Dagur - 29.12.1923, Page 1

Dagur - 29.12.1923, Page 1
DAGUR ketnur úf á hverjutn ffmtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagl fyrfr 1. júlí. Ittnheimtuna annast rnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. VI. ár. Akureyrl, 29. desember 1923. AFOREIÐSLAN er hjí Jðnl l>. Þ6r, Norðnrgötu 3. Talsítn! 112 Uppsögn, hundin við ðramól sé komin til afgrelðslumanns lyrlr 1, des. 58« blaö -U-R-A-N-I-A- Brunatryggir: Hús, kirkjur, sveitabæi, húsgögn, vörur, skip á landi og báta, o. fl. Sjóvátryggir: Skip og báta, vörur hvort sem eru stnásendingar, eða heilir skipsfarmar. ^ðalumboðsmaður á íslandi: Jórj Stefánsson. Akureyri. — Sími 23 og 94. Um iandbúnað. Rán og ræktun. Þó fjárhagslega hliðin á atvinnu- vegunum vaxi mönnum mest í augum, er sú þjóðmenningarlega langt um meira verð. Atvinnuvegi landsins verður pví að meta einnig frá þeirri hlið. Gegnum alla sögu mannanna má rekja áhrif atvinnuveganna eða at- vinnuskilyrðanna á menningu þjóð- anna. Hin ýmislegu skilyrði hafa þroskað mismunandi hæfiieika. Þó mun mega segja, að hin vitsmuna* lega þroskun og hin siðlega hafi verið sérstaklega háð því, hvort atvinnuvegurinn hvíldi á aðalatriðum á rœklun eða ránskap. Ræktun er það, er þekking og hugkvæmni mannsins, ásamt vinn- andi hönd hans kemur til aðhlynn- ingar gróðri jarðar og dýrum, sem svo aftur skila auknum arði eða aukinni fegurð. Ránskapur eru þeir lifnaðarhættir, þar sem eytt er af náttúrustofninum, án þess að um sé hirt, hvort stofninn gengur til þurðar eða helzt við. Með jarðyrkju og kvikfjárrækt er tekinn beinn þáttur i skapandi starfs- semi Iífsins. Með veiði er eytt af stofninum án umhugsunar um við- hald hans, nema þar sem unnið er að klaki. Öll veiði hefir þvi frá önd- verðu verið ránskapur með litium undantekningum og er það enn. Lengra mál þyrfti, en rúm er fyrir hér, til þess að færa full rök ,að því, að landbúnaðurinn ber í sér meira þroskunargildi fyrir þessa þjóð beld- ur en sjávarútvegur, vegna þess að hin fyrnefndi atvinnuvegur er að mestu bygður á ræktun, en hin sfðarnefndi á ránskap. Nokkur al- menn og augljós drög nægja, til að sýna fram á þetta. Að sjálfsögðu gengur veiöimaður- inn að starfi sfnu með gleði, þegar vel blæs en sú gleði er veiðigleði. Fengur dagsins er honum aðeins verður i hlutfalli við arðinn af honum. Hreysti og hugkvæmni og snarræði hans getur orðið mjög mikið. At- vinnan þroskar þvi ýmsa nauðsynlega hæfileika mjög mikið og vitanlega einkum þá, sem gera menn að duglegum veiðimönnum og ráns- mönnum í riki náttúrunnar. Starf yrkjandans er margþættara og stendur í óííku sambandi við sálarlíf hans. Gleði hans yfir gróind- unum er ekki eingöngu bundin við vonir hans um arðsemi ársins, heldur gleði yfir fegurð og vexti lífsins. Biómreitirnir gefa ef tii vill engan arð en veita meiri gleði en töðuvöllur. AHir vita hvern þátt húsdýrin eiga í heimilinu; að þau eru mjög ná- tengd fjölskyldunni og að góður eigandi á þar sína mörgu vini og þeir vinir geta orðið ástvinir. Ef draumur stórburgeisanna í sjávar- útgerö rætist og Iandið verður veíði- sker en þjóðin veiðiþjóð, verður gleði gróðrar og dýravináttu numin að mestu burt úr lífi hennar. Hún verður þá slitin úr sambandi við alt það, sem hefir gert hana fastlynda, trygga sínum ættarslóðura og nægjusama. Hin hrjúfaog áhættusama atvinna við sjóinn, setur mark sitt á meginlýð landsins. Kapp um stundarhagnað losæði og rótleysi kemur í stað djúprar, sáhænnar gleði yfir því, að sjá heimaþúfuna gróa á hverju vori. Orðsending til herra dýralæknis Sig= Ein. Hlíðar. Út af opna bréfinu frá kjörstjórn- inni f Skriðuhreppi til ritstjóra íslend- inga, sem birt var í 54. tbl. »Dags«, hafið þér herra dýral. gengist við þvf, að vera höfundur að grein í 49 tb!j ísl., þar sem þér á ósæmilegan hátt hafið ráðist á kjörstjórnina fyiir upp- spunnið brot á embættisskyldu hennar. En í 52. tbl. ísl. reynið þér svo að klóra yfir þetta, með því að þér hafið ekki meint það, sem þér afdráttar- laust voruð búnir að segja; snúið þér þvf nú þannig, að það sé einungis eg sem kjörstjóri, er sakargiftin eigi við. Eg get nú að vísu verið yður þakkiátur fyrir það, að þér hafið sýknað meðkjörstjórnendur mfna fyrir þessari sakargift, og skal eg þvf snúa mér að hinum nýju ásökunum, er þér berið mér á brýn. Aðal ástæður yðar eru þetta: »Nokkru fyrir kjördag fór herra Gu3- mundur bóndi Jónsson í Þríhyrningi fram á það við hreppstjóra að fá að kjósa heima af því að hann væri veikur (sic) og var því vel tekið sem vonlegt var. Snemma föstudags 26. okt, var maður sendur á fund hreppstjóra og hann mintur á gefið loforð. Lætur hreppstjóri þá sem sér þyki mikið fyrir því að geta ekki orðið við þessari bón, því að nú séu allir heima- seðlarnir uppgengnir eða notaðir, og þessu væri ekki hægt að bjarga við úr þessu, enda fór svo að téður kjósandi fékk ekki að neyta atkvæðis síns við kosningarnar fyrir bragðið.