Dagur - 24.09.1923, Blaðsíða 2

Dagur - 24.09.1923, Blaðsíða 2
146 DAQUR 40. tbl. # ^varp til kjósenda í J^orðurmúlásýslu. heiðruðu Norðmýlingar! íJegar eg kom heim af þingi á s. 1. vori, stóð þannig á fyrir mér, að eg gat ekki farið austur til ykkar til þess að halda leiðarþing. Voru orsak- irnar þær, að eg hafði nýkeypt hús Sigurðar heitins Sigurðssonar, bóksala og tók eg jafnframt við bóka- og rit- fangaverzlun hans. En það tók nokk- urn tíraa fyrir mér að veita þessu móttöku. Af því að eg hefi hér talsvert mikl- um störfum að gegna, og mér fanst eg ekki eiga heimangengt, þá hafði eg ætlað mér að hætta við þing- mensku. En mér bárust ítrekaðar á- áskoranir um að halda henni áfram, bæði frá ýmsum ykkar og eins frá miðstjórn Framsóknarflokksins og mörgum flokksbræðrum mínum, er setið hafa með mér á þingi s. 1. ár. Fór svo að eg afréði að senda fram- boð, en get því miður ekki komið austur í haust til fundarhalda. En fari svo að eg verði kosinn, þá mun eg að jafnaði eftirleiðis halda fundi á vorin. Eg veit að flestum ykkar eru kunn- ar skoðanir mínar á helztu landsmál- um, en þó vil eg nú fara nokkrum orðutn um þingflokkana og hin helstu dagskrármál þjóðarinnar. Flokkar. Er nauðsynlegt að þingmenn skipi sér í flokka? Stefnuleysi síðustu þinga á rót sína í flokkaglundroðanum. En flest það, sem með réttu má víta hin síðustu Alþing fyrir, kem- ur af stefnuleysi því, sem hefir verið einkenni á þeim. Pingið hefir verið sem stýrislaust fley, er rekið heiir í ýmsar áttir. Fjöldi þingmanna hefir ekki verið í neinum flokki. Er þó fyrirkomulag þingsins þannig, að nauð- syn ber til þess að þingmenn teljist til einhvers flokks. Verða flokksleys- ingjarnir því að vera í bandalagi við einhvern flokk, eða innbyrðis banda- lagi — kosningabandalagi — ella eiga þeir á hættu að verða ekki kosnir í neina nefnd í þinginu og verða al- gerlega utanveltu við aðal þingstörfin. Hafa margir þeirra hringlað á milli flokkanna, Sumir þeirra hafa boðið fleiri en einum flokki bandalag í sama skifti og sett ýms skilyrði, svo sem að verða kosnir í helztu nefndir þingsins, hafa þeir svo tekið bezta boðinu. Þess ur með stefnu flokksins né þing- mann kjördæmisins eins og ráöa má af áöurnefndum yfirlýsingum hans og telur sig eiga erindi á þing sem endutbótamann í þjóðmálum. Óþarft er aö taka það fram, að með þessu er þá Sigurður og styöj- endur hans orðnir berir að mót- stöðu við flokkinn og að flokknum er nauðugur einn kostur, að ganga eru dæmi að þingmaður hefir í þing- byrjun boðið sig öllum flokkum þings- ins! Þegar þessir þingm. tala við kjósendur heima í kjördæmum, þykjast þeir vilja vera svo sjálfstæðir, að þeir vilji ekki binda sig neinum flokksbönd- um. Þeir segjast heldur ekki bera á- byrgð á neinum gerðum þingsins, þar sem þeir séu ekki í neinum flokki. En með þessu sanna þeir, hvaða hætta þinginu og þjóðinni stafar af flokks- glundroðanum. Meiri hluti þingsins á með réttu að bera ábyrgð á gerð- um þess. En þegar enginn flokkur er í meiri hluta, þá þykist enginn flokk- ur geta borið ábyrgð á því, sem samþykt er í þinginu. Fað hefir oft borið við um fjármál og önnur stór- mál þingsins, að utanflokkamennirnir hafa ráðið úrslitum þeirra, en þau úr- slit hafa venjulega orðið handahófsúr- slit samtakalausra manna, manna, sem ekki þykjast bera neina ábyrgð á því sem þingið gerir. Pað má enginn skilja orð mín svo að eg vilji gera öll mál að flokks- málum, heldur þau, sem mest varðar fyrir þjóðina hver úrslit fá og þar tel eg fjárlögin fyrst og fremst. Eg álít að