Dagur - 20.04.1923, Blaðsíða 2
56
DAOUR
16. ibl.
mun sú krafa verða gerð alment að
sjúkrahússtjórnin taki til athugunar,
hvort ekki sé fært að lækka daggjöldin.
Þegar þess er gsett, að sjúkrahúsið
leggur sjúkrahússbrytanum til alt elds-
neyti, húsnæði, ljós, hita og áhöld,
mun mörgum þykja þess von, að
fæðiskostnaður gæti verið eitthvað
lægri, þó um það geti alls ekki orðið
dæmt hér í blaðinu að svo vöxnu
máli. En heyrt hefir blaðið, að brytinn
mundi nú bráðlega lækka fæðisgjaldið
um kr. 0.25 eða ofan í kr. 2 50.
Horfi nú svipað fyrir sjúkrahúsinu og
slðastl. ár um opinberan styrk, aðsókn,
tilkostnað og fleira, ætti þessi 25
aura lækkun f viðbót við áðurnefnda
82 aura, sem sjúklingar hafa greitt
fram yfir reksturskostnað síðasll. ár,
að orka þvf, að nú væri bráðlega hægt
að lækka dvalarkostnaðinn um alt að
kr. i.oo á dag.
Eins og vikið var að í inngangi
þessara greina er sú stefna blaðsins f
sjúkramálum að þjóðin, eftir því sem
unt er, beri sameiginlega fjárhagsbyrð-
arnar, sem af sjúkdómabölinu leiða;
að heimilnnum f landinu sé bjargaó
og mannslundin varðveitt fyrir niður*
níðslu örþrots og ómagagöngu. Slfkt
er hvorttveggja mannúðar ogþjóðhags-
mál. Það er þvf krafa blaðsins og
verður alt af, að sjúkrabúsum sé af
almannafé veittur svo rfflegur styrkur,
að skifti þeirra við sjúklinga þurfi
ekki að vera svo óvægileg, sem raun
er á. Það stappar rojög nærri þjóð-
íélagslegu hneykslismáli, ef hægt er
að benda á það, að hinir sjúku í
landinu séu flettir fjármunum sfnum
og heimilum þeirra fórnað, til þess að
greiða með andvirði sjúkrahússbygginga
f landinu.
Hinsvegar, meðan svo horfir, að
byggingarskuld sjúkrahússins verður
ekki létt af á annan hátt, en að láta
sjúklingana greiða hana að meira eða
minna leyti, verður stjórn sjúkrahúss-
ins áð gæta hófs f fjárkröfum til
þeirra hluta. Þeirri byrði þarf að dreifa
á margar veikar herðar. Og þó hægt
sé að benda á, að sjúkrahúsið þurfi
að hafa rúmt um hendur sfnar fjár-
hagslega og mikið veltufé, verður að
afla þess með öðrum ráðum en þvf,
að raka sáman ?é á stuttum tíma.
Verður enn vikið að fleiri hliðum
þessa máls hér f hlaðinu.
Aðalfundur Kf. Eyf. var haldinn
hér f bænum síðastl. mánudag og
þriðjudag. Fundurinn hófst með þvf,
að varaform. Ingimar Eydal mintist
fráfalls Hallgríms Kristinssonar, og
stóðu fundarmenn npp undir ræðunni.
Fundurinn fór vel fram og friðsamlega
og ríkti á honum almenn ánægja yfir
útkomunni á starfsemi félagsins siðast-
liðið ár, sem eftir atvikum má telja
mjög góða. Verður síðar vikið nánar
að rekstri og hag félagsins hér f blað-
inu.
Sýslufundur Eyfirðinga var hald-
inn hér á Akureyri f sfðustu viku.
Verður hans ef til vill getið nánar
síðar,
JVIinni vetrar.
Okkur hættir við að skrifa vei-
gerðir í sand en höggva mótgeröir
á stein. F>essa eðlisbrests gætir ekki
einungis gagnvart meöbræðrum
okkar, heldur einnig gagnvart gjaf-
ara allra hluta.
Þegar alt er skoðað, grípur fátt
eða ekkert inn í likamlega veliíöan
okkar og sálarlíf eins og veðurátt-
an. Viö erum ósjálfbjarga börn í
höndum náttúrunnar. í veðuráttunni
er agavald Ouðs sem við öll beyjum
okkur fyrir sameiginlega. í veður-
áttunni finnum við handtak skap-
arans í lífi okkar mjúklátt eða harö-
leikið.
Okkur verður pví ekki um ann-
að tíðræddara en veðrið, einkum
vond veður. Ög á fátt erum við
gieymnari en góð veður, þegar við
búum við hörð.
Vegna þessarar gleymni annars
vegar en hinsvegar vegna þakkar-
skyldunnar er ástæða til þess að
skjalfesta vottorð um vetur þann, er
nú er nýgenginn um garð.
