Dagur - 25.03.1926, Blaðsíða 1

Dagur - 25.03.1926, Blaðsíða 1
DAGUR kemnr úf ð bverjnm flmtn- deg:t. KoBtar kr. G.00 írg. Ojalddagi fyrlr 1. júlí. (nn- helmtuna annast, Árnl jóbannsson í Kaupfél. Eyf. Af g r e i ðs la n er hjá Jðnl p. Þ6r, Norðurgðtu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við áramót sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. IX. ár. J Akureyri, 25. marz 1026, | 13. blaðt Heilsuhœli jMorðurlands. Aðaifundur. Aðalfundur Heiisuhælisféiags Norð- urlands var haldinn i Samkomuhús inu hér i bænum 14. þ. m. Vara- formaður félagsins, Steingrímur Jóns- son bæjarfógeti stjórnaði fundinum. Gerði hann fyrst itarlega grein fyrir störfum félagsins á umhðnu ári. Síð- an voru lagðir fram reikningar fé- lagsins og skýrði gjaldkerinn Böðvar Bjarkan lögmaður frá fjársöfnun og innheimtu. Stjórn og framkvæmda- stjórn var endurkosin nema Svein- björn Jónsson, sem hafði sagt af sér nefndarstörfum á starfsárinu og er fluttur úr bænum. í hans stað var kosinn í nefndina Jón Guðlaugsson bæjargjaldkeri en varamaður i stað Jóns Guðlaugssonar var kjörinn Ingimar Eydal bæjarfulltrúi. Á fundínum var tekin ákvörðun um að birta nöfn allra þeirra, er lagt hafa fé i heiisuhælissjóðinn síð- an fjársöfnun hófst við stofnun fé- lagsins. Kom mönnum ásamt um, að á engan annan hátt væri þeim, er fé hafa lagt fram, unt að hafa eftirlit með þvi, að féð hafi alt komið til skila. En að fjársöfnun- inni hafa margir starfað og féð komið eftir mörgum leiðum inn f sjóðinn. í fundarlok var borin fram og samþykt tillaga þess efnis, að fund- urinn skoraði á stjórn Heilsuhælis- félagsins að gera alt, sem f bennar valdi stæði, til þess aö fá hrundiö fram málinu svo fljótt, sem verða mætti. Og að loknum fundi sendi stjórn félagsins símleiðis ákveðnar áskoranir til fjárveitinganefndar um að veita fé f fjárlögunum til móts við framlög Norölendinga. Fjársöfnunin. Siðan fjársöfnun var hafin við stofnun féiagsins 22. febr. siðastlið- ið ár og fram á þennan dag hefir verið unnið með stöðugri þrautseigju að málinu. Munu vera fá dæmi þess á landi hér, að svo röggsamlega hafi verið unnið að söfnun fjár eða svo stórmannlega og alment vikist undir þörf stórra mála. Arangurinn er sá, að frá þvl 22. febrúar siðastliðið ár pg tll ársloka hefir sa/nast i sjáölnn i greiddu fé og tryggum loforðum nálœgt 110 þúsundutn króna. Á fjársöfnunarlistunum munu nú vera um 13 hundruð nöfn. Alt fé Heilsuhælissjóðsins safnað að fornu og nýju mun nú nema um 225— 230 þúsundum króna. Meginhluti alls þess fjár, er safn- ast hefir, er kominn ftá Eyfirðing- um og Akureyrarbúum. E(gi að sið- ur hafa undirtektirnar orðið góðar og almennar annarstaðar, einkum f Þingeyjarsýslum. Siðastliöið ár urðu litlar undirtektir i sýslunum vestan Eyjafjarðar. Fjársöfnun stendur nú yfir i Skagafirði. Sýslufundur Skag- firöinga hefir nýlega samþykt að leggja fram af sýslufé 5000 kr. til heilsuhælisbyggingarinnar. Hefir sýslunefndin greitt það mál vel af höndum sér. Fullvlst er um frekari fjárframlög þar f sýslu, þó ekki verði talið hér nema framlag Hólasveina. Fjársöfnun var þannig háttað, að sendir voru samskotalistar ásamt á- varpi og sérstökum bréfum út um allar sýslur norðan lands. Fyrir fjár- söfnun hafa beizt ýmsir menn og konur. Einkum hafa ungmennafé- lögin og kvenfélögin starfað mikið i þágu málsins. Framkvæmdanefnd- in og stjórn félagsins hafa ritað fjöida af einkabréfum, til þess að vekja á- huga einstakra manna. Öllum bæj arstjórnum og sýslunefndum norö- anlands var og skrifað og hafa þær allar vikist vel við málinu. Þá var skrifað til nokkurra hreppa f ná- grend fyrirhugaðs heilsuhælis og hafa tvelr svarað en tveir ekki. Enn var skrifað tii .Berklavarnafélags ís- lands" en svar er ókomið. í Reykja- vík hafa Norölendingar myndaö fé- lagsdeild með landiækni sjálfan f broddi fylkingar. Má gera sér von um riflegan styrk úr þeirri átt, eftir uppiýsingum, sem þegar eru fengn- ar. Enda eru þau loforð talin með f áður nefndri fjárhæð. Hinn glæsilegi árangur þessarar fjársöfnunar er ekki einungis að þakka almennri þáttöku og dugnaði heldur og því, hversu stórmannlega margir hafa gefiö. Skulu talin hér framlög einstakra manna og stofn- ana þau, sem nema 500 kr. eða meiru og sem safnast hafa siðan 22. febr. siöastliðið ár og fram á þenn- an dag. Má vera að um einhverjar fleiri upphæðir sé að ræða, en sem félagsstjórninni er ekki enn kunnugt um; Akureyarkaupstaður kr 10.000 Grundarbúið — 10.000 Jósep á Stórhóli og kona hans (jörðina Hallgilsstaði) — 5 500 Eyjafjarðarsýsla — 5 000 jakob Karlsson og kona hans — 5.000 Siglufjarðarkaupstaður - 5,000 Skagafjarðarsýsla — 5.000 S.