Dagur - 22.11.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 22.11.1923, Blaðsíða 1
DAGUR kemur úf á bverjum flmtudegi, Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrlr 1. júií. Innhelmtuna annast Árnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf, .VI ár. Akureyri, 22. Nóvember 1923. AFOREIÐSLAN er bjá Jónl I>. Uór, Norðurgótu 3. Talsiml 112 Uppsögn, bundin vlð áramót sé komlu tll afgrelðslumanns fyrir 1. des, 53. blað. Steinoliumálið og kosningin. Broslegt var það, er íslendingur barði sér á brjóst og lýsti yfir sak- Ieysi Líndaísliðsins af öllum óhrein- um aðferðum i kosningabaráttunni. Ef fslendingur á að verða pólitfsk samvizka kaupmannanna, er ástæða til að efast um andlega velferð þeirra I þeim efnum. Eftir kosninguna er það orðið Ijóst, að breiddar hafa verið út á bak glæpsamlegar lygasögur um Magnús Kristjánsson. Á slíkum sög- um er ekki unt að iesta hendur. En af þeim verður þeim, sem við það eiga að etja, ljós sin yfirsjón, að álíta sig eiga í höggi við menn, sem væru verðir sæmilegra vopna. Pessi launlýgi var smiðshöggið, sem átti að berja í bresti þeirra opinberu ósanninda, sem tveir af borgurum þessa bæjar, sem taldir eru að vera málsmetandi menn, báru fram i kosningabaráttunni. Áður heftr verið minst nokkuð á framkomu Jóns E. Bergsveinssonar f steinoliumálinu. Hann varð ber að því, á opinberum fundi, að fara með ósæmilegar dylgjur um óráð- vandlega ráðsmensku Landsvetzl- unar eða útibús hennar hér. Haun varð að sætta sig við það, að láta bera sér á biýn, frammi fyrir fullu húsi, aö hann hefði farið með fals. Siðan reyndi hann að draga athygli almennings frá minkun sinni, með því að klóra yfir hana með löngum talnarunum og rausi um þetta mál, en játaði þó yfirsjón. sína. Þetta gerði hann á prenti. Síðan hefir einn ákveðinn saroflokksmaður hans )ý t yfir því opinberlega, að ályktanir Jóns hafi verið bygðar á »röwum fo>sendum.« Eigi að síður gekk Jón rfkt eftir þvi á fundunum, að vera kallaður forseti Fiskrlélags Islands. Dagur lítur svo á, að Fiskifélagi Islands sé mikil hneisa að þvf, að hafa þann mann í öndvegi, sem er orðin ber að því að falsa málefni og sem byggir ályktanir sínar um þau mál, er hann hugsar mest um, á »röngum forsendum." Maður sá er annað tveggja: ekki nógu vand- aður eða ekki nógu gáfaður, til þess að skipa það virðingarsæti, nema hvorttveggja sé. Hinn maðurinn, sem gerði sér minkun i þessu oliumáli, var Ásgeir Pétursson, útgerðarpiaður. Hann ílutti á síðari fundinum ræðu, þar sem hann staðhæfði, að olíuverð Landsverzlunar væri 20 kr. hærra en það þyrfti að vera. Munurinn á framkomu J. E. B. og A. P. var sá, að ærsl hins fyrnefnda sýndu berlega, að í þessu máli er hann naumast með öllum mjalla og þjáist af öfundbiandinni ofsóknarástríöu. En framkoma A, P. var að því leyti skaölegri fyrir sannieikan i málinu, að hann flutti enn þá meiri öfgar og ósannindi með svo hóværu biygðunarleysi, að meiri Iikur voru tii, aö honum yrði trúað. Að ööru leyti hafði hann sama hátt og J. E. B. Hann bar ekki fram sannanir sínar í ræðunni, heldur sótti síðar einhver skjöl og afhenti fundarstjóra. Pessi Ieynd um öil rök i málinu og þessir merkilegu tilburðir með skjölin, áttu að bera í sér töframagn kosningablekkinganna. A kosningadaginn hafði Dagur orð á þvf, að því miður hefði Asgeir Pétursson látið sér sæma að fara með ósannaöar fullyröingar. Litlu sföar var kominn á gang um bæinn flugmiöi frá A. P., þar sem hann þóttist sanna mál sitt frá kvöldinu áður. Sannanirnar báru á sér eítirfar- andi gaila: A P. gerði samanburð á lakari olíu hjá sér og betri olíu Lands- verztunar. Hann bar saman »netto«verð á sinni olíu (án innanlands kostnaðar) og verð Landsverzlunar meö innan- lands kostnaöi. Harm bætti síðan 4 aurum við Landsverziunarveröið. Eftir alt samari er þó kunnugt að Á P. seldi þessa hráolíu engu íægra veröi, en Landsverzlun seldi betri odu. Bar hann þar hínni frjálsu samkepni veröugt vitni, sem bendir á, hvert mundr stefna, ef kaupsýslu- stéttin ferigi óskoruð umráö yfir olíuverzíuninni. Þaö er sannanlegt, að olían hefir lækkað meira i veröi en aörar nauö synjavörur. Kaupsýslumennirnir una þvf illa, aö vígvöllur þeirra í bar- áttu gegn almennum hagsmunum hefir verið færður þetta saman. Þeir pykjast láta svona, af pví peir vilji koraa til leiðar bættum verzlunar- kjörum fyrir atmenning. Almenn- ingur þekkir umhyggju peirra. Kola- verzlunin hérna í bænum er ljóst dæmi hennar Þegar kolin voru seld á 72 kr..