Dagur - 22.01.1925, Blaðsíða 1

Dagur - 22.01.1925, Blaðsíða 1
DAGUR Kemur úf á hverjum flmtudegí. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrlr 1. júli. Innhelmtuna annasf, Arnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. VIII ár. : í 'ft J Akureyri, 22. janúar 1025. -i— r i*~ii• i~**iA ~ * * ■** * ■ * - - aforeiðslan er hjá J6n! I>. I>ór. Norðurgðtu 3. Talsiml 112 Uppsðgn, hundin vlð áramðt lé komln ttl afgrefðilumanni lyrlr 1. dei. 3. blað. Heilsuhœli JMorðurlands. BerklaveiKin. Berklaveikin er einhver skæðasti sjúkdómur, sem þjóöin hefir við að stríða. Lungnabólga er viðlíka mannskæð. Krabbi er einnig geig- vænlegur og venjulega ólæknandi sjúkdómur. En engin sjúkdómur gerir þvilikan usla í æskuiiði þjóðar- innar sem tæringin gerir. Á hverjum tima er fjðldi fólks á blómaskeiði lifsins farlama árum saman af völd- um þessa sjúkdóms Hún leggur marga i gröfina á miðjum aldri. Aðrir dragast með bilaða krafta jafnvel fram á elliár. Margir vinna sigur þvi betur, enda myndi um sneiðast i liðinu, ef svo væri ekki, því eftir kenningum lækna smitast af sjúkdómi þessum þvf nær hvert mannsbarn og fjöldi sýkist, en á lágu stigi. Tiltölulega fáir af þeim, sem komast í verulega bættu fyrir áhlaupi veikinnar, verða henni að bráð. Samt eru þeir alt of margir. Sjúkdómur þessi verður mjög skelfilegur i meðvitund þeirra rnanna, sem hafa ef til vill árum saman átt ástvini sina i klóm hans og séð hann smám saman ná fastari og fastari tökum. Munu fáir vilja að börnum þeirra og næstu kynslóðum þjóöar- innar séu meö léttúð eða tómlæti sköpuð svipuö körlög. Berklaveikin er misjafnlega mikið útbreidd f hinum ýmsu landshlutum. Sumir iæknar vilja telja, að hún fari yfir eins og mjög hægfara og langvinn farsótt og að hún sjatni á einum stað, þar sem hún hefir verið viðurloða um langt skeið en kunni þá jafnframt aö aukast á öðrum. Hvað sem um þetta má segja er hitt vfst, að veikin er yfír höfuð í éngri rénun, heldur fremur þvert á móti. Verður þvi ástandið alvarlegra með hverju ári, sem liður. Sjúkrahúsið á Akureyri. Aðsókn berklaveikra að sjúkra- húsinu hér á Akureyri fer stöðugt vaxandi. Nú munu vera þar um 40 berklasjúklingar. Berklavarnalögin eða viss ákvæði þeirra valda þess- ari aðsókn. Menn sækjast eftir að fá létt af sér einhverju af gjalda- byrðinni, sem sjúkdómurinn veldur, Nokkrir þessara sjúklinga þjást af lungnaberklum og þarfnast hælis- vistar, en fá ekki fyr en seint og síðarmeir vegna þrengsla á Víflis- stöðum. Gerð þessa húss er ólík þvf, sem vera ætti um sjúkrahús. Sfzt er það sniðið fyrir lungnsberklasjúklingai f húsinu nýtur aðeins morgunsólar nema i tveim Iitlum stofum f suður- enda og i einni, sem hefir vestur- sól Áftur er þar sólrikur gangur og þar munu vera einhverjir sólrik- ustu kamrar, sem völ er á. Svipað er háttað um gerð þessa húss eins og Gagnfræðaskólans. Bygginga- meistarinn hefir ekki kunnað að hugsa öðruvfsi en skakt, er hann afréði gerð þeirra húsa. Hann hefir hugsað um auga ferðamannsins, sem kæmi inn á höfnina en ekki um Iikams og sálarvelferð óborinna kynslóöa. Hann hefir hugsað mest um það að „andlitiö" sneri í’réíta átt og gæfi bænum svip!* Af þessum ástæðúm auk gífur- legrar aðsóknar að sjúkrahúsinu af sjúklingum með margvfslega sjúk dóma, er ekki hægt að gera ráð fyrir, að berklasjúklingar geti notið þar þeirra skilyrða er nauðsynleg eru og heilsuhæli veita. Dýr bið. Að dómi lækna og þeirra er til þekkja er fl/ót hjálp höfuðskilyrði fyrir berklalækningu. Sjúkdómsað- kenning getur orðið að óviöráðan- legum sjúkdómi ef sjúklingurinn býr við óhentug skilyrði og er van- kunnandi um rétta meðferð á sjálf- um sér. Þetta tvent eiga heilsuhæli að veita: Beztu skilyröi til mótstöðu og lækningar, sem á verður kosið og fræðslu og aga til réttrar sjúkra- meðferðar. Eins og nú er háttað i landinu, þurfa mjög margir sjúklingar að biða jafnvel mánuðum saman f heimahúsum eða ófullkomnum sjúkrahúsum eftir þvi að sjúkrarúm losni á Vífilsstöðum. Pessi bið veldur vitanlega aukinni sýkingar- hættu, mögnun sjúkdómsins og hún getur kostað marga lífið. Sú bið getur því orðiö dýr og dýrari en heilsuhæli. Berklavarnalögin. Lög um varnir gegn berklaveiki eru sett, til þess að vinna bug á * Ekki hefir bygginganefnd Akureyrar kunn- að að raeta þessa fyrirhyggjusemi um fegurð bæjarins betur en það, að hún lætur byrgja fyrir .andlit* skólans með smáhúsum. þessum skæða sjúkdómi. Höfuð-tii- gangur iaganna er sá, að einangra sjúkdóminn og koma þannig í veg fyrir sýkingarhættu. Nú mun það vera samhljóða álit lækna, að börn- in séu afarnæm fyrir smitun af þess- um sjúkdómi. Börn og smithættu- legur sjúklingur mega þvi ekki vera saman á heimili, og við það eru lögin einkum miðuð. En þetta er óframkvæmanlegt, nema rikið sjái berklasjúkum mönnum fyrir dvalar- stað. Rikið eyðir nú að sögn um miljón króna, til framkvæmda þess- um lögum, án þess að þau séu nema að litlu leyii framkvæmd vegna skorts á heilsuhælum. Hér hafa verið sett mikilsvarðandi lög og þau tekin til framkvæmda áður en grundvöilur þeirra varð til eða skilyrðin fyrir því, að þau gætu oröið framkvæmd. Þess vegna verð- ur framkvæmdin ýmist alls engin eða dýrt og ófullnægjindi kák. Allir sjá, að óviturlegt er að fyrirskipa að skilja skuli að börn og berklaveika menn, án þess um leið að sjá fyrir þvf, að það sé hægt. Oft vili svo verða, að miklu fé er eytt til iitilla nota, af þvf að þá viðbót skortir, sem tryggir það, að öll eyðslan komi að fyllri notum. Svo er hér háttað. Ef þing og stjórn brestur ekki hug til þess að halda uppi baráttunni gegn þessu þjóðarböli, verður að haga baráttunni þannig, að einhverjar iíkur séu til þess, að fórnir rfkisins komi að notum. Legukostnaður sjúklinga. Legukostnaður sjúklinga á sjúkra- húsum landsins er yfirleitt mjög hár. Rikissjóður greiðir meginhlut- ann af þeim kostnaði berklasjúk- linga og sýslusjóöir afganginn. Hvorki rfkissjóður né sýslusjóðir geta á neinn hátt haft áhrif á þann kostnað heldur verða að greiða eins og upp er sett. Það er þvf mjög mikil ástæða fyrir þjóðina að gera ráðstafanir til þess aö legukostnaður sjúklinganna lækki. Með þvf að fá þeim ódýrari vist, en sem þó gæti orðið betri, myndi það fé, er varið yrði til byggingar heilsuhælis hér á Norðurlandi, sparast meö lægri sjúkrakostnaði i framtfðinni. Rökin fyrfr þessu eru þau, að hér nyrðra veitist til slfkrar byggingar Fágœt aöstaða. Reynsla er nú fengin fyrir þvf hér á landi að laugavatn getur með ágætum árangri orðið notað til upp hitunar á hfbýium manna. Má benda á Álafossverksmiöjuna og Laugaskólann. Á siðara staðnum var þetta gert á sfðastiiðnu ári og hepnaðist frábærlega vel. Vatnið I lauginni er 56° og kólnar um 1° gráðu á talsvert langri leiðslu. Vatnið er svo mikið að unt er að nota það látlaust til allra heimilis- nota auk upphitunar, svo sem böð- unar, þvotta og matreiðslu. Hiklaust má gera ráð fyrir að sparnaður við notkun laugavatnsins í slíku húsi, sem f fyrirhuguðu heilsuhæli, nemi alt að 4000 kr. árlega meðan kola- verðið helzt svipað og nú er og þegar talið er með kolaflutningur frá höfn og kyndari. Sú upphæö er 5°/o vextir af 80,000 kr. höfuðstól. Slíkur auður liggur f laugum okkar og hverum, þar sem komiö verður við hagnýtingu þeirra. Þjóðin ætti ekki að sjá sér fært að iáta þann auð liggja óhagnýftan. Þvi siður getur hún verið án þeirra miklu óbeinu gæða, sem notkun lauga- vatnsins fylgja fyrir sjúka og heil- brigða. Nú eru mjög miklar Iikur tii og næstum því vissa, að unt er að fá ágætan stað hér f Eyjafirði, þar sem unt er að koma við laugahitun á ódýrari hátt en Þingeyingum var unt f skólanum á Laugum og auk þess að fá raforku úr rafveitunni á Munkaþverá. Hvorttveggja myndi að Ifkindum fást með vildarkjörum. Að svo stöddu verður ekki um þetta fullyrt, en framkvæmdir f þessu máli velta vitanlega á þvf að þetta fáist hvorttveggja. Heilsuhælissjóðurinn. Nú er Heilsuhælissjóður Norð- lendinga oröinn um eða yfir 100 þús. kr., þegar talin eru með ó- greidd fjárloforð. Sjóðurinn hefir vaxiö litið siðustu árin. Það hefir farið um hann eins og flest annað í félagsmálum okkar og samtökum. Fyrsta áhlaupiö hefir orðið drjúgt, en síðan dofnað yfir málinu. Eina félagið, sem hefir alt tii þessa dags unnið stöðugt að málinu er U. M. F. Akureyrar. Alls mun það vera búið aö safna i sjóðinnum 11000 kr. þegar vextirnir eru taldir með. Önnur félög og einstaklingar hafa og safnað miklu fé. En vænta má, samkvæmt þjóðlegri reynslu, að þvi meir taki hitann úr þessu fjársöfn- unarmáli, sem framkvæmdir eru lengur dregnar. Til eru menn, sem Ifta þetta mál velþóknunaraugum og eru mikilsmegandi, en sem hafa eigi trú á óyfirsjáanlegri bið og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.