Dagur - 03.08.1922, Blaðsíða 2

Dagur - 03.08.1922, Blaðsíða 2
102 DAOUR 31. tbl. land heldur l(ka fyrir Austur- og Vesturland* eru orð hans. Um stserð- ina skal eigi þráttað. En meðan 20—30 sjúkl. leita út íyrir ríkið ár- lega, þá er þó alltjent sá rúmafjöldi sem þarf. Svo kemur biðtíminn. Hann getur stundum orðið óþægilegur. I}að segir dálítið að bíða 2—4 mánuði f illum húsakynnum, við illa aðbúð, og komið hefir fyrir mig, að eg hef orðið afhuga því, að senda sjúkling suður þegar pláss loks hefir fengist. Svo komum við þá að þessari kór- villu Steingríms; að byrja smátt og enda stórt. Eg heíði getað skilið þetta; ef komið hefði úr annari átt, en f heilsuhælisbyggingu á »piano- forte* ekki við. Til þess að »moderne« heilsuhælislækning geti farið fram, þarf Röntgensljósáhöld, með góðum byggingum og nokkur skýli til að byrja með. Við skýlin má auka eítir þörfum, en aðalkostnaður liggur auðvitað í tækjum þeim, sem til hælislækninga þarf. Sjúklingarnir eiga að vera Iang- vistum á hælinu og má það eigi vera bjáleiga frá öðrum verri stað, þar sem sjúki. eru 2 — 3 mán. og svo fluttir aftur á aðalbólið. — Nei! Heilsuhæli má ékki ve*ft kák. Það er betra að bíða nokkur ár enn og sjá hvérnig byrjar. Eg vísa óhrædd- ur til hvers þess, er vit hefir á slíkum málum, um það, að hugmynd Stein- gríms er afskræmi og eigum vér engan eyri þar til að leggja. Vér ísl. ættum að vera farnir, af reynslu að læra það, að ónýt tæki eru til óheilla og að bezt er að koata meiru til f bráðina og hafa hlutina eftir því til frambúðar. Vér þurfum ekki að kafa djúpt til þess að finna ónýt tæki og tjón af þeim í námunda við oss. Hitt er og dagsanna, að eigi er sama hver á tækinu heldur og vil eg helzt, að saman fari gott tæki og góður verkmaður. Símskeyti. Reykjavík, 2. ágúst. Bandamenn neita að linaskaða- bótakröfur við Pjóðverja. Markið fellur. Alt Suður-Pýzkaland hótar að kljúfa sig út úr alríkinu pýzka. Þýskir afturhaldsmenn hafa reynt að drepa Poincare. Sættir Grikkja og Tyrkja mis- hepnast, bandamenn banna Grikkjum að ráðast að Mikla- garði. Tvö hundruð Akurnesingar hafa mótmælt náðun Ólafs Friðrikssonar. Þá vitnaðist að Magnús Guðmundsson hafði lofað foringjum verkamanna náð- un, ef peir hindruðu mótstöðu gegn hvíta hernum. Islandsbankafundur sampykkir að borga enga vexti eða gróða í ár, en afborga tapaðar skuldir með rúmum 2200.000 kr. Magnús Guðmundsson kepti nm endurskoðun Islandsbanka við Ben. Sveinsson, en tapaði; sömuleiðis tapaði Magnús pví, að vera settur prófessor í lögum með fullum launum. L; H. Bjarnason er pað með hálfum Iaunum. Fréttaritari Dags. F r é 11 i r. Tillaga. Á leiðarþingi, sem haldið var á Breiðumýri 26. júní s. 1. áf þingmanni kjördæmisins og þar sem mættir voru tveir landskjörnir þing- menn, kom meðal annars fram svofeld tillaga (frá Sig Bjarklind); Fundurinn skorar á héraðsbúa að hefja nú þegar róttæka bindindisstarf- semi, sem geti komið í veg fyrir það, að tilslökun bannlaganna verði þess valdandi, að vfnnautn aukist í héraðinu. Væntir fundurinn þess, að öll héröð landsins taki á sama hátt í þetta mál. Var tillagan samþ. með öllum at- kv. gegn 1. »Ekki er alt sem sýnist" nefnd- ist erindi, er Jakob Kristinsson flutti f Samkomuhúsinu á sunnudagskvöidið. Fjallaði það um blik mannsins (aur- una) sem dulskygnir menn hafa á öllum öldum þózt .sjá og sem eðlis- og rafmagnsfræðingurinn enski W. J. Kilner hefir fundið vísindalega aðferð til að gera sýnilegt. Ekki er hægt að fara nánar útf einstök atriði erindis þessa, en fróðlegt var það, mjög vel flutt og ekki lýgilegt. Væri holt fyrir þá, sem halda, að þeir skynji tilveruna alla fyrir skarpskygni augna sinna, að kynnast þeim greinum f málum þess- um, þar sem dulskygni og vfsindum ber saman um niðurstöður. Listigarðurinn* þar voru sfðastl. sunnudag seld blóm og veitingar til ágóða fyrir garðinn. Er hann nú orð- inn fagur blettur og á framfaraskeiði, mest fyrir óeigingjarna starfsemi fárra manna. Landveg úr Reykjavfk komu hing- að á mánudagskvöldið Hallgr. Kristins- son forstjóri og sonur hans K'istinn. Dveljast þeir hér nyrðra nokkurn tíma. Kvikmyndirnar sem um þessar mundir eru sýndar hér f bænum heita »Heiður ættarinnar« og »Maðurinn og auður hans.