Dagur - 13.06.1923, Blaðsíða 2
92
DAOUR
25. Ibl.
mjög að aök, en hitt var eins oft, að
rtrfelli og kuldar gengu, og þá voru
hestaréttirnar eltki vistlegar.
Margir sveitamenn og aðrir heata-
eigcndur bafa fundið sárt til þessarar
vöntunar á hesthúaum í kaupstöðun-
iim, þar scm þeir gætu haft heata
bfna, meðan þeir dveldu f kaupstöðun-
um, og verið vissir um að þeim liði
vel. Dýravcrndunarfél. íslands í Reyk-
javík hefir séð hvað brýn þörf var á
slíku húsi, þegar fél. keypti Tungu,
og setti þar upp gistihús fyrir menn
og skepnur, sem þurítu að sækja til
höfuðstaðarins, var það gleðilegur
vottur um áhuga og dugnað þess fé-
lags, og stórt spor í áttina að marki
því, er félagið stefnir að. Eg cfast
ekki um að fleiri Dýraverndunarfélög
út um landið feti í fótspor félagsins
í Rvík.
Mér er það mikið glcðiefni, að eg
vcit sönnur á það, að sum kauptún
hér norðanlands hafa þcgar — fyrir
ötula framgöngu nokkurra dýravina —
myndað samtök til að koma upp
slfkum hesthúsum, og vonandi koma
fleiri á eítir.
Það virðist beinaota leiðin í þessu
máli, að sýslufélögin hvert f sfnn
lagi, legðu fram íé til slfkrar bygg-
ingar í þeim kaupBtöðum, sem þau
sækja að, því vitanlega hafa sveita-
bændurnir mest not af slfkum húsum,
og ætti því að vera þeim mest áhuga-
mál, að þau ýrðu reist.
Caroline Það eru ekki allir kaup-
Resí á staðir, sem eiga þvf láni
Akureyri að fagna, að þeim sé gcfið
alveg óumbeðið — stærðar
gistihús fyrir menn og heata, eins
fullkomið og vandað, að öllum útbún-
aði og Caroline Rest var. Eg gct
hugsað mér, hvað hinn hestaauðgi
Skagafjörður, eða hver önnnr sýsla
hefði orðið ánægð með slíka gjöf. Má
vera að Akureyri og Eyfirðingar séu
mjög ánægðir með Caroline Rest, en
þeir fara þá mjög vel með þá ánægju
þvi fyrir þann, sem akoðar gistihúsið
og sérstaklega hcsthúsin, er ckki hægt
að sjá, að þeir, sem eiga húsið og
nota það, kunni að meta gildi eða
þýðingu slíks húss, því flest cr þar
f mestu niðutnfðslu. í næturhesthúsinu
eru t, d. slárnar railli básanna brotnar
eða slitnar niður, mörg bogajárnin, sem
aðakilja jöturnar brotin eða beigluð.
Sömu söguna er að segja um hitt
hesthúaið, sem mest er notað á daginn
þar er varla nokkur spotti eftir vsð
jöturnar, sem hestarnir voru bundnir
með. Vanhúsin sem voru þar cru
horfin (?). Vatnsþróin, sem hestarnir
eiga að drekka úr, er f ólagi og yfir frá-
ræBlusigtinu á gólfinu var haugur af
úrgangi og rusli. í þessu hesthúsi
er stórt geymslurúm fyrir ferðamanna
farangur, sem þó hvað vera Htið notað,
þar voru gluggarnir brotnir og mölin
úr melnum hrundi inn. Þetta eru að-
eins örfá dæmi, sem eg nefni; hver
sá, sem sá húsið þegar Schrader gaf
bænum það og skoðar það aftur nú,
getur gengið úr skugga um, hvernig
þvf hefir verið haldið við þessi ár og
hugsað gæti eg, að gefandanum brigði
f brún, ef hann mætti líta upp úr gröf
sinni og inn í Caroline Rest. Eg er
þvf miður ekki svo kunnugnr ikipu-
bgsskrá þessa húss, sem eg hefði
óskað, en þó þykist eg vita nokkurn-
veginn með vissu, að Iiúsið sé cign
bæjarins, hitt veit eg líka, að bærinu
befir Iflil not af húsinu, það eru auðv.
nærliggjandi sveitir Eyjafjarðar og
hluti af Þingeyjirsýslu, sem nær ein
göngu nota liesthúsin og gistihúsið,
fyrir sig og hesta sína. Það ætli því
ekki að leika mikili efi á þvf, að þcir
sem gagnið haía af þessu húsi, verða
lfka að bera kosfnað þann, sem leiðir
af árlegu viðhaldi, svo húsið lialdi
áfram að verá nuthæft, til þess sem
það cr ætlað. Það er heldur enginn
efi á þvf, að cf »Caroline Rest< held-
ur áfram að ganga úr sér og skemm-
ast næstu ár eins og á síðustu árum,
án þess að njóta nauðsynl. viðhalds,
Hður aldrci mjög lengi þangað til,
enginn getur gist þar, hvorki menn
eða skepnur og þá get eg hugsað, að
einhverjum sveitamínninum verði Ijóst
hvers virði húsið var. — Því engtnn
veit hvað átt hefir, fyr en mist hefir.
