Dagur - 23.12.1926, Side 3

Dagur - 23.12.1926, Side 3
55. tbl. DAGUR 209 GLEÐILEGr JOL! FARSÆLT NÝTTÁR! SIGrFÚS KLÍASSOX. RAKARI. Verzlunin Eyjafjörður óskar öllum mönnum gleðilegra jóla og góðs nýjárs. Kristján Arnason. E g óska öllum viðskiftavinum minum fjær og nœr GLEÐILEGRA fÓLA og góðs nýjárs. Brynjólfur E. Stefánsson. öreiga, hinir til að koma á alræði harðstjóra. Niðurstöðulausar ádeilur á þingræðið benda til annars hvors. Næst er gerð grein fyrir stafsetningu ritsins, og enn eru í ritinu nokkrir góðir ritdómar eftir Ól. L., Sig. Nordal og Guðm. Bárðarson. Eins og vænta má er ritið alt mjög læsilegt og vafalaust má telja, að frá hendi sumra þessara manna komi góð- ar ritgerðir um ýms efni. En hver verður heildarárangurinn ? Pólitískir andspyrnungar geta aldrei orkað sam- eiginlegu átaki. Andstæðurnar deifa allar eggjar og taka vind úr hverju segli. Langmið verður ekkert. Ritið verður, eins og flest önnur tímarit okkar, safn af meira og minna læsi- legum ritgerðum, sniðlaust og stefnu- laust. Pó ekki bresti fylstu góðgirni, er ekki unt að vænta pólitískra bjarg- ráða úr þessari átt. Embættismenn og skrifstofumenn Reykjavíkur eru með litlum undantekningum slitnir úr líf- rænu sambandi við þjóð sína og mál- efni hennar. Og þó einhverjir þeirra eigi, vegna yfirburða, ráð á lífslofti og vorgróðri hugsjónamanna mun jafnan fylgja fúalykt úr andlegum gröfum höfuðstaðarins. Hlín. Tíundi árgangur ritsins kom út í sumar sem leið. í tilefni af því af- mæli kom ritið út í stærra upplagi en áður. Fremst í ritinu er einkarlaglegt kvæði: Móðurníinning, og er höfundar látið ógetið. Síðan koma fundargerðir aðalfundar Samb. norðl. kvenna og 2. landsfundar kvenna. Síðan kemur urm- ull af ritgerðum hvaðanæfa og um margvísleg efni. Þar eru Skýrslur frá félögum, greinar um garðyrkju, skóg- rækt, heilbrigðismál, heimilisiðnaðar- riál, uppeldismál, merkiskonur o. m. fl. Hlín kemur víða við og er stjórnað af víðsýni, miklum áhuga og góðvilja Hall- dóru Bjarnadóttur. S í m s k e y t i. Rvík, 22. des. Símað er frá Berlín: Þýzka stjórnin er fallin og er ekki talið líklegt að ný stjórn verði mynduð fyrir miðjan jan- úai-mánuð. Hervaldsstjórn hefir verið mynduð i Litauen. Símað er frá London, að nú séu framleidd 4% milljón tonn af kolum á viku hverri. Vikuframleiðsla var, áður en verkfallið hófst, 5% milljón tonn. Um 850 þús. manna vinna nú í nám- unum. Japanskeisari er dáinn. Þrír togarar, sem hafa legið inni, bú- ast á veiðar. F r é't t i r. Hermína Sigurgeirsdóttir fór til Khafnar á síðastliðnu hausti, til þess að stunda þar nám í söngiist og hljóðfæraslætti. Tók hún inntöku- próf við Kg'l. Musik Konservatorium í Kaupmannahöfn og stóðst það með mikilli prýði. Prófþraut hennar var »Beethovens Sonata«. Hefir hún þar með fengið rétt til þriggja ára ókeypis náms í skólanum. Verðleikar einir veita þau hlunnindi. Um þau sækja margir. En aðeins örfáir hinir allra hæfustu hljóta og er Hermína fyrsti ís- lendingurinn, sem vinnur þann heiður. Taugaveiki hefir nýlega gosið upp á Sauðár- króki. Voru í gær lagstir um 20 manns og bætast við sjúklingar daglega. Barriaskólanum hefir verið breytt í sjúkrahús. Veikin er talin þung. Upp- tök hennar eru talin vera á Hóli í Sæmundarhlíð, en þaðan hefir verið seld mjólk í þorpið. Senn koma jólin. Er nú komið svo nærri jólunum, að óhætt er að fara að hlakka til, og hugsa fyrir því, að gera sjer og öðrmn þau sem ánægjulegust. Gott er til þess að vita, að