Dagur - 18.02.1926, Side 1
DAGUR
kemnr úf ál hverjum' flmtn-
degl. Kostar kr. 6.00 irg.
Ojalddagi fyrlr 1. júli. Inn-
heimtuna annast, Árnl
Jóhannsson i Kaupfél. Eyf.
Af g r e i ðs la n
er hjá |ónl P. S>6r,
Norðurgötu 3. Talsími 112
Uppsögn, bundin við áramót
sé komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
IX, ár.
Akureyri, 18. febrúar 1D26.
Hjartans jþakkir vottum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð
og hjálpsemi við andlát og jarðatför Quðrúnðr Oddsdóttur i Glæsi-
bæ og heiðruðu útför hennar með návist sinni og minningargjöfum.
Eiginmaður og börn.
Síldveiðii).
II.
Síldarútgerðin er um það ólík öðr-
um atvinnuvegum þjóðarinnar, að hún
er á allar lundir hið megnasta áhœttu-
spil. Verður það ljóst al eftirfarandi
atriðum:
1. Veiðin er stopul og óvís. Hún
byggist á vissri göngu síldarinnar, sem
viröist vera all-reglubundin, en getur
þó skeikað meira eða minna. Verða
oft áraskiíti að göngunni svo að upp-
gripin verða í öfugu hlutfalli við eftir-
sóknina. Mikil síldarganga lokkar nýja
og nýja áhættuspilara, til þess að senda
út á miðin næst. Getur því háttað svo
til, að meginhluti veiðiflotans elti von-
ina eina saman aftur og fram um mið-
in mestanhluta veiðitímans, meðanfjöldi
fólks bíður iðjulaust í landi eftir því,
að geta gert aflanum til, góða. Svo
stopul virðist síldargangan vera, að
henni er naumlega treystandi og virð-
ist jafnvel að svo kunni að fara fyrr
eða seinna, að veiði bregðist með öllu.
Þegar vel gengur geta uppgripin
orðið mikil. Atvinnuvegurinn er því
mjög lokkandi fyrir þá, sem ekki skirr-
ast við að setja alt sitt í hættu í von
um fljóttekin gróða. Ásóknin verður
því mikil og troðningur á miðunum,
svo að oft er því líkast sem Egill
Skallagrímsson hugsaði sér að verða
myndi á Þingvöllum, er hann hugðist
að dreifa silfri sínu um völluna. Pað
mun ósjaldan henda, að nálega verða
áflog um síldartorfurnar.
2. Síldarmarkaðurinn er of takmark-
aður og herjaður af erlendum keppi-
nautum. Eftirspurnin verður því engin
langtímum saman og verðið ákaflega
kvikult. Verzlunin með þessa vöru er,
þegar út kemur, öll í höndum útlend-
inga, sem með samtökum eða gróða-
brögðum hafa verðsveiflurnar í hendi
sér og leitast við að sitja uppi með
allan hagnaðinn af atvinnuveginum.
3. íslendingar sjálfir hafa frá upp-
hafi litið a atvinnuveginn eins og á-
hættuspil (hazard) og hagað sér sam-
kvæmt því. Peir hafa verið innbyrðis
ósamtaka bæði um veiði og sölu og
hefir þar ráðið óheft hin marglofaða,
frjálsa samkepni. Peir hafa verið ó-
samþykkir og ósammála um viðreisn-
arráð atvinnuveginum til handa. Þeir
hafa jafnan leitað að orsökum ófarn-
aðar síns utan við þeirra eigin aðferð-
ir í rekstri atvinnuvegarins. Pað mynidi
víst verða leit eftir dæmi þess, að þeirri
hugsun hafi skotið upp í huga nokk-
urs þessara manna, að hann kynni að
spilla síldarmarkaðinuin og skaða aðra
síldarútvegsmenn stórlega með braski
sínu og undirboðum. Par heíir ráðið
sú aðferð að krafsa og hrifsa til sín
það sem klófest yrði af árangri þessa
atvinnuvegar.
