Dagur - 05.04.1923, Blaðsíða 2

Dagur - 05.04.1923, Blaðsíða 2
48 DAOUR 14. tbl. Endursending. I. Undir' fyrirsögninni > Meiðyrðantál dœmU, hefir Einar á Stokkahlöðum skriíað grein í 3 köflum í 10. tbl. isl. þ. á. Fyrsti kafli er um málaferli milli hans og ritstj, Dags sfðastl. ár. Annar um deilurnar við B. Kr. o. fl. Þriðja um »Menningarsjóð Sambands- ins«. Verður hér fyrst athugað það, sem hann segir um áðurnefnd mála- ferli. E. S. skýrir írá því, sem áður var kunnugt, að hann höfðaði tvö meið- yrðamá! gegn ritstj. Dagc sfðastl. ár og einnig skýrir hann frá úrslitum þeirra fyrir dómi, en af hlutdrægni og hugleysi gagnvart almenningsáiit- inu þegir hann um það, að ritstj. Dags höfðaði þegar meiðyrðamál á hendur honum og fékk hann dæmd&n í 6o kr. sebt auk raálskostnaðar. Þessi úrslit féilu E. S. svo þungt, að hann hefir sfðan dómar féllu ekk- ert við þessum málum breýft né um þau skrifað. Var það af þvf tvennu, að hann áleit sjálfan sig óvinnandi f málaferlum vegna yfirburða sinna og málfærsluhæfileika og f öðru lagi gekk hann með þann undarlega misskilning, að hann væri sjálíur svo hreinn og saklaus eins og barn f reifura, að aldrei mundi verða kveðinn upp dóm- ur yfir honum sjálfum. Eftir nærri ársþögn byrjar nú Ein- ar gamii að urra á nýjan leik. En af skriíum hans sést, að hann tekur nú mjög að eidast. Honum getur ekkert dottið f hug, nema upptúgga eftir sjálfum sér og öðrum. Höfuðið á hon- um virðist, andlega skoðað, vera orð- ið eins og steinrunninn moidarkökkur, þar sem engin ný hugsun getur ieng- . ur orðið til og ekkert lætur á sér bæra, néma geóvonzka í garð and- stæðinga og sfnagandi löngun, til þess að rétta h!ut sinn f almennings- álitinu. Kjarkurinn er lfka mikið bii- aður. Þetta kom f Ijós f málaferlun- um, sem á var minst. í næst seinasta réttarhaldinu, þegar E, S bjóst við, að málin gengju til dóms og svara þyríti meira eða minna til bókar, gugnaði hann og tók með sér Rjörn l.fndal, tögmann, til þess að færa málin fyrir sína hönd. Var það átak- anleg sjón, að sjá þennan áður drambs- fulla mann yfir máifærsluhæfileikum sfnum sitja þarna steinþegjandi eins og einhvern ræfil af sjálfum honum og hlusta á málfærslu sér færari manna. En þetta var að vfsu skiljanleg af- leiðing af því, að E. S, hafði áður í þessum málaferlum fengið ástæðu, til þess aí efast um óskeiknlletk einn sem málfærslumanns. Við málshöfð- unina bjó hann málsskjölin þannig úr garði, að í hvorugu málinu var lög- lega stefnt, Þegar f réttinn kom, mætti ritstj. Dags ekki, en sendi skrifleg mótmæli gegn lögmæti stefnanna og E, S. varð að velja á milli þess, að málunum yrði vísað frá réttinum eða hefja þau bæði sjálfur og byrja að nýju. Tók hann sfðara kostinn. E. S. kemst að þeirri niðurstöðu, að af þvf þann vann meiðyrðamál á hendur ritstjóra D&gs, þá hafi hann dóm fyrir þvf, að öll þau ósannindi, sem bann hefir farið roeð um sam- vinnumálin, séu sannleikur. Nú stend- ur alveg eins á um mál það er féll á hann sjálfan. Það er höfðað út af svargrein hans gegn annari þeirri grein, er hann siðar stefndi fyrir. Eftir hðns rökfæralu ætti dómuiinn yfir honnm að vera sönnunargagn fyrir þvf, að alt sem ritstj. Dags sagði um hann f fyrri greininni, væri sarmleikur. Dómarnir ættu þðnnig að vera gagnstæð sönnunargögn í sama