hrífusköft og hausa er bezt að kaupa hjá Skúla Olgeirssyni. Snemmbær kýr er til sölu. Upplýsíngar í Kjðtbúðinni. Tapað hross. Um miðjan s. 1. mánuð tapaðist frá Syðri-Reistará f Arnarneshreppi hryssa 4 vetra gömui, Ijósrauð að lit, vökur. Mark: Ómarkað hægra, stýft vinstra. Hryssan var ójárnuð. Sfðastliðið sum- ar gekk hún f Saurbæ í Eyjafirði. Hver sem kynni að verða var við hryssu þessa, er vinsamlega beðinn að yera undirrituðum aðvart hið allra fyrsta eða Þorsteini Þorsteinssyni í Kaupfélagi Eyfirðinga. Syðri-Reistará 3. júnf 1921. Þorlákur Hallgrímssort. sé búnir að leggja 60—70 kr. toll i fs- lenzkan saltfisk og eigi það að vera rothögg á bannlögin. Þykir andbann- ingum bera vel f veiði að hnekkja þessum lögum vegna tollsins. Blaðið hefir leitað sér upplýsingar um þetta. Tollurinn er nú orðin um 50% hærri en var fyrir stríðið. Geúu það ckki talist nema eðlileg hækkun. Enn cr hann helmingi lægri á fslenzkuu salt- fiski en á norskum og svo fjarri ö l um sannleika er það, að hann sé settur í sambnnd við bannlögin að Spán- verjar vilja hlffa íslenzkum fiski við gífurlegum tolli fremur en fiski úr öðrum áttum, vegna þess að þeir teija hann beztu vöru þeirrar tegundar og vilja ógjarqan missa hann. Nýr bankastjóri hefir verið skip- aður við íslandsbanka f sæti Sighvats Bjarnasonar, sem lætur af þvf starfi sökum heilsubrests. Maðurinn, sem kemur f stað hans, er Eggert Claessen lögmaður. íslandsbankamálið drógst að lokum svo úr höndum þingsins, að rfkisstjórninni og hluthöfum bankans var gefið einræði f málinu. Á það hefir þótt bresta, að hagsmunum land- sins gagnvart þessari stofnun væri af stjórnarvöldum og þingi haldið fram með fullri einurð á undanförnum ár- um. Bankinn hefir verið rekin sem gróðastonun en ckki sem þjóðstofnun. Að þvf leyti er hann hliðstæður sel- stöðuverzlununum gömlu. Á sfðustu árum, hefir bankinn hætt fé sfnu f hendur bröskurum, meira en góðu hófi gengdi, vegna þess að gróðahyggjan

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.