Dagur - 07.06.1923, Síða 2

Dagur - 07.06.1923, Síða 2
88 DAOUR 24. tbl. Innilegar þakkir öllum þeim nær ög fjær, sem sýndu samúð viö fráfall og jarðarför mannsins míns, Sigurðar Sigurðssonar, bóksala. Sérstaklega þakka eg temþlurum fyrir góða aðstoð og vináttuþel auðsýnt hinum látna. Akureyri, 6. júní 1923. Soffía Stefánsdóttir. samlegu viti, en ekki heirnskulegr hrœðslu. II Knn.þá stappar nærri því að sumir séu álíka hræddir við smitun af berkl- um eða hvtta dauða, eins og menn voru íyrrum við smitun af svarta dauða. Þetta er ekkert nýtt — hræðslan hefir verið algeng f öllum svcitum f mörg ár. Þó hefir þetta ekki hjálpað til að kveða niður tæringu. Hún virðist fara f vöxt f sumum bygðarlögum. Ef hræðsla á nokkuð að bjálpa, verður að veta öllum Ijóst, hvað þutfi að ótt- asl og hvað ékki. Það duga engin óhemjulæti, eins og þegar kartöflurnar voru settar f fangelsi. Menn mega ekki hræðast mest þá berklaveiku menn, sem lftit ástæða er til að hiæð- ast, en ekkert þá, sem geta verið langtum hættulegri. Þetta á sér þó oft stað. ‘Og er mönnum vorkun, þvf til skamms tfma vissu jafnvel ckki læknarnir betur. Nú er hinsvegar þekk- ingin orðin meiri og læknar vita nú cftir samræmar rannsóknir góðra og athugulla berklalækna. — i Að menn gela verið berfdaveikir án þess að sýkja frá sér, og elnkum ef þeir fara varlega og hafa lœrt að hirða sig. Ef berklarnir í lfkamanum eru lokaðir þ. e. engin útferðarrás fyrir sýklana, þá er að minsta kosti < bráð loku skotið fyrir, að þeir smiti aðra. Og varúð- og hreinlæti gerir hættuna alvcg hverfandi. 2. / öðru lagi vitum vér, að mörg brjóstveik gamalmenni, sem hefit verið þungt fynr brjósti og með uppgangi í mörg ár. — Þeir eru oft miklu hættu- legri afsýkjendur, cnn t. d. berkla- veikir menn, sem hafa verið á heilsu- hæli og lært þær varúðarreglur, sem mest á ríður. Og það er af því að undir nafninu brjóstþyngsli og langvint lungnakvef leynist oít og tfðum lang- vinn hægfara berklaveiki, sem menn kunna að g&nga með f mörg ár, án þess að gruna, að þeir séu berkla- veikir, þvi veikin fer svo hægt, en ef hrákar þessara manna eru athugaðir, kemur oft f Ijós, að f þeim úir og grúir af tæringarbakterfum. 3. I þriðja /agi vitum vér nú, að bprnum innan fermingaraldurs (og þó allra mest incau 8 ára aldurs) er latig— lang hœttast að smitast af berklurn Úr því þeim aldri er náð eru allflestir ej ekki allir, ónœmir orðnir fyrir berklasmitun. Ef þeir þá eða sfðar (eins og oft kemur fyrir; veikjast af berklum, þá er það ekki nýfengnum sóttkveikjum að kenna, heldur sótt- kveikjum er leynst hafa f lfkamanum frá þvf þeir smituðust f æsku. Sýkl- arnir lokuðust þá inni fyrir góðar varnarráðstafanir í lfkamanum, en varn- argarðurinn raufst fyrir einhver atvik sfðar — svo sem veiklun af öðrum sjúkdómum, verri aðbúð og fleira. Venjulega smitast menn af berklum á barnsaldri og vinna bug á sýklun- um. Tuberkúlinrannsóknir benda á, að í flestum löndum, þar sem berkaveikin er tfð, hafi flestir orðið fyrir smitun innan fermingaraldurs Og margt bendir til, að fyrir þá baráttu, sem Ifkaminn háði í bernsku gegn berklasýklunum, hafi hann optast fengið ónæmi gegn seinni árásum sýklanna. III. Berklaveikin er eftir þessu með öðrum orðum barnasjúkdómur, sem allir eða mikill meiri hluti manna fær. Margir fá hana svo, að greinilegt er f ýmsum myndum kirtlaveikinnar (sem er oítast berklaveiki) eða einnig sem augljÓBa berkla f lungum, eitlum eða annarsstaðar og batnar stundum. En enn