Dagur - 07.12.1922, Blaðsíða 3

Dagur - 07.12.1922, Blaðsíða 3
49. tW. DAQUR iai I Nýkomið í vO O U i_ ~cn i~ Cð C <4— cS E J^íýKomið í Brauns verzlun, Akureyri. Hafnarstræti 106; Sími 59. Karlmanna alfatnaðir, úr Kamgarni og Cheviot, afarvönduð. Tau- buxur. Vinnu-jakkar og buxúr. Peysur. Nærföt. Miiliskyrkur. Mann- chettskyrtur. Hálstau. Treflar, silki & ullar. Vetrarhúfur úr skinni. Linir Hattar, afaródýrir. Göngustafir. Hvít bakaraföt. — Mikið af metravöruni. Borðteppi. Hv. Borðdúkar og sérviettur úr hör og bómull. Kaffidúkar og serviettur. Sjalklútar ullar og plyds svartir og hvítir. Ullar-Langsjöl. Kvennærfatnaður lérefts og prjóna. Lífstykki. Millipils. Barna-peysur, -húfur, -sokkar, o. m. m. fleira. Með e.s. Island, í næstu viku er ennfremur von á nýjuni vöru- birgðum. Vtrðingarfyllsf Páll Sigurgeisson. cn 3 cn o Brauns verzlun Akureyri í A víðavangi um tvöfalda samábyrgð eða heldur andæft skoðunum Dags á eðli ábyrgð- anna og samanburði á þeim. Hann flýtir sér að lýsa yfir þvf, að hann sé ekki málsvari kaupmanna, þegar til þess er ætlast, að hann beri ábyrgð á gyllingum sínum á þeirri stétt. Spurningum Dags, þar sem kjarni málsins var dreginn sáman, gengur hann þegjandi fram hjá. En eins og áður er sýnt, hefir B. Kr. tekið það ráð á undanhaldinu, að tylla upp hinum og öðrum aukaatrið- um, eins og einskonar leiðarmerkjum á flóttaferlinum til leiðbeiningar eftir- komandi vesælingum, sem kynnu að þurfa aðhaldasömu leið. En þau hafa jafnharðan orðið honum til ásteytingar og hrunið f rústir. Bull hans um. ábyrgðarhættu af mishcpnaðri sölu og mishepnuðum innkaupum, sem hann getur ekki sannað, af tapi við illa stæð félög, sem ekki er til, af sam- vinnublaðaútgáfu, sem félögin gefa ekki út og margt, margt fleira þess háttar verður þeim manni til stórmink- uuar, sem færðist það f fang, að drepa Samband ísl. Samvinnufél. B. Kr. lét þess getið f riti sínu, að það væri ekki skrifað eða birt f árásarskyni. En vörnin hefir leitt í ljós betur en ritið, af hversu mikilli »ein- lægni« það var mælt. Jafnan hefir það verið þrautaráð hans f deilunni, þegar hann hefir fundið máttleysið gagntaka sig, að beina skeytum sfnum á fáa menn í Rvík. Verður því ekki um vilst, að einkatilgangurinn hefir verið sá, að ryðja úr vegi þeim mönnum og þeirri stofnun, sem stendur f vegi fyrir þvf, að stórkaupmennirnir f Rvfk geti óhindraðir gert verzlun þjóðar- innar að íéþúfu fyrir sjálfa sig. B. Kr. hefir með iiti sfnu efnt til þess seyðs f landinu, sem er orðinn honum sjálfum ofurefli. Honum er óhætt að skrifa annað rit og það mun verða kynt undir þéim potti, sem hann verður hræddur við. Ogþegarþessi digrasti kumbaldi stórkaupmannanna ereð velli lagður, fer »mjónum« þeirra ef til vill að skiljast, að það sé þeim ofætlun, að drepa 40 ára gamla hug- sjón beztu manna þjóðarinnar. Símskeyti. Reykjavík, 6. desember. Clemencau fer fyrirlesíraferð um Bandaríkin. Vill auka vin- fengi Frakka og Bandaríkjamanna. Enska pingið hefir sampykt heimastjórnarlög Irlands. Yfir- landsstjóri Irlands heitir Healy Vellatin. Dýrtíð vex alt af í Þýzkalandi. Lausanne-ráðstefnan virðist gagnslítil. Rússar og Þjóðverjar halda saman móti Bandamönnum. Árnesingar héldu pingmála- íund að Selfossi 2. des. sem stóð í 10 tíma. Kaupmannsinnar létu par ekkert á sér bæra. Margar álytkanir sampyktar, er stefndu allar í pá átt, að verja hagsmuni almennings móti óheppilegum afskiftum braskar- anna. Lýst vantrausti á stjórn- inni fyrir athafnaleysi í Islands- bankamálinu. Morton’s gerduft viðurkent ódýrast og bezt fæst hjá * Jóh. Raguels. F r é 11 i r. Lárus J. Rist, leikfimiskennari, fór til Ameríku s. 1. sumar. Hann hefir ferðast vfða um bygðir íslendinga þar og sýnt fslenzkar skuggamyndir, Hafa Vestur íslendingar borið hann á hönd- um sér og þótt mjög mikið til mynda- sýninga hans koma og frásagna hans og ferðaminninga um öræfi íslands. Jafnframt hefir Lárus Rist verið að kynna sér fræðslu- og íþróttamál vestra. Hann skrifaði nýlega knnningja sfnum einum hér í bæ og lét hið bezta yfir för sinni og er hann væntanlegur heim úr áramótum n k. Útflutningur lifandi fjár. Eins og getið er um hér framar f blaðinu, sendi Dagur fyrirspurn til stjórnar- ráðsins um núverandi skilyrði fyrir innflutningi lifandi fjár til Belgfu. Samdægurs fékk hann svohljóðandi svar frá atvinnumálaráðherra: »Ek\i unt að gefa nákvæmar upplýs- ingar um skilyrði fyrir innflutningi lif- andi Ijár til Belgíu sem stendur.