Dagur - 28.05.1925, Blaðsíða 1

Dagur - 28.05.1925, Blaðsíða 1
DAGUR Kemur ú( á hverjum flmtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrlr 1. júli. Innhelmtuna annast, Aml Jóhannsson í Kaupfél.' Eyf. VIII ár. Abureyri, 28. mai 1025. AFOREIÐSLAN er hjá jónl I>. Þór. Norðargðtu 3. Talsiml 112 Uppsðgn, bundln vlð áramöt sé komin fll afgrelðilumanns fyrlr 1. dei. 22, blaöi Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að maðurinn minn, Stefán Stefánsson hreppstjóri f Fagraskógi, andaðist aðfaranótt þess 25. þ. m. Ragnheiður Davíðsdóttir. Efnishyggja. IV. Atvinnu- og hugarfarsbyltingin, sem gengiö hefir yfir þjóðina og áður er lýst, reyndi mjög á þolrif kirkjunnar. Enda kom þá magn- leysi hennar berlega f Ijós. Þegar meir reyndi á það fyrir þjóðinni en nokkru sinni áður að velja á milli hinna himnesku fjársjóða og hinna jarðnesku fjársjóða, sem mölur og ryð fær grandað, valdi hún nær ein huga síðara kostinn. Það kom þá í Ijós, að kenningin um hina himn- esku fj&rsjóðu voru dauð orð á vör um prestanna. Svo máttlaus og inni- haldslitil hefir orðið kennimenska fslenzkrar klerkastéttar, að prestarnir sjálfir hafa margir hverjir á sér yfir- skyn guöhræðslunnar en afneita hennar krafti. Fáir þeirra eru nein fyrirmynd f trú, skoðunum eða Uf- erni. Sumir þeirra eru taldir sér- gæðingar og harðdrægir umfram það er alment gerist. Yfirleitt munu þeir ekki hafa verið neinir eftirbát- ar i þvf, að velja hina jarðnesku fjársjóðu, þegar hagsmunahyggjan héit innreið sina f landiö, og iofaði þjóðinni gulli og grænum skógum. Kirkjan, sem öldum saman var höfuð-menningarstofnun þjóðarinn- ar, liggur nú næstum þvi alveg far- lama. Aö vísu eru enn innan klerka- stéttarinnar einstakir afburðamenn, en svo fáir, að þeir eru sem stakir Ijósglampar í reginmyrkri. Kirkju- sókn og tfðasöngur er viöast hvar aðeins málamyndarkák. Kirkjan er ekki lengur nein aflstöð, engin sterk menningarstofnun i lffi þjóðarinnar. Telja má að hún sé nú orðin þung fjárhagsleg byrði á þjóðinni en gagnsemi hennar litil. Þegar þjóðlffsbreytingin er skoð- uð f sambandi við kirkjulíf þjóðar- innar, fæst ekki gleggri smámynd af ástandinu f heild heidur en gefst á Akureyri. Hér er lftil kirkja á öðr- um enda bæjarins. Hún lútnar að- eins fía af bæjarbúum. Kiukkna- hljómur frá þessari kirkju hefir aldrei borist út til endimarka bæj arins. Hann heyrist aðeins f næstu hús. Ekkert er jafn hátíðiegt f kirkju- lifi og hljómur stórra kirkjuklukkna, sem berst vfða vega, sem kallar á þreyttar og tvfstraðar sálir og sem tilkynnir fólkinu stundaskil á mót- um dags og nætur eða hátíðir i Iffi þjóðarinnar. Ekkert þvíifkt gefstAk- ureyrarbúum. Svoiitil klukknakrili banga í kirkjuturninum. Þær eru næstum hljómlausar og iítið notað- ar. Akureyri vex óðfluga. Verzlanirn- ar eru um 60 - 70. Brekkufóturinn f miöbænum er rifinn niður, til þess að koma fyrir verzlunarhúsum. Brekkunni er breytt i flsg og aur- skriður. Bæjarbúsr sækja fast ýmis konar samkvæmi. Árlega eyða þeir fyrir fánýtar skemtanir og nautnir upphæðum, sem mundu svara veröi veglegrar kirkju. En aldrei heyrlst klukknahljómur í bœnum. Ýms félög í bænum byggja sér vegleg sam- kvæmishús, en kirkjan er eins og niðurseta, sem ekki er einusinni sæmd viðunandi klukkum. Nokkrir áhugamenn klifa á þvf við og við að byggja þurfi nýja og veglega kírkju, en þar við situr. Jafnvel sóknarpresturinn hefir beitt sér á móti kirkjubyggingu. Þetta er hið ytra ástand. En innra ástandiö er engu betra. Þess er eigi að vænta, því hið ytra er tákn hins innra og i réttri samsvörun við það. í raun og veru er kirkjan nógu stór handa bæjarbúum, nema þegar kirkja er sótt i tilefni af sérstökum hlutum. En þá er hún sótt eins og hún væri leikhús. Þá getur orðið eins mikið kapp um aö komast inn i kirkjuna, eins og inn f ieikhús. Á öðrum tímum munu kirkjuþrengslin sjaldan eöa aldrei koma að klandri. Þeir menn, sem sækja kirkju vegna tiúar og tilbeiðslu, eru ekki svo margir. Áður var sagt, að þetta væri smá- mynd af ástandinu yfirleitt. Akur- eyri er hér tekin af því hún er glögg smámynd. Hér er kirkjuiif ekki lak- ara en gerist. Hér er prestur sem rækir skyldur sínar svo, að ámælis- laust er og prestur, sem hið fáa kirkjurækna fólk virðist vera ánægt