þá fleiri smitast og verður ekki meira um það en svo, að hvorki sjá aðrir nein merki þess og heldur ekki finna þeir til þess sjálfir. Með tuberkúlin- rannsókn má þó ganga úr skugga um að berklasmitun hafi átt sér stað. Það eru einkum þrfr læknar, sem hafa getið sér nafn fyrir að hafa komið orðum að þessari kenningu og fært rök fyrir henni. Það eru norski lækn- irinn Antvord,, þýzki læknirinn Römer og austurrfski læknirinn Hamburger. Með réttum skilningi á þessu hátta- lagi berklaveikinnar var það að berklaveikisnefndin (Guðm. próf. Magn- ússon, Sig yfirlæknir Magnússon og Magnús læknirPétursson alþingismaður) samdi fumvarp til berklaveikislaga fyrir land vort, sem sfðan varð þvf nær óbreytt að lögum. Eftir þeim lögum er öll áheizla lögð á að vernda börn innan fermingaraldurs gegn smitun og það þess rækilegar, sem börnin eru yngri. Pað eru börnin, sem verður að verja gegn hóstandi sjáklingum og ötl- um, sem hafa opin berklakaun• Börn og smitandisjúklingar mega ekki vera saman á heimili. , Það er að vfsu langt sfðan ýmsir læknar héldu því fram, að berklaveikin væri ekki nærri eins smitandi og al- ment væri trúað. Það er meira en hálf öld sfðan enskur læknir við berklaspftalann f Brompton (eitthvert stærsta tæringar- sjúkrahús Englendinga) sýndi fram á, að læknar og hjúkrunarkonur, sem þar höfðu starfað um margra ára skeið sýktust ekki meira enn fólk flest þrátt fyrir það þó þau væru stöðu sinnar vegna á hættulegri stað hvað smitun snerti, enn alment gerist. Berklalæknirinn nafnkunni próf. Saugmann (sem nýlega er dáinn), afl- aði sér vitneskju um berklalækna (sér- fræðinga f lungna- og hálssjúkdómum) vfðsvegar um Norðurálfu. Hann leitaði sér upplýsinga um hcilsufar þeirra frá því þeir byrjuðu starf sitt. Flestir þéssara lækna höfðu dagleg mök við mjög smitandi berklasjúklinga t. d. sjúkl. með berkla f barkakýli, sem daglega hóstuðu framán f þá og vit- anlegt er, að þeir eru einhverjir allra hættulegustu afsýkjendur. Það mætti nú ætla, að einmitt þessum læknahóp stæði mikil hætta af að sýkjast öðr- um fremur af berklaveiki. Svo rcynd- ist þó ekki, heldur kom f ijós, að meðal þeirra voru ekki tiltölulega fleiri með berkla, en meðal manna áf öðrum stéttum, sem Iftil mök hafa við smit- andi sjúklinga. Samskonar niðurstaða varð um hjúkrunarkonur á heilsubæl- um. — Berklaveikin er með öðrum orðum ekki nándar nœrri eins smit- andi fyrir fullorðna eins og áður var haldið eða fólk alment hyggur. IV. Nýlega hefir verið birt rannsókn lækna f Noregi um berklasmitun hjóna. Hún kemur alveg beim við rannsóknir þær er nú voru nefndar og sýnir þó enn betur, að jafnvel mjög núiðsam- líf við smitandi berklasjúklinga sé ekki verulega hœttulegt fullorðnum. Það voru læknarnir Arent de Betche og F. O. Jörgensen, sem íyrir skömmu gerðu þessar sfðustu rannsóknir.') Þeir félagar öfluðu sér nákvœmra upplýsinga um 742 norsk hjón og athuguðu heilsufar þeirra. En þessi 742 hjón völdu þeir af þvi, að þeir vissu á undan, að annað hjónanna i þessutn 742 hjónaböndum hafði um hrið haft berkla i lungum. Mátti þvl fyrirfram halda, að hitt hjón- anna hefði sýkst i sambúðinni við sjukan ektamaka sinn. Niðurstaðan varð nú sú, að þetta hafði ekki oft ótt sér stað. Pvert á móti. Pað voru aðeins 11 hjóna- böndin þar sem bceði hjónin voru sjúk orðin.