« — Svar ráðuneytisins bregður því ekki neinu Ijósi yfir málið. En ekki dregur það úr ástæðunni til að fara varlega. Skípin Goðafoss, Lagatfoss og Villemoes komu hingað fyrir og um helgina. Þau fluttu hingað og tóku hér mjög mikið af vörum. Samkomur U. J\4. F. A Fyrir nokkru bélt U. M F. A. 2 skemti- sam'komur. Á báðum samkomunum flutti Helgi Valtýsson erindi. Á hinni fyrri um Einar Benediktsson skáld, en á hinni sfðari um ný norskar bókment- ir. Voru bæði erindin veigamikil, því Helgi er mikill íyrirlesari og snjall. Auk þessa voru á samkomunum leikn- ir smáleikir sinn á hvorri: »Upp til selja* og »Neiið«. Hans Kuhn, heitir þýzkur stud. phil. frá Minden, Vestfalden, sem er nýlega kominn til Akureyrar. Herra Kuþn hefir svo að segja flúið land sitt vegna örðugleika þeirra, sem margir mentamenn hafa þar við að strfða. Hann hefir lesið og lært fslenzku til- sagnarlaust og talar hana merkilega vel eftir ástæðum, þar sem hann hefir verið aðeins 4 vikur á íslandi. Hann auglýsir hér f blaðinu að hann taki að sér að kenna þýzku og ef til vill fleiri gréinar. Ennfremur hefir hann tekið leikfimiskennarapróf. Brúðljjón. Nýlega voru gefin saman fhjónaband ungfrú SigrfðurEinarsdóttir alþm. á Eyrarlandi og Sigurgeir Sig- fússon til heimilis þar, ættaður austan úr Þingeyjarsýlu. Fyrirspurn til pósfstjórnarinnar. Til yfiríærslu kosta nú 100 kr. daqskar hér f pósthúsinu á Akureyri 128 kr. íslenzkar. Skráð gengi f Rvfk er 100 á móti 114. Ivomi maður, sem skuldar 100 kr. danskar f Danmörku hér inn í pósthúsið með danskan 100 kr. seðil, þá er sá seðill ekki tckinn gildur, heldur verður maðurinn að borga 128 fsl. krónur. Ut af þessum kyndugu staðreyndum leyfir Dagur sér að snúa sér til póstmeistarans hér á Akureyri og biðja hann að útvega og geía uppiýsingar um eftirgreind atriði: 1. Eru danskir seðlar orðnir ógjald- gengir f pósthúsum hér á landi og hversvegnaf 2. Ef danskir seðlar eru ógjaldgengir f pósthúsunum, hver ástæða er þá, til að meta þá hærra verði, en þeir eiu skráðir f Rvfk? Fundur Árnesinga Nýiega héidu Árnesingar fund mikinn við Ölfusár- brú. Voru þar mættir kjörnir fulltrúar sýslunnar, til þess að ræða um ýms framfaramál héraðsins og þjóðmál. Alþýðuskólamál Suðurlands var þar meðal annars til umræðu. Jónas Jóns- son alþm hélt þar ræðu um málið og hreyfði nýrri og merkilegri tillögu. Hún er þannig vsxin, að gróða ríkis- ins af vfnsölunni sé haldið sérstökum og úr honum myndaður alþýðufræðslu- sjóður. Ur þeim sjóði sé sfðan veitt fé til þess að stofnsetja og reka al- þýðuskóla f landinu. Eiga þeir skólar að verða menningarvfgi til mótvægis þeirri ómenningu, sem vænta má að aukinn vfnstraumur leiði yfir þjóðina. Fyrstu skólarnir, sem stofnaðir yrðu með tilstyrk þessa fjár, yrðu skóli Þingcyinga og skóli á Suðurlands- undirlendinu, sem eru báðir f undir- búningi. — Á fundi þessum hélt Magnús Sigurðsson, bankastjóri, merki- lega ræðu. Var hún einskonar minni Sambands ísl. Samvinnufélaga. Talaði hann um árásirnar, sem það yrði fyrir og sagði hann að mottó ofsóknarmanna Sambandsins væri: »í skftinn með alt.« í hópi ofsóknarmannanna væru fjár- -Ceiroara fjölbreitt, og ódýrust hjá Jóh. Raguels. Nýkomið i verzlun Fr.Júliussonar Epli, Vínber, Bananar, Appelsínurá 15 au.st. Einnigi Hveiti Sykur Kartöflur og m. fl. iF if' 1P iF iF iF 1P iF ip iF iF iP b. * Pxiy b/7 % Jr y &JK Ll9 * t. *} %, og ef til vill fleira, tekur % undirritaður að sér að kenna. % V Til viðtals í Hamborg kl. * 10—12 e. h. daglega. *} h. Akureyri, 15. des 1922. *} % Hans Kuhn. *f - *} ^ ^ ^ Verzl. wEyjafjörður" selur alia metravöru með aíslætti gegn greiðslu við móttöku, frá deginum ! dag og til ársloka. Vandaður prjónasaumur og haustull tekin háu verði. Ýmsar vörur nýkomnar. Kristján Árnason. málavandræðin mest og þar voru bank- arnir að tapa fé sínu. Þeir menn þyldu ekki að til væri f landinu nein stofnun, sem gæti staðist. Eggjaði hann að lokum bændur lögeggjan að. standa saman og láta ekki bugast. Þessi um- mæli aðallánardrottins Sambandsins eru hæfilegt kjaftshögg á B. Kr. ofan á það, sem áður er komið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.