Dagur - 25.01.1923, Blaðsíða 3
4. tbl.
OAOUR
15
Hallgr. Kristinsson forstjóri liggur
mjög hættulega veikur f botnlangabólgu
og afleiðingum hennar. Fregnir utn,
hvernig veikindum hans er háttað, eru
ekki greinilegar. Veikin virðist ganga
( öldum og þegar blaðið fer í press-
' una er ein veikindaaldan nýlega gengin
um garð.
Dánardœgur. Nýlega er látin hér (
bæ Elín Árnadóttir, Friðrikssonar frá
Skáldalæk, efnileg stólka, li ára
gömul. Sömulejðis Þorsteinn Olafs-
son, aldraður verkamaður. Nýlega er
og látinn merkisbóndinn Tryggvi Ólafs-
son á Gilsá f Saurbæjarhreppi, rúm-
lega sexttigur að aldri.
Jarðarför H. P. F. Schiöths fyrv.
bankagjaldkera fór fram fyrraþriðjudag.
Þrátt fyrir óhagstætt veður fylgdu
margir hinum látna sæmdarmanni til
grafar. Verzlunarmannafélagið fylkti
undir fána sínuœ, og meðlimir Iðnaðar-
mannafélagsins báru kistuna alla leið
til grafarinnar. Var Schiöth heiðurs-
meðlimur félagsins; auk þess heiðraði
félagið minningu hans með þvf, að
gefa ioo kr. í Listigarðssjóðinn.
Símskeyti.
Reykjavik, 24. janúar.
Frakkar hafa hersett Ruhrhér-
að 45 pús. hermönnum. Mótprói
mikill gegn Frökkum par. Námu-*
eigendur dregnir fyrir rétt. Verka-
menn héraðsins heita allsherjar-
verkfalli. Leynifélag til pjóðvarnar
myndað um alt Þýzkaland. Ensku
blöðin fylgja nú Frökkum meir;
hallmæla Lloyd George fyrir of
mikla Þjóðverja-vináttu.
Hallgrímur Kristinsson liggur
hættulega veikur, talið botnlanga-
bólga upprunalega.
Fréttaritarl Daga.
Ritfregn.
Har. Níelsson: fivfslœr
pú mig? 11. And-
svar gegn ummælum
biskups, Rvík, 1922.
Tildrög rits þessa eru sem hér segir;
Prófessor Har. Níelsson fiutti fyrirlestra
um spiritismann f Danmörku sumarið
1921 bæði á þingi sálarrannsóknar-
manna og vfðar. 011 frjálslyndari blöð
luku miklu lofsorði á þá. Þó kendi
þar mikillar " andúðar einkum hjá
»Kristilegu Dagblaði«, sem rangfærði
á ýmsa lund orð prótessorsins, Önnur
blöð þvætta sfðan missögnunum á
milli s(n og loks komast þær f norsk
Heimatrúboðsblöð, >Hyrden< og »E-
vangelisten.« Sú missögn, er valdið
hefir öllu þessu, var á þá leið, að
akilja mátti, að núverandi biskup ís-
lands væri fylgismaður spiritismans og
tæki þátt ( spiritiskum titraunum, þrátt
fyrir að prófessorinn hafði átt við
Hallgr. sál Sveinsson, biskup, nefnt
nafn hans og skýrt þátttöku hans (
málefni spiritismans,
Þegar dr. Jón biskup Helgason varð
var umsagnar norsku blaðanna, sendi
hann þegar mótmæli og leiðréttingu,
sem ekki var tiltökumál. Hitt þótti
tiltökumál, að hann um leið lýsir með
mjög sterkum orðum fyrirlitningu sinni
á spiritismanum og öllu hans athæfi.
H. N. o. fl. mun hafa þótt, sem
biskupi befði verið innan handar, að
ná tilgangi sfnum án þess að yfirausa
málefni spiritista hrakyrðum. Einkum
varð aðstaða biskups undrunarverð,
þegar ummæli hans voru borin saman
við »Hirðisbréfið,< sem hann á sfnum
tfma gaf út, þar sem lýsir sér mjög
sómasamlegt vlðsýni, frjálslyndi og
þroski. Verður ekki af þessu tvennu
annað ráðið, en að biskupi hafi farið
mjög aftur f embættinu; að hann sé
nú orðinn einn af þröngsýnustu kenni-
mönnum þessa lands og f þvf efni
engin aðdáunarverð, kennimannleg
fyrirmynd.
Hér fer á eftir efnisyfirlit ritsins:
I. Svar til biskups dr. theol. Jóns
Helgasonar (erindi, flutt ( »Nýja
B(ó« 2 apr. 1922)
II. Biskupskvarðinn lagður á (erindi,
flutt f »Nýja B(ó« 3. apr. 1922 )
III. Ummæli nokkurra enskra presta
um spiritismann og sálarrannsókn-
irnar. - ' /
IV. Viðbætir: 1. Hirðisbréfið og grein
biskups. 2. Tveim ólfkum bókum
gefin meðmæli.
