Dagur - 26.02.1925, Síða 1

Dagur - 26.02.1925, Síða 1
DAGUR Kemur úf á hverjutn fimtudegf. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrlr 1. júlí. Innheimtuna annasf, Arnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf< VIII. ár. ir\rM~iWiTTi*-nru > Akureyrl, 26. febrúar 1025. aforeiðslan er hjá Jónl l>. Þór. Norðurgótu 3. Talsími 112 Uppsögn, bundin vlð áramót lé komin tii afgreiðilumanns fyrir l. dei. 9, blaö. Bókasafn Akureyrar. iii. Nií ætla eg að bregða mér á leik og gera, að gamni mínu, ráð fyrir nokkru, sem ekki er og að ilkindum gerist ekki á vorum dögum. Amerískir auðmenn mega eiga það, að bókasöfn þjóðar sinnar hafa þeir höfðinglega styrkt. Hafa þeir á þá Ieið friðþægt fyrir fjölda synda. En enginn hefir verið jafn-stórtækur í þeim efnum og Carnegie, auðjarl- inn frægi. Talið er, að hann hafi gefið 900 milliónit króna til allsherjar þarfa. Mestöli þessi feikna-fúlga fór til bókasafna. Þessi mikli auðkýfingur þakkaði bókasöfnum gengi sitt og kunnandi. Má af sllku ráða, að það er á vorri öld háskasamleg firr* orðtækið gamla og ógöfga, að bók vitið verði ekki látið í askana. Skyldu þeir minnast þessara þakkaryrða Carnegies, gull- og efnisdýrkendur vorir, sem flest virðast meta eftir peningalegu verði. Bókvit getur verið máttugt í eðli, næsta hagvirkt og til margra hluta nytsamlegt. Vera ætti auðvelt að skýra slíkt fyrir ýmsum auðsýslumönnum vorum, svo að þeim skildist. Erfiðari veitist skilningur á hinu, að fjárhagsleg nyt- semi bóklegs vits er ekki nema auka- geta, ekki aðaikostur hennar né höf- uðarður. Bókvisi stefnir að æðra miði en fjárgróða og vaxandi vélfimi. Nú bið eg lesendur að koma með mér á ofurlftið hugarflug. Hirðum eigi, þótt ráðagerðir vorar verði kallaðar höfuðórar, hlegið að draum- smiðum vorum, og enginvon sé á, að þær rætist að ráði fyrr en langt frammi á ókunnri og ókominni öld. En alt fyrir það er eigi árangurslaust að skjóta hugmyndum og hugsmíðum fram á sjónsviðið. Hver lífsanda getin hugsjón er orku mögnuð. Hugsjónir eru ekki eingöngu hverju dýri jaröarinnar lífseigari. Þær eru sigur- sælar í eðli. Þær magnast á áranna rás, þær grafa um sig smátt og smátt, þeim Iýstur ofan i fleiri og fleiri, þær hrífa þá til stuðnings sér og fylgdar. Að lokum eru þær i heiminn bornar i líki lifandi og starfandi stofnana og menningar. Segjum, að einhver velunnandi þessa bæjar yrði alt í einu millfóna- jöfurr. Slfkt er eigi framar með stórtiðindum talið á voru landi. Stórtíðindi væri aftur hitt, ef þessi milliónakóngur væri hugsjónamaður og mentavinur, tryði á mátt og megin andans og andlegra verðmæta, hefði á þvi hjartgróinn skilning, að andlegur þróttur og andiegur þroski er skilyrði alls annars þroska, sið- ferðilegs, andlegs, félagslegs, stjórn- arfarslegs. Gerum samt ráð fyrir, að svo giftusamlega tækist til, að vor ágæti ráðgerði auðsýslumaður skildi til fullnustu, að engi viðreisn er hugsanleg, nema á undan fari andleg viðreisn. Ætlum þessum öölingi vorum það hið mikla rausnar- og dáöabragð, að hann gæfi hundruð þúsunda eða alt að þvi millíón króna til fullkomins