Dagur


Dagur - 27.04.1922, Qupperneq 1

Dagur - 27.04.1922, Qupperneq 1
DAGUR kemur út á hverjum fiintudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast ritstjóri blaðsins. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni I>. I>ór, Norðurgötu 3. Talsími 112, Uppsögn, hundin við áramót, sé komin til afgreiðslttmanns fyrir 1. des. Akureyri, 27; apríl 1922. 17. blað. V. ár. i Þ-E-I-R S-E-M B-Y-G-G-J-A íbuðarhús, verzlunarhús eða hvaða hús sem er, þar sem hitunartæki þurfa, »miðsföðvar«- vélar, ofna eða eldavélar, ættu að snúa sér til undirritaðs. Jón Stefánsson. Talsími 94. '2fer Akureyri. Kaflar úr bréfi austan úr sveitum. I. Meinleysi. Pósturinn korainn — þessi lang- þreyði gestur hér í fásinninu. Eg vænti þess jafnan að hann opni dyrn- ar út úr dalþrengslunum — gefi út- sýni um veröldina, komi með nýtt loft og Ijós inn f baðstofukytruna. — En vonirnar vilja stundum bregð- ast. Utsýnið dauft og dapurleg birt- an úr dyrum, gusturinn fúll og kald- ur frá blaðafréttum og rifrildi..... Illa lízt mjer á þingstarfið — þing- ið er hálfvolgt, huglaust og meinlaust. En hvers er annars von ? Þingið er eftirmynd alþýðunnar. Góðlyndið, greiðasemin, bónþægðin — eru góðir kostir sem við bændur eig- um í rfkum mæli. En kostirnir eru >ofan sævarhluti hvers Iundarfars< — neðansjávar f »fari< okkar bænda halda þessir kostir áfram niður á við og verða að meingöllum — niður við kjölinn — og er sú kjölfesta stund- um svo þung að gang dregur af skip- inu. — Góðlyndið er þar orðið að meinteysi og heigulshætti, sem lfður allan skollann og hvergi þorir að segja meining sína, og greiðasemin að und- irlægjuhætti, sem lætur traðka rétti sínum. »MeinIausir< bændur skapa eðlilega þing með þessum einkennum. — Æðsta persónugerfi þeirrar stefnu að vilja gera »alt fyrir alla«, svo allir verði ánægðir, hefir nú loks slept landsstjórn og landsfjármálum. En stefnan virðist rfkja enn í þinginu svo ekki er víst að betra taki við. — — — Greiðasemi þingsins og bónþægð- in, meinleysið gerir allan sparnað ó- mögulegan. Þar öll spor eru hálfstig- in og hikandi, alstaðar bræddar sam- aa ólfkar stefnur og skoðanir, allir hræddir við að sigra alvég eða falla. Láta sér nægja hálfa sigra — þing- flokkarnir og þingið alt of hrætt, þing- menn hvorir við annan, við kjósendur við kaupmenn og S. í. S., Morgun- blaðið og Tímann. — Enginn flokkur hefir völd. Enginn meirihluti hetir á- bytgðina. Enginn minnihluti stendur á verði. Eg gæti þolað að öilum fræðslu- styrk væri kipt af alþýðunni i — 2 ár og ekkert fé veitt til verklegra fram- fara, jafnvel þó þetta ættu að vera aðalgjöld fjárlaganna á venjulegum tímum. En þá yrði þingið líka að sýna sparnað í öðru og vilja f alvöru rétta við landssjóðshag. Það verður að hrynda af sér meinleysismollunni og þora að skera niður bitlinga og óþörf embætti. Fara svo langt sem dóm- stólar leyfa í því að kippa laununum af óþarfalimunum sem þá Iosna úr embættum og fá frjálst starfsafl. Dýr- tfðaruppbót