Dagur - 13.09.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 13.09.1923, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtudcgi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrir 1. júli. Innheimtuna annast Árni Jóhannsson í Kaupfél. Eyf, VI. ár. AFOREIÐSLAN er hjá Jónl S>. Uór, Norðurgðtu 3. Talsími 112, Uppsðgn, hundin við áramót sé komin til afgreiðsiumanns lyrlr I. des. Akureyrl, 13. september 1923. 39. blaö. im-iw~iLii~i*‘B—~*u,“ ** ***"i — »,■ ~ “a“" **-- — - d--------------u*"w~ ~ ~ Inniiegt þakklæti til allra þeirra, nær og fjær, sem sýndu samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför okkar kæra eigin- manns og fósturföður Jóhanns Stefánssonar. Anna Pétursdóttir. Lísbet Jónsdóttir. Forsikrings — Aktieselskabet -U-R-A-N-I-A- Brunatryggir: Hús, kirkjur, sveitabæi, húsgögn, vörur, skip á landi og báta, o. fi. Sjóvátryggir: Skip og báta, vörur hvort sem eru smásendingar, eða heilir skipsfarmar. Aðalumboðsmaður á íslandi: Jóij Stefánsson. Akureyri. — Sími 23 og 94. „Stéttahaírið.“ III. Ádeilur þær, sem á síðustu árum hala komið fram á kaupsýslustétt landsins, eru ekki árásir á atvinnu- veginn sjálfan, heldur á viðhorf kaupsýslumanna til núverandi bráða- birgðarástands í fjármálum Iandsins. Baráttan frá hendi samvinnumanna er því ekki stefnumál eir.s mikið og það er dægurmál. Baráttan er frá hendi þeirra alt að þessu von- Iaust átak að bjarga þjóðinni frá því, að steypa sér í örbirgð. En þjóðin hefir ekki alt að þessu viljað láta bjargast með eigin manndómi. Þvert á móti hefir hún lagt hlust- irnar við frelsisglamri og Iokkun þeirra, sem af eigingjörnum ástæð- um hvöttu hana til áframhalds á braut óhófsins. Afleiðingin er yfir 500 kr. skuld vlð útlönd á hvert nef í landinu og afleiðingin v&rður með sama áframhaldi fullkomið gjaldþrot og sjálfstœðismissir þjóðarinnar. Hinu verður ekki móti mælt, að þeir, sem saka samvinnublöðin um, að þau ali á stéttahatri, hafa gert hverja árásina af annari á samvinnu- félög landsins og samband þeirra. Má þar meðal annars benda á fyrir- lestur Björns Lindals: oFrjálsir menn f frjálsu landi”, skrif Einars á Stokka- hiöðum, þó ómerkileg séu og meira af vilja en mætti gerð, margítrek- aðar árásir f Mbl., sem það hefir orðið að éta ofan f sig og sfðast árás B. Kr, „Verzíunarólagið". Þess- ar árásir eru tilraunir, ekki að æsa saman stéttir í Iandinu, heldur að sundra einni stéttinni og æsa síðan saman dreifða hluta hennar. Vera má[aö slfk aðferö sé rétt framkvæmd kærleikslögmáisins. Því geta þó ekki allir trúað. Þvi nær allir samvinnu- menn lita á þessar tilraunir eins og svívirðilegan, vísvitandi róg, gerðan f eigingjörnum tilgangi þeirra manna, sem liggja stundarhagsmunir kaup- sýslustéttarinnar þyngra á hjarta heldur en fjárhagsleg viðreisn þjóð- arinnar. IV. Margt bendir á, að þessar um- vandanir kaupsýslumanna í garð samvinnublaðanna um þátt þann, er þau eigi í því, að ala á síétta- hatri í landinu, sé tóm hræsni. í fyrsta lagi er ekki ráöist á stétt, þó ráðist sé á fjármálastefnu, sem skaðar þjóðina hræðilega eins og á stend- ur í landinu, jafnvel þó að viss stétt í Iandinu, atvinnu sinnar vegna, haldi þeirri stefnu fram gegn aug- ijósum hagsmunum þjóðarinnar, þvi þjóðin er þó meira virði öll, heldur en kaupmenn Iandsins út af fyrir sig. f öðru lagi láta þessir menn aldrei linna árásum á vissa stétt í landinu. í blöðum sínum, flugritum og kosn- ingasneplum, er haldið uppi Iát* lausum rógi og tortryggingarstarfi. Þar er reynt að sundra með tor- trygni, til þess svo að geta sigraö. f þriðja lagi ganga þessir menn á móti sinni kenningu, svo berlega sem verða má. Sannleikurinn er sá, að þeir eru hinn eini flokkur í landinu og blöð þeirra einu málgögnin, sem ala verulega á stéltahatri Fyrir þessu má færa eftirfarandi rök: Vegna skyldleika í hugsun og at- vinnu hafa útgerðarmenn og kaup- sýslumenn landsins yfirleitt skipað sér í flokk saman. Margir stunda hvorntveggja atvinnuveginn og rugla þeim, af þeirri ástæðu, alveg saman, enda þótt atvinnuvegirnir séu ólíkir. Þessar tvær atvinnustéttir mynda því annan aðalflokkinn í þjóömálum — samkepnisflokkinn. Nú er svo háttað, að flokkur þessi veröur aö sæta atlögum úr tveim áttum. Sá hluti hans, sem kaupsýslu- mennirnir fylia, á i