Dagur - 23.07.1925, Blaðsíða 2

Dagur - 23.07.1925, Blaðsíða 2
118 DAOUR 30 tbl. Dánardægur. Hjörfur Guðmundsson. Hann andaðist af völdum krabba- mdns á föstudagsnóttina í fyrri viku, 73 ára. Hjörtur var verkamaður og átti heimiii að Norðurgötu 17 hér i bænum. Hann Iætur eftir sig ekkju og uppkomin börn. Hjörtur var greindur maður og fróðleiksfús og Ias miklu meira, en gerist um alþýðumenn. Hann var óhlutdeilinn og prúður i allri fram- komu, grandvar i dagfari og vinsæll en pó fastur í skoðunum og engin höfðingjasleikja. Hann var áhuga- samur um landsmál og skipaði sér jafnan framarlega í fylkingar. Hann var haröger og ósérhlifinn. Gekk hann að verki sínu iengur en vænta mátti og hafði fótavist sfðasta dag Ufs sfns.—Hjörtur var jafnan fátækur og lá ekki á liöi sínu. Munu þær stundir hafa verið fáar að honum slippi úr hendi hvorttveggja verk og bók. Hjörtur var enginn yfirlætis- maður. Hann var einn af hinum hæglátu og nægjusömu mönnum, sem standa trúir og óbrigðulir á varðstöðvum skyldunnar. jóhann Helgason. ( fyrra kvöld vildi til það hastar- iega slys, að Jóhann bóndi Helgason á Laugalandi í Eyjafirði druknaði i Þverá hinni ytri. Hann kom ásamt verkafófki sinu frá heyverkun ofan af Garðsárdal. Var áin riðin á broti, þar sem vanalega er farið yfir hana i slíkum feröum. Nokkur vöxtur var i ánni en þó var hún ekki dýpri á brotinu en i kvið. Brot þetta er alltæpt og hylur norður af. ( ánni féll hestur Jóhanns bónda og kast- aðist á hliðina i strauminn en Jóhann hvarf þegar i iðuna og lík hans ekki fundist þegar þetta er skrifað. Óvenju- legir hroðavextir hafa verið i öllum ám á þessu vori og grjótflug i þverám. Eru það getur manna að framan f brún brotsins, sem þarna var riðið, hafi i vöxtum safnast lausagrjót, sem hafi siðan, er á reyndi skriðnað undan fótum hests- ins og valdið slysinu. Jóhann var merkisbóndi. Hann var frábær'ega duglegur maður enda með efnuðustu bændum f Eyjafirði. Hann var bæglátur og enginn áburð- armaður en fastur fyrir og svo orð- heill maður og orðheidinn, að jafngóð þóttu loforö hans sem efndir væru. Jóhann var nokkuð við aldur, en er þó of snémma horfinn frá dagsverki sfnu. Er eftirsjá að slikum bústólpum, og slíkum félagsbræörum, sem hann var. Skip og pósfar tll jafolengdar næstu viku eiga að koma og fara þessir: Póstbáturinn á að fara á föstu dagsmorguninn. Auslanpðstur kemur á laugardaginn. Island kemur frá Reykja- vfk á sunnudaginn með viðkomu á Siglufirði og fer sama dag sömu leið til baka. JVIinnisblöð. E r f ö ! r. 12. Lff þessarar kynslóðar er einn dagur f sefi þjóðarinnar. Sá dagur verður þungur starfsdagur fram á kvöld. Áður óhreyfð verkefni kalla á athygli okkar og orku. V.ð getum ekki staðið kyrrir. Straumur hinna mikla umbyltinga hrffur okkur fram á leið. Á fjórum áratugum hefir land okkar og þjóðlff tekið meiri breytingum en á io öldum áður. Hér er að skapast nýtt land og að nokkru leyti ný þjóð. Á þessari öld hefir vérið og verður gert mikið af mannvirkjum og á rúst- um aldanna verður bygt til fr&mbúðar. Það verður okkar hlutverk og nsestu kynslóða að reisa landið úr rústum, græða tún og akóga, byggja brýr og vegi. 13. Á ströndum íslands erað skap- ast r.