Dagur - 31.05.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 31.05.1923, Blaðsíða 1
DAGUR lcemur út á hverjum fimlitdegi. Kostar kr. 6.00 árg, Ojalddagi fyrir 1. jiílí. Innheimtiina annasi rltttjðri blaðsiiiB. AFGREIÐSLAN er hjd Jón! I>, í»ór, Norðurgötu 3. Talslmi 112, Uppsögn, hnndin við árainðt eé komin til afgreiðslumauns fyrlr 1. des. VI. ár. Akureyrl, 31. maí 1923. 23. blað. Hér með tiikynnist vinura og vandamönnum, að jarðarför mannsins míns, Sigurðar Siffurðssonar bóksala, sem andað- ist 22, þ. m. er ákveðið að fari fram þriðjudaginn 5. júní næst- komandi frá Hafnarstræti 37 og hefst kl. 1 e. h. Eftir ósk liins látna eru kransar afbeðnir, en þeir sem vildu gefa þess virði, eru beðnir að gefa það í heilsuhælissjóð Norður- lands. Akureyri 29. Maí 1923. Soffía Stefánsdóttir. Sfjórnmálastefnur og Kosningar. Blikur. Tföarfarið er umskiftasamt. Sú reynsla er orðin staðfest, að í kjöl- far góðviðrisdagana sigla harðviðr- in. Illviðrin eru aftur á móti óbeint Ioforö um blíðudaga. Jarðfræðingarnir segja okkur, að tíöarfarið' á jörðunni, — tíðarfars- aldirnar lúti i stærri togum sama lögmáli. Undir Grænlandsjöklura eru grafnar leyfar hitabeltisgróðurs. Klappirnar í norðurhluta Bandaríkj- anna eru núnar af fargi ísaldarjökl- anna. Lífið á jörðunni hefir flætt og fjarað. Saga þess er barátta tnillí framsóknar og undanhalds; milli vorhugar og vetrarkvfða. StjórnmáfaHf þjóðanna er liáð lögmáli svipaðra bylgjuhreyfinga. Hugir þjóðanna risa og falla til sklftis, þeir hitna og kólna. Stjórn- málalffið er látlaus togstreita milli framsóktiar og undanhalds; þrosk- unar og hnignunar. Þrálál fastheldni við rfkjandi skipulag og ástæöur fær aldrei staö- ist óáreitt stundu lengur. Hún stend- ur berskjölduö fyrir áblaupum úr þrem áttum. Að baki sitja fulltrúar ellinnar í þjóölífinu, gráir og skapúfnir. Peim þykir þegar vera of Iangt gengið. Lastmælgi og tortrygni gegn rlkj- andi viðleitni er hugsvölun þeírra. Æskan í landinu er þeirra sérstaka bitbein. Hún er að þeirra dómi manndómslaus, siöferöíslega tauga- laus og mergfúin. í þeirra augum er öllu ver fyrir komið en áður hefir verið; öllu er að hraka. Þeir vilja kippa þjóðlífinu til baka í eldri farveg. Oft hafa þessir menn mikið til síns máls, en valda þó sjatdan miklu góðu með fjasmæjgi sinni, með því að önuglyndið bygg- ir sanngirni út. Sálir þessara manna eru vetrarkvíðinn í þjóðlífinu. Á öndverðum oddi við þessa menn eru gerbreytingamennirnir. Fyrir sjónum þeirra risa upp í hill- ingum hugsmíðanna þjóðlönd fram- tíðarinnar, þar sem enginn verður fátækur og öllum líður vel. HeJzt mundu þeir vilja, ef unt væri, ganga í einni svipan milli bols og höfuðs á rikjandi skipulagi. Þeir fella yfir þvf áfellisdóm bygðan á gagnstæð- um forsendum við það sem áður taldir menn gera. Þeir vilja fella þjóöskipulagiö i gersamlega nýja rás, þar sem sneitt sé fram hjá á- göllum ,núverandi -skipulags. Um- kvörtun þessara manna er ekki á- stæðulaus. Þrá þeirra á hinn mesta rétt á sér. En þeim missýnist f mjög veruíegu atriði. Þeir gæta þess ekki nógu gaumgæfilega, aö ágallar nú- verandi þjóðskipulags eru alllr að kenna ófullkomnu manneðli, sem ekki veröur breytt eða bætt með snöggum hætti. Rætur alls, ílls og góðs í lífi mannanna, eru í hjarta- Iagi þeirra sjálfra. Loks er hinn þriðji aðili, sera herjar á fastheldnina við ríkjandi skipulag. Sá aðilier hægfara framsókn, sem Iætur sér skiljast að»mönnunum munar ann- aðhvort aftur á bak, ellegar nokkuð á Ieið," og að framsæknin sé í sam- rætni við þá viðieitni til þroskunar, sem hvarvetna sézt í náltúrunni. En þeir láta sér jafnframt skiljast, að stórstígar brcytingar og snöggar á skipulagsháttum verði í ósamræmi viö mannlegt eöli, sem er íliald- sarat og seinbreytilegt og að bylt- ingar valda, af þeim orsökum, trufl- un, sundrun og jafnvel lorlímingu þeirrar menningar, sem vex af rót- um einstaklingsþroskunarinnar. Þessi þrjú öfl togast á um völd- in í sálum manna, í lffi þjóöanna. Sagan segir aö menning þjóöanna lúti sömu lögutn og tíðarfarsaldirn- ar, Hf þetrra flæðir og fjarar. Þær vaxa, ná háum mörkum, en hnignar svo og deyja út af jörðunni. Því er