Það mun vera óhætt aö telja vet-
urinn með þeim allra beztu, sem
komið hafa yfir þetta land síðan
það bygöist. Fyrir veturnætur gerði
lítils háttar áfelli og nokkurt frost
en brá til einmuna blíðutíöar, sem
hélzt fram um jól. Gekk þá fénað-
ur sjálfala, jafnvel í landléttum sveit-
um. Á jólaföstu var unnið að jarða-
bótum í Eyjafirði. í janúarmánuði
var Ifðin fremur umhleypingasöm,
en frostmild nema tvo daga seint í
mánuöinum. Þá varð frostið um 20°
þar sem það var mest. Þessum ó-
stillingakafla Iauk í byrjun febrúar-
mánaðar með norðanstórhrið, sem
stóð í tvo daga. Eftir það brá til
sunnanáttar og gerði stöðugar hlák-
ur eða hreinviðri og sólskin til
skiftis og helzt með engum breyt-
ingum veturinn út. Var þá hiti
margan dag því líkastur sem f júlí
væri. Nætúrfrost sjatdgæf og rign-
ingar litlar. í íebrúar var unnið aö
steinsteypugerð á Akureyri. í marz-
mánuði byrjaði aö gróa svo að orð
var á gert í sumum sveitum t. d.
undir Eyjafjöllum. í byrjun apríl
var kominn 6 þuml. langur nýgræð-
ingur f mcllandinu við Jökulsá á
fjöllum. Heyeiðsla var mjög lítil
um allar sveitir og fénaður gekk í
haustholdum fram í gróður vordag-
anna.
íslenzk tunga á firnin öll af nöfn-
um á allskonar iilveðrum eins og
hún er yfir höfuð ríkari af ókvæð-
isorðum en'blíðyrðum. Þetta sýnir
að andstreymi hefir falliö henni
þungt í fang og að hún hefir verið
mesta illveðrakráka alla sina daga.
Af þessum ástæðum er þjóðin
minnugri á verstu vetur, sem yfir
landið hafa gengið, heldur en hina
beztu. Hún hefir fest þá í minni
kynslóðanna með nöfnunum wLurk-
ur", »Hvítingur*, »Píningsvetur" 0.
s. frv. En vanþakklæti þjóðarinnar
hefir grafið minninguna um góðu
veturna undir þagnarfargi.
Degi virðist vera ástæða, til þess
að bregða þessari vondu venju.
Fyrir þvf hefir hartn haldið þessum
síðasta bliöuvetri undir skfrn Sig-
urðar skólameistara Ouðmundssonar,
en hann hefir gefið honum nafnið
Hugijúfi.
Gleðilegt sumar!
Austur-Skaftafellssýslu
1B. febrúar 1923.
VeðráUan hefir verið mild og góð
hér, það sem af þessum vetri er, oft-
ast hagar fyrir sauðfé og oft auðar
jarðir; lítur því út íyrir að raenn al-
ment komist vel af með hey, þótt
heyfengur yrði víða með roinna roóti
síðastliðið sumar, vegna lítillar gras-
sprettu, er mun hafa stafað af of
miklum kuldum.
Menn eru hér farnir að brúka vagna
til heyflutninga og fleira. Einnig
»rakstrarkonur,« það eru Ijágrindur,
svo ljárinn rakar Ijána um leið og
slegið er; flýtir þetta mjög fyrir hey-
afla, þar sem greiðslægt er.
Rafieiðslum var komið upp í sumar
á tveimur bæjum hér í sýslu — þær
fyrstu hér, eða 1048 árum eftir að
landið bygðist. — í Hoffelli í Nesjum
til Ijósa. Önnur á Fagurhólsmýri í
Öræfuro, með 12 hesta vél til Ijósa,
suðu og hitunar. Hún gengur fyrir
vatnsafli, var lækur tekinn upp 4 kíló-
metrum írá bænum og aukinn með
því lækur við túnið og svo tekinn í
pfpur sem ganga í Tútbínuna. Helgi
Arason stóð íyrir þessu verki og íékk
sér til aðstoðar mótorvélasmið Benja-
mín Hansson bróður Jóhanns Hans-
sonar vélasrniðjueiganda á Seyðisfirði,
Þriðju rafleiðslunni kom Þórhallur
Daníelsson kaupm. á Höln í Horna-
firði upp í vetur fyrir nýár. Hún gengur
fyrir mótor, því valn er þar ekki í
nánd, sú leiðsla er til Ijósa. Hefir
Þórhallur lýst öll sfn hús, kaup élags
Austur-Skaítfellinga, tiuðmundar Sig-
urðssonar söðlasmiðs og Guðna Jóns-
sonar skósmiðs. Fleiri kunna að fá
Ijós sfðar.
