Dagur - 24.09.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 24.09.1921, Blaðsíða 2
150 DAGUR / 38. tbl. legur námsmaður ættaður frá Húsavík i Þingeyjarsýslu. Hann skiftir bók sinni í 3 kafla. Fyrsfi, kaflinn heitir Afturhald og framsókn. Er það stutt og skýrt yfirlit sögunnar um viðureign bylt- ingamannanna og níhilistanna rúss- nesku við einveldis og embættismanna- hafðstjórnina alt fram að byltingunni. Annar kaflinn: Byltmgin og þriðji: Bol- shevisminn; lýsing á sjálfri stefnunni. Enginn, sem fylgst hefir með sögu Rússa öldina sem leið, getur furðað sig á þvf, þó byltingin sé komin fram og að hún sé stórkostleg. Rússneska harðstjórnin lagði sig mjög fram, til þess að verja land sitt fyrir frelsis- öldunum, sem stjórnarbyltingin franska kom í hreyfingu, enda tókst það bezt allra Norðurálfuþjóða. Og þegar það er athugað, að í Rússlandi var aldrei slakað til fyrir kröfum undirokaðra stétta, nema til að afstýra byltingu og öll ioforð svikin og réttarbætur aftur teknar jafnharðan og færi gafst, var ekki furða þó að þjóðfélagsumrót- ið yrði mikið, þegar böndin brustu loks til fulls. Hér getur ekki efni bókarinnar orð- ið rakið; hvorki lýsing höf. á^ástand- inu fyrir og eftir byitinguna, né á byltingunni sjálfri. Til þess að kynn- ast því, þurfa menn að lesa bókina sjálfa. Aðeins má geta þess að hverj- um manni hlýtur að blöskra hvílíkt feikna þrekvirki forsprakkar bylting- arinnar haía int af höndum. Bókin er rituð á tilgerðarlausu og snjöllu máli, sem ber á sér meiri þroskablæ en vænta mætti af unglingi. En eínismeðfcrðin ber ekki vott um jafnmikinn þroska. Þess verður ótví- ræðlega vart, að höf. dregur taum byltingarinnar, og er það nokkur galli á bók, sem hefir þann aðaltil- gang, að veita fáfróðum yfirlitsfræðslu um þessa hluti. Að vfsu eru ekki svo 1 mikil brögð að þessu, að það geti talist hlutdrægni, en höf. hefir ekki tök á að halda hrifningu sinni og trú á stefnunni utan við meðferð efnisins og láta atburði og staðreyndir tala ótruflað. Þetta verður að virða honum til ungæðisháttar og er alls ekki lasts vert, en það dregur þó nokkuð úr gildi bókárinnar. Við þurfum að forðast tvent eftir mætti gagnvart Bolshevismanum. Það eru fordómar annarsvegar, en gleypi- girni hinsvegar. Þessvegna er hver sú bók þörf, sem veitir mönnum ó- hlutdræga fræðslu um hreyfinguna. Það er mikilsvert að geta við fyrstu sýn farið bil beggja og litið óhlut- drægt á málið. En sú fræðsla, sem er menguð vilhöllum ályktunum til hvorr- ar hliðar sem það er, nær ekki til- gangi sfnum. Hún vekur f mönnum andlegan sauðþráa eða tekur í sína þjónustu einskisverða leiðitemi. Bók Stefáns Pélurssonar gefur mönnum mjög yfirgripsmikinn fróð- leik um þetta efni og vill blaðið ráða sem flestum, til þess að lesa hana. Sannarlega er vert að kynnast svo risavaxinni tilraun þessarar merkilegu þjóðar, að rísa upp úr niðurlægingar- ástandi og byggja á nýjum þjóðskipu- legum grundvelli. Um skógrœkt. GefiÖ út að til- hlutun Dansk-ís- lenzka fél. og Bún- aðarfél. íslands. í riti þessu er saman komið ýmis- legt af því, sem bezt og fróðlegast hefir verið sagt um skógrækt á landi hér. þar eru 3 ritgerðir eftir Sigurð Sigurðsson Búnaðarfélagsforseta sem heita: Að klœða landið, Skógarnir í Fnjóskadal og Tilraunir Rœktunarfél. Norðurl. með