III.
Pað mætti búa til vel frambærilega
gátu, sem hljóðaði á þessa leið:
»Hvaða atvinnurekstur er það, sem
verður því hættulegri fyrir efnahag at-
vinnurekendanna, sem hann gengur
betur?!« Ráðningin yrði: »Hin ís-
lenzka síldveiði«.
Þessu er bókstaflega þannig háttað.
Veiðin sjálf getur orðið svo mikil að
þeir, sem reka hana, fari alveg á höf-
uðið! Er það orsakað af hinum al-
kunna hætti viðskiftalífsins að því meira
sem er framboð einhverrar vöru, því
lægra er verðið. Mikilli síldveiði fylgja
þau líkindi, að mikið verði boðið
fram á markaðinn. Verður þá eftir-
spurnin minni, einkum ef markaðurinn
er þröngur og verðið þar af leiðandi
lágt og ekki í viðunanlegu hlutfalli
við tilkostnað. Þar á ofan bætist síð-
an samkepni seljendanna um að koma
vöru sinni á framfæri og firra sig tapi.
Slík kapphlaup auka framboðið og
verða til þess að fella verðið miklu
meira en þyrfti að vera.
A engri vöru hérlendri, og þó víð-
ar væri leitað, eru jafnsnöggar og stór-
stígar verðbreytiegar eins og á íslenzkri
sild, Verðið hoppar upp og ofan dag-
lega eftir því sem horfir um veiði og
eftir því sem spilin falla og velta í
höndum þeirra áhættubraskara, sera
spila með framleiðsluna og velta ten-
ingum um örlög sín og þeirra, er
stunda veiðina. Verðið getur því verið
á ýmsum stigum og hefir verið alt
frá 100 kr. strokkurinn og ofan í 0
og jafnvel langt ofan fyrir ekki neitt.
IV.
Reynsla síldarútvegsmanna hefir frá
upphafi verið mörkuð þessum dapur-
legu sannindum. Pó tók út yfir á
kaupbrasks og verðbyltingaárunum í
lok styrjaldarinnar og þar á eftir. Árið
1919 fór síldin í þvílíkt geip að furðu
gegndi. Verðið steig ört og útgerðar-
menn og síldarkaupmenn biðu og biðu
frekari verðhækkunar. Loks var verðið
komið í nær 100 kr. strokkuriun. Þá
var sem það væri þegjandi sarakomu-
lag síldareigendanna, að selja ekki fyrr
en verðið stigi upp í 100 kn En þá
gerðust þau tíðindi, að markaður bilaði
alt í einu. Braskararnir spentu bogann
unz hann brast. Og um leið og síld-
in tók að falla varð framboðið æðis-
gengið og orkaði það enn meira og
bráðara verðfalli. Allir vildu selja en
enginn þorði að kaupa á fallandi
markaði, nálega viss um, að verð
keyptrar vöru myndi verða lægra næsta
dag. Urslitin urðu þau að mjög mikið
af síldinni varð gersamlega verðlaust
og var sumt af henni flutt aftur út í
hafið eftir 2 — 3 ára dvöl á landi. Og
útgerðarmenn töpuðu gífurlega.
Næsta ár hugðust þeir að brúka
betri vara um söluna. Keptu þeir þá
frá upphafi hver við annan. Varð því
framboðið svo ört, að síldin mun ekki
hafa náð eðlilegu verði. Varð því ár-
ið óhagstætt útveginum.
Síðan hafa árin verið nokkuð mis-
jöfn, en það síðasta lakast. Árið 1924
var veiði rýr en verðið hátt. Mun það
verð hafa átt þátt í því að auka sókn-
ina á miðin. Er óhætt að telja, að
síldveiðiflotinn hafi síðastl. ár verið
stærri en nokkru sinni áður. Útkoma
ársins varð sú, að veiðin varð of litil
í hlutfalli við hinn mikla flota, en þó
o/ mikil á hinn takmarkaða markað.
