Dagur


Dagur - 14.12.1922, Qupperneq 1

Dagur - 14.12.1922, Qupperneq 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí, Innheimtuna annast ritstjóri hlaðsins. Akureyri, 14. desember, 1922. AFOREIÐSLIAN er hjá Jlónl í>. |>ór, Norðurgötu 3. Talsimi 112. Uppsögn, hundin við áramót sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. 50. blaö. O-F-N-R-Ö-R og R-Ö-R-H-N-E flestar teg. einatt fyrirliggjandi. Ennfremur þvoffapoffar, sjálfstæðir með eldhólfi, er kosta 100—560 kr. Talsími 94. 2^ Akureyri. Jón Stefánsson Yfirsíjórn peningamála. Pjóðinni er nú í þann veginn að verða það Ijóst, að ekki einungis allur stríðsgróði hennar er glataður, heldur nemur tap hennar míklu meiru. Pjóðin er orðin stórskuldug erlendum lánardrotnum. MiIIjónir af fé hennar er tapað á mishepn- uðum Mspekúlatiormm". Hún hefir á undanförnum árum verið, fram úr hófi eyðslusöm og ógætin í meðferð fjár og nú vex sú eyðslusemi hröð- um skrefum í kaupstöðunum. Um þetta leyti árs ættu að vera mestar Iíkur, til að greiðslujöfnuður væri henni hagstæður, en einmitt um það leyti hætta bankarnir að yfir- færa fé og gjaldeyrisbraskararnir vaða uppi á nýjan leik. Pósileiðin er eina yfirfærsluleiðin, en þar verður hver að greiða 100 kr. danska kröfu með 128 kr. íslenzkum. Enginn þekkir né skilur til botns skuldir stórbraskaranna, né fjárhagsástæður íslandsbanka. Þjóðin reynir að fela fyrir sjálfri sér eða öllu heldur stjórn- endurnir reyna að fela fyrir þjóðlnni raunverulegt ástand peningamálanna. Jafnvel er vísað á bug öilum for- vitnis spurningum þjóðarinnar um þaö, á hvern hátt yfir 100 þús. kr. geta týnst úr sjóði íslandsbanka. Sú stefna fer í vöxt, að Ieysa alla undan þeirri leiðu kvöð, að bera ábyrgð á gerðum sínum. Peningarnir eru látnir koma í stað réttlætis, eða þá hás- sfookkar í peningastað. I iandi, þar sem stjórnendurnir óvirða réttlætis og ábyrgðarkröfur þjóðarinnar, er alt á niðurleið. Réttlætismeðvitundin sljóvgast og siðferðislegt gildi þjóðar- innar fellur. Lágt peningagengi er stundum hægt að rétta við í bráð með lánum. Og það virðist vera hið einá úrræði, sem þjóðin hefir hug á, að hlaöa skuldunum á bak barna sinna, fæddra og ófæddra; — lifa ríkmannlega í dag og láta framtíð- ina borga. En lán verður aldrei fengið né tekið, til þess að rétta við siðferðis- lega lágt gengi. Sá sjóður verður ekki bygður með lánum upp á reikning framtíðarinnar, því hann er árangur fortfðarinnar og bygður upp hverja Iíðandi stund. Sú þjóð, sem í Iéttúð sóar innra gildi sínu, fer að eins og maður, sem sökkvir arfi sínum í úthafið eöa brennir ofan af höfði sér óvátrygð hýbýli sín. Hin mikla Skuld lætur ekki haggast í hendi sér vogarskál réttlætisins. 1 framUðinni bíður óumflýjanleg afleiðing þess, sem í dag er með afglöpum sáð, — óumflýjanleg hefnd. IL Ófarir þjóðarinnar í viðskiftum og fjármálum síðustu árin eiga að sjálf- sögðu að einhverju leyti orsök sína í þvi, að sumir þeir, sem stjórnað hafa peningamálum okkar, hafa ekki verið sínum mikla vanda vaxnir, Við eigum mikið af talsverðum vandamálum, en mjög fáum úrvals- mönnum á að skipa sökum fámennis þjóðarinnar. Stjórnarhættir okkar eru um of margbrotnir í hlutfalli við þjóðarstærð. Þúsund manns í litlu þjóðfélagi verða að bera uppi sams- konar embættísmenn, sem í stórum þjóðfélögum er borinn uppi af 100 þús. mönnum. Af þvf leiðir það tvent, að fátt verður um úrvalsmenu og að stjórnarfarsbyrðin hvííir þungt á hverjum einstaklingi. Mótvægi gegn þessum annmörk- um er, að færa stjórnarhættina í einfaldara horf, sem betur hæfi bol- magni þjóðarinnar og vexti, vanda val manna í æðstu stöður og láta ábyrgð fylgja starfi ófrávíkjanlega. Megingallarnir á skipulagi okkar eru líklega hvergi augljósari en í stjórn bankamálanna. Reglur þær, sem fylgt er um skipun bankastjóra og fyrirmæli þau, sem gilda um laun þeirra, er hvoríteggja einkar vel fallið, til að koma peningamálum landsins í megnustu óreiðu á timum eins og þeim, sem nú ganga yfir. Til að verða skósmiður þarf hver maður að læra, þar til hann kann verk sitt. En til að verða bankastjóri hér á landi þarf ekki að læra neitt sérstaklega og jafnvel ekki kunna neitt. Það má gera skósmið að banka- stjóra, en þó er íalið betra, að hann hafi fengist við eitthvert verzlunar- brask um skeið. Eins og nú háttar, gæti það komið fyrir, að gersamlega óhæfir menn velti sér sjálfir