í Rvík s.l. haust kostuðu þau hér 95 kr. Kaupfélögin pöntuðu sfðan kolafarm. Þá lækkuðu kol kaupmanna, en hafa nú hækkað aftur, síðan kaupfélaga kolin eru búin. Flokkarnir. Þegar þetta er ritað eru kosnir Framsóknarflokksmenn orðnir þessir: 1. Ingóifur Bjarnarson S.-Þing. 2. Sveinn Ólafsson S.-Mól. 3. Ingvar Pálmason S.-Mól. 4. Þorleifur Jónsson A.-Sk. 5. Klemenz Jónsson Rang. 6. Jörundur Brynjólfsson Árn. 7. Asgeir Asgeirsson V.-íaafj. 8. Tryggvi Þórhalisson Str. 9 Guðm. Ólafsson A.-Hún. 10. Einar Arnason Eyj. 11. Bernharð Stefánsson Eyj. Þar við bætast landkjörnir: 12. Sigurður jónssðn. 13. jónas Jónsson. Óírétt er úr Norður-Múlasýslu, en þar er einum Framsóknarflokksmanni vís kosning, ef ekki tveimur. Má þvf telja þá 14 að minsta kosti. Fiokksleysingjar eru þesair kjörnir: Ben. Sveinaaon, Magnús Torfason, Pétur Þórðarson og Hákon ( Haga er talin vfs kosning. Eru líkur til að þessir menn fleiri eða færri gangi f Framsóknatflokkinn, þó ekki verði um það fullyrt að svo stöddo. Bene- díkt Sveinsson er að minsta kosti kjörinn af Framsóknarflokksmönnum. Samt sem áður verður þessi flokkur ekki nógu sterkur til þess að mynda stjórn, nema mótstöðumenn hans verði því meira sundraðir og ósamtaka. í andstöðuliði Framsóknar eru kjörnir þessir menn: 1. Jón Kjartansson V.-Sk. 2. Séra Eggert Pálsson Rang. 3. Jóhann Þ. Jósefsson Vm. 4. Agúst Flygenring G. K. 5 Björn Kristjánsson G K. 6 Jón Þorláksson Rvík. 7 Jakob Möller Rvlk. 8 Magnús Jónsson Rvfk. 9 Pétur Ottesen Borg. 10 Halldór Steinsson Snf. 11. Bjarni Jónsson Dal. 12 S'gurjón Jónsson Ísaíj. 13. Jón A Jónsson N.-ís. 14. Þórarinn Jónsson V.-Hún. 15 Magnús Guðmundsson Skag. 16. Jón Sigurðsson Skag. 17. Björn Lfndal Ak. 18. Jóh. Jóhannesson Sf. Þar við bætast landkjörnir: 19. Sig. Eggerz. 20. Hjörtur Snorrason. 21. Jón Magnússon. 22. Ingibjörg H. Bjarnason. Enn er hugsanlegt að við bætist sá 23. úr Norður-Múlasýslu og verður þá lafandi meiri hluti þeim megin, ef þessir menn halda alllr saman, en það er ekki lfktegt, eftir þvf að dæma, sem á undan hefir gengið. Þetta andstöðulið Framsóknar hefir gengið mjög sundrað til kosninga. Mbl. bauð sig fram f þessu iiði, þegar á sfðasta þingtíma, vildi mynda sam- stæðan flokk úr brotunum og gerast kosningamálgagn fyrir allan hópinn. En þá var sem fleygt hefði verið Púðurkerlingu f hóp þennan. Sundr- aðir gengu þeir til kosninga með hverskonar yfirskyn og hræsni, eftir þvf sem við átti og nýjum blöðum var dreift um landið, til þess að bamla hreinni flokkaskipun og villa heimildir á þessum mönnum meðan á kosningum stæði. A víðavangi. Afturför. Fyrir tveim árum sagði hinn nýkjörni þm. Akureyrar B. L, að Þingeyingar vætu með hygnustu og mentuðustu kjósendum landsins. Nú fyrir kosningarnar sagði hann að þeir væru vitlausustu kjósendur lands- ins. Þetta álit sitt áréttaði hann með þvf að sækja hvotki framboðsfund né kjörfundi í sinni sveit. Hafi álit B. L, verið rétt í bæði skiftin er um fskýggi- lega afturför að ræða. En undanfarnar tvennar kosningar sýna að Þingeý- ingar vita hvað þeir vilja og ótvfrætt þroskameiki er það, að gera ekki of mikið með það, sem þeir segja, B. L. og Guðm. á Sandi. Kœ't Ret• Samband Islenzkra Sam- vinnufélaga gerði í fyrra tiiraun með að senda kælt ket tii Engiands. Út- búnaður var ónógur og tilraunin mis- hepnaðist. í haust var gerð önnur til- raun. Gullfoss fór með nokkurn fsrm til Englands og var vörunni dreift um nokkrar borgir þarflandi. Ketið þótti þar bezti herramannsréttur og seld- ist fyrir hátt verð. Nú á Gullfoss að fara aðra ferð f sama skyni. Mikill kostnaður fellur á ketið á byrjunar- stigi þessa útflutnings og að sjálf- sögðu alt af. En samt sem áður gera menn sér beztu vonir um árangur af þessum tilraunum. B. Kr. ætti í næsta bæklingi um skaðsemi Sambandsins, að taka til athugunar þessa nýju eyði- leggingarstarfsemi þess. RannsóKn Hjörbréfa. Fyrsta verk- efni nýkjörins þings er rannsókn kjör- bréfa, það er rannsókn á þvf, hvort þingmennirnir séu réttilega kosnir. Fyrir löngu er það Jjóst orðið ýmsum mönnum, að þetta verk ætti ekki að vera í höndum þingsins, heldur hjá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.