máli. Þetta sýnir, að hafi E. S. ein- hverntfma skilið meiðyrðalöggjöfina og eðii og gildi slfkra dóma, þá er hann nu hættur því og orðin of gamall til að Iæra að nýju. Vilji Einar Sigfússon ekki skríða inn f hýðið aftur og láta faiia niður umræður um þessi málaferli, skai hon- um gefinn ko3tur á að sjá fleira um þau bér í biaðinn og verða þá ef til vill birt sum málsskjölin. . (Meira). Frá Alþingi. Plokkaskipunin. Flokkaskipunin í þinginu er með svipuðum hætti og var á síðasla þingi. Við landskjörið gekk einn maður úr Framsóknarflokknum, S. F , en annar kom í staðinn, J. J. Liðið, sem skipar sér um Morgunblaðið og stefnu þess, sem ættí að haía hreinskilni og djörf- ung, tii þess að kalia sig íhaldsflokk- inn) er einnig jafnsterkt eítir kosn- ingarnar eins og það var áður, eða þó öllu sterkara, ef teija má, sem Hk- legt er, í. H. B. f þeim flofeki. Aðrir flokkar breyttust ekki við kosninguna. í Framsóknarflokkum eru þesair menn f Ed.: Einar Árnason, Guðm Ólafss , jónas Jónasson, Guðm. Guðfinnsson °g Sig. Jónsson, en í Nd.: Þorl. Jdnsson, Sveinn Ólafss , Þorsteinn M. Jónss. Ingólfur Bjarnarson, Stefán Stefánsson, Magnús Kristjánss., Eirfk- ur Einarss., Þorl. Guðmundss., Gunn- ar Sigurðsson og Lárus Helgason. Alls cru þetta 15 menn. í kosninga- bandalagi við þennan flokk, er Björn Hallsson, sem annars telur sig ufan flokka. í flokki þeim, sem kalla verður Mbl.- liðið á meðan hann fær sér ekki gleggra og djarfœannlegra nafn, cru þessir menn í Ed.: Halld. Steinsson, Jóh. Jób., Björn Kristjánss , Jón Magn- ússon, Sigurður H. Kvaran og senni- lega Ingibj. H Bjarnason, en í Nd.: Magnús Guðmundsson, Jón Sigurðsson, Þórarinn Jónsson, Sig. Stefánsson, Jón Áuðunn Jónsson, ÓJafur Proppé, Pétur Oltesen, Jón Þorláksson og Einar Þorgilsson. Alls eru það 15 menn. í þeim flokki, sem enn er kailaður Sjálfstæðisflokkur, en hsflr ekki leng- ur á öðru sjálfstæði að lifa en því, að halda saman í þinginu að nafninu til, en ryðlast sitt á hvað, eru þessir menn taldir; í Ed. Sig. Eggerz, Hjört- ur Snorrason og Karl Einarsson, en í Nd.: Ben. Sveinsson, Magn. Péturs- son, Háicon Kristoffersaon, Bjarni fri Vogi, Pétur Þórðarson, Jakob Möller og Magn. Jónsson. Enn má telja scr tvo menn sem báðir geta talist utan flokka. Þeir eru jafnaðarmaðurinn Jón Baldvinsson og Björn Hallsson, sem áður var nefndur. Yfirlitið er þá svona: Framsóknarflokkomenn t 5 Morgunhlaðsmenn 15 Sjálfstæðiamenn 10 Jafnaðarmenn 1 Uían flokka 1 Ymislegt mætti segja um þessa fiokkaskipun. Framsóknarfiokkurinn er lang samfeldastur og Iffvæniegastur og samvinna f þeim flokki með bezta móti. Er þess og íull von, því að sá flokkur hefir öll umbótamál og við- reisnarmál þjóðarinnar á stefnuskrá sinni. Andstöðuflokknr hans Mbl.-liðrð gerir annað tveggja að haltra með, þar sem ekki er annað fært fyrir afti þjóðarviljans, ellegar að setja fætur fyrir hverja viðleitni og umbótakröfur meðan honum þykir fært að spyrnast við. (íslandsbankamálið og fleira). Flokkur þessi er heldur ekki sam- stæður. Þar f er svokölluð »bænda- deifd Mb!.« œeð M. G. f broddi íylk- ingar. Hefir heyrst að sú deild hefði stærri draums, en að skríða undir leðurblökuvængi Mbl. og mundi hafa f hyggju að stofna nýtt blað fyrir kosningarnar. Yfirleitt er Mbl.