í Vestur Skaftafellssýslu eru raf-
leiðslur á fjórum stöðum: Vík í Mýr-
dal til Ijósa, Hólmi í Lundbroti til
Ijósa, Þykkvabæ í Landbroti til Ijósa,
suðu og hitunar og á Kirkjubæjar-
klaustri á Sfðu, hjá Lárusi Helgasyni
alþingismanni með 12 hesta vél til
suðu, hitunar og Ijósa og svo loft-
skeytanotkunar. Á öllum þeim stöð-
um er brúkað vatnsafl. Þetta eru
mjög áríðandi búnaðarframfarir, þvf
þá má hafa allan áburð á túnin og í
kálgarða, sem menn hafa orðið að
hafa til eldneytis, svo er þetta afar-
mikill verksparnaður, að sjóða við
rafhita og miklu fleiri þægindi sem
því fylgja.
Viðurkenning. Nokkrir borgarar í
Akureyrarbæ sendu, á sumardaginn
fyrsta, húsfrú Kristínu Sigfúsdóttur í
Kálfagerði skrautritað viðurkenningar-
skjal og 150 kr. í peningum fyrir leik-
inn »Tengdamömtnu«.
Heimspekingurinn.
frá Flatey.
Ritstj. Dags vill leyfa sér, að gera
örfáar athugasemdir við sfðasta skrif
heimsspekingsins frá Flatey, sem birt-
ist I síðasla Isl. undir yfirskriftinni
»?dótmæli enn * Lesendum Dags og
fleiri mönnum mun vera kunnugt, hvert
aðalerindi ritstj. blaðsins hefir átt
suður. Og mun mörgum þykja óvana-
lega til orða tekið, að kalla sjúkra-
vitjanir flækingsferðir, en slfkt mun
vera f samræmi við hugsunaríeglur
flateyskrar heimsspeki og ekki ósam-
rýmanlegt >karakter< nafnkunnasla
mannsins, sem hefir orðið til á eyju
þeirri.
Oþarfi var það af þessum merkilega
heimsspekingi að vitna i dómsmála-
bækur sýslunnar, því ritstj. Dags hefir
aldrei neitað þvf, að hann hafi verið
dæmdur f fjársektir fyrir meiðyrði, en
hann hefir mótmælt þeim ummælum
heimsskepingsins, að hann hafi verið
dæmdur tíl að »afturkalla ærumeið-
andi ummæli um heiðvirðan andstæð-
ing sinn.« Og við það mun standa.
Mjög er það eðlilegt, að slíkir stór-
gáfaðir heimsspekingar fari út fyrir
þá umgerð, sem stjórnarskrá íslands
markar f stjórnmálum. En því miður,
íyrir þessa menn, verður að binda sig
fremur við sfjórnarskrána. í umræddri
grein, reynir heimsspekingurinn að
réttlæta frumhlaup sitt á hendur þing-
manni Akureyrar með því, að þing-
maðurinn hafi á þingi fylgt sannfær-
ingu sinni, en ekki hagað sér f öllum
atriðum eftir því, sem atkvæði hafi
fallið á þingmálafundum á Akureyri.
En stjórnarskrá íslands réttlætir óneit-
anlega framkomu þingmannsins, en
gerir athugasemdir flateyska heims-
spekingsins að engu. Upphaf 44, gr.
hljóðar svo:
»Alþingismenn eru tingöngu bundnir
við sarmfæringu sfna og ekki neinar
reglur írá kjósendum sfnum.«
Það mun alt af verða talinn merki-
legur viðburður í fslenzkri blaðamensku,
þegar Akureyrar kaupmenn réðu heims-
spekinginn frá Flatey fyrir ritstjóra
írlendings. En fljótlega kom það f Ijós,
að í. of djarft var ráðist af kaupmönn-
unum. Heimsspekingurinn var of frum-
legur og djúpvitur fyrir að mestu
sjálímentaða menn. Greinarnar: »Hver
borgar« í 18. tbl. ísl. 1921 og »Hvað
á að gera« í 19, tbl. s. á sýna þetta.
Sem sýnishorn af þeirri þjóðhagslegri
heimsspeki, er hér prentaður upp eftir-
farandi kafli milli greinaskifta úr sfðar-
nefndri grein:
>Se það eins og fjármálaráðherrann tók
fram, að aliar okkar matarholnr séu tæmdar,
þá er eyðslan* náttúrlegasta og næstliggj-
andi ráðið að grípa til, til þessaðná upp
sköttunum og þetta ráðið ásamt þeirri
heilbrigði, sem slík sparsemi* mundi hafa
i för með sér, getur drepið okkur úr nú-
verandi viðskiftadróma miklu fyr en okkur
sjálf grunar og veitt oss, möguleika, til
þess að nota þau auðæfi, sem náttúran
hefir iátið okkur falla í skaut.«
Ennfremur mætti tienda á stórmerki-
lega ritgerð í 14. tbl. ísl, 1923, með
* Leturbr. raín.
Ritstj,