Dagur - 30.05.1924, Blaðsíða 2

Dagur - 30.05.1924, Blaðsíða 2
82 DAOUR 21. tbl. • •• 2 •••• • •••• i •••• t •• • .................................••••« ••• ••• • • • • • • • • Ef þið vissuö hve marga sjúkdóma má rekja til tann- :.: *./ Ieysis og tannskemda, þá *..f ::: mynduð þið hirða tennurn- ::: ::: ar ykkar betur, og láta gera ::: ; : viö skemdir í tíma. ; : ••• ••• • • • • • • • • • • i:: Friðjón Jensson. /: /: ::: • • • • • • '.*• Z •• •• r •• •• ! •• •• .1. •••• •••••••••*••••«••••'••••••••* •••• 1 sprekamó. Guðmundur á Sandi hefir í grein ainni »Til beggja handa«, sem birt- ist f Morgunblaðinu 29. marz s. 1., laumað inn tvöföldum, vfsvitandi 6- sannindum um Dag. Hann veit að Degi verður ógreitt um andsvörin meðal lesenda Mbl. í Rvík og víðar, og þykir þvf ráðlegra, að renna af hólmi, út fyrir takmörk þess vfða svæðis, þar sem framkoma hans f þjóðmálum hefir lagt álit hans f sand- auðn. G. F. farast orð á þá leið, að sfðan ritdómurinn um ljóðabók Þor- steins Gfslasonar birtist hér blaðinu hafi »Dagur flutt frá ritstjóra sfnum lofsamlega ritdóma um Æfintýri Sigur- jóns JónsBonar og »Silkikjóla og vað- málsbuxur* — en varla minst á aðrar bókmentir.* G. F. hefir efalaust verið ljóst að hann fór með ósatt mál. Hann hefir leaið D. g. í fyrsta lagi hefir Dagur, að því er snertir BÍðar- nefnda bók Sigurjóns Jónssonar, aðeins lofað frásagnarstfl, en lastað byggingu sögunnar, stefnu og niðurstöðu. Sfðari bókina, Æfintýrin, hefir Dagur að engu leyti viðurkent, heldur fremur vftt. í öðru lagi vita það allir lesendur Dags, þeir sem hafa fylgst með blaða- mensku hér á landi sfðustu árin, að Dagur hefir, eftir stærð sinni og að- stöðu, gert sér langmest far um allra íslenzkra stjórnmálablaða, að ritdæma bækur. Mætti ef til vill minna á það, að með leyfi G. F. birtist eitt sinn f Degi svo hljdðandi þakkarávarp frá honum til ritstj. Dags. »Jónas minn. Eg má til að senda þér hýru mína, fyrir ritdómana um þá Jón Bj. og Davíð — kvæði þeirra. Þar var svo margt verulega. vel sagt að mér var ánœgja að.< Nú telur hann að varla hafi verið á þessar bækur minst. Þessi gffurlegu ósánnindi G. F. hljóta að Btafa af gremju út af því, að þvf, sem hann hefir lagt til bók- mentanna, hafa aldrei verið gerð nein skil f Degi. Þessvegna þykir honum, sem þar hafi varla verið minst á bdk- mentir. Væri þvf ástæða til að gera honum lftilsháttar úrlausn. Hér getur þó ekki orðið lagt út f gagnrýni á einstökum atriðum f sagnagerð G. F., heldur gerð grein fyrir aðal- dráttunum f fari hans. Ef þeir- aðaldrættir verða vel ljósir, er nægi- legt að leBa 1—2 af sögum G. F. til þess að vita, hvert allar hinar stefna og hver eru meginatriðin í byggingu þeirra. Gttðm. Friðjóasson er talsverður »lyriker«. Hann hefir oft vald á góð- um samlíkingum. Einkum er það þó < ljóðagerðinni. Til eru kvæði eftir hann, sem verða lengi talin fengur fyrir bókmentirnar. En með fáum undan- tekningum munu sögur hans þykja lftilsverðar. Orsökin er sú, að Guðm. Fr. er f raun réttri ekki sagnaskáld, heldur orðhagur ádeilumaður, sem hefir tekið fotm sögugerðarinnar á ádeilur sfnar. Þess vegna hefir hann raunar gerst spellvirki f heimi listar- innar og brotist inn á þau svið, sem hann var ekki til borinn. Eitt af þvf, sem G. Fr. er