Eyfirðingum ætti meira að segja
að vera það metoaðarmál, að gera
vel við Caroline Rest. Það var án
efa lang fullkomnasta búsið hér á
iandi af þessu tægi og það getur
orðið það aftur, án mjög mikils til-
kostnaðar. Eg varð fyrir því nýl. að
sýna langferðamanni húsið. Hann hafði
heyrt um þessa rausnarlegu gjöf
Schradcrs. En eg held að honum hafi
ekki litist á. — Eg gat lítið sagt við
hann viðvíkjandi húsinu og núverandi
ástandi þess. En eg óskaði með sjálfum
mér, að eg hefði geíað sagt fyrir hönd
Akureyrar ogEyjaíjarðarsýsIu.— »Þetta
er hin þjóðkunna Caroline Rest, sem
enski auðmaðurinn og dýiavinurinn
Schrader gaf okkur. Þér sjáið, að
þetta er alt svo fulikomið, sem kosið
vcrður, en þér sjáið vonandi lika, að
þeir sem þágu þessa gjöf, hafa kunn-
að að meta gagnsemi hennar og þeim
er það metnaður, að henni fari ekki
aftur, f einu eða neinu svo lengi, sem
menn þurfa f kaupstað að sækja og
hestar þurfa húsaskjól.<
Skátasvait Akureyrar hefir sent
blaðinu »lög og reglur* sfnar nýprent-
aðar. Skátahreyfingin er ein af merk-
ustu hreyfiugum f heiminum. Upphafs-
maður og höfuðsmaður hennar er Sir
Robeit Baden-Powell. Hreyfingin brcið-
ist óðfluga út svo þúsundir, tugir og
hundruð þúsunda fylla sveitir hennar.
Hún forðar drengjunum marga stund
frá iðjuleysi og ósiðlegu götulífi, safnar
þeim f hópa undir stjórn og aga, venur
þá við útilff, félagsskap, regluaemi,
sparsemi, viðbragðsfiýti og snarræði,
þegar á reynir. Hteyfingin miðar að
þvf að venja æskulýðinn við að hjálpa
sér sjálíur og hjálpa öðrum og að
verða »góðir, glaðir og nytsamir borg-
arar.« Sé vel haldið á slíkri hreyfingu
meðal æskulýðsins, getur uppeldis-
máttur hennar orðið ómetanlegur. For-
ingi Skáta hér í bæ er Gunnar Guð-
laugsson og hefir hann f því starfi
sýnt mikla ósérplægni og áhuga og
er mikillar þakkar verður.
Grípið tækifærið.
Slátturinn er í nánd. Heyskapurinn parf að ' verða ódýr.
Ræktunarfélag Norðurlands heíir enn
státtuvélar og rakstrarvélar
til solu og seljast pær mun ódýrara ,en annarsstaöar.
Snúið ykkur til stjórnarinnar, hún gefur ábyggilegurn kaup-
endum gjaldfrest.
Stjórnin.
i
Samband Islenzkia
Sam vinn uféla^ a
hefir fyrirliggjandi og útvegar alls konar
LANDBÚN AÐARVERKFÆRl:
Sláttuvélar, Milwaukee.
Rakstrarvélar, Milwaukee.
Snúningsvélar, Milwaukee.
Brýnsluvéiar fyrir sláttuvélaljái.
Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður-
kenningu á landbúnaðarsýningunni í Rvík 1921.
Oarðpióga, Pinneberger.
Rótherfi, Pinneberger.
Tindaherfi, Pinneberger.
Arfapióga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, sem
hlutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu.
Rófna sáðvélar.
Forardælur.
Vagnhjól frá Moelven Brug.
Skilvindur, Alfa I-aval.
Strokka, Alfa Laval o. fl. o. fl.
Enníremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatólum.
Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl.
Flest verkfærin hlutu viðurkenningu á Iandbúnaðarsýn-
ingunni í Reykjavik 1921 og eru valin í samráði við
BúnaðarféJag íslands, sem einnig gefur upplýsingar um pau.
V
Smásoluverð á fóbaki
má ekki vera hærra en hér segir:
VINDLAR.
Torpedo .... 50 stk. k«08i á kr. 20,75
Nasco Princessas - — — - — 20.75
Americana ... — — — - — 13.80
Nasco...........— — _ . _ ,3.25
La Diosa — u.oo
Utan Reykjavikur má verðið vera því hærra, acm nemur flutningskostnaði
frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2 °/o.
Landsverzlun.
Ritatjóri: jónas Þorbergsson,
Prentaraiðja Odds Björnssonar.