fjárlögin þurfi að vera hreint flokksmál á hverju þingi. Flokk- arnir ættu að útkljá innbyrðis hvern einasta lið þeirra á flokksfundum. Pá væri hægt fyrir þjóðina að krefja meiri hluta þíngsins ábyrgðar á fjár- lögunum. Engin stjórn ætti heldur að taka við öðrum fjárlögum en þeim sem hún er samþykk, fjárlögin ættu að vera aðalmál hverrar landsstjórnar. Einstaka menn halda að þingmenn geti ekki haldið sjálfstæði sínu að fullu, ef þeir beygi sig fyrir flokksvilja. Flokksleysingjarnir hafa útbreitt þessa skoðun. í hinu daglega lífi, verða menn einlægt að slá meira og minna af því, sem menn helzt vilja. í við- skiftum verða menn að slá af hver íyrir öðrum og geta þó báðir aðilar orðið ánægðir. Sama lögmál verður að ríkja um þingmál. Til þess að koma einhverju fram af því, sem menn vilja koma fram, verða menn að slá af fyllstu kröfum. Flokksskoð- un er nokkursskonar samnefnari af skoðunum allra flokksmanna. Nú er svo komið að nærfelt helm- ingur þingmanna teljast ekki vera í neinum flokki. Aðeins einn flokkur þingsins — Framsóknarflokkurinn — hefir á síðustu þingum komið fram, hiklaust á móti þeim og forða þeirri smán og þeim ósigri, að Ingólfur verði feldur írá kosningu. Dagur væntir þess að þeir 800 kjósendur, sem við síðustu kosning- ar fylktu sér undir merki flokksins, láti sig ekki vanta við kjörborðin næst, til þess að bjarga málefni hans. sem heilsteyptur flokkur, en aðeins rúmur V3 þingm. hefir verið í honum, Nokkrir menn hafa reynt að halda Sjálfstæðisflokknum uppi, en sá flokkur hefir verið mjög skiftur í mörgum aðalmálum seinustu þinga. Einn þm. telst til jafnaðarmanna. Sá helmingur þingsins, sem ekki er í neinum flokki, virðist ekki halda fram, eða viðurkenna neinar stefnur. Fað er þeirra sameigiii- lega einkenni. Og á síðustu þing- um hafa- þeir verið samtaka um, að standa móti umbóta- og viðreisnartil- raunum Framsóknarflokksins. Þeir frambjóðendur, sem nú eru í kjöri og sem ekki bjóða sig fram, sem Framsóknarflokksmenn eða jafn- aðarmenn, teljast ekki til neins flokks. Pað eitt ætti að vera nægilegt til að fella þá. Með framboði mínu, vil eg gefa kjósendum kost á, að eg ásamt flokksbræðrum minum, reyni að mynda meirihluta í þingi, sem vilji bera á- byrgð á gerðum sínum og stefna, að settu takmarki, en það takmark er, að gera þjóðina efnalega sjálfstæðs. Og vil eg þá næst minnast með nokkrum orðum á Fjármálin. Eg þarf ekki að útskýra, hvað fjár- hag þjóðarinnar er nú illa komið. Öll- um er það kunnugt. Og allir eru sam- mála um, að það þurfi að endurreisa hann. En menn greinir á um leiðir. Sumir vilja algerða kyrstöðu á fram- kvæmdum, hætta við brúa og vega- gerðir og símalagningar, hætta við að styrkja Búnaðarfélag íslands. jafnvel kosta engu til strandferða, loka skól- unum o. s. frv. Pessa stefnu tel eg ekki heppilega. Að vísu verðum við að vera smástígári en áður, hvað slíkar framkvæmdir snertir og í bili verður að hætta við ýmsar nauðsynlegar fram- kvæmdir. En eg er ekki á því, að þessi stefna leiði þjóðina til sigurs í baráttunni fyrir tilverunni. Eg tel ekki rétt að hætta við að leggja fé, til þess, sem gerir þjóðina færari til að bjarga sér, eða til þess, sem skapar henni framleiðslumöguleika. Mér er ljóst, að jarðræktarlögin, sem samþykt voru á síðasta þingi og sem Framsóknarflokk- urinn stóð óskiftur um, að koma í gegnum þingið, eru útgjaldabyrði fyrir ríkissjóð. En þau eiga að verða, til þess að framieiðsian aukist svo í landinu, að fyrir hverja krónu, sem ríkissjóður leggur út þeirra vegna, þá græði landsmenn