Dagur


Dagur - 22.03.1923, Qupperneq 1

Dagur - 22.03.1923, Qupperneq 1
ÐAGUR kemm tít á hverjm fimtudsi»i, Kostar kr. 6.00 árg. Cljalddagi fyrfr 1. júlí. Innheimtuna annasi rítstjdrf blaðsiru. VI. áf. I *!/»■ Akureyri, 22. marz 1923. AFOREIÐSLAN er hjá J6nl l>. i>6r, Norðurgötn 3. Talsími 112i Uppsögn, btindin við áramðt sr kotnin til afgreiðelumanns fyrir 1, des. 12. bteð. Sveiffesta. II. Framsýnum mönnum í landinu viröist, aö í óefni stefni meö þess- um hraöfara vexti kaupstaöanna á köstnað sveitanna. Vöxtur kaupstað- anna vetður aðvera bygöur á innri orku og undirstööustyrkleik peirra sjálfra. Annars er hann óréttmætur og óheillavænlegur fyrir þjóöfélagiö. Uppgangur, sem er bygður á ylir- spentum kaupboöum og óíryggum atvinnuvegum, hlýtur að leiöa til vandræöa ög örprots margra peirra, sem pyrpast að stundarhagnaðinum. Að óbreyttri þeirri stefnu, sem nú ræður, verða það ærin vandræði fyrir kaupstaðina, að sjá borgurum sínum fyrir sæmilegu húsnæði og öðrum þörfum. Hóflegur vöxtur er þeitn sjálfum holfastur. Breyting í þessU efni ætti því ekki að vera þeim óvelkomin. t>að ælti að vera hugöarmál kaupstaðanna eigi slður en sveitanna, að sporna við öllum vanskapnaði þjóðfélagsins. Sannleiki þessa máls er að koma æ skýrar í Ijós. Fyrir því hafa nú risið upp háværar raddir hvarvetna um land, sem heimta breytingar á núgildandi lögum um sveitfestu. Með ákvæöum um 10 ára dvöl sjálf- bjarga manna i dvalarsveit sem skil- yrði fyrir sveitfestu þar, gerir í mörgu falii slíka sveitfestu óhugs- andi. Þrátt fyrir 9 ára slitvinnu í þágu þeirra atvinnuvega, sem vöxtur og viðgangurkaupstaðanna er bygður á, geía einstakUngarnir haldið áfratn að vera handbendi sinnar fæðingar- sveitar; venjulega ófærir og vilja- lausir, tíl að taka upp sveitastörf. Breytingar f þessu efni munu því öllutn skynbærum mönnum, virðast vera nauðvðrn þjóðfélagsins gegn öfugstreymi, sem getur skaðað það til verulegra drátta. Til þess að verða viö nauðsyn þessa máls og kröfum þjóðarinnar, ber stjórnin fram nú á þinginu frv. um breytingar á sveitar- stjórnarlögunum þess efnis, að styttur sé ofan í 5 ár sá tími, er til þess þarf, að vinna sér sveitfestu. Á þingmálafundum hefir komiö fram mjög ákveðin vilji landsmanna í þessa átt. Sumstaðar hefir þess veriö krafist, aö dvalarsveit annist jafnan framfærslu allra þeirra, er tramfærslustyrk þurfa án tillits til dvalartima. Framsóknarflokkurinn á þingi mun fylgja þessu máli, Hon- um mun þykja tillaga stjórnarinnar ganga heldur skamt, en frekustu kröfur, sem komið hafa fram í þessu máli, heimta of stórstíga breytingu og ekki allskostar sanngjarna. Eru þvi líkur til, að hann sameiní sig um 2 ára búsetuskilyrði tii fram- færsluskyldu avalarsveitar. Á tveim árum ætti að koma í Ijós, hvort þeir einstaklingar, er skifta um dvatarhérað, eru með einhverjum hætti ófærir til þess að sjá sér far- borða, þó við sæmileg skiiyrði sé að búa og ætti þá hverju sveitar- félagi að bera réttur, til þess að hefta innflutning vandræðamanna og til þess aö vísa af höndum sér slík- um ónytjungum og örþrotamönnum heim á sína fæðingarsveit, Naumast