Dagur - 18.02.1926, Qupperneq 3
7. kbl.
DAOUR
20
Baugabrot.
Sigríðui* (dáin 1922).
Tíðargæði leika í lyndi,
Leyning dýpsta læmdur snær.
Hlákudís á háum tindi
Hðrpu gullna þýðan slær.
Glæðir, breiðir auðnu og yndi
Ómur slíkur, hugum kær,
Ætla eg þó um allsárt bindi
Æðimargur, fjær og nær.
Er nú bylsins afltaug slöknuð,
Ofsann þreytir logn og hik
Hefir Góa gæða klöknuð,
Gjört í vetrarreikning strik.
»Mun að fullu vordís vöknuð«
Voniri mælir þýð og kvik.
Birtir kringum sorg og söknuð
Svona fögur augnablik.
Enn er háð í Austurvegi
Alla daga hörkustríð.
Grimdin blind á láði og legi
Líkn og mannást ristir níð.
Sárar kvalir, tár og tregi
Tryllir, bugar, æsir lýð.
Því er valt þó vonin segi
Vetrar lokið spiltri tíð.
Stynur moldin mettuð dreyra.
Myrk sig hnappa reiði-ský.
Prátt fyrir veður grárra geira
Greinist vonar rödd á ný.
Hennar þykja orð í eyra
Ofurgóð og mild og hlý.
»Mælir eins og hver vill heyra«
Hún er stundum löstuð því.
Hún ’in dýrsta góðra gjafa
Guði sönnum komin frá.
Merkust allra máttar stafa
Mannsins heill er byggist á.
Móður, föður, ömmu, afa
Öllum stóð og vakti ’ún hjá.
Væri án hennar vöggu og grafa,
Varla nokkurn mun að sjá.
Stöðugt er að fjara og flæða
Fjörðu þrönga og víðan sjá.
Þannig harmsins þétta slæða
Þokast að og lyftist frá.
Sífelt verið að særa og græða,
Svæfa óskir, vekja þrá.
Munu ei lengst af benjar blæða
Bæði jörð og himni á.
Menn eru æ að missa og græða,
Moka í nokkra, hina að flá.
Einstig tæp og tvísýn þræða,
Til þess æðri stöðu að ná.
Sig til lítils lýja og mæða,
Leysa á víxl og fjötrum þjá.
Mikinn leggur mökk til hæða
Mold og ösku jarðar frá.
Hvað er mætast: Lönd og lóðir?
Lén og metorð? Gull og stál?
* Kvæði það, sem hér fer á eftir, er orkt
við fráfall gamallar konu, Sigríðar að
nafni Pétursdóttur. Hún var fædd og
uppalin á Tjörnesi. Giftist hún þar ung
en misti mann sinn í sjóinn. Dvaldi
hún lengst æfi sinnar í Ut-Kinn (Köldu-
kinn); bjó t. d. á öllum þrem Víknabæjun-
um. Síðustu ár æfinnar dvaldist hún hjá
syni sínum á Syðri-Leikskálum og and-
aðist þar í marz öndverðum 1922. —
Skáldinu verður í kvæðinu víðreikað
utanlands og innan. Tíðarfar var hið
Ijúfasta í marz en í apríl gerði skaða-
veður. Þá fórst Talismann. Um þessar
mundir var ófriðvænlegt úti í löndum
og bárust þjóðir á í stórdeilum og róst-
um. Þetta skal tekið fram til skýringar
kvæðinu.
Ritstj.
Glæsimenska? Gildir sjóðir?
Glaðar veigar? Banaskál?
—• Góða kona, milda móðir,
Mjúka, hlýja, trúa sál,
Ykkar langmest þarfnast þjóðir,
það er ekkert vafamál.
Til þess börn á brjósti fæða
Brekaminni en gerast nú,
Til að leggja fyrstu fræða,
Fastan grundvöll, trúrri en nú,
Til þess alla góða glæða,
Gneista í sálum, meir’ en nú,
Til að lyfta heim til hœða,
Hreinni og betri en þessum nú.
*
Ef oss verður um ættlandsslóðir
Auðnuleiðin myrk og hál.
Hverfi allir urðarsjóðir,
Eins og dropi í Skuldarbál.
Ef vér köstum heimsku hljóðir
Hinsta eyri í glys og prjál,
F*ú hefir kviksett kona, móðir,
Köllun þína og hjartansmál.
Hvar sem telst af hólmi renna
Helgrar skyldu lítilsvert,
Eða særa, svíða, brenna
Sérhvern ræktar gróðnr snert.