—P. e. 1.48°la af 742;— aðeins hjá þessum 11 bentu nokkuð sterkar likur til að smitun hefði átt sér stað innah lijönabands. En nota bene aðeins llkur, þvi vel gat hugs- ast, að berklar frá barnsaldri hefðu brotist fram og valdið veikinni. Af þessu má drsga þá ályktun, að sjaldgœft sé að fullorðnir smitist af berklum, hvort sem það er af þvf, cins og margir ætla og jeg áður gat um, að smitunin á barnsaldri gjöri menn ónæma, eða það er af þvf, að menn vaxa frá berklunum og herðast með aldrinum gegn þeim. En svo mikið er víst, að jafnvel þar sem samlífið er nánast, og skilyrdi mest fyrir að sýklarnir berist á milti, þar er aðeins hverfandi smitunarhœtta. Þessi niðurstaða rannsóknanna er mjög eftirtektarverð og ekki nóg að læknar einir fái vitneskju um þctta. Alla alþýðu varðar miktu að vita alt sem vitað er sannast um háttu berkla- veikinnar. Og þessvegna fremur, að hér er mesti faraldur af slúðri um hvað berklaveikin smiti jafnt fullorðna >) (SjáNorsk MagazinforLægevidenskaben: Dec. 1922. Ritgerðin heitir: En statistisk hygienisk undersökelse fra Kristjania over forekomsten af lungetuberkulose hos ægtefolk.) sem börn. Mér hefir t. d. oftar en einusinni borist til eyrna að fullorðn- ir hafi smittast og sýkst á Akureyrar- spftala, af að liggja nokkurn tfma f sama heibergi þar sem Iftið eða ekk- ert smitandi herklasjúklingar lágu. Og eg man f fyrra þegar sumir héldu að allur Fnjóskadalur, hvað þá heldur Vaglaskógur, mundi útatast af smit- andi hrákum og hósta fjögurra hrein- látra pilta, sem dvöldu þar dálftinn tfma. Sumir halda að afar mikið þurfi að óttast smitun af dauðum munum. Þcir vilja aosa sóttvarnarlyfjum yfir búr og bæjargöng, fjós og fjárhús og jafnvcl brenna bæinn, þar sem sjúklir.gar hafa átt heima. Smithættan úr þessari átt er þó hverfandi lítil f samanburði við hættuna af sjúklingunum sjálfum, svo að sennilega væri óhætt að sleppa öll- um sóttvarnarlyfjum en aðeins við- hafa aimennan þrifnað og aðeins sjóða eða gufuhreinsa fatnaðinn. — Það er ekki ætlun mfn með þessari grein að koma fólki til að halda, að ekkert þurfi að óttast berkia smitun, þvert á móti. Varlega skai ætfð farið þegar grunur er um berklaveiki, en börnum innan fermingaraldurs stafar hœtta af berklasýkingu öðrum fremur, og þess vegna verður œtíð að vernda þau eftir föngum. — En fultorðnu fölki er aðeins lítil hcetta búin. Þessvegna þatf ekki að óttast, að taka sjúklinga þö þeim sé ekki algerlega bötnuð veikin, á heimiii þar sem aðeins eru fullorðnir fyrir. Þetta segi eg meðal annars af þvf, að eg — eins og fleiri læknar — rek mig á það annað veifið, að sjúklingar, sem um hrfð hafa verið til lækninga á heilsubælinu eða sjúkra- húsi, vegna berkla, þeim er útskúfað öllum frá og fá hvergi að vera, held- ur verða að dvelja áfram á sjúkrahúsi og kostast af op>nberu fé, þrátt fyrir það þó fullyrða megi, að engin eða aðeins hverfandi Iftil smitbætta stafi af þeim. Símskeyti. Rvík 5. júnf. Poincare hefir fengiö sampykta fjárveitingu til athafnanna í Ruhr meö 505 atkv* gegn 67 atkv. sameignarmanna. Tekjuhalli d fjárlögum Þýska- lands 1923 12,4 biljónir. Áhrif sameignarmanna fara vaxandi í Þýskalandi. Óhug hefir slegiö á aðstandendur stjórnarinnar, Víða haldnir mótmælafundir út af gengislækkun marksins. Óeirðir hér og hvar. Frú Kollantey skipuð sendi- herra Rússa í, Krístjaníu. Landskjálftar í Perísu hafa orðið 4000 mönnum að bana. Itölsku facistarnir ætla að gera Viktor konung að keisara. Breska flotamálastjórnin hefir ákveðið að bjarga pýska herskipa- flotanum, er sökt var i Scapiaflóa. Pest (svartidauði) hefir komið

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.