embættismanna þarf einnig að afnema, svo »höfðingjarnir« neyð- ist til -að spara eins og alþýðan. — En Ifklega verður nú þetta alt hálf- gert eða miður hjá þinginu. Ekki heyrist bankamálið nefnt í blöðunum — rennur þingið þar þegj- andi undan? — Og innflutningshöftin ? Hafa þessir 300, er Reykjavfkur-kaup- menn smöluðu, hrætt þingið frá að gera róttækar ráðstafanir til innflutn- ingshafta? II. Spanarvín. . . . Sárast er þó ef þingið meinlausa bognar fyrir Spánverjum. ísl. þjóðin hefir með meirihluta at- kvæða samþykt þá siðferðisraun og siðabót, að útrýma með lögum áfeng- inu úr landinu. Þessi meirihluti hefir fastan og öryggan grundvöll hjá al- þýðu manna, en fjöldi efnamanna reyn- ir að svlkja lögin og spilla þeim með aðstoð sorans úr verzlunarstéttinni og nokkurra óhlutvandra lækna og lyfsala. Um þessi lög stendur barátta og hafa kaupmannablöðin og stjórnin sálaða staðið á móti þeim, og fagnað bverri flugu, spanskri sem fslenskri, sem stefndi gegn Iögunum. Nú koma Spánverjar,' sem svarta bera blettina frammi fyrir skuggsjá sögunnar — og segja: »Ef þið ekki ísl. afnemið bannlögin ykkar, segjum við ykkur tollstrfð á hendur. Og J. Magnússon og Morgunbl. hugsa: »Bravó! nú skulu banulögin falla.« — íslendingar hafa f þessu eina máli verið forgangsþjóð. Augu alls heims- ins stara á okkur. Miðaldaeftirlegan, ofstopinn reíjótti meðal þjóðanna, Spán- verjar f baráttu við íslendinga, sem erlendar þjóðir hljóta að skoða sem gáfaðan, göfugan og hugsjónarfkan ungling á gelgjuskeiði. Atlir vita að við getum varið okkur, ekki með stáli né blýi, púðri né eiturgasi, fjárafla né mannafla, heldur með siðferðisþreki, staðfestu og sjálfsafneitun. Og vðrnitl hefit alþjóðlega þýðingu. Sjálfsagt virðist sumum peningaleg- ur stundarhagur að láta undan Spán- verjom. En slfkt er vafasamt. Hugir annara þjóða standa með oss. Albræðurnir í Noregi eru samherjar. Hver undanlátsemi er svik við þá, sem þeir geta krafið okkur til ábyrgð- ar fyrir með sinni »tolllöggjöf«. Stórbóndinn á Bretlandi stendur á öndinni og horfir á leikinn, þar sem hinn forni erfðafjandi berst við kot- bóndann unga, sem er að byrja bú- skap norðan og austan við túnið hjá honum. Ekki er efi á hverjnm hugur fylgir. Ameríka, hin góða stjúpa 30 000 íslendinga, framtfðarheimsveldið gró- anda, okkur á hægri hönd, sendir oss hvatningarorð og býður styrk sinn. Hvort mun hyggilegra að sigra eða vfkja? Hvort mun okkur hentara, að fylgja réttu máli, eftir óskum þessara nágranna okkar og nánustu frænda, þeirra þjóða sem mest eru vaxandi; eða beygja okkur undir siðleysisok hinnar spönsku miðaldakúgunar. — En f raun og veru koma hér ekki stundarhagsmunir til greina eða áttu ekki að koma. Hér sjálfstæðismál á ferðinni og metnaðarmál, sem er þús- und sinnum meira virði en alt Vog- Bjarna glingrið (s. s. sendiherrar, lög- jafnaðarn., orður, hæstaréttarkápur o. s. frv. Hér kemur það til greina hvort við f verki erum færir um að ráða hér lögum eða við látum aðra heimta