með. Myndin er glögg, því hér má í einu augnakasti sjá annarsvegar sivaxindi kapp um veraldargæðin og hinsvegar vanhirðingu kirkjultfs ins og glögg merki tómlætisins um hin sáluhj&lplegu málefni. Þannig er ástandið i gervöllu landinu. Kirkjan er farlama og megnar ekki að hamla á móti valdi efnishyggjunnar f sál- um manna. V. Um Ieið og svið fslenzkra atvinnu- vega færðist út og framleiðslan jókst hljóp vöxtur f verzlunarstétt lands- ins. Einkum hljóp stórvöxtur i hana á strfðsárunum. Þetta er eðlilegt. Vegir þeirra manna, sem hyggja á fjárgróða, geta verið margir. En ekki mun önnur Ieið þykja greiöfærari, en að seija hlut dýrari en hann var keyptur eða til hans var kostað. Og þegar þjóðin gerist haesmunasjúk og efnishyggjandi, er þess full von, að troðningur manna verði á marg- vfslegum viðskiftaieiðum, sem fjöl- þætt athafnalif, nautnakröfur og lífs- þægindi fólksins skapa. Troðningurinn á leiðum viðskift- anna er að verða afskaplegur i þessu þjóðfélagi. Stór hluti þjóðarinnar getir verzlun að atvinnu sinni. Má þar til telja hina eiginlegu verzlun- arstétt og þar að auki samnefnd snikjudýr á þeirri stétt, sem i skjóli hennar stunda margvislegt kaup- mang og lausaviðskifti eða leigja verzlunarholur til og frá og hafa þar óvalda vöruslatta, sem hinir stærri verzlunarrekendur verða fegnir að láta þá selja fyrir sig. I engri stétt í þessu þjóðfélagi munu vera jafn háskaleg óþrif eins og f verzlunar- stéttinni og hvergi minni viðleitni aö efla þrif og sóma stéttarinnar. Almenn fjárgræðgi Iokkar fleiri og fleiri menn til þess að stunda ein- hverskonar kaupskap. Á hinn bóg- inn eru engar skorður við þvf reist- ar, að hver sem vill geti komið þar ár sinni fyrir borð, Engar kröfur eru gerðar um þekkingu eða meðmæli. Viðskiftin á leiöum kaupmenskunn- ar eru skipulagslaust rupl og átök um hagsmunina. Fjárgræðgin ein og frekjan auk nauðsynlegrar kænsku ráöa þvf, hvaða óvaldir og menn- ingarlausir strákar troða sér inn undir hjá veizlunarstéttinni og vaxa þar upp eins og illgresi, sem haml- ar vexti heilbrigðari gróðurs. Hér er aðeins lauslega drepið á glegstu tákn almennrar kaupgræðgi. Eðlilegt er, að þau verði skýr, þar sem almenn viðskifti eru gerð að atvinnu einstakra manna. En þetta eru aðeins hin ytri tákn. Þau eru f samsvörun við ínnra ástand. Kaup- fýstin er runnin almenningi i merg og bein. Þar eru að vísu miklar undantekningar. En hversu margir myndu þeir verða, sem slæju hend- inni á móti þvi að hagnast á við- skiftum? Hagsmunahyggjan grípur viöa til þess ráðs, sem oft reynist svo handhægt, en það er að taka tvo peninga fyrir einn. Hvergi er Pálmar Isólfsson frá Reykjavík dvelur hér i vikutfma, og tekur að sér að stilla og gera við píanó. Til viðtals á Café »QuIlfoss". dansinn kring um gullkálfinn æðis- gengnari en á verzlunarsviðinu.Hvergi tekur efnishyggjan á sig ótviræðari gerfi athafnanna* t Stefárj Baldvirj Stefánssorj I Fagraskógi, fyrv. þingm. Eyf., and- aðist að morgni hins 25. þ. m. á heimili dóttur sinnar á Hjalteyri, eftir þunga legu f lungnabólgu. Stefán var tæplega 62 ára að aldri, fæddur 29, júní 1863 að Kvfabekk. Foretdrar hans voru Stefán Árnason BÍðast prestur að H&lsi og sfðari kona hans Guðrún Jónsdóttir. Ungur að aldri fór hann f búnaðar- skólann á Eiðum og útskrifaðist það- an 1S85. Einnig stundaði hann nám f Möðruvaliaskóla. Hann kvæntist 1S90 Ragnheiði Davfðsdóttur prófaits á Hofi, ágætri konu, sem lifir mann sinn, og sama ár reistu þau bú f Fagraskógi. Var sambúð þeirra hjóna hin ástúð- legasta. Varð þeim margra barna auð- ið og eru þau öll hin mannvænlegustu. Kunnast þeirra er Davfð skáld. Stefán var kosinn 2. þingm. Eyf. árið 1901 og hefir hann sfðan nær óslitið verið fulltrúi þeirra á þingi, þar til haustið 1924 að hann náði ekki kosningu og var þó minst að mununum. Á þingi var hann orðlagð- ur fyrir trúmensku við kjördæmi sitt. Stefán var ágætur heimilisfaðir, hjúum sfnum bezti húsbóndi, og sam- anvatin voru þau hjón f þvf að gera heimilið vistlegt og skemtilegt. Hann var ötull dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk. Nú drúpir Fagriskógur við lát hans. Kunnugut. * Niðurlag þessarar gréinar bíður, þar til ritstjóri blaðsins kemur heim.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.