ý þjóð með nýjan hugsunarhátt og ný markmið. Áður ónotaðir hæfi- leikar okkar eru knúðir þar til starfa. Þar eru hlustirnar iagðar við æðaslög heimsmenningarinnar. Þar er háttum annara þjóða tekið opnum örmum. Þegar menn nálgast stórborgir erlendís heyra þeir þungan, óslitinn dyn. Það er dynur frá umferð og stritandi vél- nm, það er starfsktiður borganna. Þvílíkur kliður berst nú utan úr heimi, inn yfir strendur íslands og jafnvel inn til dala. Þjóðin er hrifin úr far- vegum daglegra h&tta um hugsun og starf. Hún er knúin til að setja sér ný og stærri markmið um verk og framkvæmdir. Nú er unnið og fram- leitt f heiminum meira en nokkru sinni áðnr. Þjóðirnar leita sér full- nægju f auðæfum og efnislegum verð- mætum. Efnishyggjan er nærtum þvf einvöld. Við hrffnmst með. Við fáum ekki spyrnt á móti broddunum og við teljum okkur ekki vera nauðsyn á þvr, að spyrna á móti broddunum. 14 Við stöndum á vegamótum, þar sem gerbreytingar eru að verða f öllu okkar þjóðiffi. í stórum dráttum skoð- aðar virðast þær breytingar verða með þeim hætti, að sveitunum sé að blæða út, að erfðavenjur okkar séu að farast i umróti nýbreytinga og að grundvöllur þjóðmenningar okkar sé að raskast. 15. Það er ekkert furðulegt, þó þjóðlff okkar taki breytingum. En á því er hætta, er það tekur bvo snögg- um breytingnm, að þjóðmenning okkar slitni upp með rótum úr þeim jarðvegi, þar sem hún hefir þróast um aldir. Og þó þjóðmenningu okkar sé f mörgu áfátt, er hún árangur af tilraunum þjóðarinnar um meira en t(u aldir. í sKkri þjóðlffsbyltingu er nokkur hætta á þvf, að þráður fslenzkrar hugsunar slitni og að einkunnir fslenzkrar skap- gerðar þurkist út. 16. ísleczk hugsun og fslenzk skap gerð er, eins og áður var tekið fram okkar megin erfð, okkar þjóðlega erfð, Verkin, sem hið ytra Kggja eftir þjóð- ina eru lftils verð. Allur okkar þjóðar- auður frá fyrri öldum liggur í bók- mentum okkar, hugsunum okkar og skapgerð Það er þvf að minsta kosti rökrétt að álykta svo, að þi verði þverbrestur f okkar þjóðmenningarlegu viðleitni ef við í umróti gerbreytinga- tfma glötum þessari okkar innri erfð. Þvf að svo er iitið á af siðfræðingum og frömuðum andlegra efna, að árang- urinn af viðleitni mðnnanna sé ekki fólginn f hinum ytri og hverfulu hlut- um heldur fremur f innri þróun, i vitsmunum og skapgerð einstakra manna og þjóða.. 17. Börn íslendinga hafa frábygðar á landinu alist npp, þar sem landið var að gróa, að sumu leyti við rækt- un jarðar og dýra. Jafnvel þó hinum lægri lffsmyndum hafi verið fórnað til viðhalds mannlffinu hefir hið nána samband við dauða og lifandi náttúru átt verulegan þátt f að þroska til- finningalff og gáfur þjóðarinnar. 18. Á ströndum íslandserað skap ast ný þjóðmenning, sem er mótuð og knúin fram af erlendum áhrifum, sem hefir söfnun auðæfa að böfuð- markmiði, sem er bygð á veiðilffi, á ránsferðum út á miðin og á stórfeng- legri vinnubrögðum f mannvirkjagerð og iðnaði. Það væri óvit að ætla sér að stöðva þessa hreyfingu, kefja þessa viðleitni. Hún hlýtur að ganga fram. Það, sem nú skiítir verulegu máli, er að við fáum hamlað þvf að sveitunum blæði út, að við getum enn um nokk- urt skeið komið f veg fyrir, að þunga- miðja þjóðlffsins færist úr sveitnnum, að við fáum enn um stund varðveitt okkar innri erfð, sem hin aldagamla fslenzka sveitamenning hefir látið eftir sig. 19 Ef sú kenning siðfræðinganua er rétt, að allur árangur mannlegrar viðieitni sé fólginn f innri þróun vits- muna og skspgerðar, þá er réttmætt að spyrja hinnar fornu spurningar og heimfæra hana til þessarar þjóðar: Að hvaða gagni kæmi það henni þótt hún eignaðist allan heiminn ef hún liði tjón á sálu sinni? 