irjárœkt. Þar er ritgerð sem heitir Tvcir kaflar úr íslenzkri skógfrœði eftir Koefod Hansen skóg- fræðing. Um skógrœkt 'eftir Guðm. Björnsson landlækni og Skögrœktar- málið i öðrum löndum einkum Dan- mörku eftir C. V. Prytz. Rit þetta er bæði skemtilegt og fróðlegt og með mjög mörgum myndum. Ætti það að komast f hendur sem flestra. Símskeyti. Reykjavík, 24. september. Grikkir láta undan síga í viðureigninni við Tyrki. Lloyd George og de Valera skiftast á skeytum um Irlands- málin. Þjóðernisflokkurinn í Bajern heimtar sérstakan forseta fyrir Bajern. Uppreistin í Indlandi, magn- ast. Bretar saka Rússa um að peir hafi, pvert á móti loforðum, róið undir í Asíu. Jafnaðarmenn hafa unnið mik- ið á í kosningunum í Svípjóð. Verksmiðjusprenging varð' í Mannheimi. Hundrað manna ýmist særðust eða dóu. Fréttaritari Dags. Akureyri. Fjártaka á Sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga hér í bænum hófst 20. þ. m. Búist er við að því nær jafnmörgu verði slátrað og í fyrra eða um 29 þús. þegar útbúin eru talin með. Rafveitan. Stíflan í Glerá er full- gerð og hefir kostnaðurinn orðið all- langt fyrir neðan áætlun. Verki því, sem á að framkvæma í haust við raf- orkustöðina er þó ekki lokið enn. Rafveifunefndin fór á fimtudag- inn með verkfræðingnum, sem staðið hefir fyrir verkinu hér í sumar, hr. Sandell, austur að Goðafossi. Samkoma var haldin hér í Sam- komuhúsinu s. I- sunnudagskvöld til ágóða fyrir Listigarðinn. Málefnið er gott og þarft og mun hafa grætt á samkomunni en fáir aðrir til muna annað en það að styrkja Listigarðinn, því samkoman þótti nauðaómerkileg, ált nema erindi Steingrfms læknis. • Lokur) búða á mánudögum til há- degis mælist afar illa fyrir, einkum í sveitunum. Bændur hafa koqiið á hverj- um mánudagsmorgni og gengið bölv- andi um göturnar, sem von er. Marg- oft stendur svo á, að bændur, sem búa nærri kaupstaðnum, geta lokið ferðinni af fyrri hluta dagsins, ef ekki hömluðu slagbrandarnir. En þeir, sem þekkja til sveitabúskapar, vita, að seinni hluti dags er notadrýgri fyrir bóndann einkum við heyþurk, þegar »skfn upp< um hádegi. Sjálfsagt er þessi ráðabreytni runn- in frá »Verzlunarmannafélaginu< og er lfklega' þess eina afrek. Það er eins og verið sé að gefa mönnum undir fótinn, með f>að að svalla íram á næt- ur í bannlandinu og sofa svo úr sér drykkjuvfmuna á mánudögum þegar þörf almennings kaliar þá til verka. Yfirvarpið fyrir þessari búðarlokun er það, að verzlunarmenn komi svo seint heim á sunnudagskvöldum úr skemtiferðum, sem þeir fari um helg- ar. En þeir munu vera færri, sem nota mánudagsnóttina til ferðalaga heldur en hinir, sem nota hana, til að þvælast á götunum, ef til vill með drykkjulátum og hvorki sér né öðrum til gagns. Loks er allmörgum verzl- unarmönnum engin þægð í þessari mánudagshvfld. Vitanlega þurfa verzlunarmenn að hressa anda sinn eins og aðrir. Væri þá nær að gefa þeim að minsta kosti viku frí eins og nú tíðkast í Reykja- vík og hjá K. E. og ef til vill fleiri verzlunum hér f bæ. Þetta gætu að líkindum allir verzlunarmenn fengið þann tfmann, sem minst er að gera, þó ekki allir í einu, Þá gæfist þeim kostur á að fara í langferð og ‘kynn- ast landi sínu víðar en í heimahéraði. Ætti það að duga þeim betur til hvfldar, skemtunar og andlegs ávinn- ings heidur