Dagur - 12.01.1922, Blaðsíða 3

Dagur - 12.01.1922, Blaðsíða 3
1. tbl. DAOUR 3f F-U-N-D-U-R verður haldinn i Akureyrardeild Kaupfélags Eyfirðinga, mánudag- inn 16. p. m., kl. 7 síðdegis í kvikmyndasalnum. D eilda r stj ó r nin. Mjög vandada íbúð •» og ra/lýsta, á bezta stað í bœnum, bœði ýyrir einhleypa og minni eða stœrrí f/'ölskyldu, geta góðir leigendur fengið með sanngjörnum kjörum, ýrá 14. maí nœstkomandi, eða jaýnvel fyr. — Árni fóhannss. Kaupfél. Eyý visar á. Aðalfundur U. M. F. A. verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum, sunnudaginn 22. p. m., kl. 2 siðdegis. Stjórnirv TÖÐU og OTHEY vil eg undirritaður kaupa — hátt verð í boði. Peir, sem vilja selja ættu að tala við mig, áður en þeir selja öðrum. Jón M> Jónsson, Sunhasa. lands við England, ef Frakkar vilji gefa Pjóðverjum eftir jafn- mikið fé, Einar Arnórsson er skipaður skattstjóri frá áramótum með prófessorsembættinu og með sér- launum fyrir hvorttveggja. Ólafur Jónsson frá Húsavík er settur bæjarlæknir hér, en búist við að Sigurður Kvaran eigi að fá veitinguna. Peningaútlitið mjög ískyggi- legt. Talið að hvorugur bank- inn veiti nokkur lán svo heitið geti og að Islandsbanki yfirfæri ekkert. Vaxandi fylgi við verzlunar- tillögur Magnúsar Kristjánsson- ar frá í fyrra, jafnvel meðal kaupmanna. En pað eru ströng innflutningshöft og einskonar útflutningsnefnd, sem hafi um- ráð yfir andvirði íslenzkra vara og sjái um, að pví sé varið fyrir lífsnauðsynjar almennigs. Fréttaritari Dags. Skammdegishugleiðingar. Þú hefir óskað eftir því Dagur minn góður, að fá Hnu við og við úr sveit- inni. Þessi ósk þfn er ekki fram borin í eigingjörnum tilgangi, síður en svo, fyrir þér vakir það eitt, að hér miðli einn öðrum. Enda þótt eg hafi ekki roiklu að miðla f þessu efni, ætla eg að stinga niður penna, í von um að ekki þurfi það að hneyksla neinn, þó eg komi til dyranna eins og eg er klæddur, á sauðsvörtum almúgafötum Engan þarf að undra, sem nokkuð þekkir inn á verksvið bóndans, þó hugurinn dvelji fyrst og fremst við hans eigin viðfangsefni, sé einkum bundinn við heimahagana og svo mun að mestu verða hér, að eg haldi mig aðallega innan fjallahringsins eyfirska f þessum hugleiðingum mínum. — Verður þá fyrst lyrir búskapurinn. Frá aldamótum hefir búskapurinn hér í Eyjafirði blómgast jafnt og þétt. Fénaði hefir stórum íjölgað og afurðir hans aukist. Á sama tfma hefir fjöldi bænda keypt jarðir sfnar og sumir þeirra borgað þær að öllu, en aðrir að einhverju ieyti. Jafnfram þessu hefir og farið fram, þó nokkuð alment, aukning og umbætur á ræktuðu og óræktuðu landi, sem tekið hefir upp mikla peninga og mikinn tfma um alt héraðið, enda meiri hey og fljóttekn- ari nú en áður. Þá hafa menn og á þessu tfmabili aukið við sig að miklum mun allskonar áhöldum til að létta og fiýta fyrir vinnubrögðum utan húss og innan. í þessháttar eru komnir margir peningar. Að siðustu má geta þess, að tals- vert hefir einnig verið lagt í húsa- bætur á þessum