Dagur - 13.08.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 13.08.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Gjalddag/ fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni l>. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Innheimtuna annasi ritstjórinn. IV. ár. Akureyri, 13. ágúst 1921. 32. blað. E-L-D-F-Æ-R- A-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvoffapottum, ofnrörum, röríjnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- andi og selt með verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar úf um land. Jón Stefánsson. Talsími 94. '2b' Akureyri. Skuldirnar beygja. % ____________________ Yfirlit. Meira en ár er nú liðið, siðan fjárkreppan rak viðskifti þjóðarinnar og atvinnulíf í hálfgerða bónda- beygju. Fjárkreppunnar varð fyrst vart hér á landi á þann hátt, að lánstraust bankanna lamaðist erlendis og þraut með öllu fyrir íslandsbanka. Tvent stuðlaði að kreppunni hér á landi. Frumorsökin verðfall á afurð- um landsmanna og gífurleg mistök á sölu þeirra árið 1919. Því nær öll sala mistókst tilfinnanlega, nema sú, sem S. í. S. annaðist. Af um 13 þús. kettunnum, sem Sambandið seldi, lentu aðeins 2 þús. í verðfallinu, en Sláturfélag Suðurlands varð fyrir gífurlegu tjóni fyrir mishepnaða ket- sölu. Pað félag spenti bogann um of. Svo fór og um síldaiframleið- endur. Mjög mikill hluti af öllum fiski landsmanna lenti í höndum svokallaðs fiskhrings. Til þess fé- lagsskapar var stofnað af nokkrum stóreignamönnum í Reykjavík og e. t. v. víöar, til þess að græða á fisksölu. Að mikið af fiskinum hafi verið í höndum þessa hrings, má ráða af því, að íslandsbanki — að- alviðskiftabanki þjóðarinnar út á við, hafði lánað honum fé, sem svaraði hlutafé og varasjóði bankans til sarnans, eða um 8 milljónir. Sú að- ferð bankans hefir mælst mjög illa fyrir og var hún önnur orsök fjár- kreppunnar. Vegna þessa var hann afar illa við því búinn, að mæta þeim örðugleikum, sem að honum hlutu að steðja í almennri fjárkreppu. Fiskhringurinn sæli er nú að sögn kominn í moia, með milljónatapi. Þegar lánstraust þjóðarinnar er- lendis var svo mjög Iamað, aðal- viðskiftabankinn fallinn í óálit er- lendis og auglýsti sjálfur seðla sína ógjaldgenga í útlöndum, fór mönn- um ekki að Iítast á blikuna. Stjórn- in hafði þá þegar gripið til óvenju- legra ráða með skipun viðskifta- nefndar, sem áttj að takmarka úttekt þjóðarinnar í viðskiftareikninga hennar erlendis. Sú stjórnarráðstöf- un mætti strax mikilli andspyrnu kaupmannanna, sem töldu þetta skeröing á atvinnufrelsi sfnu. Þegar Iengur leið héldu þeir stöðugt á lofti þeim tveimur ásökunum á hendur viðskiftanefndinni, að hún væri með öliu gagnslaus og áhrifa- laus, jafnvel að kaupmenn flyttu meira inn vegna hennar, með því að beita brögðum, hins vegar að hún væri svo gerræðisfull og káup mönnunum svo þung í skauti, að óþolandi væri. Stjórnin var þá ekki orðin eins geðlaus og deig eins og hún virðist vera orðin síðan. Hún Iét mótmælin ekki fá á sig og við- skiftanefndin starfaði áfram, fram til síðasta þings. En þrátt fyrir ailar aðgerðir versnaði ástandið meir og meir. Viðskiftanefnd reyndist ekki nógu róttæk í starfi sínu, enda var henni mikill vandi á höndum. Mun hún hafa farið vægilegar í sakirnar en ella, meðal annars vegna andblást- urs kaupmanna, sem þótti næst að bjarga sfnum hagsmunum, hvaða afleiðingar sem það kynni að hafa fr þjóöina. Þjóðin vissi heldur i hvað henni mundi vera fyrir beztu. Tortryggni hennar gegn öll- um stjórnarvöldum og mótþrói gegn fyrirskipunum er svo rótgróið, að það stappar nærri þegnfélags- legu siðleysi. Vanti skörungsskap þeirra, sem stjórna á óvanalegum tímum, verður alt að hiki og hálf- um verkum. Þegar leið fram á s. 1. sumar, komst póstsjóður í þrot. Menn höfðu gengið í hann tii yfirfærslu á pen- ingum með gengdarleysi og engar tálmanir fyrir lagðar, fyr en um seinan. íslandsbanki, sem lögum