en stuttar ferðir eða heimskulegt næturrangl um hverja helgi, vikulegur missvefn og mánu- dagsflatmögun í rúmunum, með^n bændum verður verkíall á torginu. Er hér með skorað á bæjarstjórn- ina að taka þetta mál til meðferðar, afnema þenna ósið, en sjá um, að verzlunarmenn fái þá hvíld á hverju sumri, sem kemur þeim að einhverju liði, en er ekki öðrum mönnum til tafar og skapraunar. Úr öllum áttum. Skipafregnir. Island kemur hingað 28. þ. m. austan um land. Fer vestur um til ísafjarðar og Rvíkur. Verður í Rvfk 1. okt. Sterling er í þann vegin að koma til landsins; kernur nustan I fyrir. Verður hér um eða eftir miðja næstu viku. Lagarfoss og Gullfoss eru báðir í Khöfn. Villemoes kom hér á miðvikudaginn með Landsverzlunarolíu. Fór héðan til Austfjarða; snýr þar við og fer vestur á Húnaflóahafnir til þess að taka þar ket fyrir S. í. S. Bruni. Á miðvikudagsnóttina var brunnu bærinn og kirkjan á Mælifelli Atvinna. Stúlka getur fengið veturvist frá 1. okt. n. k. Sigurður Ouðmundsson, skólameistari. Dagur flytur auglýsingar fyrir augu fleiri manna en nokkurt annað blað hér norðanlands. Því ekki að auglýsa í Degi? Auglýsingum má skila í prentsmiðjuna eða til ritstjórans. Kaupendur blaðsins f Múlasýslum og Norður-Ping- eyjarsýslu eru beðnir að greiða áskriftar- gjöldin til þess kaupfélags, sem þeir verzla við, f Skagafirði til kaldra kola. Mannbjörg varð, en sagt að innanstokksmunir hafi brunnið að mestu. Heyskaparlok hafa orðið aiigóð yfirleitt þrátt fyrir slæma tíð á norð- austurhluta landsins. Heyfengur manna í meðallagi og rúmlega það, eftir þvf sem til fréttist. i Tíðarfarið. Fyrir göngurnar brá til sunnanáttar og gerði beztu tíð. Fimtu- daginn í þesssri viku gerði kuldasnún- ing og snjóaði f fjöll. Tíðin er sem stendur umhleypingasöm og til alls búin. s Skagfirðingur, sem sendi Degi grein um Hólaskóla er beðinn að senda ritstj. nafn sitt. Nafnið verður ekki birt, en blaðið flytur ekkert, nema það viti nafn höf. Vínsmyglunin. Verkam. íO. þ. m. skýrir svo frá, eftir beztu heimildum, sem fyrir hendi séu, án þess þó að vilja taka ábyrgð á að alt sé fyllilega rétt hermt: Skonnortan, sem kom til Siglufjarðar, héitir Baldur og er frá Kiel. Erindið, að kaupa hér sfld og íara með hana til Gautaborgar eftir því sem látið er uppi. Vínbirgðirnar, sem skipið haíði meðferðis, voru fald- ar í salti og reyndust þær 22 þús. lítrar at spíritus, 150 12-flösku kass- ar af koníaki og 475 vínflöskur. Alt þetta vfn var flutt í land. Fullyrt er, að skipstjórinn hafi ætlað að selja vínið hverjum, sem hafa vildi. Rann- sókn f málinu mun tæplega lokið enn og úrslitin því með öllu ókunn. Orðsending til Jóns E. Bergsveins sonar. Ut af orðsending til Dags í Isl. í gær, skal þetta tekið fram: Jón má vera viss um, að f svarinu til hans eru engar prentvillur, sem máli skifta. Dagur kannast ekki við að hafa tekið upp rangar tilvitnanir. Ef Jóni blöskrar það sem úr grein hans er tekið, er það vegna þess, að hann hefir skrifað hana »ósjálfrátt,« án þess sfðar að hafa lesið hana til hlítar. Og úr því sem komið er, væri honum hollast, að lesa hana alls ekki. \ Ferðaáætlun skipsins <ísiand< birtist hér í blaðinu í dag. Ættu menn að halda henni til haga, svo hún sé ekki til ónýtis birt. t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.