árum, þó vfða sjáist þess ekki stór merki, þá eru þessir fáu en myndarlegu steinsteypuhús, sem eru f uppsiglingu f þessu héraði, sýni- legt tákn um betri efnahag og þrótt- meiri framkvæmdir bændanna eyfirsku. En nú heyri eg suma menn segja, að búskapnum sé að hraka hér hjá okk- ur og að eyfirskir bændur séu að verða efnalega ósjátfstæðir. Hvað skal satt f þvf f Búskapurinn hér f Eyjafirði sýnist standa sæmilega. Siðastliðið haust reyndist fé til niðurlags yfir- leitt f meðallagi, þótt nokkuð væri það misjatnt eftir sveitum og afréttum; einnig varð heyskapur sæmilegur hér um slóðir, þrátt fyrir hið afarkalua og hretasama sumar. Óþurkar og innflú- ensa tóku höndum saman, til að tefja fyrir heyskapnum og gera bændum ilt í sinni, en bætt vinnubrögð og gömul þrautseigja máttu sfn meira, svo hey fengust f garð á endanum eigi minni að fyrirferð en venja er til. Að vísu reynast hey nú með lakara móti, eink- um töður, en sfld er fáanleg bjá út- gerðarmönnum með skaplegu verði, svo fóðrið má gera gott, ef menn eru sér úti um hana f tfma. (Framh.) Friðarhorfur? (Niðurl.) Með strfðinu og friðarsamningunum mistu Þjóðverjar allar nýlendur sínar og öll viðskiftasambönd, mestan hluta af skipastói sfnum, innanlands fiutn- ingatæki, þeim var fþyngt á ýmsar lundir með óheyrilegum skaðabóta- kröfum, útflutningsgjaldi á vörum, kostnaði við setulið annara þjóða f landinu og margháttuðum kvöðum af ýmsu tagi. Augsýniíegur tilgangur sigurvegaranna var sá, að svifta þjóð- ina öllum viðreisnarráðum, gera hana örmagna undirlægju f allri framtfð. Smátt og smátt hafa augu manna lokist upp fyrir þvf, að slfkt algert niðurdrep á heilu stórveldi er ekki áhlaupaverk. Það verður ekki gert með öðru en því, að afhöfða hvern einstakling. Með tfmalengdinni þróast hið máttuga mótstöðuafl, sem rang- sleitnin sjáll kallar til starfa gegn sér. Þjóðverjar hafa ekki enn látið bugast enda sýnilegt flestum, sem að málum þessum standa, að þeir mundu draga alla Evrópu með sér f fallinu. Vestur á bóginn var öllum sundum lokað. Múr fjandskapar og otbeldis var hlaðinn fyrir alla útvegi f þá átt. Með Rússum og Þjóðverjum hefir fremur dregið saman sfðan styrjöld- inni slotaði, enda hafa Rússar einnig verið undirlagðir otsóknum og gikks- æði vestrænu þjóðanna. Þjóðverjar hafa því stefnt augunum f austurátt. Járnbrautarleiðin til Bagdað er þeim lokuð, en Rússland er Þjóðverjum (ær leið að auðsuppsprettum og víðlendi Austurálfu heims. Rússar eiga yfir að að ráða næstum ótæmandi framfara- möguleikum, en skortir mátt þekking- arinnar. Þjóðverjar eru rfkir af henni en vantar starfsvið og landrými til að beita afli sfnu á og taka á móti út- streymi þjóðarinnar. Því hefir heyrst að samningar standi yfir, að vfsu leyni- legir, milli þjóðanna. Þjóðverjar eigi að fá aðstöðu, til þess að stofna til stórkostlegra iðnaðar- og landbúnaðar- fyrirtækja í Sfberfu og leyfi til þess að brjóta sér braut eftir þeirri leið austur að Kyrrabafi. Þessi stefnubreyting og þýzk