20. Og að lokum þetta: Höfum hugfasta þá skyldu, sem á okkur hvflir um að varðveita og skila til næstu kynslóða fslenzkri þjóðarerfð. Af þvf, sem eg hefi sagt hér að framan, verður ykkur ijóst, að eg tel vfgi fslenzkrar þjóðmenningar þurfa að standa f sveitum landsins. Að við þurfum að finna ráð gegn þvf, að sveitunum blæði út. Að ræktun og gróðurlff í landinu má aldrei verða minna metið en veiðilíf og ránsferðir á útmiðin. Að það er skylda okkar við fortfð og framtfð að skila fslenzk- um aifi eins og hann hefir skapast f gegnum aldirnar og þó að vfsu bættum Að okkur ber með aukinni ræktun, auknu landnámi, byggingu mentasetra 1 sveitum og öfiugri félagsmenningu að reisa og tréysta svo að sterk verði fslenzk menningarvfgi. Sfldveiðin er að sögn mjög treg enn sem komið er enda fyritu vonir. Mörg hundruð eða jafnvel þúsundir manna bfða nú auðum höndum f veiði- stöðvunum og bfðá sfldarinnar. F r é t f i r. Heilsuhœlissfaðurinn. Guðmundur Björnson landlæknir, Guðjón Samúels- son, húsameistari rfkisins og Geir Zöega, landsverkfræðingur, hafa und- anfarna daga verið að leita eftir stað fyrir heilsuhælið faér í Eyjafirði. Land- læknirinn hefir sýnt mikinn áhuga og dugnað f þessari leit og hefir hann akoðað þessa staði: Rcykhús, Kristnes, Hráfnagil, Brúnhús, Munka-Þverá, Hraungerði, Finnastaði, Möðrufeil, Espihól, Kjarna, Hamra, Rangárvelli og Möðruvelii f Hörgírdal Sfðan hafa þeir húsameistarinn, landsverkfræðing- urinn og Árni Pilsson verkfræðingur skoðað nánar þá staði, sem að dómi iand'æknisins og heilsuhælisnefndar- innar koma, af auðséðum ástæðum, fyrst til greina. Hefir sú rannsókn einkum verið gerð á Kristnesi og Hrafnagili. Eru nú horfur í, að f Krist- nesi verði unt að sameina notkun tveggja lauga og að meira en nægi- leg raforka fáist úr Grfsará og Reyká sameinuðum, þvf að aðstaða til virkj- unar er talin einkar hentug. Verði af öðrum istæðum unt að sameina þessa kosti fær stofnunin lýsingu, herbergja- hitun, suðu og gufuframieiðslu, — alt með inniendri or.ku og þarf ekki kolá- blað. Yiði sllkt einsdæmi hér á landi og þó víðar væri leitað. í gær sam- þykti stjórn og framkvæmdastjórn Heilsuhælisfélagsins að láta reisa hæl- ið f Kristnesi, ef það kæmi f ljós við rannsókn á húsgrunninum að þar reynd- ist byggilegt kostnaðar vegna. Verður nánar greint fri þessu m&li f næsta b’aði. Stúdenfasöngurinn. Eins og áður var gert ráð fyrir hér f blaðinu kom löngflokkur dönsku stúdentanna með Goðafossi á föstudagskvöldið var. Var þeim fagnað vel af bæjarbúum. Stú- dentafélag bæjarins sá um móttökuna. Stóðmaður viðmanu á hafnarbryggjunni og þar var kominn fiokkur góðra raddmanna undir stjórn séra Geirs Sæmundssonar, Þegar Goðafoss rendi að landi sungu stúdentarnir lagið >Sjung om Studentens lykkeliga Dir«, en flokkurinn á biyggjunni tók undir með laginu >Brösandi land.« Þegar skipíð var landfast sungu stúdentarnir >Ó guð vors lands«, en flokkurinn í bryggjunni söng >Der er et yndigt L*nd.« Mun mönnum hafa þótt meira kveða að röddum í hinum litla fsleczka flokk og meðferðin eftir fremstu von- um. Enda voru þar samankomnir úrvals raddmenn eins og Sigurður Skagfeldt, séra Geir, Ingimundur Árnason, Steffen- sen læknir, Aage Schiöth, Sigurður O. Björnsson. Er óhætt að telja að söng- urinn hafi verið bænum til sóma og að með honum hafi verið vel fagnað gestunum. Slðan hófst samsöngurinn i Samkomuhúsi bæjirins Var troðfult hús og uiðu margir frá að hverfa. Stóð fólk f þéttum hóp á götunni úti fyrir húsinu. Söngur stúdentanna var ekki ýkja stórfenglegur og mnnu sumir hafa gert sér vonir um hann voldugri, en hann var áferðarfagur og prýðiiega æfður. Var það lærdóms- rikt fyrir bæjarbúá að heyra tii söng- flokks, sem var ótvíræðlega samæfður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.