flestir eru þannig innrættir, að þeir hafa löngun til þess að gleðja aðra. Oft hefi eg orðið þess var, að bæði menn og konur hafa með fyrirspurnum og á annan hátt verið að leitast fyrir um, hvað þeir gætu gert til þess að gleðja sjúk- lingana hér á sjúkrahúsinu og' gera þeim vistai-veruna hér sem ánægjuleg- asta. Dettur mér í hug, í því sambandi að benda þessum góðu mönnum á, að hið varanlegasta og bezta, sem hægt væri að gera, væri að styðja að því, að viðhalda eða öllu fremur að koma upp dálitlu bókasafni við sjúkrahúsið. Fátt er betur fallið til þess að stytta með tímann en lestur góðra bóka, og oft eru hér sjúklingar, sem jafnmikið þrá bækur til lestrar og þyrstir menn svala- drykk. Bókasafnið mætti styrkja eigi einasta með beinum fjárframlögum eða pen- ingagjöfum. Eigi fáir eiga bækur, sem þeim verður lítið úr og nota lítið eftir að hafa lesið þær einu sinni. Þær bækur mundu óvíða betur niður komnar en einmitt hér. Minnist því sjúklinganna, þegar þér farið með bækur, sem þér eruð í vafa um, hvað þér eigið að gera við. Tækifærið vil eg nota til þess að þakka öllum ritstjórum blaðanna hér fyrir send blöð á árinu, ennfremur útg. Vísis, Tímans, Varðar, Templars og frú Kristínu Sig'fúsdóttur fyrir bækur sínar, sem hún hefir sent. Lárus J. Rist. Ferð til Tindastóls. Pour vaincre il faut de l’audace, et encore de l’audace. Danton. Þar sem er vilji er vegur. Franska eggjanin og íslenzka máltækið segja bæði hið sama, þó hvort mcð sínum hætti. Fyrsta skilyrði fyrir sigri í stríði er hugrekki; þó er kapp bezt með forsjá. Eftirfylgjandi línur eiga að gera lesend- um sínum ofurlitla grein fyrir starfi, sem eg hefi leyst af hendi, að nokkru leyti með þeim fjárstyrk, sem Alþingi hefir leyft að greiða mér á þessu ári af almanna fé, eins og á átta undanförnum árum, »til þess að safna steina- og jarðtegundum og rannsaka að hverju sé nýtt« (sjá Alþ.tíð- indin f. árið 1917 og síðan). Einnig eiga línur þessar að votta öllum þeim, sem á einhvern hátt styrktu mig til framkvæmda síðastliðið sumar, eins og á undanförnum átta árum, og sem greíddu götu mína á nýnefndri ferð, mitt innilegasta þakklæti fyrir velvild sína, hjálpsemi og drenglund. Styrkur sá, sem hér ræðir um, var fyrstu tvö árin (1918 og 1919) 600 kr. á ári, næstu fjögur árin, verstu dýrtíöarárin, 1200 kr. á ári, en síðan 1924 aðeins 800 kr. á ári, krónan fallin í verði, en allar nauð- synjavörur enn í háu verði. Að eg fór ekki nefnda rannsóknarferð fyr en í 24. viku sumars, var hvorki elli- lasleika né vesalmensku, eða veikindum að kenna, heldur féleysi og erfiðum kring- umstæðum síðastliðið sumar. Eg hefi haft betri heilsu um síðustu fjögur ár, en átta árin þar á undan, þegar eg ferðaðist mest um og kringum ísland. En þá átti eg efnaða velvildarmenn, sem styrktu mig til framkvæmda, eins mikið og meir en fjár- veitinganefnd Alþingis; en þeirra nýtur nú ekki lengur. Einar 800 kr. til 1200 kr. endast ekki margar vikur, ef um fjöll og heiðar skal fara, um mesta anna-tíma árs- ins, með hest til reiðar og töskuhest til að bera farangur og fundi, einnig hafa fylgd- arsvein eða mann til aðstoðar. Kostnaður- inn verður þá minst 40 til 50 kr. á dag, eða 1200 til 1500 kr. á mánuði, — 800 kr. endast þá aðeins 16 til 20 daga, og ekkert eftir til að lifa af hina mánuði ársins, sé leitarforingja goldið sem svarar 20 kr. á dag, eins og lærðir smiðir hafa haft und- anfarin ár. Hærri embættismönnum lands- ins endast 800 kr. ekki meir en