Dagur - 18.06.1925, Blaðsíða 2

Dagur - 18.06.1925, Blaðsíða 2
98 DAOUR 25. tbl. Kaupfélag Eyfirðinga. T T Sement fyrirliggjandi. Kaupf. Eyfiiðinga. >'^^Hfn^^HNHHtiJH^#'^'W'TÍL->JH?'T?'TNLTP''i?'‘íLTJ1^ Undir atjórn Péturs á Gantlöndmn opnaði Kaupfélág Þingeyinga sölubúð. Hallgrfmur Kristinsson stofnaði Kaup- félag Eyfirðinga á hreinum Rochdale- grundvelli, þ. e. sölufélag. Þessir sömu menn réðu því fyrst og fremat að hin almenna samábyrgð félaganna var tekin upp á árunum 1915 — 1916. Sambandið og samábyrgðin er þeirra verk. Siðferðispostuli ísfirðinga f við- skiftamálum titlar nú þessa menn »grunnhygna« og »ðvandaða« fyrir þessar aðgerðir. 8. Ritstjórar Morgunblaðsins og ísa- foldar leitast við með kostgæfni að ófrægja og tortryggja æfistarf þessara ágætu manna. Sambandið hafa þeir stöðugt ófrægt. Nýlega hefir það haft kaupfélögin f Þingeyjarsýalum á milli tanna sér. 9. Þannig eru þessir ágætu forvfgis- menn bænda f samvinnumálum lastaðir og nfddir af niðurrifsmönnum f félags- málum þjóðarinnar. Þeim er brugðíð um það, að þeir hafi unnið starf sitt af eigingjörnum hvötum, steypt bænd- um lævfslega f skuldaófarnað og áþján til þess að tryggja sér stöður og völd. Pétri frá Gautlöndum er brugðið um að hann hafi af hrekkvfsi og fals- hætti borið fram korneinkasölufrum- varpið (sjá »Verzlunarólagið« eftir Björn Kristjánsson). Þekkingarlausir menn um starf H. Kr. og P. J. og hirðulausir um að vita sannleikann um það gera að þvf illkvitnislegt gys (Sigurgeir Daníelsson). Þeir eru taldir hafa verið »grunnhygnir« menn og »óvandaðir« sem hafi >spllt góðum málefnum og snúið þeim upp f vand ræðamál og óhamingju.< (Framh.) Háfíöaþald var hér f bænum f gær, 17. júnf. Fór skemtunin fram úti á Oddeyrartúnum. Þorsteinn M. Jónsson hélt þar snjalla ræðu fyrir minni jóns Sigurðssonar. Björn Lfndal alþm. mælti fyrir minni Heilsuhælisfélagsins og Jón bæjarstjóri fyrir minni Akureyrar. Auk þess fór fram lúðrablástur, fþróttir og dans. Veitingar voru seldar á staðnum. Allur ágóðinn af hátfðahaldi þessu rennur f Heilsuhælissjóðinn. JVIagnús Sigurðsson, kaupmaður á Grund f Eyjafirði, varð bráðkvaddur í raorgun. F r éf^f i r. Leiðarþirjg bélt þingmaður Akur- eyrar á mánudagskvöldið var, eða öllu heldur þriðjudagsnóttins, þvf ekki var þvi lokið fyr en langt var liðið nætur. Þingmaðurinn fiutti þar alilanga inn- gangsræðu ög skýrði frá gerðum þingsins f ýmsum málum; var ræðan lftillar frásagnar verð, en ekki ólagleg. — Fjármálaráðherra var mættur á þinginu og tók að sér að skýra frá fjármálum og lýsti um leið stefnu íhaldsflokksins. Er J. Þ. ræðumaður góður og virtist mörgum sem Björn Lfndal hverfa f skugga hans á leiðar- þinginu. Nokkrir stjórnarandstæðingar tóku til máls, þar á meðal 2. þingmaður Eyfirðinga, Bernharð Stefánsson; gerðu þeir ýmsar athugasemdir við ræður þeirra J. Þ. og B. L. og sýndu fram á veilurnar við kenningu þeirra. Af fhaldsmanna hálfu hér f bæ talaði einn maður, sem heitir Jóhann Scheving. Dánardœgup. Á sunnudagsmorg- uninn andaðist ung stúlka, Guðrún Jónsdóttir, til heimilis f Hafnarstræti 37. Heilabólga varð henni að bana. »Lagarfoss« kom austan fyrir land