höggi við sam vinnumenn, út af mismunandi stefn- um í verziunarmálum. Hinn hlutinn sem útgeröarmennirnir fylla, á í höggi við verkamenn i kauptúnum landsins út af verkkaupi Þannig er pví háttað, að sam- vinnubændur og verkamenn eiga sameiginlega andstæöinga, þar sem er þessi samsuöa kaupsýslu og út- gerðarmanna. Enda þótt bændur og samvinnumenn standi á öndveröum meiðum í atvinnumálum, getur ekki hjá þvi farið, að þeir eigi samleið, þegar til úrslitabaráttu dregur milli samkepnismannanna annars vegar og alþýðu manna f landinu hins vegar. Sú raun hefir ■ og orðið á, að í sumum kaupstöðum landsins, t. d. Akureyri, hafa átt samleið verka- menn og samvinnumenn i kosninga- málum. Þessi samtök hafa verið hinn sárasti þyrnir í augum sam- kepnismannanna. Þeir hafa þvf seint og snemma verið að leggja það niður fyrir þessum aðilum, bæði í ræðu og riti, hvílík höfuðvilla það vœri að bœndur og verkamenn gœtu átt samleið. Til sönnunar þessu má meðal annars benda á fyrirlestur Björns Líndals, lögmanns: „Frjálsir menn í frjálsu landi". Þar var komið mjög ítarlega inn á þessi efni, og leitast við að sýna fram á það með rökum, hversu samband þetta miili verka- manna og samvinnumanna þessa bæjar væri óeðlilegt og af illum toga spunnið. Ef einhver kynni að verða til þess að vefengja þessi um- mæli blaðsins, skulu ummæti hr. B. L sjálfs samstundis birt, eins og þau voru rituð upp af skrifara hans hr. Einari J. Reynis. Því samkvæmt opinberlega birtu Ieyfi B. L fékk ritstj. Dags uppkast petta, til þess að geta haft rétt eftir honum fram- vegis, þegar ástæða væri, til þess að minnast á fyrirlestur þennan. Af framangreindu sést, að skraf um nauðsyn þess að altar stéítir starfi saman í eindrægni og friöar- anda, er frá hendi samkepnismann- anna hin versta hræsni. Sá flokkur einn er ber að rógburði milti manna í einni og sömu stétt og milli stétta í landinu og það þeirra stélta, er bera hita og þunga erfiðisins og framleiðsiustarfsins. Afhygli lesenda skal vakin á aug- lýsingu Stúdentaráðsins hér f blaðinu. Þessi sjálfsbjargarbarátta stúdenta er allrar virðingar og stuðnings verð og setti þjóðin ekki að láta sllkan eldmóð bfða ósigur vegna deyfðar og sinnu- leysis. Heilbrigt og holt stúdentalíf er afarmikilsvert hverri þjóð. Þeir menn, sem að mentun og hæfileikum skara fram úr og gerast leiðtogar, þurfa að komast heilbrigðir yfir við- kvæmustu þroskunarárin. Kagin fjár- hagsleg fórn f nútlð er of stór gegn slfkum ávinning f framtfð. Síldveiðalogii). Arás á bæjarfógeta Siglufjarðar. • i. í 33. tbl. ísl. þ. á. birtist ritstjórnar- grein sem heitir »slæm löggæzla.* Er hún skörp árás á bæjarfógetann á Siglufirði. Er þar dróttað að honum vanrækslu f embættisfærslu að þvf er snertir framfylgd sfldveiðilaganna. Þar stendur meðal annars: »En eftir þvf sem orð fór af var þessum embættis- manni starfið um megn og lögin eru brotin daglega f ýmsum eða flestum atriðum að þvf er nákunnugur maður staðhæfir við ísl.« Ritstj. blaðsins skrifar þetta nýkominn vestan af Siglu- firði. Árás þessari hefir bæjarfógetinn svarað f 35. tbl. ísl. en ritstjórinn áréttað árás sfna með langri athuga- semd. Öll ákæruatriðin eða flest eru að vfsu bygð á tómum orðrómi. Eigi að síður mun bæjarfógetinn una þeim illa og leita réttar sfns gegn blaðinu. Dagur þykist ekki hafa aðstöðu, til þess að gela stutt eða hnekt þessum ákærum. Hann hefír leitað sér upplýs- inga um Guðm. Hannesson bæjarfó- geta, jafnvel hjá nákunnugum fyrv. samverkamönnum hans og bera allir honum það, að hann sé hinn skyldu- ræknasti f allri embættisfærsiu. Þess- vegna verður Dagui tregur, til þess að trúa ámæii ísl., jafnvel þó það sé borið fram áf forsi miklu og hávaða, því tónninn ( þessum árásargreinum gefur áatæðu til að ætta, að annað tiiefni liggi bak við heldur en einskær umvöndunarsemi um embættisfærslu Guðm. Hannessonar, bæjarfógeta. íal. ætti þá að skygnast víðar um og haun ætti að geta leitað t. d. að leppmensku f útgerðinni nær sér. Og enn týrir það árásir þessar, að heim- ildirnar, sem á er bygt, eru óákveðn- ar og á reiki. Hinsvegar er vel skiljanlegt áð mismunandi lagaskilningur og lögskýr- ingar, að þvf er snertir framkvæmd þessara laga, geti átt sér stað. En

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.