-liðið illa statt, því það trúir ekki á sinn eiginn málstað né flokksgiftu. Þessvegna kveða við raddir hvaðanæfa f þvf liði um að nú þurfi að mynda nýjan flokk eða nýja flokka. Nýr flokkur getur ekki orðið myndaður úr því efni. í hæsta lagi gæti ef til vill orðið myndað nýtt nafn og væri það góðra gjalda vert. Mennirnir verða þeir sömu, skoðanirnar þcer sðmu, þat setn nokkrar skoðanir eru, hvernif’ sem mönnunum verður raðað. Fyr mun efnafræðínni takast, að leysa sundur hin þrjóskustu frum- efni, en að þeim andlegu frumcfnuœ, sem sálir þessara manna eru gerðar af, verði hoggað, Þó er Sjálfstæðisflokkurinn enn meiri vandræðagripur. Þar f eru að mestu hugsjónalausar eítirlegukindur írá full- veldisbaráttutfmanum, sem lifa í göml- um draumum og reyna að koma þjóð- inni til að trúa því, að þeir séu hinir útvöldu verðir sjálfstæðis þessarar þjóðar. Áhrif þeirra, einkum Bjarna frá Vogi, hafa þó orðið meira tll þess að stofna sjálfstæði þjóðarinnar í hættu, með því að hann hefir aldrei skilið edli þess, en hugsað sér það ait í ytri formum, eins og það var orðið á sfðustu árum sjálfstæðisbaráttunnar. í þessum hópi eru nokkrir mikilhæfir gáfumenn, en sem ekki koma að not- um, af því að þeir eru hugsjónalausir í innanlandsmálum og vita ekki hvar þeir eiga að halla sér í flokkaskifting- unni. Meðan jafn stór flokkur at steínulausum mönnum heldur saman f þinginu, er hrein fiokkaskiftíng ófram- kvæmanleg. Lfklegt er, að við næstu kosningar gangi einhverjar af þessum eftirlegukindum til niðurlsgs. Fylgi E-listans sfðastl. sumar sýndi, að þjóðin hefir heldur minni trú á sjálf- stæðisstefnunni en Bjarna frá Vogi sagðjst frá f Vfai. FjármarK. Það tilkynnist hér með öllum markeigendum að Elín Qunnlaugs- dóttir, Hvammi í Arnarneshreppi hefir selt mér undirrituðum fjár- mark sitt sem er: Hvatt og hangfjöOur framan hægra. .— Brennimark mitt er A. Qutt. — Hvammi í Arnarneshreppi Arnaldur Outtormsson. Símskeyti. Rvík. 28. mars. Lögreglusveitum Rússlauds hefir verið gefin skipun um að hafa viðbúnað gegn valdránstil- raunum facista, er vígbúa sig. Pýska söngvarasambandið hefir gengist fyrir pjóðarmótmælum gegn töku Ruhr-héraðanna, en pau snérust til fjandskaparláta við Frakka. Pað er á orði haft að Kam- enoff verði eftirmaður Lenins (Lenin altaf sjúkur). Reykjavfk, 3, apríl. Franska blaðið Figaro ræöst ákaflega á Englendinga. Lund- únablöðin segja, að árásin stafi frá Poincare. Sara Bernhard er látin. Tregur afli á togarana. — Búist við að pingið sitji fram í maí. Kvillasamt mjög í Rvík og grend. Atvinnuskortur meðal verkamanna. 4. april. Frakkar hafa íekið bifreiðar Kruppsverksmiðjanna. Verka- menn gerðu verkfall í mótmæla- skyni. Óeyrðir urðu af pví og 30 manns ýmist særðust eða létust. Bandamenn og Tyrkír koma saman í Lausanne á nýja friðar ráðstefnu í næstu viku. Bylting hefir brotist út í Rúmeníu. Konungsfjölskyldan er flúin úr landi. Danski leikarin Olaf Paulsen er látinn. Fréttaritari Dasji. Fjórgeymsla á fjöllum, Mývetn- ingar þeir, sem höfðu fé sitt á fjöll- unum fram að jólum f vetur, erunú f þann veginn að reka það aftur á sömu stöðvar. Verða ærnar hafðar þar fram að aauðburði. Alment verður úr þessu geldíé slept á afrétti f Þingeyjarsýslu, ef ekki spillist tfð og sumstaðar einn- ig ám.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.