á sunnudaginn var; hafði mikið af vötum hingað Fór skipið aftur < gær- morgun vestur um. Fundur var haldinn á Breiðun. ýri á föstudaginn var að tilhlutan Jóns Þorlákssonar fjármálaráðherra. Fiéttir herma, að þar hafi verið ráðist harð- lega á fhaldsflokkinn og fhaldsstjórn- ina, vantraustsyfirlýsing fram komið á flokkinn, en fundarstjóri tekið það ráð að slfta fundi, til þess að koma f veg fyrir atkvæðagreiðslu um hana. Jónas Jónsson, landskjörinn þing- maður, hefir að undanförnu haldið landsmálafundi f Borgarfirði. Hcfir frammistaða hans á fundum þessum að kunnugra sögn verið á þann veg, að ekki aðeins skoðanabræður hans heldur og andstæðingar hafa orðið hrifnir af henni. — Jónas er nú á leið hingað norður. Jarðarför Stefáns frá Fagraskógi fór fram að Möðruvöllum f Hörgárdal á fimtudaginn var, að viðstöddu fjöl- menni. Sfra Jón Þorsteinsson flutti húskveðju, en sfra Stefán Kristinsson talaði f kirkjunni. Slg. SKagfeldf söngmaður er staddur hér f bænum. Gafst bæjar- búum sú ánægja að htusta á söng hans f Nýja Bfó f fyrrakvöld. A víðavangi. Sauðir og Ijafrar. íhaldsflokkurinn hefir ekki trú á þeirri reglu skapar- ans, að iáta rigna yfir réttláta og rangláta. Honum er gjarnt til sundur- dráttar f hinum stærri skattamálum. Það virðist all kynleg pólitfk sem kom fram breytingartillögum stjórnarinnar við skattalögin. Tekjuskatt hlutafélaga álti að miða við meðaltal skattskyldra tekna sfðustu þrjú árin. En þessi á- kvæði áttu ekki að ná til annara fé- laga eða einstaklinga. Frumvarpið var miðað við það, að forða frá skattskyldu einhveiju af hinum miklu tekjum tog- arafélaganna sfðasta ár. Þessvegna var ekki hirt um að láta ákvæði þessi ná til einstaklinga eða annara félaga, Vitanlegt er þó, að einstakiingar geta haft eins umfangsmikinn atvinnurekst- ur eins og hlutafélög og beðið við- lfka tjón. Enda var og á það litið, en á þann hátt að einstaklingar þyrfti að biðja um það, sem hlutafélögum var trygt með lögum og það átti að vera komið undir geðþótta skattanefnda og ráðherra, hvort fvilnun skyldi veitt. Slfk sundurdráttarákvæði voru mjög viðsjárverð, Það þarf að forðast að gefa með lögum einstökum mönnum vald, til þess að draga sauði frá höfrum f þjóðfélaginu. Hlutdrægninni er með þvf gefið svo mikið svigrúm að það verður þroskaraun um of. Lög okkar verða að byggjast á reglu skaparans að láta rigm yfir réttláta og rangláta. SfeinoHueinkasalan. íhanldsflokk- urinn hefir neytt afltmunar f einka- sölumáliunum og gengið af einfcasölu rfkisins dauðri. Eltirtektarvert var það að f tillögu íbaldsmanna voru viður- kendar þær forsendur, sem einkasalan var upphaflega reist á. Þar var lagt til, að rfkisverzlun með steinolfu skyldi »halda áfram fyrst um sinn að þvf leyti sem þörf gerist, til þess að trýggja nægan innflutning og sann- gjarnt verð á olfunni«. Með þessu er viðurkent að hvorugt sé trygt i frjálsri veizlun, nægur innflutningur eða sanngjarnt verð. Með því er kaupsýslustéttin maklega snoppunguð. Hér á Akureyri verður þess minst, er Steinolfufélagið flutti burt af staðnum olfubyrgðir svo að Landsverzlunin þurfti að gera skjótar ráðstafsnir, til þess að bjarga