V. Eftirmáli.
Það mætti með sanni ségja að
óþarflcga miktð væri ( sölurnar lagt,
ef bók þessi, i$9 bls. að stærð, gengi
öll, til þess að hnekkja gffuryrðum
biskups. Enda er það ekki. Auk þess
sem biskup fær þar hina verstu útreið
er bókin grfðarlega stetk sókn f mál-
efni spiritista. Meðal annars má þar
benda á ummæli og álit 1,2 enskra
presta á spiritismanum, sem mun koma
flatt upp á marga og stingur mjög (
stúf við ummæli biakups og álit hans
á þessari alheimshreyfingu.
\
A víðavangi.
»Víöa Koma Hallgeröibytlinflar.«
Einn þátturinn f stórmyndarlegri og
varanlegri aðgerð á póst og símastöð
fyrir Akureyrarkaupstað, sem öll kostaði
um 32—34 þús. Jcr., er miðstöðvar-
hitun. Orðasveimur hefir verið um það
( bænum, að hagur rfkisins hafi ekki
eingöngu verið hafður fyrir augum,
þegar þau miðstövarhitunartæki voru
valin og keypt. Dagur hefir leitað sér
upplýsinga um hvað miðstöðvarhitun
þessi hafi kostað og hvernig hún reyn-
ist og er hún talin að hafa kostað 8
eða 10 þús. og mun hið siðara að
likindum satt vera. Ekki hvað hitunin
vera í sem beztu lagi. Þá hefir blaðið
athugað og spurst fyrir um fleiri mið-
stöðvartæki, sem nýlega hafa verið
sett upp ( húsum hér I bæ, t. d. f
húsi Jakobs Karlssonár, sem er við-
lfka stórt og pósthúaið. Sú miðstöðvar-
hitun reynist ágætlega, tækin af nýj-
Hús til sölu
með mjög góðum borgunarskilmálum.
Upplýsingar gefur.
Ingvar Guðjónsson.
Hafnarstræti 33.
Skrá
um gjaldskylda menn til ellistyrktarsjóðs Akur-
eyrarkaupstaðar liggur frammi — almenningi til
sýnis — á skrifstofu minni dagana frá 1—7
febrúarmánaðar þ. á. Mótbárum gegn skránni
sé skilað undirrituðum innan 15. sama mánaðar.
Bæjarstjórinn á Akureyri, 25. janúar 1923.
jón Sveinsson.
mr Kjörskrá ~s*»
til óhlutbundinna kosninga til Alpingis í Akureyrarkaupstað gild-
andi frá 1. júlí p. á. til 30. júní næsta ár, liggur frammi — al-
menningi til sýnis — á skrifstofu minni dagana 1.—14. næsta
mánaðar að báðum dögum meðtöldum. Kærur útaf kjörskránni
séu afhentar undirrituðum innan 21. febrúar p. á.
Bæjarstjórinn á Akureyri 21. jan. 1923.
Jón Soeinsson.
ustu gerð og kostaði upp sett 6ooo
kr. Enn hefir blaðið fengið að vita,
að ekki var óskað eftir neinum til-
boðum f miðstöðvarhitun pósthússins,
heldur var það af landssfmastjóra eða
yfirpóstmeistara eða báðum falið Jóni
Þorlákssyni að sjá um verkið og leggja
sjálfur til áhöldin. Ályktanirnar, sem
út af þéssu verða dregnar geta ekki
orðið aðrar en þessar: í stað þess að
gæta vel hagsmuna landsins, hefir þarna
verið kastað til höndum af umráða-
mönnunum og f stað þess að fá tæki
af beztu gerð, hafa árell tœki verið
keypt af Jóni Þorlákssyni fyrir 2—-4
þús. kr. meira, en jafnstór tæki af
betri gerð hefðu kostað annsrsstaðar.
»Víða koma Hallgerði bytljngar.<
Góð faða,
sérstaklega ódýr, til sölu. Upplýsingar
gefur
Jónas Sveinsson
Uppsölum.
Góðui
húspartur,
3 stofur, stórt eldhús og úthýsi, til
sölu, á góðum stað f nyrðri hluta
bæjarins. Upplýsingör gefur
Magnús Jónsson, bókbindari
Strandgötu 39 B.
Fiskþurkun. Fyrir nokkru gat blað-
ið um fiskþurkunarhús, sem Bræðurnir
Espholin væru að reisa hér f bænum.
Nú er hús þetta fullgert og tekið tli
starfa. R^’nist það að sögn ágætlega.
Dagur ht tr leitað umsagnar yfirfiski-
matsmannsins hér í bænum og er um-
sögn hans sú, að ekki verði gerður
munur á verkun þessa fiskjar og þeirri
verkun er bezt tekst með eldri að-
ferðinni.
Stúlka óskast í vist þegar í
stað
R. v. á
Fóðursíld
fæst hjá undirrituðum.
Jónas Jónssot),
Grundargöru 5.