-Þingeyjarsýsla — 5 000 Söngfélagið Geysir og Lúðra- sveitin Hekla — 2 672 N.-Þingeyjaisýsla — 2.500 Ingvar Guðjónsson (100 smiðs- dagsverk) — 1.500 Berklavarnafélag Svarfdsela — 1.000 Einar Stefánsson skipherra og kona hans — 1.000 Kaupfélag N.-Þingeyinga — 1.000 Magnús Aðalsteinsson frá Grund — 1.000 Ungmennafél. Saurbæjarhr. — 1.000 Glæsibæjarhreppur — 750 Hólasveinar — 555 Saurbæjarhreppur — 500 Samtals kr. 63.977 Hafa þá safnast alls i stórgjöfum nálega 64 þús. kr. Framkvæmdir. Aður hefir hér i biaðinu veriö jafnhraðan skýrt frá framkvæmdum þeim, er félagiö hefir haft með hönd- um. Þarf þvi ekki að fara um þær mörgum orðum að þessu sinni. Framgröftur á hælisstaðnum er nú langt kóminn. Sömuleiðis er megin- hluti vegarins geröur. Horfur eru á að hvorttveggja verði nokkuð miklu ódýrara, en ráð var fyrir gert. Þó er þess að gæta að meira þarf að gera á hælisgrunninum en að ryðja til. Þar þarf að hlaða upp brekkur og stalla, planta trjám og runnum, setja upp blómgarða, leggja gangstigi og piýða á ýmsan hátt. Nokkrir örðug- leikar eru á þvf að fá nægiiega og góða möl. Hefir verið gerður samn- ingur um akstur malarinnar, eins og áður var skýrt frá. Hefir það verk stöövast vegna umskifta i veðuráttu. Má þó telja, aö undir- búningsframkvæmdum þessum sé þar komið, að vinna viö byggingu hælisins geti hafist á næsta vori, þegar aðrar ástæður leyfa. Málið á þingi, Forgöngumenn málsins hér norð- anlands gerðu sér upphaflega vonir um, aö koma mætti upp viðunandi heilsuhæli fyrir um 300 þús. kr. En er þeir komu til skrafs og ráðagcrða landlæknir og húsameistari rikisins, töldu þeir að viðunandi hæli með rafstöð og öllu tilheyrandi, myndi kosta eigi minna en 500 þús. kr, Hér með tiikynnist vinum og vandamönnum að minn hjartkæri eiginmaður, Frimann Guðmundsson, andaðist aðfararnótt 20. marz. Jarðar- förin er ákveðin miðvikud. 31. s. m. og hefst með húskveðju kl. 11. á heimili hins látna. Efstalandi, 20. marz 1926. ; Margrét Jónsdóttir. Varð þá Ijóst að Norölendingar yrðu að láta fallast þyngra á árar f mál- inu, enda hefir fjársöfnun miðaö langt fram úr upphaflegri áætlun. Undirtektir þingsins urðu eftir at- vikum mjög góðar. Aöalfiutnings- manni málsins, Birni Lfndal þingm. Ak., tókst þó ekki að fá til fylgis við sig fleiri en 3 af sfnum flokks- mönnum. Mátti telja, að það væri gert að fiokksmáli Íhaldsflokksíns að synja Norðlendingum fjárins. Þó náði 75 þús. kr. fjárveiting fram að ganga með vilyrði um 75 þús. kr. á næstu fjárlögum. Mun þingiö hafa talið, að með þeim fjárveitingum væri kröfum og þörfum málsins full- nægt. En nú hefir það komið I Ijós við upplýsingar og ráð trúnaðarmanna rikisins, að viðunandi heilsuhæli geti ekki orðið reist fyrir minna en 500 þús. kr. Norðlendingar telja sig enga sök eiga á þeim staðreyndum. En þeir hafa orðið við þeim á réttan hátt. Þeir hafa aukið átökin og farið dýpra f vasana. Fyrir þvi bafa þeir einnig farið þess á leit við hið háa Alþingi, að það leggi fram fé til hæiisbyggingarinnar til móts við framiög Norðlendinga eöa alt að 250 þús. kr. Á þingmálafundinum siðasta hér i bænum var þingmanni kjördæmis- ins falið, með hverju atkvæði l saln- um, að flytja málið á þingi. Virðist þó að á þvi hafi orðið iftt skiljan- legur dráttur. Hafði hann ekki alt fram til 14. þ. m. hreyft málinu við fjárveitinganefnd. Þó er nú svo kom- ið að fjárveitinganefndin hefir lagt tii, að »önnur< fjárveiting til heiisu- hælisins verði ákveðin 125 þús. f stað 75 þús., sem áður hafði veriö veitt vilyrði fyrir. Mun það koma á daginn, um það að árið er liðið og lokið er fjársöfnunarstarfi Norðlend- inga, að 50 þús. kr. skorta, til þess að rfkið verði hálfdrættingur i mál- inu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.