út- sókn austur á bóginn f fang gulu þjóðsnna, hefir meðal annars gert frið- arhorfurnar f heiminum ærið tvfsýnar. Bandamenn hafa með ofmetnaði sín- um, drotnunaræði og sigurhroka, hrund- ið frá sér meiri hluta Evrópu og knúð hana til fjandsamlegrar and- stöðu gegn þeim sjálfum. Og stærsta hættan er sú, að þessar svfvirtu þjóð- ir sláist f bandalag við önnur heims- drottnunarveldi t. d. Japani, sem standa mjög á öndverðum meið við rfkjandi heimsdrottnun vestrænu þjóðanna, Bandarfkjanna og jafnvel Englendinga, þó f orði kveðnu bafi verið til alt að þessu en'kt japanskt bandalag. En nýlega hafa gerSt mjög mark- verð tíðindi, sem vekja vonir manna um að ef til vill sé þessi heimur ekki svo heillum horfinn, að ný styrjöld brjótist fram mjög bráðlega. Harding forseti kvaddi til ráðstefnu f Washing- ton, til þess að ræða um flotamál heimsins og önnur heimsmisklfðarefni. Auðvitað voru Þjóðverjar ekki boð- aðir á slíka ráðstefnu, né Rússar. Þeim þjóðum koma málefni mannkyns- ins og framtfð þess svo lftið við að dómi þeirra þjóða, sem þessa stund- ina hreykja sér í valdasætunum. Fram- an af leit ekki út fyrir annað, en að Bandarikin hefðu kallað á fund sinn fulltrúa ýmsra þjóða til þess eins, að að augtýsa mátt sinn og drotnunar- anda. Bandarfkin lögðu fram uppá- stungu um hlutfall milli framtfðarflota þjóðanna. Vildu Bandarfkjamenn sjálfir hafa stærstan flota, þá Englendingar, þá Japanir. Englendingar hafa ekki f marga mannsaldra látið sig dreyma um annað, en að þeir sjálfir væru og ættu að vera drottnar úthafsins. Þeim var þvf ekki létt um, að beygja sig fyrir Bandarfkjunum. En Bandarfkin hótuðu að beita öllum sfnum auð til flotabygginga, ef tillögur þessar næðu ekki fram að ganga og fyrir auð Bsndarfkjanna urðu Englendingar að beygja sig. Tillögurnar náðu fram að ganga. Samkomulagið á ráðstefnunni virðist ekki hafa verið hið bezta. Við sjálft lá að Frakkar klofnuðu frá og mundu einangrast sökum þverúðar sinnar og blinda ofsóknaranda gegn Þjóðverjum. Þeir virðast sjá eitt mik- ilsvert framtfðarmá! í þessum heimi og það er að vernda Frakkland gegn þýzkri ágengni. Um þetta snerist alt fyrir þeim á ráðstefnunni. En það hvarf í baksýn fyrir spurningunni um yfirdrotnunina á heimshöfunum, sem nú færist úr höndum Breta f hendur Bandarfkjamanna og eru lfkur til um leið, að þungamiðja heimssamkepninn- ar færist úr Atiantshafi í Kyrrahafið. í sfr.u lagi hótuðu Japanir að gulu þjóðirnar mundu efla til bandalags gegn hvítum þjóðum, ef kröfur þeirra yrðu ekki teknar til greina. En nú liggja spilin þannig, að gulu þjóðirnar Japanir og Kfnverjar eru í megnri andstöðu hvor við aðra, vegna jspanskrar ágengni í Kína. En Bandarfkin, sem ein vildu öllu ráða á þessu þingi, hata skipað sér eindregið Kfnverja megin f Asfumál- unum. Aðstaða Japana var því ekki góð og úrslitin virðast hafa verið þau, að Bandarfkin hafi ein öllu ráðið um úrslit mála á Washingtonráðstefnunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.