bókasafns i Ákureyrarbæ. Hvað myndi þá fyrst gert, safni voru til stórfenglegrar viðreisnar og eflingar? Fyrst yrði sendur til Vesturheims mentamaður til að kynna sér skipu- lag, vinnubrögð og hýbýlakost bókasafna i álfunni miklu. Þar er þeim á ýmsan hátt haganlegast fyrir komið, þau bezt sniðin eftir margs konar markmiði þeirra og margvislegustu bókaþörfum. Siðan yrði safninu reist rúmgott hús og i hvfvetna hið veglegasta, þar sem hátt væri undir loft, gluggar víðir og rniklir, kvöldljós björt, sæti þægi- Ieg, ritföng við hvert sæti, veggir alsettir bókhillum og í milli þeirra fögrum myndum og málverkum skreyttir. — Ekki væri lengi hvikað við að stofna nýtt embætti, safninu tilumsjár og vaxtar, og án efafleiri en eitt, er safnið yxi, og alþýða manna vendist notkun þess og nautn. Slikri embættisstofnun fylgdi vonandi sá kostur, að Akureyri yrði einum mentamanni auðugrí en áður. Hvers yrði einkum gætt í bóka- kaupum? Eg sleppi hér endurtekning þess, er eg tók fram í „Degi" 22. jan. um kröfur þær, er safninu bæri að fullnægja. Alt slíkt yrði tekið til greina. Á safnið yrðu fengin hin ágætustu rit í heimspeki, fé'.ags- og stjórnarmálum, bókmentum og sögu. Víðtækur lestur slikra rita er bezt fallinn til varnar öfgum, bæði i ihalds- og byltingaátt. En við siíkum öfgum er einmitt iskyggilega hætt á liðandi tíð. Getur ai sliku stað- ið óbætandi skaði. En snúum að öðru, sem nær er og auðskildara. Fyrst yrði í bókavali farið eftir stað- háttum, atvinnuvegum og sérstökum * I „Andvara" 1922 er fróðleg grein um „bókasöfn og þjóðmenning," eftir Pál E Ölasson, og er þar sagt frá bókasöfnum Vesturheims. Þeir, sem áhuga hafa á bókasafns-málum, skyldu kynna sér ritgerð þessa. þörfum Akureyrar. Þess yrði minst, að hér eru vefnaðarvélar. Kostað yrði kapps um að afla safninu nýj- ustu bóka og nýjustu skýrslna og ritgerða um þá iðn og framfarir í þeim efnum. Jónas Þór og stjórn- endur Gefjunar gætu þar þá að gagni leitað slðustu nýjunga um ullarspuna og dúkagerð. Sláturhús er hér og skinnaverkun. Stjórnendur safnsins myndu ala önn fyrir, að þeir, sem slfka sýslu stunda eða reka láta, gætu grætt á að vitja þess. Akureyri er kaupfélags- og verzlunarbær. Séðyrðium, að kaup menn og kaupfélagsmenn gætu setið þarfbróðerni og bandi friðar við sama borð, athugað þar framfarir í samvinnu og viðskiftum. Ekki þarf að þvi að spyrja, að minst yrði fræðsluþarfa bæj- arfulltrúa og kjósenda, er áhuga hafaá landsmálum og vita vilja deili á, um hvað þeir kjósa, en ekki láta reka sig þangað sem diika f sláturhús. íhalds menn og BboIsarn gætu þar safnað gögnum í ræður sinar og tillögur. bLeyfið börnunum til mín að koma", yrði eitt kjöryrði bókasafns, sem f senn er auðugt og göfugt. Börnum þarf að innræta ást á bók- um, kenna þeim hagnýting þeirra, venja þau á að verja til þeirra tóm- stundum sínum. Góð kona og vitur yrði gerð bókavörður f ráðgerðri barnadeild þessa hugstníðaöa safns. Hún myndi leitast við að hæna sem flest bæjarbörn að safninu. Hún ynni með því tvenns konar gagn: laðaði bæjarbörn að bóklestri og foröaði þeim frá að slæpast og