Ef að látið er inn í fenna
Æskuskjólin, leynt og bert,
Hefir þar ein úr hópi kvenna
heilögu nafni fyrirgert.
Sit eg ennþá undir minnar
Æsku fjalli, og dreg til stafs.
Lít eg Hágöng Köldukinnar
hvessa brúnir út til hafs.
Saman trausta þræði þrinnar,
þýðu, hörku og ofurkapps.
Systrabygðin, sveitin, innar
Svip og gerfi á meir’ til jafns.
Oft mun kalt þar ytra á vorin:
Ylur skyldi í hjarta manns.
Þung og örðug þreytusporin:
Þolgóð vera raunin hans.
Þangað fátíð fregn mun borin:
Frjósöm innri vitund hans.
Lítiiþæg, ef skamtur skorinn
Skemtilýsnum veitist hans.
Vakir þungur, þögull tregi,
Þrátt við landsins yztu naust.
Lætur hátt á dauðans degi
Djúpsins kvein og fjallsins raust
Byljir geisa á láði og legi:
Lundin þyrfti jöfn og traust.
Tjón og háski á tæpum vegi:
Traust á drottni efalaust.
Þarna léztu langa æfi
Ljós þitt fáum skína, snót.
Glatt og stilt, þótt garð af sævi
Gerði landsins roki mót.
Segði menn að gull þar græfi
Gálaus öld, og træði und fót.
Teldi eg held’r að guð þar gæfi
Gæða skörðum hlutarbót.
Þín in hlýju hjartagæðin
Harkan fékk ei bugað ströng.
Þín ei uppgafst þolinmæðin,
Þó að tíðin gerðist löng.
Atti, ef brast á bókleg fræðin,
Brjóstvit þitt sín ærnu föng.
Lægðin dýpsta og hæzta hæðin
Heillað geta ræðu og söng.
Þér var hlíft af hollum vættum
Hér við landsins öndvert naust
Heyrðir klið af æðri ættum
Ofar jarðar gjalfurs raust
Þótt sig stormur steytti í gættum
Stilling þín var föst og traust
Trúðir á, í háska og hættum,
Hjálpráð drottins endalaust.
Aldrei götur tæpar tróðstu,
Til þess eins að gnæfa hátt.
Eigin lofköst aldrei hlóðstu
Annara reifst ei heldur í smátt
Seyrinn veit eg aldrei óðstu
Elg, er skaðar sjálfan þrátt
En við skyldustörfin stóðstu
Stilt og róleg fram á nátt.
Fár mun orka fossinn stikla,
Fer þó veg sinn, eitis og þú.
Sæi þeir í hafsbrún hnykla
Hræddust ýmsir meira en þú,
Engar báru aukalykla
Oflátskvenna, síður en þú.
Fáar lögðu í mökkinn mikla
Minni skerf og hlut en þú.
Geymdir þú á efri árum
Æsku varma í gljúpri lund.
Grænni torfu, bláum bárum,
Báðum galtstu skattinn, sprund
Engan léztu særðan sárum,
Sviðann drógstu úr margri und.
Hefir fráleitt fjölgað tárum
Fyr en nú, á banastund.
Hæfir vart að hér menn nefni
Harmasverðið þungt og beitt.
Sá þó heim úr stríði stefni
Stundarhlé, er fékk sér veitt.
Enda frekar fagnaðsefni,
— Fyrir sjálfan þetta eitt.
Er við hinsta sofnum svefni
Södd á lífi, vöku-þreytt. — —
— — Vart má skynja hugur hnýsinn
Huldra valda teningskast
Vantar Iöngum leiðarvísinn.
Ljós, er þoli élið hvast.
Vélað hefir vonardísin:
Vetrarríkið stendur fast,
Leggur þykt á elfur ísinn
Aftur fyrir þann, sem brast.
Ein er fallin af þeim stoðum
Auðnu manna er þörfust var
En þú synjar griða gnoðum
Græðis þunga heiftar-svar.
Sveipast köldum hvítavoðum
Kinnar Hágöng niður í mar
Lætur hátt í heljarboðum
Hafsins tryltu, norður þar.
Stirnar fold er fyr var klöknuð
Flótta vorsins bylur rak
Þyngir manni sorg og söknuð
Sigur hans og vopnabrak
Þér eru bönd af þeli röknuð
Þegar jörðu sást á bak
Munt til æsku endurvöknuð
Eftir dauðans handartak.