úr ráð- herrasætununi inn í bankana. Þá eru bankastjórastöðurnar orðnar að bitlingum, sem hver sá hremrair, er í þær getur náð. Og bankaráðsstöð- urnar verða ekkert annað en bitling- stöður, þar sem meira og minna óhæfir fnehn hirða illa vörðu fé aö Iaunum fyrir ekkert starf. Eðlilegt er að bankastjórastöðurnar í íslandsbanka verði bólitísk bilbein, þegar um það er að ræða annars- vegar, að koma til leiðar stefnuskift- um í útlánapólitík bankans og hins- vegar að gæta hagsmuna ríkisins gagnvart erlendum eigendum, þar sem bankinn er að mestu rekinn með íslenzku fé. En að bankastjóra- stöður yfir höfuð verði gerðar áð bitlingum er f mesta lagi fyrirdæm- ingarvert athæfi. Þá eru launakjör bankastjóranna ekki minni háskaefni. Að miklu leyti eru laun þeirra ágóðahluti af gróða bankans. Launin stíga gríðar- lega hátt, þegar vel gengur og munu hafa komist upp í 80 þús. kr. (Tofte). Þetta er ekki óeðlilegt í banka, sem er einkum rekinn með hagsmuni hluthafanna fyrir augum. Til þess að hluthafarnir græði þarf bankinn að græða, en svo er litið á, að sjálfshagnaðarhvöt bankastjóranna sé nauðsynlegasta skilyrði þess. Sjálfshagnaðarhvötin er að vísu mikil- vægt framkvæmdaafl; því verður ekki neitað. En hún er einnig það spenniafl, sem alloft brýtur bogann. Á því hefir íslandsbanki fengið að kenna. Til fljóitekins gróða hefir hann ausiðféútí »spekúlations"-Ián og um leið komist of langt út á þá hálu braut, þar sem svo mörg- um fyrirtækjum í landinu hefir orðið fótaskortur f seinni tið. III. . Dagur er ekki bankafróður og mun ekki hætta sér of Iangt í þessu máli. En hann getur, sem hver annar áhorfandi að þeim skinnaleik, sem nú er háður í peningamálum lands- ins, látið sér hugkvæmast að slys og ólag geti hlotist af sutnum megindráttunum í ytra skipulags- formi þeirra mála. og hann getur krafist þess, að þar sé tekið í taum- ana. Við íslendingar þurfum að gera eitt af tvennu: að fá erlenda, sérfróða menn til að stjórna peningamálum okkar, eða láta bankastjóraefni okkar Iæra meðferð peninga í lánsstofnun- um erlendis. I hverjum banka þarf í framtíðinni að vera einn slíkur fagfróður maður. Annar, sem ber hið bezta skyn á alla atvinnuvegi Iandsins og rekstur þeirra. Þriðji, sem er í bezta Iagi verzlunarfróður. Virðist að með þeim hætti ætti bankastjórnin að geta orðið alhliða. { öðru lagi þarf bankaráðið að vera skipað þeim mönnum, sem f raun og veru Iáta sér vera verulega ant um atvinnuvegi þjóðarinnar og hafa þekkingu á þeim. Dagur vill fyrir sitt leyti gera eftirfarandi kröfurtil þings og þjóðar: Að þjóðin eignist allar peninga- búðir Iandsins; að val bankastjóra og bankaráðs sé vandað með þeim hætti, sem tekið er fram hér að framan; að bankarnir séu gersamlega varðir allri bitlingasýki; að bankastjórum séu goldin há laun en enginn ágóðahlutur; að vald ráöherranna, til þess að skipa sjálfa sig í ábyrgöarmiklar stöður, sé gersamlega af þeim tekið og að allir þeir, sem fara með fjár- málastjórn og fjárvörzlu í þarfir þjóðarinnar séu hlífðarlaust sóttir til ábyrgðar og sekta fyrir vanrækslu og afglöp í starfi sinu. Gullkvörnin. Ósköp íellur mér það illa, að Tím- inn og Dagur skuli tala með virðingar- leysi um annan eins mann og Björn Kristjánsson. Það er eins og annað á þessum vondu tfmum, að enginn ber neina respekt fyrir kristilegu hugarfari og vönduðu lílerni. Þeir, sem predika fyrir fólkinu kærleiksrfka breytni Og ærlegheit, eins og Björn gerir, eru hvað mest hæddir og spottaðir fyrir sfn góðu skrif, en hinum sungið lof f lófa, sem tala og skrifa eins og spiltri kynslóð þessa tfma lfkar. Eg er ekki til þess fær, þótt eg feginn vildi, að verja B. Kr. eða skrif hans fyrir þeirri háðulegu meðferð, sem hann má nú daglega sæta f blöð- um og tali manna á miili. óg þess gerist heldur ekki þörf. Það mun sýna sig, þó seinna verði, hvort rit hans og aðvörunarhróp til þjóðarinnar eru ekki orð ( tfma töluð. En mig langar til að vekja athygli á einum punkti, þar sem mér hnst Björn ekki hafa alveg rétt fyrir sér. Hann hatar allan þennan nýmóðins sósiatisma, sem er að grafa um sig hér f okkar friðsama þjóðfélagi og það finst mér von. Þessir sósialistar skilst mér helzt að vilji láta rfkið annast rekstur alira fyrirtækja og það kann ekki góðri lukku að stýra, svona alment skoðað. En samt held eg að

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.