er annað hugsanlegt, en að landsmenn yfir höfuð líti á þetta sem réttmæta ráðstöfun. Hún er tilraun í þá átt, að snúa tij heilla vænlegri vega strauraum þjóöfélags- ins. Kaupstaðabúum kann að virðast, sem hér kenni um of sérdrægrii sveitanna. En það sést, ef vel er að gáð, að það getur ekki stefnt til gæfusamlegra úrslita, að bæirnir vaxi fram yfir það, sem styrkleikur þeirra sjálfra og undirstöðubygging alvinnu- veganna heimilar, en sveitirnar, — aflgjafi kaupstaðanna, — Ieggist í auðn. III. F.kki verður þvf neitað, aö hér er stigið spor, sem er að vísu ekki æskilegt, en þó mjög nauðsynlegt, eins og nu horfir. Af illri nauðsyn stefnir hér til sundrungar og ein- angrunar sveitafélaga I einu og sama þjóðfélagi. Er það öfug stefna við það sem verða þarf, að hvergi verði vart við misvægi og misþyngsli og að byrði Iffsins og erfisins hvíii á heröum allra jafnþungt. í þá átt þarf að stefna, ef úr á að rakna stór- vandræðum mannkynsins. En vegna þesí að svo mjög víða er á glap- síigu gengiö, þarf að leitast fyrir um upphaf nýrrar göngu. Þjóðin kemur aldrei málum sínum í gott horf, ef stofnað er til örþrots eða óreiðu atvinnuveganna. Þessvegna er réttraætt að hver atvinnuvegur ætli sér af, en taki jaínframt á sínar herðar þá skyldu, að sjá borgiö hverjum þeim, sem leggur fram krafta sína um fleiri ára skeiö at- vinnuveginum til handa. Ráðið gegn öfugstreymi þessu er almenn, lögboðin eða á annan hátt fyrirkomiö trygging gegn ellibilun, slysum og sjúkdómum. Er það eitt af þeim þjóðfélagslegu málum, sem ekki orkar tvímælis um, að sé æski- legt. En því aðeins verður mátum þjóðarinnar þanriig fyrir komið, að í tima sé girt fyrir skipulagshætti, er hljóta að lama þjóðfélagið til stórra muna. Og í þá átt stefnir áðurnefnd breyting á sveitarstjórnar- lögunum. Bréfkaflar vestan um haf. (Brétkaflar -þeir, sem hér fara á eftir, eru frá merkisbóndanum Jórti Jónssyrii frá >fýri í Bárðardal til bróður hans Jngjaldar .bónda í Garðshorni i Köldukinn. lón flutt- ist vestur rétt eftir aldamótin og hefir stundað búslcap 'vestra, en hefir nú brugð- ið búi rúmlega sjötugur 'að aldri. Hann hefir jafnan fylgst vel með í málurii ætt- jarðar sinnar; ev ágætlcga gefinn, sjálf- mentaður vet og hinn vandaðasti maður - 3. ágúst.1922. . . . Um kaupfélaga eða samvinnustefnuna er mér alt af mesta nautn að hugsa, og j>á koma fram- leiSslumáliri framariega. Eg býst við að menn hljóti aii aimennt að hallast að frá- færunum aftur, vegna gjaldeyrisvand- ræðanna. En vandræði eru það víða að breyta tii. Mér finnst altaf mikið til um nauðsyn þess að ærnar annist lömbin fyrsta sumarið, og kenni þeim að lifa, cinkum við takmarkalausa geiminn, Sprengisand og Ódáðahraun. Eg skil það efni mörgum betur. Veit muninn á vanhöldunum hjá Jóni á Mýri nú, og Jónunum á undan, og á fénaðargeymslu haust og vor nú og fyr. Margur unglingurinn hefir orðið hagsartdi af einverunni við ærhirðingu að sumrinu. En mcir lærir maður þá að óska þess sem sjaidan fæst, en framkvæmdaijör, við það að drepa tfmann við hjásetu Auðvitað gætu menn gjört einverustundirnar ungliiig- unum