margar krónur og verði færari en áður, til að greiöa ríkissjóði skatta sína. Nokkuð fé má spara með því, að leggja niður einstaka stofnanir og em- bætti, sem settar hafa verið á stofn á seinustu árum í Reykjavík. Við Lárus í Klaustri reyndum á seinasta þingi, að koma því í gegn, að mæli- og vogartækjastonunin væri niður lögð. Við komum málinu í gegnum neðri deild, en efri deild svæfði það. Pessi stofnun mun þó ein allra óþarfasta stofnun í landinu. Núverandi forsætisráðherra reyndi á síðasta þingi, að fækka sýslumanna- embættum; fylgdi Framsóknarflokkur- inn honum þar að málum, en varð í minnihluta. Sama var að segja um sameiningu þjóðskjalavarðar- og lands- bókavarðarembættisins. Pær leiðir, sera eg álít að sjálfsagð- astar séu til að bjarga við fjárhag þjóðarinnar eru: Að Alþingi stuðli að að aukinni framleiðslu, eins og gert er með jarðræktarlögunum, að reynt sé að útvega og bæta markaði fyrir íslenzkar afurður og að bannað sé að flytja frá útlöndum allan þann varning, sem við getum án verið. Baráttan um að hefta innflutning á útlendum varn- ingi, hefir staðið innan þingsins undan- farandi ár, eins og kunnugt er. Fram- sóknarflokkurinn hefir viljað hefta inn- flutninginn, en flokksleysingjarnir og flestir sjálfstæðisflokksmenn, hafa staðið á móti. Pað hefir verið sannað með tölum, að við getum takmarkað innflutning svo, að það gæti sparað landsmönn- um margar milljónir króna á ári. Inn- flutningsbönn á öllu því, sem við getum án verið, hefðu átt að vera lögleidd þegar í stríðsbyrjun, þá myndi fjárhagur þjóðarinnar hafa verið alt annar, en hann er nú. En betra er seint en aldrei. Eg tel rétt, að næsta þing lögleiði bann á öllum þeim varn- ingi, sem við getum verið án og það mun gera það, ef Framsóknarflokks- menn verða í meirihluta. Margir eru á móti innflutningsbanni, af þeirri á- stæðu, að menn geti neitað sér um kaup á þeim varningi, sem þeir geti verið án. En nú er það vitanlegt, að þótt bændur og hinir ráðsettari menn þjóðfélagsins kaupi flestir aðeins það, sem þeir nauðsynlega þurfa með, þá eyðir fjöldi manna miklu fé í kaup á allskonar miðurþörfum útlendum varn- ingi. Eyðsla þeirra hefir áhrif á efna- hag allrar þjóðarinnar. ,Vegna hins mikla innflutnings, er gengi íslenzku krónunnar svo lágt, sem það er. Hver maður og hver kona í landinu súpa seyðið af lággenginu, jafnt þeir ráð- sömu, sem þeir óráðsömu. Þessvegna verður með lögum, að hefta innflutn- inginn. Ekki með neinum kákinnflutn- ingshöftum, sem gefi nefnd óskorað vald til að Ieyfa og banna það sem inn er flutt, heldur lögum um algert bann á öllum þeim vörum, sem vér getum verið án. Innflutningur á korn- vörum, kolum, salti og öðrum óhjá- kvæmilegum nauðsynjavörum á að vera algerlega óheftur. Komistslík lög á og verði þeim fylgt rækilega, þá réttir þjóðina við efnalega á fáum ár- um. Petta mál tel eg stærsta mál næsta þings. Alþingj. Kostnaðurinn við að halda Alþingi á hverju ári í nær því þrjá mánuði, er mikill. Er því nauðsyn, að leita að leið, til að minka þann kostnað. Tel eg sjálfsagt, að horfið sé að því, að halda þing aðeins annað hvort ár. Á seinasta þingi kom fram frv. um ýmsar breytingar á stjórnarskránni. Var ein breytingin um þing annað hvort ár. Framsóknarflokkurinn fylgdi þeirri breytingu óskiftur, en flokksleysingj- arnir komu með margskonar breyt- ingar, sem gerði það aö verkum, að frv. var orðið svo óaðgengilegt, að það var felt. Verði Framsóknarflokkur- inn í meirihluta, þá nær þetta frarn-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.