Dagur - 13.07.1922, Blaðsíða 1

Dagur - 13.07.1922, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum {initudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi y rir 1. júli. Innheiintuua atinasi ritstjóri blaðsins. AFOREIÐSLAN er hjá J6ni l>. IÞór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, hundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. V. ár. Akureyri, 13. júlí 1922. 28. blað. E-L-D-F-Æ-R-A-V-E-R-Z-L-U-N. I* Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvoffapoffum, ofnrörum, rörþnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- andi og selí með verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar úf um land. Jón Stefánsson. Talsími 94. j&r Akureyri. Símskeyti. Reykjavík, 11. júlí. Pýzka markið fellur stöðugt sökum morðanna og óaldar í landinu. Tjónið af uppreist írsku Iýð- veldismannanna talið 60 milljónir punda. Hæstiréttur Rússa hefir dæmt nokkra af æðstu prestum lands- ins til dauða fyrir, að vilja verja eignir kirkjunnar fyrir ráðstjórn- inni. Grafir Rússnesku keisaranna hafa verið opnaðfar til að Ieita dýrgripa í peim. I Reykjavík kusu um 3000. Rúmlega helmingur kjósenda. Sókn fremur dauf alstaðar; engu síður í kauptúnum en sveitum« Sig. Eggerz kominn heim. Kaupmannasinnar höfðu talað um, að gera aðsúg að honum, en porðu ekki er íil kom. Grasspretta sunnanlands með allra daufasta móti. Fréttaritari Dags. Landskjörið. Kosningahríðinni er nú lokið og menn bíða langeygðir eftir því, að úrslitin verði kunn. Að því er spurst heíir enn, hafa kosningarnar verið slæglega sóttar og sumstaðar illa. — Hjer á Akureyri kaus nálega helmingur þeirra, er á kjörskrá standa. Svipaða sögu er að segja um Eyjafjörð framan Akureyrar. Að því er heyrst hefir úr Suður-Þingeyjarsýslu, hefir kosninga- sókn þar verið þessu lík. Langtum meira áhugaleysi hefir átt sjer stað f úthluta Eyjarfjarðarsýslu. Hefir þar í sumum hreppum að eins þriðji hver kjósandi notað kosningarjett sinn og þaðan af minna. í Svarfaðardal er t. d. sagt að 50 kjósendur hafi neytt kosn- ingarjettar af 300, er á kjörskrá standa, eða aðeins sjötti hluti. A Siglufirði kusu tæpir 100 af 300 o. s. frv. í höfuðstaðnum kusu íull 3000 og mun vera um helmingur kjósenda þar. Er tómlæti það, er fram kemur í sumum sveitum við þessar kosningar ilt til afspurnar. Er það gamla sagan, að hver um sig hugsar sem svo, að ekkert muni um sitt eina atkvæði meðal fjöldans. Kennir þessa meinlega mis- skilnings einkum við landskjör. Þó að heildarúrslit kosninganna sjeu öllum hulin, þá eru menn þó hingað og þangað að reyna að gera sjer einhverja sennilega grein fyrir þeim á sjerstökum svæðum. T. d. herma fregnir úr Reykjavík, að þeir, sem kunnugastir eru bak við tjöldin, teljí að A-listinn og D listinn hali fengið sín 1000 atkvæðin hvor, C-listinn 600 og afgangurinn skifst milli B og E. En úr þessu getur enginn skorið með fullri vissu og verða menn nú að bfða átekta. Torskilin bæjanöfn og skrípanöfn. Það mun vera farið að komast inn f þjóðarmeðvitund, að ósæmilegt sé að láta skíra börn í nafni heilagrar þrenningar aíkáralegustu skrfpanöfnum eins og t. d. F/iðsvunía, Pimmsunn- trína og Almannagjá\ Hinsvegar hygg eg að til skamms tíma hafi það verið leyndarmál nema f stöku sveitum, að ;til væru bæir, sem heita öðrum eins nöfnum og þessum: Hallstrunta, Skinntík, Roðgúll Biók, Gónandi, Sperðill, Viðbjóður og Vitleysa\ Mörg fleiri bæjaónefni telur Margeir fónsson upp f riti sfnu: Torskilin bœjanöfn í Skagafjarðar- sýslu. Eru sum þeirra svo klúr, að maður getur varla kinnroðalaust nefnt þau upphátt f margra áheyrn, hvað þá heldur á prenti f virðulegu blaði (nema vera skyldi t. d. inni í miðri pólitískri skammargrein). Þar sem eg ólst upp voru mörg einkennileg kotanöfn eins og þessi vfsa vottar: »Eru kotin Odda hjá Ekra, For og Strympa, Vindás, Kumli, Kragi þá kemur Oddhóll skamt þar frá.