bezt gefið, er lotning fyrir snillinni f forn- um bókmentum okkar og skilningur á henni. Oft hefir hann bent á slfka staði og opnað öðrum sjónarsvið yfir fegurð f máli og myndum hinna fornu sagna. Þó hefir það aldrei getað komið nema að hálfu gagni, vegna þess að G. Fr. þekkir enga brú milli þess forna og nýja. I eðli hans fara saman tveir sterkir þættir: Annarsvegar næstum ótakmörkuð lotning fyrir þvf, sem er löngu liðið og horfið, hinsvegar hófiaus og gagnrýnislftil lftilsvirðing á þvf unga og uppvax&ndi. Þess vegna hefir æskan f landinu verið hans sérstaka bitbein. Hann hefir sjaldan sett sig úr færi, að smána hana og spá henni hrakspám. Þetta kemur tii af þvf, að næmleik hans sem skálds fylgir ekki tilsvarandi mentun og fhygli. Hann verður var brigðanna á yfirborðinu, en skilur ekki orsakir þeirra, af þvf að þær liggja dýpra, duldar f fortfð- inni. Fyrir honum er þjóðlffið sundur- greint og samhengislaust. Hann virðist ekki skilja, að rótin að þeim kynstofni, er ber uppi kvisti nútfðarinnar, hefir aldrei verið fullkomin. Honum er ekki gefið það að gerskoða. Þessvegna sér hann aðeins betri hlið hins liðna, en lakari hlið hins unga og nýja. Af þvf sem að Guðmundur á Sandi er fyrst og fremst ádeilum&ður, þó bæði sé hann grunnfær og gagnslftill, verða sögur hans þukl eftir misbrest- um f fari náunganna. Uppistaða flestra þeirra, ef ekki allra, eru kviksögur úr lffi manna f grend við höfundinn. Sum söguefnin hafa verið bæði djúp- tæk og eðli skáldsins hentug. Þess vegna hefir honum stundum, en þó sjaldan, ekki tekist illa, svo að betur er skrifað en ógert látið. Þær sögur munu lifa höfundinn. En vegna áður- nefndra bresta, er lftil von um að hann verði að verulegu gagni. FJestar sögur hans verða kviksettar ásamt öðrum bókahroða nútfðarinnar. Ef þjóðinni þætti, þegar stundir lfða, ein- hverjar af sögum hans og ljóðum þess vert að geymast, þyrfti að gefa út úrval af þvf helzta, til þess að bjarga þvf úr kafinu. Guðmundur á Sandi hefir alt af verið f sprekamó. Hina nýju kvisti hefir hann sjaldan séð öðruvísi en ormétna. En fauskarnir f sprekamó fortfðarinnar hafa verið hans hugar- efni. Skáldsýn hans og ást á landi og sögu feðra sinna hefir reifað þá f hillingaljóma þeirrar þrár, sem lifir, en sem hefir glatað von sinni til fram- tfðarinnar. Úr þessum sprekum hefir hann gert verk sfn, meira og minna ósamstæðar hrúgur af orðum og orða prjáli, sem bera vott um fágætan léttleik f máli en jafnframt mikil van- smfði f fari höfundarins, sem sér en skilur ekki, finnur en skynjar ekki að fullu fortfðina, með kostum hennar og göllum, en stendur jafnframt á öndverðum meið við samtfð sfna og sér þar ekkert nema aðsteðjandi ó farnað. Sem skáldsagnahöfundur er Guð- mundur þvf einakonsr óskapnaður með andlitið á hnakkanum, en hefir ekkert að bjóða framtfðinni nema kalda og stirðnaða fyrirlitningu hrakspámanns- ins. Símskeyti. Rvík 22. maí. Kolanámuverkfallið heldur áfram í Ruhr, aðeins 5% af verkamönn- um vinna, framleiðslan 8% af vana- legri framleiðslu námanna. Fjölda- margar verksmiðjur orðið að hætta vegna kolaskorts. — Stærsta stál- verksmiðja Evrópu, Becker Werke i Rínarlöndum, orðin gjaldþrota. Þjóðernissinnar i Þýzka Ríkisþing- inu reyna að ná bandalagi við Mið- flokkinn