spillast á götum og bryggjum. Sennilega þykir sumum, sem þess konar aafn, er nú hefir Iýst veriö, rísi ekki á Akureyri fyrr en frammi i „blá- móðu aldanna". En þó að alt of dimm ihaldsþoka gtúfi nú yfir bæ vorum og landi voru, getur henni Iétt tyrr en varir. „Ekki er lengi að skipast veður í Iofti.n Með menningarþjóð- um heims, t. d. f Vesturheimi og i Sviþjóð, vex nú óðfluga skilningur á mikifvægi og menningarnotum góðra bókasafna. Ekkert er eðli- legra. Þótt barnafræðsla verði, ef til vill, ekki gagnslaus, veröur hún gagnslítil, ef ekki fer á eftir nein fræðsla fullorðinna. Bókasöfn eru framhaidsskólar. En mikill munur er að einu leyti á þeim og barnaskóla. — Skólann eru börn skyldug að sækja og verða þar að fesa og læra það, sem þeirn er fyrir skipað. Söfn sækja menn sjálfviljandi, iesa það, sem þeim líkar, læra það, sem þeim rennur hugur til. Eigi leikur vafi á, hvort vænlegra er til arðs og and- legs ábata. Má þó eigi skilja orð mín svo, sem eg amist sérstaklega við barnaskólum né kjósi þá feiga. Stórþjóðunum lærist æ betur að gera bókasöfn að þjónum sfnum í hinum margvfslegustu greinum: f iðnaði, fésýslu og uppeldi. í Vestur- heimi vitja t. d. húsmæður bóka- safna og skrifa þar „fyrirsögn um hinn eða þénna rétt° (smbr. „Bóka- söfn og þjóðmenning" í „Andvara* 1922) Stóriðnaðar-smiðjur koma upp miklum bókasöfnum. Þær þykjast græða á að verja til slíks mfklu fé. Þessi bókasöfn safna staðreyndum, tölum og skýrslum, auk þess sem þau kaupa bækur og tímarit. í bóka- söfnum bankanna sumra er byrjað á því á morgnana að klippa úr blöðunum verzlunarfréttir og ýmis tíðindi, er bankamenn vita þurfa og fregna* En skemtilegast er þó að lesa um barnadeildirnar. Er og ritað, að „ein ánægjulegasta sjón sé að sjá barnabókasafn vestra að kveldi, baðað i Ijósi, alskreytt blóm- um, myndum, bókum og börnum. Alstaðar úir og grúir af börnum, kappsömum og fróðleiksfúsum, kring- um bókavörð, viö hillurnar, við borð- in, jafnvel á gólfinu, ef ekki er rúm annarstaðar. Alstaðar teygjast fram kollarnir; hvarvetna sér i glaðleg augu. Á einum staðnum vekur gleð- ina skemtileg bók, á öðrum fögur mynd eða nýtt hefti lengi þráðs tíma- rits" (Andv. 1922). Fátt yrði æsku þessa bæjar þarf- ara unnið en að stofna slikt bóka- safn, þótt Iengi vel yrði það ófull- komið. En smásaman skildust bæj- arbúum kostir slíks heilsuhælis og áhrif þess holl á börn þeirra og ungmenni. Og þá yrði betur hlynt að þvi. Einhvern tfma kemur þar, að slikt bókasafn verður kallað jafn- ómissandi og skriftar- og reiknings- kensla er óhjákvæmileg talin nú á dögum. En einhver verður að ríöa á vaöið og gerast frumkvöðull að stofnun slíks safns. IV. Maður heitir Kristján Krist/dnsson. Skipstjóri var hann áður, en er nú fornbókasali f Reykjavik. Kristján þessi er stórmerkilegur maður. Hann er bókavinur svo mikill, að eindæmi sætir um mann i hans stöðu. Ef þú heimsækir hann, fær þú vart þverfótað þar fyrir bókum. Þær fylla hvert herbergi, hvern krók og kima frá * Sjá um þetta etni grein I „Tilskueren" í nóvember, 1924.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.