einsætt, að hverri þjóð er jafnan að miða »annaöhvort aftur á bak, ell- egar nokkuð á leið". Um kosningar dregur til aflrauna mpð stefnum þessum. Úrslit þeirra skera jafnan úr um það, á hvaða leið þjóðin er. Á komandi hausti ganga íslend- ingar til aimennra kosninga. Þau skilyrði eru fyrir hendi, að vel mættu þær kosningar verða einar af þeim allra merkustu, sem háðar hafa vérið i landinu, vegna þess að þær eiga að skera úr, hvert þeirra afla, sem hér hefir verið minst á, er sierkast í þjóðlffinu, þegar þjóð- in á aö taka afstððu til innan lands mála. Blikur dregur á ioft á stjórnmála- himninum íslenzka. Allir spá því, aö á baki þeim blikum sé óveður i aðsígi, sem muni sétja gervalla þjóðina í hreyfingu. SHkt er gern- ingaveður þeirra, sem kosningaat- lögunni stjórna frá öllum hliðiím. Þau veður eru holl og hressandi, því þau lemja úr mönnum deyfð og hversdagslegt sinnuleysi um þessi mál. Að baki þessara veðra bíða ókunnir dagar og reynslan sker úr, hvort þá vorar í íslenzku þjóölífi eða vetur gengur í garð. En þegar til slíkra tiðinda dreg- ur, er fylsta ástæða, til þess aö líta yfir sögu íslenzkra stjórnmála, og gera sér Ijósl hversu stefnt hefir; að hve mikíu Ieyti hefir verið rétt stefnt eða rangt og hversu nú beri að snúast við þeim málum er við kjörboröin liggja fyrir til úrskutðar. Verður þvi um stunrf dvalið við þessi mál liér í blaðinu. Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu sem hæstiréttur. F.itt aí múlum þeim, sem lá fyrir sýslunefnd Eyjafjarðarsýalu á fundi hennar 9.—15. apríl þ. á., var út- svarskæra frá kaupm. Magmisi Sig- urðssyni á Grund. í neínd Jxeirri, sem þetta mái hafði til athugunar, áttu sæti, auk oddvita sýsiunefndar, Jón Hallgrímsson, Jarð- brii og Valdemar Pálsson, Möðruvöll- um. Nefndin klofnaði f málinu, og bar meirihlutinn: oddviti og Jón Haligríms- son, fram tillögu til órskurðar, sem samþykt var með 7 atkv. gegn 3. En úrskurður þcssi er þannig úr garði gerður, að hreppsnefndin f Hrafnagilahreppi getur ekki leitt hann hjá sér með öllu. Verður hann því tekinn hér nokkuð til athugunar. En þar sem f því sambandi verður minst á sýsluneínd, er eingöngu átt við meirihlutann á sýslufundi í þessu máii. Að undanförnu befir það ekki vakið mikla athygli þó útBvarskærum hafi verið skotið undir úrskurð sýslunefnda, ,enda haía þær venjulegast látið við það sitja, að byggja úrskurð sinn á innbyrðissamræmi útsvars kæranda og samanburðamianna hans, án þess um leið að felia órökstuddan dóm um öll útsvör sveitarinnar og álagn- ingaraðférð hlutaðeigandi hreppsncfnd- ar, yfirleitt. Hreppsnefndir hafa því látið sér lynda úrakurð sýslunefndar f þessu efni, enda munu þær hafa fund- ið til þess hve illa þær stóðu að vígi um að verja gerðir sfnar, þar sem við ekkert var að styðjast annað en lausa- fjártfundina og svo ágizkanir sfnar um efni og ástæður gjaldendanna, sem einatt hafö reynst miður réttar. I>að gat þvf, og getur enn, hæglega verið álitamál hvort útsvar eins gjaldanda var hæfilega hátt sett samanborið við annan. Ur þessum tilfmnanlega skorti á heimildum hreppsnefnda fyrir hinum sönnu eínum og ástæðum manna, bæltist mikið þegar skattanefndum var, með lögum nr. 74, 27. júnf 1921 um tekju- og eignaskatt, gert að skyldu að láta hreppsnefndum í té eftirrit af skattskránni til afnota við niðurjöfnun sveitarútsvara, og munu menn yfirleitt vera sammála um það að skattskráin sé ólíkt fullkomnara og ábyggilegra heimildarskjal en gamia tfundarframtalið var, fyrir efnum og ástæðum manna. Nú hefði mátt vænta þess að lög- gjafarvaldið fyndi ástæðu til þess að gefa einhverjar reglur fyrir þvf, eða leiðbeiningar hvernig hreppsnefndir ættu að nota skattakrána við niður- jöfnun útsvara, ekki sfzt þegar þess er gætt að f lögum nr. 67, 27. júnf 1921 um breyting á sveitarstjórnar- Iögunum, eru fyrirmæli um það, að sýslusjóðsgjöldunum skuli jafnað niður á hreppana að einum þriðja hluta eftir samanlagðri fjárhæð skuldlausrar eignar og tekna at eign og atvinnu, og þá vitanlega íarið eftir skattskrán- um. En nú eru sýslusjóðsgjöldin að verða einn stsersti útgjaldaliður svcit-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.