mánaðar- tíma, sumum ekki nærri svo lengi. Pingkostnaður þjóðarfulltrúa hefir um síðustu 6 til 7 ár veríð qvart million kr. á ári, eða 6000 kr. á hvern til jafnaðar, og laun H. H. Eiríkssonar og fleiri lærðra starfsmanna ríkisins hafa verið með dýr- tíðaruppbót tífalt hærri en 800 krónur. — í byrjun júlímánaðar fékk eg 600 kr. af áðurnefndum styrk; en þegar í fyrstu viku júlí gengu í garð hinar óvenjulegu rign- ingar og ótíð, sem gerðu flesta fjailvegi illfæra og vegaleysur ófærar og sem vör- uðu fram í september mánuð. Pær og heimiliskringumstæður hindruðu mig frá að takast rannsóknarferð þá á hendur, og meðan mesti annatíminn varaði; auk þess þurfti eg að afljúka ýmsum nauðsynjastörf- um hér. — Alt það umstang eyddi september einnig fyrir mér. Fyrst í byrjun október gat eg farið fyrirætlaða ferð. Hinn 5. okt. s.l. tók eg mér dekkfar með e.s. Nova héðan til Siglufjarðar. Þaðan fór eg landveg, sem leið liggur yfir Siglufjarðarskarð, til Reykjastrandar við rætur Tindastóls. Fyrsta áfangaun yfir skaröið um Hraunr yfir Miklavatn og til Haganesvíkur; þá yfir Vestur-Fljótin og vestur með ströndinni fram hjá Hroll- leifshöfða og suður hina hagasælu Sléttu- hlíð, þar sem stórbýlin Fell, Höfði og Bær vekja athylgí hvers ferðamanns og bera vott um dugnað þeirra, sem þar búa. Bærinn Fell stendur beint austur af Málmey, Hötði beint austur af Þórðarhöfða óg Bær nærri beint austur af Drangey. Á alla þessa bæi kom eg og fékk ágætar viðtökur, þó ekki væri eg konunglega klæddur. Safnaði eg nokkrum sýnishornum þaðan. Gekk út að Þórðarhöfða til að skoða bergtegundir hans og fl. og tók sýnisþorn af þeim með mér. í kauptúninu Hofsós reyndi eg 2 til 3 kl. tíma að fá bát og menn til að ferja mig yfir fjörðinn til bæjarins Reykir á Reykja- strönd, um 18 km. vegar; en árangurslaust. Allir voru önnum kafnir, sumir að slægja nýveiddan fisk aðrir að pakka fisk, enn aðrir við ýms búðarstörf og hausí-störf; allir báru einhverju við. Veður var gott^ næstum hvítalogn þar og glaða sólskin. Eg bauð 20 kr. hverjum, sem tæki mig yfir fjörðinn. — »Nei, ómögulegt«. — 25 kr. Sama svar. »Það er kvika hinumegin og lending ili eða engin«. — Og satt var það, kvika var hinumegin talsverð. Eg sá glampa á boðföllin við strandarhamrana hinumegin. — Eg varð að fara úr Hofsós gangandi með föggur mínar á baki og fyrir, þó aðeins til næsta bæjar. A kotbæ, rétt fyrir sunnan Hofsós, fékk eg bæði hest-og fylgd og hvorttveggja gott. Yngri sonur bóndans fylgdi mér, hinn var lasinn af kvefí. Drengurinn var ágætur, við riðum alt hvað mátti og náðum Brimnesi litlu eftir dagsset'ir. Þar fékk eg einnig góðar viðtökur, og næsta morgun fékk eg hest og fylgd sem leið liggur suður að Vatns- leysu og þaðan yfir Héraðsvötnin og Hegranes til Sauðárkróks. Þar skildi pilt- urinn frá Brimnesi við mig, og vildi enga borgun. Á Sauðárkróki átti eg einnig kunningja; en sama annrikið þar og á Hofsós og sama hestleysið. Eg varð að ganga út að Meyarlandi, til að fá hest. Þar fékk eg góðan hest og reið aleinn út með rótum Tindastóls, langt fyrir ofan alla bæi, og náði Reykjum, - þó ekki fylgdar- laust — um kvöidið. Næsta dag gekk Ásgrímur bóndi með mér út með sjó og sýndi mér ýmislegt markvert þar, einnig sýndi hann mér gjótu þá, sem grafin hafði verið fyrir nokkrum árum í Tindastói eftir kalksteini. — Frá Reykjum fór eg seinni hluta dags til Sauð- árkróks og skilaði hestinum þar. Næsta

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.