samkv. var skyldur til að yfirfæra fé fyrir póstsjóðinn, gaf út stóra ávísun, en hún var ekki tekin gild! Þurfti þá stjórnin aö leggja sig mjög fram til þess að bjarga póst- sjóðnum við til bráðabirgða. Þegar svona var nú komið, fór mörgum að detta i hug, hvort ríkið væri ekki á leiðinni til að verða gjald- þrota. Hljóðið fór að verða mjög ískyggilegt í ýmsum, sem um þessi mál hugsuðu. Hið háa stjórnarráð hefir þá að líkindum talið sér vera skylt að hugga þjóðina og telja kjark f hana. Að minsta kosti tók stjórnin sig til og gerði snöggvast upp alt þjóðar- búið. Niðurstaðan sem hún komst að var bara glæsileg. Skuldirnar voru að vísu miklar um 25 milljón- ir — verzlunarskuldir — en eignirnar í varlega áœtluðum óseldum vörum þó miklu meiri, eða um 50 milljón- ir. Auk þess allmiklar vörubirgðir i landinu. Sjálfsagt hafa margir tekið þessa uppgerð á búreikningi þjóðar- innar mikið til greina. Þetta gat í sjálfu sér verið gott og nauðsynlegt, gagnvart erlendum lánardrotnum, en gallinn var sá, að það virtist ekki hafa tilætluð áhrif. Aftur á móti gaf það mótþróanum innanlands gegn ráðstöfunum stjórnarinnar vind í seglin og var það mjög að vonum. Hvaða skynsamleg ástæða var til þess að hneppa þá þjóð í viðskifta- fjötra, sem átti 25 miiljóna kr. virði í vörum fram yfit skuldir? Svo Ieið og beið. Þegar kom fram um áramótin, áttu menn von á, að úr kreppunni færi að rakna- Svo hlaut að fara, ef áætlun ríkisstjórn- arinnar væri á rökum bygð. En því miður varð alt annað uppi á ten- ingnum. Skuldirnar höfðu sára lítið minkað. En tortrygni erlendra fjár- málastofnana gegn íslandi og ís- Ienzkum fjármálastjórnum fremur vaxið. Nú hlaut annaðhvort að vera, að áætlun stjórnarinnar háfi verið gerð »út í loftið," ellegar að andvirði íslenzkra afurða hafi ekki komið til skila, til lúkningar skuidum, heldiir verið skotið undan og molað tH nýrra gróðabragða, en skuldir við íslenzka banka látnar standa. Þá var það að Tíminn spurði: „Hvar eru pening- arnir?* * En Tíminn hefir ekki fengið þeirri spurningu svarað og menn vita ekki, hvort stjórnin hefir gert sér far um að vera við því búin, að svara henni. jMeira.] Jndriði Þórkelsson, skáid (rá YtraFjalli kom til bæjarins fyrir skömmu, til þess að leila sér geisla- lækninga við sjúkdómi í höadunum. Meðan hann stanzaði í bænum, skrif- aði hann Degi bréf í mesta flýti og lagði innan í eftirfarandi vísur: Baugabrot (Á Akureyrarleið 22. júlí, 1921.) Allar hlífar geysist gegn, Gefst ei stundar friður, Þetta snarpa, þunga regn, Þegar það fossar niður. * * * Þokan gráa, komstu á kreik, Hverfðu’ af manna leiðum, Farðu nú í feluleik Frami á Seljaheiðum. Þar sem öld með öðrum blæ Átti kot f mónum; Jarðarför konunnar minnar, Margrétar Sigurjónsdóttur, er andað- ist 5. þ. m., er ákveðið að fari fram frá heimili okkar þriðju- daginn 16. þ. m., kl. 1 e. h. Kransar afbeðnir. Akureyri, 10. ág., 1921. £árus J. ftisf. Hruninn garð og brotinn bæ Byrgðu alfra sjónum. Liðnar aldir meta má Meira en flestir skynjum. Drúptu þung og þögul hjá Þessum dauðu minjum. ' * « * * Fyr er óku í Iglutjörn* Ýmsu drasli í leynum, Við erum þeirra barna börn, Betri — f fáum greinum. * * * (Áð í Ljósavatnsskarði). Þú, sem allri þeysingstfð Þarft að taka vara, Burt úr Skarðsins skógarhlfð Skipaðu mér að fara. Veit mér litli, Ijúfi foss Ljóð þitt enn að heyra. Gef mér skógur skilnaðskoss. Skeytí eg ekki um fleira. Eg hefi þörí fyrir allan dag Inn til læknis handar. Bjarkarköss og lækjarlag Ljá mér fylgd til strandar * * * »Merking orða og máls sje frjáls,« Mælir skytilaus túli. Skuli þetta heita Háls, Hvar er Fjall og Múli? * , * * * Á mig .freðnum úða gaus — En sú bölvuð stroka — Villugjörn og vegalaus Vaðlaheiðar þoka. * * * Brotamergð, er sönn og séð Segist mér á höndum, Skal nú römmum refsað með Rafnars geislavöndum * Sbr: Gisti þeir engir hjá Gúnnbirni 0. s. frv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.