« »Þetta er það sem eg á við og annað -ékki« — segið þér nú. — En það vill svo óheppilega til fyrir yður, að þetta er l'ka helber uppspuni, þvf að nefndur kjósandi hefir aldrei beðið mig utn kjörgögn handa sér til þess að fá að kjósa heima, af þeirri ein'öldu ástæðu, að f þáð eina sinn er hann mintist á kosningarnar við mig, sem mun haía verið á frambjóð- endafundinum í Staðartungu 15. okt. hefir hann sennilega eigi vitað að hann yrði veikur á fcjördegi. Það er þvf ljÓBt að eg gaf ekkert loforð um þetta, og hafði þvi ekkert að efna. Hið eina sem satt er f þessari frá- sögn yðar er að sendimaður kom frá honum, ekki snerama, heidur síðdegis á föstudag (um nónbil) en þá voru síðustu heimakosningakjörgögnin ný þrotin. Þar sem þér segið að »heyrst« hafi að enn aðrir kjósendur í Skriðuhreppi hafi eigi fengið að kjósa af sömu ástæðum jafnvel þótt rlkar ástæður lægju fyrir óskum þeirra,« þá er þetta alt gripið úr lausu lofti, þvf eigi minnist eg þess, að nokkur annar hafi komið í þeim erindum, nema sendimaður Guðmundar, sem eigi hafi fengið úrlausn, ef ástæður hafa verið ,til; en hvað yður kann að hafa borist af Gróusögum um þetta efni varðar mig engu. Þær eru á yðar ábyrgð. Þá takið þér yður dómsvald og segið: sHreppstjóri var hér skyldur til að sjá um að margáminstur kjósandi gæti kosið heima. Væru seðlarnir uppgengnir þá væri ekki annað en að sækja þá sem á vantaði til sýslumanns.« Eigi veit eg hvaðan yður kemur þetta vald (því llklega er það eigi í erindisbréfi yðarf) Og eigi er í lög- um nr, 50. 20. júni þ. á, sem fjalla um heimakosningar minst á þessa skyldu, eða að hreppstjóri eigi að annast um, að slfk kjörgögn séu fyrir- liggjandi, hvernig sem á stendur. Samt sem áður myndi eg hafa reynt að út- vega viðbót, hefði sendimaðurinn komið einum eða tveim dögum fyr, með öðr- um orðum ekki f algerðan ótfma; því þegar komið var undir rökkur á föstudegi, var sendiferð héðan inn á Akureyrb að næturlagi og f haustmyrkri ógerleg, nema í lffsnauðsyn; skrifstofa sýslu- mannsins fyrir löngu lokuð er þangað kom, og óvíst að f hann næðist í þeim gauragangi, er var á Akureyri það kvöld; óg þó nú að sendiferðín hefði hðppnast og kjörgögnin komið hingað á laugardagsmorgun, var engin tfmi til fyrir mig að fara niður að Þrfhyrningi með þau. Eg hafði löngu áfur stefnt kjörstjórninni saman á kjörslað, kl. 10 árdegis, til þess að undirbúa kjörfundinn. Það er þvf kjós- andans sjálfs skuld, en ekki mfn, að hann eigi gat kosið. Loks komist þér svo að orði: »Þessa skýringu eða öllu heldur úrskurð hreppstjóra tel eg hlutdræga bendingu með því að vitanlegt er, að hr. Guðm. Jónsson í Þríhyrningi var opinber með- mælandi Stefáns í Fagraskógi.« Þetta er tóm lokleysa. Eg hefi eng- an úrskurð gefið. Kjörgögnin hafa reynst einu of fá á síðustu stundu, þegar ekki varð úr bætt. Það er alt og sumt, og að slfkt geti tálist »hluídrœg bending,« getur engum manni með fullu viti hugkvæmst, nema yður. Að Guðmundur f Þrfhyrningi hafi verið meðmælandi Stefáns f Fagra- skógi veit eg fyrst af grein yðar: Áður hafði eg beztu heimild fyrir því, að hann myndi vera styrktarmaður Bernharðs á Þverá, en hvort sem hefir verið, hefði mér aldrei til hugar komið að leggja minsta stein í götu hans, eða nokkurs annars kjósanda við kosningarnar. Eg hefi nú þrætt grein yðar lið fyrir lið — að því er máli skiftir — og Ijóslega sýnt, að yfirklór yðar er hégóminn einber. Sök yðar er þvf óbætt enn, þvf einungis vífilengjulaus afturköllun gat bætt fyrir árásina. Til þóknunar fyrir rúsínuna, er þér réttið mér í greinarlokin, vil eg vfkja yður því, að eg álft að Alþingi hafi lftils farið á mis, af gætni og sann- leiksást, þótt þér næðuð þar ekki sæti, að þessu sinni. Fleira á eg ekki vantalað við yður f bráð. Þúíhavðllum 19, dés. 1923. Guðrn. Guðmundsson. Dánardœgur. Á aðfangadagskvöld jóla andaðist í sjúkrahúsinu hér f bænum Þorbjörg Jónsdóttir frá Arnar- vatni, eiginkona Jónasar Þorbergssonar ritstjóra. Var hún lengi búin að þjást af þungri vanheilsu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.