mótorbátaútveginum hér við Eyja'jörð. Þess verður einnig minst að árið 1921 var Lsndsverzlun- arolfa með álagningu smásala seld hér á 68 — 70 aura en er birgðirnar gengu til þurðar var olfa frá Stein- olfufélaginu Ifka með álagningu smá- sala seld hér á kr. 1.00 fáum dögum sfðar. Kaupsýslumenn vilja gjarnan láta Landsverzlun hlaupa f skörðin og bera áhættuna, en fleyta sjálfir rjómann f þesBari verzlunargrein. Það gæti verið hentugt fyrir innlenda þjóna erlenda okurhringa, að láta Lands- verzlun annast olfuflutninga á hinar lakari hafnir landsins og geta svo skrifað tap á skipaútgerð rfkissjóðs á reikning landsverzlunarinnar. Einnig væri þeim hentugt að láta Landsverzlun taka við olfusölunni, þegar hún gerist áhættusöm fyrir verzlunarrekendur og geta svo skrifað tap orsakað af strfðs- ástæðum eða öðrum óviðráðanlegum orsökum á syndaregistur Landsverzl- unarinnar, eins og tap á kolum og salti. Þeir kunna að snúa snældunni sinni kaupsýslumennirnir og koma fram vilja sfnum við þjóðina. Væri það maklegt þegar næst kreppir að af styrjaldarástæðum, að olfunotendur landsins yrðu látnir afskiftalausir f viðbúð við okurhringana. Mætti þá svo fara, að þeir sjái hversu einhlft er hin mjög lofaða frjálsa verzlun. S í m s k e y t i. Rvfk 17. júní. ísafirði: Tið hagstæð. Afiabrögð treg sökum beituskorts. Haraldur tók þýzk- an og enskan togara; fengu þeir 2000 gullkróna hlerasekt hvor. Berlfn: Skuldir Stinnesfélaganna nema 200 miljónum; búist við að það hafi viðtækar, alvarlegar afleiðingar. Oslo: Lögþingið samþykkir stjórn- arfrumvarp um afnám burðargjaldssér- réttinda; stjórnin fer þvf ekkl frá völdum. Norrænt stúdentamót hefst; sækja það 700. Brussel: Stjórnin felst á brézk- frönsku orðsendinguna. Aðalreikningur Eimskipafélags ís- lands lagður fram. Arður á liðnu ári 291 972 73 kr. Stjórnin hefir ákveðið að at þeirri upphæð verði 280.478.13 kr. varið tii frádráttar bókuðu verði á eignum félagsins, skipum, húseignum og fleiru; hreinn arður er þvf 11.494 60 kr. Auk þess er yfirfært frá fyrra ári 44 570 38 kr. í meiðyrðamálinu Haraldur Nfelsson gegn Hendrik Ottossyni er hinn sfðar- nefndi dæmdur f 50 kr. málskostnað og flest ummælin dæmd dauð og ómerk. í guðlastsmálinu er hinn ákærði dæmdur f 30 daga einfalt fangelsi; dómurinn skilyrðisbundinn. Dúmur ( máli Sambandsins gegn Birni Kristjánssyni fellur f dag. Frá tveim hliðum. í stjórnartfðindum 1924 B. 4 er bréf atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytisins til sýslum. Þingeyjarsýslu svohljóðandi: »Með bréfi dags. 27. f. m. hafið þér, herra sýslumaður, skýrt ráðuneytinu frá því, að sýslunefndin í Norður-Þingeyjar- sýslu hafi á síðasta aðalfundi sínum sam- þykt með 4 atkvæðum gegn 2 svohljóð- andi heimild til lántöku fyrir hreppsnefnd Presthólahrepps: ♦ Sýslunefndin heimilar hreppsnefnd Presthólahrepps að taka alt að 2000 kr. lán til þess að taka þátt í uppgjöf skulda nokkurra fátækra manna við Kaupfélag Norður-Þingeyinga að Vr gegn því að kaupfélagið og deildirnar felli niður % skuldanna., en að þér hafið samkvæmt rétti þejm sem 81. gr. sveitarstjórnarlaga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.