« Báðar þessar myndir eru af betra tægi. Sýna hvernig.hið góða og mannskapslega í skapgerð manna má sín meira en það, sem lakara er. Fyrtalda myndin er þó heldur tilþrifa- lítil en hin sfðari skemtilegri. Vatnahjallaveg fóru um síðustu helgi áleiðis til Rvlkur augnlæknirinn Andre3 Fjeldsted, Guðm. Hlfðdal og Sighv. Blöndal. Slys á sunnudaginn ók mjólkurvagn á barn, er Karl Magnússon átti, og fótbraut það. Hjónaband. Á laugardaginn voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guð- ný Magnúsdóttir og Jón Benediktsson prentari. wVÍllemoes" kom í gær, austan um land frá Englandi, með stcinolfufarm til Landverz'.unar. Spánarvínin. Samkv. reglugerð stjórnarráðsins um sölu spánarvfnanna hér á landi, er bæjarstjórnum veittur tillöguréttur um, hverjum af borgur- um bæjarins, sem um það sækja, að hafa söluna á hendi, skuli veitt sú náð; Hér í bæ hefir verið talsvert kapp um bitann og hafa tveir af kaupsýslumönnum bæjarins einkum sótt sinn hlut fast í þessu efni: þeir Pétur Pétursson og Jón Steíánsson. Hefir mönnum þótt, sem varla mætti á milli sjá hver yrði hlutskarpari, þvf meðmælum hefir ringt niður á báða. í fyrradag var málinu loks ráðið til lykta frá hálfu bæjarstjórnar og sam- þykt óak til rfkisstjórnarinnar um, að hafa engan opinberan vínsölustað hér í bænum, en fengist það ekki, var mælt með Jóni Stefánssyni sem út- sölumanni. Hlaut hann sex atkv. Tvö féllu á aðra umsækjendur en Pétur Pétursson (ékk ekkert atkvæði. Gróður jarðar (Markens Gröde) kvikmynd af þessu heimsfræga skáld- verki eftir Knud Kamsun var sýnd eða gerð tilraun að sýna hana hér f gær- kvö'd Myndin ér stórfenglega íögur og efnismikil, en naut sín ekki, enda varð að hætta f miðjum klíðum. Laxaklak og silunga. Siipngs- veiði hefir vax'ð í Mývatni á sfðustu árum og er það að miklu þakka^ klaki þvf, sem Mývetningar hafa haft með höndum undanfarin ár. Aftur virðist mönnum að Mývatnssilungur hafi verið óvenjulega magur á þessu vori og þykjast menn ekki geta gert sér grein fyrir orsök þess, því vatnið er að dómi þeirra, sem vit hafa á, auðugt af átu fyrir silunginn. Reynslan sker fljótt úr, hvort silungsmergðinni er um að kenna. Á síðastliðnu ári var efnt til klaks f stærri stfl en áður og bygt klakhús með nýtískusniði að Garði í Mývatnssvéit. Ennfremur var á þessu vori efnt til laxaklaks að Laxa- mýri. Báðar þessar umbótatilraunir njóta styrks úr rfkissjóði. Fyrir klak- inu stendur Gísli Árnason, prófasts frá Skútustöðum. Ujartans þakklæti mitt votta eg hér ** með góðgerðafélaginu »Freyju« í Arnarneshreppi fyrir þær ioo kr., sem það gaf mér í veikindum mínum sfðastliðið vor. Kambhóli 31. júlí 1922. María JóhannsdóUir. Reibi nýlegur fanst á götunni má vitja hans til ritstj. blaðsins. Góð kýr að 3. kálfi. Á að bera 20. ágúst og leggur saman nytjar, er til sölu. Verð 500 kr. Eggert Stefánsson Svalbarðseyri. Vegna sðgu þeirrar, sem gengið hefir á Akureyri og í grendinni, um að sóknar- nefnd Möðruvallarklausturskirkjusóknar hafi neitað hr. prófessor Haraldi Níels- syni um að tala hér í kirkjunni nú á síð- ustu ferð prófessorsins hér nyrðra, viljum við undirritaðir lýsa því hér með yfir, að s-líkt eru tilhæfulaus ósannindi, og virðast verstu tegundar, aðeins til þess að sverta hlutaðeigandi sóknarnefnd, með því, að slá því fram, að hún neiti einr- hverjum mesta andans manni þessa lands um, að tala í kirkju sinni. Það skal og einnig tekið fram, að sóknarnelndinni og öllum þorra safnaðar- manna hér, er yndi og ánægja að því, að hlusta á prófessor H. N. En að ekki var gerð tilraun til, að fá hann hingað úteftir kom til af J>ví að annar ágætis andans maður, síra Jakob Kristinsson, var á ferð- inni hér hjá okkur um sama leyti og var hann pantaður fyrir löngu síðan. 1 sóknarnefnd Möðruvallaklausturskirkju- sóknar. Stefán Marzson. Árni Björnsson. Valgeir Árnason. Þingeyingar I - Greiðið andvirði blaðsins til kaup- félagsstjóra Sig. Sigfússonar Bjatklind á Húsavík eða kaupfélagsstj. Ingólfs Bjarnasonar, Fjósatungu. Grýtubakka- hreppsbúar greiði áskriftargjöld sín til Kaupíélags Eyfirðinga, Akureyri. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.