Dagur - 29.11.1923, Qupperneq 1
DAGUR
kemur ú! á hverjum flmtudegi.
Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagf
fyrlr 1. júlí. Innhelmhm annait
Árnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf.
.VI ár.
Akiireyrl, 29. Nóvember 1923.
>j~^~ii~w~n\ni~ir~
AFOREIÐSLAN
er hjl Jónl I>ór,
Norðnrgötu 3. Talsíml 112
Uppsögn, bundln vlð áramöt
sé komln til afgrelðslumanns
fyrlr 1, des.
54, blað.
u ---lyrrnj-^VM
J-Jjartans þökk fyrir auðsýnda samúð við útför Guð-
rúnar Jochumsson.
F j ö 1 s k y 1 d a n.
Opið bréf
til ritstjóra Islendings.
í 49. tbl .íslendings" þ. á. er grein með fyrirsögninni «Kosningin í
Eyjafjaröarsýslu*.
Par stendur meðal annars:
»Uppvfst er það einnig orðið, að kjörstjórnarmenn f ... . Skriðuhreppi
gáfu kjósendum hlutdrægar bendingar við sjálfa kosningarathöfnina."
Par sem þetta eru alveg tiihæfulaus ósannindi, en svo vitavert ef satt
væri, að vér undirritaðir kjörstjórnarmenn neyðumst til að kalla yöur,
herra ritstjóri, til ábyrgðar á ncfndum ummæium, nema þér í næsta ís-
lendingsblaði, sem út kemur, eftir að bréf þetta birtist, afturkallið um-
mælin vífilengjulaust.
Skriðuhreppi, 22, nóv. 1923.
Guðm. Guðmundsson- M&gnús Friðfinnsson.
Árni Jónsson.
t
F r ú
Guðrún Jochumsson.
Hún andaðist að heimili sínu,
Sigurhæðum á Akureyri 6. þ. m.
eftir þunga legu i Iungnabólgu.
Frú Guðrún var Runólfsdóttir,
fædd 7. júní 1851 að Móum á Kjalar-
nesi og var þvi rúml. 72 ára að aldri.
Árið 1875, 3. júlí giftist hún séra
Matthíasi skáldi Jochumssyni og var
3. kona hans. þau hjón eignuðust
11 börn og komust þessi til þroska-
aldurs: Steingrímur héraðslæknir á
Akureyri, Gunnar byggingarmeistari
í Ameriku, Magnús kaupm. í Rvik,
frú Matthea og Póra, báðar hér á
Akureyri, Halldóra, kenslukona í
Rvfk, Ingveldur, Herdís og Eiín. Prjár
síðast nefndar dætur eru dánar og
tvö börn dóu i æsku.
Frú Guörún var hin mesta myndar
kona, ráðdeiidarsöm og stjórnsöm.
Mun hún hafa átt mjög eftirtektar-
verðan þátt í þvi að sjá stóru heirn-
ili þeirra hjóna farborða gegnum
fátækt og margháttaða örðugleika
oft og tíðum. Munu þær ekki gerast
margar, íslenzku húsmæðurnar, sem
hverfa burt með jafn veigamikið
æfistarf að baki. Of sjaídan er á
það litið hvern þátt eiginkonur eiga
í lifstörfum afbragðsmanna þjóðar-
innar. Því oft mun það þó vera að
heimilið mótar manninn og setur
mark sitt á starf hans. Gott heimili
veitir bæði þrek og lífsbirtu svo að
bjart verður yfir miklu starfi. Mun
frú Guðrún, með því að létta af
skáldinu miklu af lffsins þunga,
hafa átt sinn þátt í þvf, að þrek
Matthísar og lífsbirta fór altaf vax-
andi. Þess vegna ber henni að miklu
þökk og heiöur fyrir alt, sem Matt-
hías fékk afrekað, þó guði einum
beri þökk fyrir gáfur Matthiasar.
Á slðari árum, þegar um hægöist
hið innra í heimili þeirra hjóna,
beindist áhugi og starfssemi frú
Guðrúnar út fyrir það. Hún hefir á
síðustu árum verið fremst í flokki
þeirra kvenna, sem hafa bundist sam-
tökum um að hjálpa sjúkrahúsinu á
Akureyri með fégjöfum, til þess
einkum að gera það vistlegra fyrir
sjúklinga og fullkomnara hið innra.
Frú Guðrún var merk kona og
mikilhæf. Hún hefir sem húsmóöir
unnið stórkostlegt og þjóönýtt æfi-
starf. Lán hennar var að giftast svo
miklum manni og vera vaxin þeirri
vandastööu. Pakkir barna hennar og
aöstandenda og þakkir þjóðarinnar
fylgja henni til grafar.
Kosningaúrslitin
á Seyðisfirði.
Undirbúningurinn af hálfu brodd-
borgara var hafinn sneœrna á s.l.
sumri. Gengið látlaust á milli kjós-
entía með skjöl til undirskrifta. Munu
þau hafa íalið f sér meðmæli með
bæjarfógeta Reykvíkinga. — Margir
léðu nöfn sln af ýmsum áatæðum.
Ekki mun þó öllum hafa verið það
ljúft. En það gengur nú svona f ver-
* öldinni, að fleira verður að gera en
gott þykir. Um miðsumar var Jóh.
bæjarfógeti hér á ferð og mun hafa
þótt árangur undirskriftasmölunar all-
glæsilegur og afréð þá framboðið.