og Þjóðræðisflokkana um myndun borgarastjórnar. Lánsumleitanir Rússa á Bretlandi hafa strandað, vegna þess að brezka stjórnin vill ekki ábyrgjast Iánið. Atvinnudeilan norska jöfnuð. Vinna hefst að nýju i byrjun næstu viku eftir 13 vikna uppihald. írska frfríkið hefir sent sendiherra til Bandaríkjanna, i samráði við brezku stjórnina. Canada og önnur lýðriki Bretaveldis heimta sömu réttindi. Stanley Baldwin, fyrverandi stjórn- arformaður Breta, hefir ráðist grimmi- lega á blaðahring lávaröanna Beav- erbrooks og Rothmere, sömuleiðis á stjórnmálamennina Austin Cham- berlain, Birkenhead lávarð, Winston Churchill og Lloyd Qeorge er allir hafa verið fylgjandi samvinnu ihalds- flokksins og frjálslyndra. Telur hann íhaldsflokkinn eiga að afneita öllum hálfvolgum flokksmönnum og marka skýra stefnu (Hoyd George og Churchili tilheyra frjálslynda flokk- num). ítalir og Tékkóslóvakar hafa gert stjórnmálasamning sin á milli, og er búist við nánu sambandi milli rikj- anna. Heimsflugmenn Bandaríkjanna lagðir af stað frá Tokio, fengu mikla hrakninga i Kyrrahafinu. Stjórn Pólverja hefir bannað út- flutning á steinolfu. Hannover hefir hafnað meðþjóð- aratkvæðagreiðslu viðskilnaði við Ptússland. ( \ G E R F I- : : : : : : : : : : TENNUR töluvert ódýrari en áður. — Plombur (tannfylling) úr gulli, silfri eða emaille einnig með : : : : niðursettu verði. : : : : Caroline Espholin. V________________________________ Helmingur allra náma í Efri-SIésíu hefir stöðvað vinnu vegna kolaskorts. Togara-aflabrögð afargóð, bæði fyrir Austur- og Vesturlandi. Tið orðin góð á Suðurlandi. Július Halldórsson, fyrv. héraðs- læknir Húnvetninga andaðist 19. þ. m. Rvík 2S. maí. Þýzka stjórnin beiddist lausnar i fyrrinótt. Bandaríkjaforseti hefir undirskrif- að innflytjendalögin, bannaði Jap- önum innflutning. Forsetinn hefir lýst yfir að hann telji bannákvæðin óheppileg. Marconi hefir gert nýjauppgötv- un viðvfkjandi loftskeytasendingum, gert kleyft að senda með Iágri bylgjulengd og i ákveðna stefnu. Búist við að uppgötvunin gerbreyti loftskeytasendingum og geri þær ódýrari. Vinnustöðvun eykst f Ruhrhéraði. Kruppssmiðjurnar mikið til hættar vinnu. íbúðarhúsið á Hauksstöðum i Jökulda! brann á mánudagsmorgun, innanstokksmunir sömuleiðis, fólk bjargaðist nauðlega. 7 ára drengur hvarf i Hafnarfirði á Iaugardag, hefir verið leitað árangurslaust síðan. Færeyskir sjómenn hafa gereytt með skothríð selaver í fjarðarskerjum við Papós og Hrollaugseyjum. Fréttastofan. F r é 11 i r. Yfirlýsing. Að gefnu tilefni skal því lýst yfir, að alt það í blaðinu, sem ekkert nafn er undir og ekki heldur merki, er eftir ritstjóra blaðsins sj&lfan. í sprekamó. í Þingeyjarsýslu og f öðrum viði vöxnum landshlutum mun það tfðkast, að menn tfna saman (únar viðarleyfar, bálka og rætur, til eldsneytis. Þetta heitir að fara á sprekamó. Þessa er hér getið, af þvf að orðtakið er ekki þekt allsstaðar f landinu' Gagnfræðaskólanum verður slitið á laugardaginn 31. þ. m, kl. 2 sfðd. Nýlega er látin hér f bænum Marfa Jónsdóttir ekkja Kristjáns Nikulássonar lögregluþjóns og móðir Jóns húsgagnasmiðs og þeirra systkina. Marfa sál. var mesta myndar- og dugnaðarkona, en var farin að heilsu sfðustu árin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.