ánægulegri og uppbyggilegri en tftt hefir verið. T. d. væri sérlega handhægt að lœ/a góð ljóð við hjá- setu. Þá þaif maður ekki altuf að horía á bókina, gæti rifjað upp það sem lært er við gönguna f kring um ærnar, án þess að gleyma hvað gera þarf. Og að fara yfir það sem numið var á skóla, eða öðruvísi, væri nyt- söm og góð dægrastytting. Okkur Sigurði f Felli kom sam&n um að við hefðnm þolað að hugsa um óskyld efni, og að vinna hart, að 50 ára aldri; eftir það lúðumst við meira ef mikið var hugsað. Góð og greind kona sagði við mig íyrir fáum árum »Þú ert Ifkari konum en aðrir karlmenn sem eg hefi þefct: getur hugsað um margt í einu.« Eg véit að hún sagði s«tt. Meðan eg w bándi á Mýri þurfti eg um msrgt að hugsa (og jók að óþörfu í, kann einhver að segja). Kona, sem hefir bús og barna að gæta, þarf að margskifta hugsun llkt þeim sem les fyrir fimm bréf f einu. Hvers eðli er að hálfu vani.-------- .... Afurhaldsstjórnin sem komst að völdum í Canada 1911 er nú loks- ins oltin. Hér í vesturfylkjunum (Mani- toba, Sask. og Alberta) voru nærri eintómir bændaflokksmenn kosnir; þó varð gamli fraœsóknarflokkurinn ofan á, en hefir ekki helming þingmanna. Bændaflokkurinn hefir ekki sameinast honum, nema þar sem um þau mál er að ræða, sem bændur vilja eitt með hinum. Vonandi að nefnd hafi hveitisöluna í haust til umráða, líkt og ein 2 ár fyrri. í hitt eð íyrra flaut fjöldi bænda fyrir það, að þeir áttu svo roikið inni hjá stjórninni af hveiti- verðinu frá árinu áður, þá góð upp-- skera og gætileg áætlun. Hveitið selt á ábyrgð eigenda þá. Fiutningsgjaldið á hveitinu hér úr vesturíyikunum er citt, sem skaðað hefir bændur voða- lega, og mun það mikið fyrir samn- ingsrof sem stjórnin lét viðgangast; Fyr hefði hún átt að falla. Tieyndar er nú lfkt hér og á íslandi að and- stæðingar stjórnarinnar geta ait eyði- lagt, hún hefir ekki meirihluta, og .eins var f Manitoba. En í tæplega afstöðnum kosningum mur. bænda- flokkurinn hafa meira en helming. Hann er nú búinn að kjósa til for- ustu búnaðarskólastjóra um fcrtugt, álitlegan matm. Með miklum spenningi fylgi cg surou heima, einkum samvinnumálun- um og vínmálinu; hefi aldrei verið heitaii fyrir þcim en nú. Því þekk- ingin á ástandinu hér f þessum mál- um bendir mér eindregið í sömu átt. Mér kctnur ekki til hugar að ritstjór- ar T/mans og Dags séu fullkomnir eða gallalausir menn, en þar er margt af aðdáánlega heiibrigðum sannleika sagt. Og verri fréttir gæti jeg varla fengið frá íslandi en að framsóknar- fiokks listinn heíði beðið ósigur. Sam- vinnustefnan þarf alstaðar að sigra auðvakh og sameignar stefnurnar. En á íolandi, einkum Norðurlandi, á hún hægra með að vinna én víðast ann- arsstaðar, og þörfin sérlega brýn. Auðveldara að kúga þar en vfðast. En upplag til að færa Guðmundi ríka heim sanninn liggur { landi, og þarf að rækta það af kappi. — Til - raf-, magnsins hefi eg hotft með von og þrá býsna lengi. En á seinni tíð hræðist eg það f höndum okurgjarns auðvalds. Bændur eru má ske illa vaxnir þvf að stjórna þjóðinni; en þeir

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.