Verðið var hátt í byrjun veiðitímans,
en féll brátt og hefir lengi verið ó-
viðunanlega lágt. Síðasta ár hefir því
enn hallað á ógæfuhlið fyrir útvegin-
um svo að hann liggur nú mjög lam-
aður af áföllum og skuldum.
Allur vandi þessa máls, er fólginn
í því furðulega fyrirbrigði að of litill
afli verður þó of mikill. Verður í
næstu köflum leitast við að rekja það
til rótar.
Dánardægur. Látinn er i Brúna-
stöðum I Skagafirði, Dbrm. Jðhanti
bóndi Pélursson Hann var fjörgamall
er hann lézt; hiun meati merkiamaður.
Þá er og nýlátinn Björn Jðsefsson
verkamaður að Lundargötu 13 hér f
btanum, rúml. sextugur að aldri. Enn
er nýlitinn á Hvoli f Glerárþorpi
Jakob Sigurgeirsson verkamaður. Um
sfðuatu mánaðamót druknaðí f Hafnar-
firði Jón Ouðjónsson frá Siglufirði.
Nýlega er látin Soffía Jónatansdðiiir,
húsfreyja á Keldulandi f Skagafirði.
Sauðkrækingar dæmdir.
Þegar fyrstu fregnir bárust um dóm-
inn í máli því, er ritstjóri Dags höfð-
aði gegn nokkrum Sauðárkróksbúum
gat Dagur þess, að hann myndi geta
dómsins nánar sfðar og birta það, er
máli skifti, af forsendum dómarans,
Boga Brynjólfssonar.
Dómurinn vár upp kveðinn 9. des.
sfðastl. Helztu niðurstöður hans eru
þessar: 27 hinna stefndu voru dæmdir
I 30 kr. sekt til rfkissjóð hver þeirra.
Þar á meðal voru sýslumaðurinn, hér-
aðslæknirinn, prófasturinn og skóla-
stjórinn. Allir þessir 27 menn voru
og dæmdir til að greiða ritstjóra Dags
300 kr. málskostnað sameiginlega.
Vegna formgalla á stefnubirtingu var
málinu vfsað frá dómi að þvi er snerti
þessa 6 menn: J. Frank Michelsen,
Pál Friðriksson, Jón Þorsteinsson, Jón
Oddsson, Maríus Pálsson og Ólaf
Briem, Um þessar frávfsanir farast
dómaranum orð á þessa leið:
»Að því er snertir hina stefndu, þá J.
Frank Michelsen og Pál F'riðriksson, sem
ekki hafa mætt né mæta látið í málinu,
hefir, samkvæmt vottorði stefnuvotta,
stetnan ekki verið þeim birt. Verður því,
fyrir þessa sök, að vísa máli þessu frá
gestaréttinum ex officio, að því er
menn þessa snertir. — Samkvæmt birt-
ingarvottorði stefnuvotta hefir stefnan
ekki verið birt löglega fyrir stefndum Jóni
Þorsteinssyni,* sem hvorki er mættur
né hefir mæta látið í málinu. Ber því
einnig ex officio að vísa máli þessu frá
réttinum að því er mann þennan snertir*.
Að þvf er snertir þrjá sfðarnefnda
menn, er málum þeirra vfsað frá af
þeim orsökum, að þeir hafi ekki notið
lögákveðins stefnufrests. Munu hafa
skort á fullan stefnufrest örfáar mfn-
útur. Var sá dráttur orsakaður af til-
raun Sigurgeirs Danfelssonar að draga
stefnubirtingu og eyða málinu á þeim
grundvelli að hann taldi sér ekki skylt
að vinna starfið fyr en hann hafði
aurana fýrir röltið milli gómanna.
Þremur sfðastnefndum mönnum voru
* Hér er dómsorð fyrir því, að hinn »al-
saklausi* Sigurgeir stefnuvottur Daníels-
son hefir ekki gert skyldu sína lögum
samkvæmt, Ritstj,