Fennir senn í fornar slóðir,
Fyllir tæmda hlíðar skál.
Fyrnast minjar, fölskvast glóðir
Fersk í staðinn, spor og bál.
Góða kona, milda móðir,
Mjúk’, hlýja, trúa sál
Þér við flytjum, hyggjuhljóðir
Hjartans klökka þakkar mál.
Indriði á Fjalli.
HeiUufar- Mislingarnir hafa tali-
vert færst i aukana. Ginga þeir örar
yfir og leggjait þyngra á Manu vera
dánir 5 manna úr þeim og afielðing-
um þeirra hér i bænum og grendinni.
Barnaveiki hefir gert töluvert vart við
sig í Rvlk en er mjög væg. Kvefsðtt
gengur á Suðurlandi avo að orð er á
gert, Hér nyrðra ganga og fieiri kvill-
ar, t. d. rauðlr hundat og hálsbðlga.
I ^Gróðrarstöðinni
á Akureyri fást ágætar gutrófur á
kr. 0 20 kg., ef tekin eru 25 kg. eða
meira Sömuleiðis fleiri tegundir af
útsæðiskartöflum á kr. 35 00—5000
tunnan.
B æ Ku r
um guðspekileg efni geta menn
fengið að láni i Brekkugötu 30 hjá
Jónasi Þór.
v
A víðavangi.
Frá bæjarstjórn. Á fundi bæjarstjórnar
í fyrrakvöld hreyfði einn bæjarfulltrúi því
hvort fjárhagsnefnd hefði ekki tekið til
athugunar tillögu, sem hefði komið fram
í blaði hér í bænum frá Böðvari Bjarkan
lögmanni um að veita einum borgara
bæjarins ellistyrk í heiðursskyni fyrir
mikil og nytsamleg störf í þágu borgara-
félagsins í bænum. Við umræður upplýstist,
að maðurinn væri orðinn mikið veikur.
Sá þá bæjarstjórnin ekki ástæðu til að
sýna honum neinn heiður t Sem viðbótar-
upplýsingu vill blaðið láta þess getið, að
ráðskona mannsins, sem er ellihrum og
blind, liggur einnig veik og fleiri eru
veikir í húsinu. Munu þær upplýsingar
geta aukið á samvizkurósemi bæjarstjórnar-
innar yfir því, að hafa verið ekki að heiöra
slíkar ástæður.
Fréttir.
Frá Alþingi. Mörg mál hafa verið
til fyntu umræðu og verið viiað um-
ræðulftið til nefcda og annarar umr.
Sýslunefnd Árnessýslu hefir ikorað á
þingið að befja byggingu héraðsskóla
á næsta sumri. — Míklar umræður
urðu um frv um útsvör þegar við
fyritu umr. og munu skoðanir um það
mjög ikiftar. Var þvi víiað til alls-
herjarnefndar. Jón Batdvinsson flytur
frv. um að skifta Gallbringu og Kjós-
araýslu f 2 kjördæmi þannig að Hafn-
arfjörður verði sérstakt kjördœmi. Var
því vfsað til allsherjarnefndar. — Alli-
herjarnefnd leggur til að samþykt verði
frumv. um hoppdrœtti. sem á að stemma
stigu fyrir sölu erlendra happdrættii-
miða bér á landi. Jak. Möller flytur
samskonar frumv. og ( fyrra um
lokun sölubúða Lagt hefir verið fram
frumv. til jjáraukalaga Eru útgjöld
þar ætluð 196.581 kr. þaraf íooookr.
til að standait kostnað lækninga þeirra,
sem lamast hafa af mænusótt, 7000
kr. til aðgerða á sóttvarnarhúii f
Rvfk, 9600 kr. tii miðstöðvartækja á
Hólum. Kr. 11079 78 til aðgerða á
Gagnfræðaskólanum á Akureyri, kr.
13511387 til aðgerða á Safnahúsinu,
kr. 33789,55 viðbót við Búnaðarfélags-
siyrk, kr. 36000 til sjóvarnargSrðs á
Síglufirðf. — Jónas Jónsson leggur
fram þlngsályktunartillögu um að skora
á stjórnina að leggja fyrir næsta þing
frumvarp til laga um aldurstrygglngar.
Þeisar fréttir frá þinginu hefir blaðið
fengið frá Fréttastofunni. En sfmaslit
valda þvf að ekki geta ftarlegri og
samfeldari fréttir orðið flattar að þesso
sinni.