laga- breytingar og skipa fyrir um lög, ella bjóða afarkosti. Hér verðum við að sýna heiminum f fyrsta sinni, hve öfl- ugt sjálfstæði okkar er og þjóðarstað- festa. — Meiður þjóðarinnar og sjálf- stœði er í- veði. Hundrað dæmi lýsa sem léiftur f náttmyrkri sögunnar, þar göfug og siðgóð smáþjóð hefir fórnað blóði sfnu og stundarhag fyrir hugsjónina, f bar- áttunni við stóra ofbeldisþjóð. Forn dæmi ( þúsundatali kynda frelsisvilja smáþjóðanna, alt frá þvf Leonfdas féll f Laugaskarði og þar til borgarstjórinn svalt í hel f Cork á ítlandi. — Smáþjóðirnar einbeittar og siðgóðar verða ekki drepnar með öllu heimsins ofurefli, nema þær sjálfar bogni og láti ginnast af gullnum eit- urbikar siðlausrá óvina. Ætlar þingið okkar að ginnast af gullbikar Spánverja? /■ Ath. Eins og kaflar þessir bera með sér, voru þeir skrifaðir nokkru áður en þingi sleit. ér með tilkynnist að faðir minn INDRIÐI ÁSMUNDSSON, andaðist á heimili sínu mið- vikudaginn 21. april s. 1. Jarðarförin er ákveðin föstudag- inn 5. maí og hefst með húskveðju á heimili hans kl. 10>/2 f. h: Miðvik 25. apríl 1922. Aðalsteinn Indriðason. F r é 11 i r. Gagnfraeðaskólinn efnirtil skémti- samkomu laugardaginn 29. þ. m., f leikfimissal skólans. Meðal annars tala þar kennarar skólans, Brynleifur Tobias- son og Guðmundur Bárðarson, og söngflokkur skólans syngur. Skemtanir hér f bæ hafa rekið hver aðra. Á 2. páskadag sýndi Leik- fimisfélag Akureyrar leikfimi í Sam- komuhúsinu. Á miðvikudaginn sfðast- an f vetri hélt hjúkrunarfélagið »Hlff« skemtisamkomu og var einn liður skemtiskrárinnar fyrirlestur, sem Stein- grfmur Jónsson bæjarfógeti fiutti. Á sumardaginn fyrsta hélt U. M. F. A. sumarfagnaðarsamkomu, fór þar fram leikur, söngur og skrautsýning. Loks kom kvenfélagið »Framtiðin« á skemt- un á Iaugardagskvöldið var, og var þar bæði leikur, skrautsýning ogviki- vakadansar. Skemtun þessi var svo endurtekin á sunnudagskvöldið. Dánardœgúr. Dáinn er nýlega vestur f fljótum Hjálmar Jðnsson, aldraður maður, er fyrir mörgum ár- um var frammi í Eyjafirði og bjó um eitt skeið á Ytra-Laugalandi. Þá er og nýlega dáinn úr slagí Indriði Ásmundsson t Miðvlk á Sval- barðsströnd. Heimilisiðnaðarútsala. Stórt skemti- ferðaskip er væntanlegt til Reykja- vfkur seint f júnf f sumar, með fjölda farþega frá Amerfku. Heimilisiðnaðar- félag íslands hefir f hyggju að hafa dálitla útsölu f Rvfk fyrir þessa gesti á meðan þeir dvelja þar, á fslenzkum heimilisiðnaði. Þeir, sem vilja koma einhverju f þessa útsölu, geta komið því til formanns, ungfrú Frfðu Proppé Vonarstræti 1. Reykjavfk, eða þá í gegnum einhvern umboðsmann sinn þar á staðnum, sem afhendi formanni það og taki við þvf aftur eða andvirði þess. — Varáð ér við að setja óað- gengilegt verð á hluti, sem látnir verða f útsöluna. — Félagið bætir 10O/0 við verðið, tekur það fyrir söluna á því er selst, 6n að öðru leyti eru aliir munir teknir f útsöluna eigendum að kostnaðarlausu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.