Um sama leyti höfðu nokkrir menn
skorað á Karl Finnbogason til fram-
boðs. En óráðið var það til sfðasta
framboðsdags hvort hann eða annar
maður hér yrði f kjöri. Karl var fjar-
verandi f sumar og var ekkert unnið
að kosningu hans fyr en sfðasta lh
mán. fyrir kjördag. Alt til þess tfma
höfðu broddborgarar verið einir um
hituna, og er hér var komið var búið
að al-gylla jóh. f augura kjósenda, en
engan hvftan blett átti að sjá á Karii,
— Mest var notuð burtför Karls frá
skólanum ef hann næði kosningu.
Þótti það ráð áhrifamest við kjósend-
ur hans, þvl Karl er svo vinsæll kenn-
ari, að fáir munu óska skiíta. Skóla
nefnd lét vfglega og var mönnum látið
skiljast, að hún, væri það stórveldi,
s«m heíði allan hag skólastjórans f
sinni hendi, ef hann færi ekki eftir
hennar geðþótta. Af þessum sökum
urðu margir fylgismenn Karla ótta-
slegnir. Vildu ómögulega að hann
yrði hrakinn fiá skólanum og tóku
þvf það r&ð að stuðla ekki að þvf
með atkvæði s(nu. —
Viku fyrir kjördag var haidinn þing-
málafundur. Var hann íjölsóttur. Tal-
aðl Karl fyrst á 3 stund og mæltist
vel og viturlega að vanda. Með Ksrli
gekk til víga á fundinum Sig. Bald-
vinsson póstmeistari, en á móti Jón
Jónsson bóndi I Firði, Guðm. G. Haga-
lln litstjóri, Eyj. Jónsson útbússtjóri,
St. Th. Jónsson riddari, Sig. Arn-
grfmsson umboðssali og LEinar Met-
húsalemsson heildsölustjóri. Varð senna
bæði hörð og löng og lauk að lið-
inni óttn. — Karl og Sigurður töluðu
með fullkominni ró og rökfestu að
vanda, en hinir með ofstopa og öfgum.
Karl lagði mikla áherzlu á menta-
og menningarmál þjóðarinnar, en það
vildu broddarnir ekki heyra nefnt og
vildu láta skera alla barnafræðslu niður
við trog Qg þröngva sem mest kosti
allra mentastofnana. Ksrl vildi heldur
farga glingursölu og óþörfum embætt-
um, en hinir sáu engan óþctrfa á þvl
sviði nema Landsvet zlunina og starfs-
menn hennar. Vínverzlunina virtiat
þeim mjög ant um. Kaupmenn vildu
þeir láía bafa í háve^um, sem spá-
menn og bjargvætti þjóðsrinnar, en
öll samvinoa ýrði að íara f gröfina.
St. Th. J áleit steinolfufélagið hafa
verið hinn .mesta bjargvætt útgerðar-
innar og ekki eiga neitt skylt við
okurhringi, heldur væru nú myndaðir
innlendir okurhringir með samvinnu-
íélagsskap bæpda og þá yrði að kveða
niður ef þjóðin ekki ætti að sökkva f
eyrnd og volæði. Eitt átakanlegasta
dæ.mið kvað hann það vera, að konan
sfn, sem nú væri f Rv., hefði skrifað
sér að lambaslátrin kostuðu þar 5 kr.,
og það hlyti hver heilvita maður að
sjá að þjóðin gæti ekki lengi risið
undir sllku fargi, (Innilegur hlátur.)
Svfvirðingum Hagalíns litla um aam-
vinnumenn, og lofdýrðarsöng hans um
sparnaðarmennina, M. Guðm., Jón M.,
Jóh. Jóh. og Jón Þorl. & Co., lét Sig-
urður Baldvinsson Hagalfn svara sjálf-
an með ókvæðisskömmum er Hagalfn
hafði skrifað um þessa menn 1 »Aust-
urlandi« sáluga. — Varð mikill hlátur
og hróp að Hagalfn og var honum
lítil áheyrn veitt ettir það á fundinum.
Yfirleitt fúru broddborgarar svo hrak-
iega för á fundi þessum, að Ieitun
mun á annari sllkri, og þótti fundur-
inn allur hinn skemtilegasti. —
Eftir fundinn gerbreyttist svo af-
staða kjósenda, að broddborgurum
skaut miklum skelk f bringu og sáu
að ekki væri sigurs auðið nema gripið
yrði til allra vopna. —- Fundu þeir
nú að ekki mundi sigurs auðið með
heilbrigðu liði, yrði þvf að leita á
náðir sjúkra og blindra. Var aú fyrst
leitað á náðir læknisins, sem liggur
sjúkur. Reyndist hann eigi að sfður
hinn ótrauðasti til bardagans og voru
nú gefin út sjúkravottorð af miklum
móð, f forlagi St. Th. Undirskrifaði
læknir nú yfir 30 vottorð, þar af eitt
handa ajálfum aér, en hinum var út-
býtt til þeirra sem viðtöku veittu. Þó
hittust fyrir menn, sem ekki könnuð-
uBt við að vera sjúkir, né að hafa
orðið fyrir heimsókn læknis né ann-
arar umhyggju af hans hálfn um langt
skeið og mun þv( vottorðunum hafa
verið fargað eftir ástæðum. — Um
ýmsa af þeim, sem að vfsu íengust
til að þiggja þessa náðargjöf læknis-
ins, er það vitanleg^ og verður sánn-