< Og lengra burtu frétti eg um bæi sem hétu Pula, Pjatla, Blábringa, Vestannepja o. s. frv. Það var þó fyrst hér norðanlands, sem eg tók eftir hve menn afbökuðu herfilega ýmB bæjanöfn með latmælgi og af bjánaskap. Get eg ekki Jýst þvf hve mér var hvimleitt að heyra hvernig sumir karlar misþyrmdu móðurmálinu eins og t. d. þegar þeir sögðu og segja enn: Riýnastaðir fyrir Rrónu- staðir, Skálstaðir fyrir Skálastaðir, Böggustaðir fyrir Böggversstaðir. Og enn ver var mér við, þegar eg heyrði þá segja : »Eg ætlí út í Möðruvall- ni< eða »Eg ætli fram í Stokkahlað- ni<. — Mér lá við að gefa þeim utanundir. Bæði íanst mér það hrein- asta skrælingjaháttalag, að leyfa sér að nota viðtengingarhátt f svo beinni viðræðu, og svo bæta gráu ofan á svart með því, að afbaka bæjanafna- hneiginguna, sem átti að vera með- fædd hverjum meðalskussa. Mér þótti þvf vænt um að Margeir Jónsson hefir tekið þetta mál til rækilegrar íhugunar. Get eg ekki stilt mig um að stfnga niður penna til að hvetja iólk til að, kaupa ritling Margeirs og styrkja með þvf góða viðleitni þessa fræði- manns. Þó hann sé ekki skólagenginn heldur aðeins sjálfmentaður maður, stendur hann ekki háskólagengnum vfsindamönnum að baki f skarpskygni og fróðleik f fslenzkri sagnfræði. Ritlingur hans um bæjanöfn í Skaga- firði ber þess Ijósan vott og væri æskilegt, að Bókmentafélagið eða Háskóli íslands vildi styrkja hann til framhaldsrannsókna á bæjanöfnum og öðrum örnefnum viðsvegar um sveitir landsins. Margeir hefir sýnt hvað langt má komast f vfsindagrúski jafnvel fjarri bókasöfnum ef vel er notað það sem fyrir hendi er eins og t. d. Fornsögur vorar, Biskupasögur, Safn til sögu ísl., Fornbréfasafnið, Espólíns árb. o. fl. Einkum hjó eg eftir því hve hon- um hefir orðið matur úr Fornbréfa- safninu, þessu óaðgengilega fræðamoði, sem er flestum lokaður fjársjóður, Þeir eru margir, sem amast við þessu ritsafni af fávizku sinni og telja aur- unum illa varið, sem ganga til útgáfu þess. Margeir hefir sýnt, að þeir menn tala »eins og lávfsar konur tala.< Stgr. Matth. Pósthlísið er nú flutt í hús ríkis- in(s, Hafnarstræti 84. Hefir neðsta hæð hússins verið útbúin . fyrir póst- afgreiðsluna og er þar mun betra og haganlegri umbúnaður en áður hefir hér verið. Framvegis verður afgreiðslu- tími á Pósthúsinu kl. 10 —11 árdegis alla helgidaga, en 10—6 alla virka daga. Fundargerð sambandsfundar norðlenskra kvenna. Fimtudaginn ^29. júní 1922 var Sambandsfundur Norðlenskra kvenna settur og haldinn á Skinnastöðum f Öxarfirði. Forstöðukona Halldóra Bjarnadóttir setti fundinn og stýrði honum. Bauð hún fundargesti vel- komna og skýrði tilgang félagsins í fám orðum. Forstöðukona nefndi til fundarskrif- ara Kristjönu Óladóttur og Fanneyju Jónsdóttur. Kvennfélag Öxarfjarðar gekk í Sambandið. Mættir fulltrúar voru: Frá Kvenfélagi Þistilfjarðar 2. Tngi- ríður Árnadóttir. Lára Pálsdóttir. Frá Kvenfélagi Öxarfjarðar 2. Sig- urveig Björnsd. Sigurveig Sigurðard. Frá Sýslusambandi Þingeyinga. 2. Fanney Jónsd. Karen ísaksd. Frá Hjúkrunarfélagiuu »Hlfn< f Höfðahverfi 2. Helga Bjarnad. Anna Jónsdóttir. Frá Kvenfél. Húsavfkur 1. Krist- jana Óladóttir. Af stjórnarinnar hálfu másttu for- stöðukona og gjaldkeri. 1. Lesin upp fundargjörð sfðasta fundar S. N. K., sem haldinn var á Hvammstanga 1922 og skýrði for- stöðukona frá störfum félagsins á sfðastl. ári. — 2. Fulltrúar gáfu skýrslur um starf- semi félagsdeildanna. Kvenfélagið »HIff< Akureyri sendi fundinum kveðju, en gat ekki sent fulltrúa á fundinn. 3. Lesið upp ávatp, sem stjórn S. N. K. hafði sent félagsdeildunum s.l. vetur til umræðu íyrir aðalfund. 4. Heimilisiðnaður. Framsögu hafði Sigríður Þorláks- dóttir. Málið var nokkuð rætt. Höfðu konur mikinn áhuga á þvf að auka og efla heimilisiðnaðinn á sem vlðtæk*. astan hátt. Samþ. svohlj. tillaga: • Fundurinn treystir konum á félags- svæðinu til að vinna að þvf hér eftir sem hingað til, a > námsskeið f handavinnu séu haldin bæði í sveit- um ‘ og bæjum, svo unglingar þurfi ekki að leita sér mentunar f þeim greinum utanhéraðs, sömuleiðis að börn séu látin iðka handavinnu f heimahúsum, drengir jafnt sem stúlkur og að handavinna sé tekin upp sem skyldunámsgrein í barnaskólum og fræðsluhéruðum.< 5. Heilbrigðismál. Framsögu hafði Helga Bjarnadóttir. Till. samþ. a. »1 því skyni að stuðla að aukinni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.